Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 31 famarkaðs i verkefnið Dr. Jóhannes Nordal „Bæði frá afkomusjón armiði og vegna áhættu verða fyrirtæki nú að stilla lánsfjárnotkun sinni í hóf og leggja aukna áherzlu á trausta eiginfjárstöðu og sama sjónarmið hlýtur einnig að endurspeglast í af- stöðu lánastofnana, sem verða við þessar aðstæður að krefjast betri trygginga og meira öryggis í formi hærra eiginfjárhlut- falls þeirra fyrirtækja, sem þær skipta við. Þegar svo er komið, er hætt við því, að mörg fyrirtæki eigi aðeins þeirra tveggja kosta völ, að auka eigið fé sitt með hlutafjárútboði eða takmarka rekstur sinn og vöxt við það, sem eigið fé þeirra leyf- gjörð. En sá megingalli er hins veg- ar á þessari þróun, að hún nær að- eins til lánsfjármarkaðsins, en hefur hingað til að mjög litlu leyti haft áhrif á útgáfu eða viðskipti með hlutabréf. Er enginn vafi á því, að efling hlutabréfamarkaðsins er nú að verða eitt mikilvægasta verkef- nið, sem leysa þarf til að hér á landi sé fyrir hendi sá alhliða fjármagns- markaður, sem áframhaldandi efna- hagsþróun krefst. Um leið og þetta er sagt, er rétt að taka fram, að aukins skilnings á nauðsyn aukinna hlutabréfaviðskipta hefur gætt af hálfu stjómvalda á undanfömum ámm, og er þá sérstaklega að geta laga um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í at- vinnurekstri, sem sett vom árið 1984. Hafa þau þegar haft nokkur áhrif til að glæða áhuga manna á hlutabréfakaupum. Jafnframt hafa tvö fjármálafyrirtæki þegar hafið viðskipti með hlutabréf og hafa þau í fyrsta skipti komið á vísi að skrán- ingu á verði hlutabréfa í nokkmm stómm hlutafélögum. Allt er þetta þó enn í smáum stfl, svo að varla er hægt að segja að almenn hluta- bréfaútgáfa skipti enn neinu vem- legu máli, hvorki sem fjármögnunar- leið fyrir atvinnufyrirtæki, né sparn- aðarform fyrir hinn almenna fjár- magnseiganda. Eg held að allir, sem kynnt hafa sér þessi mál, séu sammála um það, að hin hæga þróun hlutabréfavið- skipta hér á landi stafi bæði af því, að sparendum fínnist hlutabréf ekki gefa nægilega góða ávöxtun miðað við önnur spamaðarform, og jafn- framt því, að flest fyrirtæki hafí lítinn áhuga á fjármögnun í formi hlutabréfaútboðs. En þegar þannig er hvorki fyrir hendi vemlegt fram- boð á hlutabréfum á markaðnum, né teljandi eftirspum, er varla von, að hlutabréfamarkaðurinn þrífist betur. Orsakir þessa ástands em þó áreiðanlega fleiri og dýpri en svo, að þær verði allar raktar til rótar í þessu erindi. Sjónarmið fjármagnseig- anda Sé Iitið á málið frá sjónarmiði fjár- magnseiganda, skiptir tvímælalaust mestu máli, að skattaleg meðferð hlutafjáreignar hefur verið og er enn í vemlegum atriðum óhagstæðari en fjárfesting í öðmm peningalegum eignum, einkum spariskírteinum og bankainnstæðum. Þannig em hluta- bréf aðeins tekju- og eignarskatts- fijáls að vissu marki og verðhækk- unargróði er skattskyldur. Þegar haft er í huga, að hlutabréfaeign er eðli málsins samkvæmt vemlega áhættusamari ijárfesting en flestar aðrar peningalegar eignir, væm miklu frekar rök fyrir því, að þau nytu að sama skapi hagstæðari skattlagningar. Sú heimild að draga fjárfestingu í hlutabréfum innan ákveðinna marka frá skattskyldum tekjum, sem veitt var með lögunum frá 1984, bætir hér að vísu verulega úr. Hún er hins vegar svo takmörk- uð, að hún nægir engan veginn til þess að skapa eðlilega eftirspum eftir hlutabréfum. Nauðsynlegt er, að tekið verði á þessum vanda í þeirri endurskoðun á skattlagningu eignatekna, sem nú fer fram. Eðlilegt er, að þess yrði þá gætt, að áhættufjárfesting njóti alltaf jafngóðra eða betri kjara en aðrar peningalegar eignir. A sama hátt verður að tryggja, að það sé ekki fyrirtækjum óhagstæðara skattalega séð að afla fjár með hlutabréfasölu en lánsfé. Jafnframt er eðlilegt að setja þau skilyrði fyrir öllum sérstökum skattfríðindum á þessum vettvangi, að um sé að ræða hlutabréf í opnum almenningshluta- félögum, eins og gert er í fyrrgreind- um lögum frá 1984. Úttekt á aðstæðum til hluta- bréfaviðskipta Auk þess að tryggja eðlilegt jafn- vægi í skattlagningu hlýtur það að vera hlutverk stjómvalda að greiða fyrir hlutabréfaviðskiptum og setja •þeim traustar starfsreglur. Þegar Verðbréfaþing íslands var stofnað, var það yfírlýst markmið þess að koma með tímanum á viðskiptum með hlutabréf. Hefur verið unnið að undirbúningi þess nú um nokkurt skeið og samin drög að reglum, er gilda skuli um starfsemi þeirra fyrir- tækja, sem þar yrðu skráð. Jafn- framt hefur Iðnþróunarsjóður gengizt fyrir stofnun nýs fyrirtækis, Fjárfestingarfélagsins Draupnis hf., sem ætlað er að fjárfesta í hlutabréf- um og greiða fyrir viðskiptum með hlutabréf á væntanlegum hluta- bréfamarkaði. Í sambandi við þessa þróun var talið æskilegt, að gerð yrði úttekt á aðstæðum til hluta- bréfaviðskipta hér á landi til leið- beiningar um framhald málsins. Varð að ráði, að Seðlabankinn og Iðnþróunarsjóður réðu sameiginlega erlent fjármálafyrirtæki, Enskilda Securities, til þess að gera rækilega skýrslu um skilyrði fyrir hlutabréfa- markaði hér á landi ásamt tillögum um nauðsynlegar úrbætur í þeim efnum. Er skýrslan samin í samráði við starfshóp á vegum þessara stofn- ana. Verður í skýrslunni sérstaklega höfð hliðsjóri af þróun hlutabréfyvið^ skipta á hinum Norðurlöndunum, en þau hafa vaxið mjög ört á síðustu árum. Stefnt er að því, að þessi skýrsla verði tilbúin innan tveggja mánaða, en búast má við því, að í henni verði gerðar ákveðnar tillögur um breytingar á skattlagningu hlutabréfa, sem komið gætu að gagni í þeirri endurskoðun skatta- laga, sem nú stendur yfir. Að öðru leyti er ekki tímabært að ræða á þessum vettvangi, hvaða niðurstöður eða tillögur sé líklegt að fram komi í þessari skýrslu. I þessu sambandi er rétt að nefna þær takmarkanir, sem nú eru á því, að lífeyrissjóðum sé heimilt að ávaxta fé sitt í hlutabréfaeign. í frumvarpi því, sem þegar liggur fyr- ir frá Endurskoðunamefnd lífeyr- iskerfis, er lagt til, að öllum lífeyris- sjóðum verði heimilað að binda 5% af ráðstöfunarfé sínu í hlutabréfum, sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands. Mikilvægt er, að slíkt ákvæði komi til framkvæmda sem allra fyrst eftir að skráning hlutabréfa á Verð- bréfaþingi hefst, þar sem kaup Iífeyrissjóða gætu verulega aukið eftirspurn eftir hlutabréfum og stuðlað að greiðari viðskiptum á markaðnum. Þótt frumvarpið geri ekki ráð fyrir hærra hlutfalli en 5%, er þar um umtalsverða fjármuni að ræða, en auðvelt ætti að vera að hækka hlutfallið með lagabreytingu síðar, ef reynslan er hagstæð. Framboð á hlutafé — áhugi fyrirtækja Það sem ég nú hef rakið varðandi aðgerðir ríkisins og annarra opin- berra aðila stefnir fyrst og fremst að því að auka eftirspum eftir hluta- bréfum með því að gera þau álit- legra spamaðarform. En hvað um hina hliðina, framboð á hlutafé og áhuga fyrirtækja á því að afla sér fjármagns með þessum hætti. Hér skipta skattareglur einnig nokkm máli, t.d. takmörkun skattfrádráttar á arðgreiðslum um 10% af nafnverði hlutafjár ásamt of þröngum reglum um útgáfu jöfnunarbréfa til jafns við hækkun á raunverði eigna. Meg- invandamálið liggur þó ekki á þessu sviði, heldur í því, að hvorki fyrir- tækin sjálf eða hluthafar þeirra hafa talið sér nægilegan hag í því að opna fyrirtækin með almennri sölu hlutabréfa og reka þá stefnu varð- andi arðgreiðslur, sem nauðsynleg er til þess að gera hlutabréf þeirra að gimilegri íjárfestingu. Eg tel vafalaust, að þessa nei- kvæðu afstöðu megi að verulegu leyti rekja til þess ástands, sem ríkt hefur á fjármagnsmarkaðnum hér á landi um áratuga skeið. í vaxtamál- um var stefna stjómvalda lengi sú, að reyna að halda vöxtum sem lægstum, þrátt fyrir mikla og þrá- láta verðbólgu, þannig að vextir vom að jafnaði neikvæðir, sérstak- lega á áttunda áratugnum. Við þau skilyrði var að sjálfsögðu hagstæð- ast fyrir fyrirtæki að fjármagna sem stærstan hluta af eignum sínum og rekstri með lánsfé, og njóta þannig þess að verðbólgugróða, sem því fylgdi. Jafnframt var áhættan af óhóflegri skuldasöfnun tiltölulega lítil, þar sem menn máttu treysta því, að verðbólgan samfara neikvæð- um raunvöxtum létti lánabyrðina af sjálfum sér, áður en langt um liði. Þannig var bæði áhættulítið og ágóðavænlegt fyrir fyrirtæki að fjár- magna starfsemi sína með lánsfé í stað hlutafjár. Frá sjónarmiði lánastofnana var um hliðstæða reynslu að ræða. Nei- kvæðir raunvextir komu að vísu nið- ur á hag sparifjáreigenda, en frá sjónarmiði bankanna drógu þeir úr áhættu útlána, þar sem lánin lækk- uðu sífellt að verðgildi, jafnframt því sem tryggingamar hækkuðu með verðbólgunni. Fyrirtæki í kreppu þurftu því ekki að leysa vanda sinn með eiginfjáraukningu, því að skuldbreyting, sem fram- lengdi lánin nógu lengi til þess, að verðbólgan gæti greitt þau niður, virtist leysa flestan vanda. Þær breytingarfsem orðið hafa á lánsfjármarkaðnum síðustu árin hafa breytt þessum viðhorfum í grundvallaratriðum. Þegar jákvæðir raunvextir, og þeir jafnvel í hærra lagi, eru orðnir almennir hér á landi, hlýtur viðhorf fyrirtækja til láns- fjármögnunar að breytast verulega. Bæði frá afkomusjónarmiði og vegna áhættu, verða fyrirtæki nú að stilla lánsfjámotkun sinni í hóf °g leggja aukna áherzlu á trausta eiginfjárstöðu og sama sjónarmið hlýtur einnig'að endurspeglast í af- stöðu lánastofnana, sem verða við þessar aðstæður að krefjast betri trygginga °g meira öryggis í formi hærra eiginfjárhlutfalls þeirra fyrir- tækja, sem þær skipta við. Þegar svo er komið, er hætt við því, að mörg fyrirtæki eigi aðeins þeirra tveggja kosta völ, að auka eigið fé sitt með hlutaíjárútboði eða tak- marka rekstur sinn og vöxt við það, sem eigið fé þeirra leyfír. Fjölskyldufyrirtæki — stór f yrirtæki Nú er vitaskuld ljóst, að fleira mun hafa áhrif á viðhorf fyrirtækja í þessu efni en fjárhágsleg sjónar- mið ein. Flest íslenzk hlutafélög eru ijölskyldufyrirtæki eða í eigu tiltölu- lega fámenns hóps manna. Veruleg breyting hlýtur að verða á stöðu hluthafa í slíkum fyrirtækjum, ef stefnt er að því að gera hlutabréf þeirra markaðshæf og opna þau fyr- ir nýjum hluthöfum með almennu útboði. Ljóst er, að í opnum hlutafé- lögum verður að taka sérstakt tillit til hagsmuna hins almenna hluthafa, til að hlutabréf félagsins haldi góðri stöðu á markaðnum. Auk getu og vilja til að greiða hluthöfum reglu- lega arð, skiptir traust upplýsinga- gjöf og áætlanagerð mestu máli. Tilhneiging er alls staðar til þess, að atvinnustjórnendur frekar en hluthafar ráði ferðinni í slíkum fé- lögum, en þorri hluthafa líti frekar á hlutabréfaeign sína sem hag- kvæma fjárfestingu en leið til áhrifa um rekstur fyrirtækisins. Þegar allt þetta er haft í huga, má búast við því, að það verði fyrst og fremst tiltölulega stór fyrirtæki, sem sýni áhuga á.því að leita fjár- mögnunar á hlutabréfamarkaði. Jafnframt er óhjákvæmilegt, að sett verði allströng skilyrði fyrir skrán- ingu hlutabréfa á verðbréfaþingi, svo sem um stærðarmörk, upplýs- ingaskyldu og fjárhagsstöðu. Þótt slík skilyrði takmarki í upphafí veru- lega tölu skráðra hlutabréfa, er hitt mikilvægara, að hlutabréfamarkað- urinn í heild öðlist traust fjármagns- eigenda, en það er frumskilyrði þess, að hlutabréfaeign verði almennt spamaðarform hér á landi og það borgi sig fyrir fyrirtæki að gera þær breytingar á rekstri sínum og stefnu, sem því fylgir að bjóða hlutabréf á almennum markaði. Af öllu þessu má einnig ljóst vera, að þróun hluta- bréfamarkaðs mun bæði hvetja til stækkunar fjárhagseininga í íslenzk- um atvinnurekstri og stuðla að meiri samþjöppun fjármagns en nú er. Tel ég slíka þróun ekki aðeins æskilega, heldur beinlínis nauðsynlega til að auka styrk og og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja ekki sízt á al- þjóðavettvangi. Þó er einnig ljóst, að þróun hlutabréfamarkaðs og auk- in þátttaka almennings í atvinnu- rekstri með þessum hætti, er lykill- inn að því, að skilyrði geti skapazt til þess að einkavæða með tímanum stór opinber fyrirtæki eins og t.d. ríkisbankana. Aukinn skilningur stjórn- valda og almennings Góðir áheyrendur. Ég hef orðið nokkuð langorður um almenn skil- yrði hlutabréfaviðskipta hér á landi, en ekki farið að neinu ráði út í þau mörgu tæknilegu viðfangsefni, sem leysa þarf á þessu sviði á næstunni. Ástæðan er sú, að mér fínnst enn vanta rpikið á, að menn geri sér al- mennt grein fyrir því, hveijar séu raunverulegar forsendur þess, að hér geti þróast öflugur hlutabréfamark- aður. Til þess þarf aukinn skilning bæði af hálfu stjómvalda og almenn- ings, en ekki síður nýja afstöðu og endurmat af hálfu stjómenda og hluthafa í þeim fyrirtækjum, sem bezt skilyrði hafa til skráningar á slíkum markaði. Efnahagsþróunin bíður hins vegar ekki eftir okkur, og með vaxandi alþjóðlegri sam- keppni og frjálsari reglum, sem væntanlega verða settar áður en langt líður um fjárfestingu útlend- inga í íslenzku atvinnulífi og íslenzkra fyrirtækja erlendis, mun reyna enn meir á samkeppnishæfni og fjárhagslegan styrk íslenzkra fyr- irtækja. Nú er hins vegar kominn tími til þess að ég Ijúki þessu máli mínu með því að gera í örfáum orðum grein fyrir þeim verkefnum, sem leysa þarf á næstunni til þess að virkur hlutabréfamarkaður komist á hér á landi. Reglur um hluta- bréfaviðskipti Fyrsta skrefíð og það mál, sem lengst er komið í undirbúningi, er setning reglna Verðbréfaþings um hlutabréfaviðskipti og skráningu hlutabréfa á þinginu. Undirbúningur þessara reglna er nú svo langt kom- inn, að unnt ætti að vera að ganga endanlega frá þeim í stjóm Verð- bréfaþings innan fáeinna vikna. í framhaldi af því þurfa síðan fyrir- tæki að sækja um skráningu á þing- inu og leggja fram tilskilin gögn um fjárhagsstöðu sína. Það er því óhjá- kvæmilegt, að nokkrir mánuðir .líði enn, áður en virk skráning hluta- bréfa verði tekin upp á þinginu. Næsti áfanginn er sá, að Enskilda Securities mun leggja fram skýrslu sína og tillögur um aðgerðir til þess að skapa betri skilyrði fyrir hluta- bréfaviðskiptum hér á landi. Munu tillögur þeirra væntanlega snúast að mikiu leyti um endurbætur í skattamálum og hagstæðari meðferð hlutaijár miðað við aðrar peninga- legar eignir heldur en nú eru í gildi. Einnig munu þeir væntanlega gera tillögu um viðskiptareglur og eftirlit^ með hlutabréfaviðskiptum, þ.á m. reglur um viðskipti innvígðra (insid- er trading) og reglur um yfírtöku og sameiningu hlutafélaga (take- over code). í þriðja lagi er stefnt að því, að Fjárfestingarfélagið Draupnir hefji hlutabréfaviðskipti, þegar kemur fram á vorið, líklega í maí eða júní. Hefur það félag yfir allmiklum fjár- munum að ráða, sem það getur not- að í því skyni að fjárfesta í hlutabréf- um og starfa sem viðskiptavaki (market maker) á hlutabréfamark- aðnum. Mun það þannig bætast við þau tvö ijárfestingarfyrirtæki, sem þar eru nú fyrir, og þannig bæta markaðsskilyrði verulega. Loks standa vonir til þess, að tií- lögur um endurskoðun reglna um skattlagningu eignatekna, sem nú er unnið að á vegum fjármálaráðu- neytisins, verði lokið ekki síðar en í haust, þannig að ný löggjöf geti tek- ið gildi um næstu áramót. Skiptir að sjálfsögðu mestu máli fyrir frek- ari þróun hlutabréfamarkaðsins, að úr þessari endurskoðun verði og með henni verði leiðrétt það misræmi, sem nú er fyrir hendi varðandi skatt- lagningu hlutaQár samanborið við ýmsar aðrar eignir. Takist að halda þeirri tímaáætlun, sem ég hef hér rakið, má vænta þess, að á þessu ári verði þáttaskil í þróun hlutabréfaviðskipta hér á landi. Jafnframt væri með vissum hætti rekið smiðshöggið á þá upp- byggingu fijáls og alhliða fjár- magnsmarkaðs, sem hér hefur átt sér stað síðustu þijú til fjögur árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.