Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 60
 PykkwbœjM Þar vex sem vel er sáð! FERSKLEIKI Í^PIP^ÞEGAR MESTÁ REYNIR FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. Lækka vextir um —helgina? Talið er líklegt, að vextir lækki um næstu helgi. Búizt er við, að lánskjaravísitalan hækki í þessum mánuði um 0,6%, eða svo, og er það minnsta hækkun lánskjaravísitölu í nær tvö ár. Af þessum sökum er það nú í athugun hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum að lækka vexti. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins má jafnvel búast við því, að sú vaxtalækkun taki gildi hinn 21. febrúar nk. Fá ekki að sitja af sér dóminn TÍU ísfirðingar, sem dæmdir voru fyrir brot á útvarpslögum * með rekstri ísafjarðarútvarpsins i verkfalli opinberra starfs- manna árið 1984, hafa óskað eft- ir að sitja af sér dóminn en þvi hefur verið hafnað. Mennirnir voru dæmdir í Hæstarétti til að greiða fjársekt en til vara i átta daga varðhald. Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra segir það áratuga reglu ráðuneytisins, að þegar dæmt er til fésektar, þá skuli menn greiða þær, ef þeir eigi fyrir þeim en geti ekki valið um að sitja þær af sér. Pétur Kr. Hafstein sýslumaður ísaQarðarsýslu, sagði að þegar dæmt væri í fésekt og til vara í varðhald, væri annaðhvort þegar rtekið §ámám eða beitt varðhaldi ef með þyrfti. „En hitt er einnig oft gert að láta menn afplána strax og það hefur verið langalgengasta fullnustuaðgerðin hér í mínu um- dæmi að láta menn afþlána varar- efsingu eftir þvf sem dómurinn seg- ir til um ef sektin greiðist ekki. Þann hátt hugðist ég hafa á í þessu máli sem öðrum, þegar ráðuneytið gerði mér orð um hvemig dóminum skyldi fullnægt," sagði Pétur. Morgunblaðið/Þorkell Kötturinn sleginn úr tunnunni á Lækjartorgi Sjá frásagnir á bls. 25 og Akureyrarsíðunni bls. 34 Fleiri fiskiskip eru nú gerð út á aflamark Sjávarútvegsráðuneytinu hafa nú borizt ákvarðanir útgerða flestra fiskiskipanna um útgerð- arhætti. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir, en talsverð til- færsla er frá sóknarmarki yfir í aflamark. Á síðasta ári voru 74 togarar gerðir út á sóknarmark, en nú um 50. Bjöm Jónsson hjá veiðaeftirlitinu sagði í samtali við Morgunblaðið, að ákvarðanir útgerðanna væru í flestum tilfellum komnar. Einstaka menn hefðu beðið um frest vegna sérstakra aðstæðna svo sem end- umýjunar eða viðgerða á skipunum. Þá væri frestur þeirra, sem rétt ættu á úthafsrækjuveiði í einhveij- um mæli, enn ekki útrunninn. End- anlega ætti eftir að ganga frá niður- stöðum og tölvukeyra þær til að glögglega mætti sjá niðurstöðuna Boð Sovétmanna: Forseti og forsætisráðherra einhuga um málsmeðferð FRÚ Vigdfs Finnbogadóttir, forseti íslands, og Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, eru sammála um meðferð ríkisstjómarinnar á boði sovésku ríkisstjóraarinnar til forseta um opinbera heimsókn. Eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin að þiggja boðið til forseta en æskja viðræðna um aðra dagsetningu en Igor N. Krassavin, sendiherra, taldi ófrávíkjanlega í viðræðum við Steingrím Her- mannsson, utanrikisráðherra. Lýsti utanríkisráðherra sig andvígan þessari niðurstöðu ríkisstjóraarinnar og vildi að farið yrði að kostum Sovétmanna. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þorstefnn Pálsson, forsætis- ráðherra, að það væri venja, að ríkisstjómin tæki afstöðu, þegar um opinberar heimsóknir þjóð- höfðingja væri að ræða. Þegar boðið kom frá Sovétríkjunum í síðustu viku og það skilyrði var sett, að forsetinn gæti aðeins hitt Míkhaíl Gorbatsjov á hlaupárs- daginn 29. febrúar, var forseti, að sögn forsætisráðherra, reiðubúinn að gera það í rnálinu, sem ríkis- stjómin teldi eðlilegt. „Rétt er að taka það fram,“ sagði Þorsteinn Pálsson, „að það hefur ekki verið ágreiningur milli mín og forseta íslands um meðferð málsins." Um þær umræður, sem orðið hafa um afgreiðslu ríkisstjómar- innar á málinU, hafði forsætisráð- herra þetta að segja: „Eg tel það áfall fyrir ríkisstjómina, að það skuli spyijast út fyrir fundi henn- ar, hvemig tekið er á viðkvæmum málum sem þessum. Vonandi veik- ir það stjómina þó ekki til lang- frama. Ríkisstjómin stendur frammi fyrir alvarlegum vanda útflutningsatvinnugreinanna. Mér fínnst þessi atburður veikja ríkis- stjómina og þess vegna harma ég, að hann hafi átt sér stað.“ Sjá forystugrein á miðopnu. og breytingu milii ára, en augljós hreyfing virtist vera frá sóknar- marki yfir í aflamark. Skýringar þess, að aukin sókn er nú í aflamarkið, eru nokkrar. Nú fá menn minni viðbót á afla- mark, velji þeir sóknarmark, mögu- leiki á aflaaukingu í sóknarmarki er minni en áður. Sóknarmarksskip- in verða nú í einum hóp með ákveð- inn heildarafla til ráðstöfunar og geta því ekki aukið afla sinn nema hvert á kostnað annars. Loks mega aðeins aflamarksskip kaupa kvóta og líklega virðist mönnum sú leið til mögulegrar aflaaukningar fysi- legri en sóknarmarkið. m- Flakið fór í brimið Grindavík. SLYSAVARNASVEITIN Þor- björn í Grindvaík tapaði Hrafni Sveinbjarnarsyni 3 í brimrótið á strandstað í Hópsnesi við Grindavík í fyrrinótt svo hann nýtist ekki til þeirrar fjáröflunar sem vonir stóðu til. Vonbrigði slysavamamanna eru mikil því hér eftir verður nánast engu bjargað úr flakinu, sem snýr frá landi og er opið fyrir úthafsöld- unni. Kr.Ben. Kassagerðin: Fiskvinnslan kaupir minna af umbúðum Á SÍÐUSTU vikum hefur orðið verulegur samdráttur á sölu um- búða fyrir fiskiðnað frá Kassa- gerðinni hf. Vinna í mörgum frystihúsum er i lágmarki og hef- ur ekki byrjað að nýju eftir jól- afrí vegna rekstrarvanda. Öm Hjaltalín, einn framkvæmda- stjóra Kassagerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sala umbúða utan um frystan físk, bæði pappi og öskjur, væru 50 til 60% af veltu Kassagerðarinnar. Samdráttur í fiskvinnslunni væri því fljótur að koma fram í fyrirtækinu. Salan núna væri nánast sú sama og á sama tíma á síðasta ári í peningum talið, en miklu minni f magni talið. „Gengið er rangt skráð,“ sagði Öm. „Það gerir útflutninginn erfið- ari en léttir innflutning. Dollarinn hefur ekki hækkað í fjögur ár, en allir vita að laun og annar kostnaður hefur hækkað mikið á sama tíma. Þannig gengur dæmið ekki upp. Frystingin tapar, við seljum minna til hennar, útflutningur okkar gengur verr og við eigum í vaxandi sam- keppni við innflutning á vörum sam- bærilegum framleiðslu okkar," sagði Öm Hjaltalín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.