Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 © 1985 Universal Press Syndicate 7) Pðemigerð heymae&L." Ást er ... .. ■ eitthvað dýrmætt. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved o 1986 Los Angeles Tlmes Syndicate Blessaður vertu I trollara- buxum þegar þú kemur á morgun. Annars er hætt við að hundurinn rífi bux- urnar og bíti þig síðan í fótinn! Með morgimkaffinu Ertu viss um að þetta sé nægilegt? HÖGNI HREKKVÍSI „J/EJA þA,í?A£?/H(JNPI þÓ A.M.KE/N- hvbr. a& bg 'a af/vi/e u r vag i « -7-/9 ÍElr- 77 Nagladekkin: Oforskömmuð aðdróttun Kæri Velvakandi. Einhver R.S. skrifaði um nagla- dekkin sl. fímmtudag og tekur þar töluvert uppí sig. R.S. telur að góð snjódekk dugi utanbæjar að vetrarlagi. Slæmt er ef íslendingar eru búnir að gleyma hvar þeir búa á hnettinum og búnir að gleyma því að hér getur verið ófærð og hálka mánuðum saman. Hvemig dettur R.S. í hug að menn noti nagladekkin bara af því að þeir eigi þau? Þetta er bamalegt. Að drótta því að fólki, sem af örygg- isástæðum eingöngu notar nagla- dekk á vetuma, að það taki „ímynd- aða hagsmuni fram yfír þjóðar- hagsmuni" er vægast sagt ófor- skammað og ekki svara vert. Um bílaþvottinn er best að brosa, viðkomandi virðist ekki vita um hvað hann er að ræða. Að lokum dregur spekingurinn R.S. vísindi sín saman í þijár grein- ar, hveija annarri hlægilegri, þar segir: 1. Nagladekk eru sjaldnast nauð- synleg. 2. Hægt er að hafa sandpoka í skottinu til öryggis! 3. Að draga nokkuð úr hraðanum o.s.frv. íslenskir bifreiðaeigendur hafa sannfærst um það á liðnum áratug- um að nagladekk auka öryggið til muna þegar ísing er, sem er hreint ekkert sjaldgæft fyrirbæri á ís- landi, og þess vegna nota þeir þau. Fáir bifreiðastjórar mundu sam- þykkja að ávallt sé nauðsynlegt að hafa sandpoka í skottinu, sumir hafa vélina í skottinu og ekkert dugar þegar hált er, nema nagla- dekk. Já, reyndu, R.S., að láta land- ann draga úr hraðanum. Þetta hef- ir verið reynt í áratugi en alltaf eykst hraðinn og alltaf fjölgar slys- unum. Þetta er því afar mikil ósk- hyggja og raunar bamalegt. Eg nota nagladekk allan veturinn og vona ég að það geri allir, sem ekki vilja renna stjómlaust á menn eða ökutæki þegar hált er. Vonandi rennur R.S. á þessari fírru sinni. Bílstjóri Upplýsingafulltrúa í allar opinberar stofnanir Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Til Velvakanda. Ég er einn af þessum gömlu mönnum, sem ekki hef bíl til um- ráða, og á erfítt með að láta snúa mér frá einni opinberri skrifstofu til annarrar, þangað til maður er kominn í hring og botnar hvorki upp né niður í kerfinu og hreinlega gefst upp. Um daginn þurfti ég að fá svör við ýmsum málum, svo einhver benti mér á að fara í Trygginga- stofnun ríkisins, því þar væri frá- bær upplýsingadeild. Ég lagði því leið'mína þangað og þar var ekki komið að tómum kofanum. Ég fékk einstaklega ljúfmannlega af- greiðslu og var meira að segja hringt fyrir mig í aðrar opinberar stofnanir til að leita fyrir mig um fyrirgreiðslu. Þetta ber að þakka og óskandi að fleiri opinberar stofnanir tækju sér það til fyrirmyndar. Sigurður Jónsson Víkveiji Igær var öskudagurinn, mikill gleðidagur bamanna, sem mörg hver klæddu sig upp í til- efni dagsins í litskrúðuga bún- inga. í rímfræði Menningarsjóðs segir um þennan dag, að hann sé ávallt miðvikudagur í 7. viku fyrir páska og fyrsti dagur 40 virkra daga páskaföstu eða svo- kallaðrar sjöviknaföstu. Askan er hins vegar gamalt tákn iðrunar og var á miðöldum notuð við guðsþjónustur þennan dag, er pálmagreinar frá pálma- sunnudegi árið áður voru brenndar. Hefur þessi siður haldizt í rómversk-kaþólskri trú. Leikir með öskupoka eru síðari tíma fyrirbæri, upprunnir eftir siðaskipti. En öskudagurinn á sér tvo bræður, bolludag og sprengi- dag. Bolludagurinn er mánu- dagurinn í föstuinngangi. Nafn dagsins er kennt við bollur, sem siður er að borða þennan dag. Þótt siðurinn sé erlendur, mun nafnið á deginum vera íslenzkt. Sprengidagur var áður fyrr nefndur „sprengikvöld" og er þriðjudagur í föstuinngangi. Hann er kenndur við kjöthátíð mikla í kaþólskum sið erlendis og er á undan föstunni. Orðið skrifar sprengikvöld mun þó ekki koma fyrir í rituðum íslenzkum heim- ildum fyrr en á 18. öld, segir í rímfræði Menningarsjóðs. En saltkjötsát íslendinga er sem sagt af sama stofni og kjöt- kveðjuhátíðimar í Rio, sem frægar eru um víða veröld og myndir birtast frá í fréttum ár hvert. xxx Síðastliðinn laugardag ætlaði lítill drengur að kaupa af- mælisgjöf handa vini sínum í Kringlunni, nánar tiltekið í Pennanum, sem þar er til húsa. Hann kom rétt í þann mund er verið var að loka, klukkan var nokkrar mínútur yfir fjögur. í dyrunum stóð ungur maður og gætti þess að enginn kæmist inn í verzlunina, en nokkrir við- skiptavinir hennar höfðu ekki lokið viðskiptum sínum og voru því enn inni í verzluninni. Drengurinn bað manninn um að hleypa sér inn, hann vissi hvað hann ætlaði að kaupa og yrði „enga stund“. En ungi maðurinn í dyrunum sagði blátt nei og sá ekki aumur á drengn- um — búið væri að loka. Þessi framkoma er í senn harðneskju- leg og afskaplega fráhrindandi. En drengurinn dó ekki ráða- laus. Hann hljóp yfír í Hag- kaup. Þar stóð einnig dyravörð- ur til þess að vama viðskiptavin- um inngöngu á sömu forsendu, búið væri að loka. Drengurinn bar upp erindið með sama hætti og í Pennanum. Og viti menn, dyravörðurinn opnaði dymar og sagði: „Gjörðu svo vel, vertu bara fljótur." Þannig bjargaði þessi velviljaði og manneslgu- legi dyravörður því, að 11 ára gamall drengur kom ekki tóm- hentur í aftnælið til vinar síns. XXX Umferðarsljósin á gatna- mótum Hafnarstrætis og Kalkofnsvegar virðast tefja mjög umferð um Hafnarstræti eftir að þau voru sett upp. Um það vitna langar biðraðir bíla, sem á stundum em svo langar að þær ná alllangt vestur á Vesturgötu eða í Aðalstrætið. Eitthvað hlýtur tíðni þessara ljósa að vera röng — eða er hér dæmi um að umferðarljós geti orðið til trafala í umferðinni? IVJ XV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.