Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 49
Minning:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
49
Jón Mar Jónsson
Fæddur 14. október 1964
Dáinn 10. febrúar 1988
Frændi, þegar fiðlan þegir
fuglinn krýpur lágt að skjóli
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum
ilmanskógum betri landa
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendingum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
eins og tónn á fiðlustreingnum
eilíft honum fýlgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þom í sylgju
þó að hrökkvi fiðlustreingur
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
(Halldór Laxness.)
Vinur minn er dáinn. Vinur minn
sem gaf mér svo mikið er dáinn.
Og ég sakna hans.
Jón Mar Jónsson var yndislegur
vinur. Hann gaf allt það sem hann
gat gefið af sjálfum sér og stundum
meira en hann gat. Stórt skarð
skildi hann eftir. Það verður vand-
fyllt.
Eg settist niður áðan og ætlaði
að skrifa eitthvað fallegt til minn-
ingar um góðan dreng. Ég riijaði
upp ýmislegt sem við höfðum brall-
að saman. En ég kom ekki staf á
blaðið. Það eina sem ég gat skrifað
var vinur minn er dáinn. Og marg-
ar spumingar vöknuðu en engin
svör komu. Kannski er líka best að
sumum spumingum sé aldrei svar-
að. Og nú er vinur minn lagður í
langferð þá sem við öll eigum eftir
að leggja í. Yfír móðuna miklu með
ferjumanninum Karon. Og á strönd-
inni fallegu hinumegin veit ég að
vel verður tekið á móti honum. Og
það er gott að hugsa til þess að
þegar við vinir hans fömm í fyllingu
tímans á eftir honum fagnar hann
okkur með útbreiddan faðminn og
með sínu fölskvalausa brosi.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
móður hans og systkini sem misst
hafa svo mikið.
Ég geymi mynd af honum Jóni
mínum brosandi innra með mér.
Minning um góðan dreng lifir. Fari
hann í friði.
Guðni Már .
Mig langar til að kveðja elskuleg-
an mág minn, Jón Mar Jónsson, sem
lést þann 10. febrúar síðastliðinn.
Hann var aðeins þrettán ára
gamall gutti þegar ég hitti hann í
fyrsta sinn. Mér fannst hann ekki
vera hár í loftinu þegar hann tók
á móti þessari kærustu stóra bróð-
ur. Hann stóð þama í dyrunum
sposkur á svip, grannvaxinn með
svartan krullaðan lubba og kímnin
skein úr flörlegum augunum.
Árin liðu og drengurinn óx og
þroskaðist, yfirbragðið varð rólegra
og yfirvegaðra. Strákurinn varð að
leitandi manni með víðan sjóndeild-
arhring. Manni sem átti mörg og
ólík áhugamál. Einn daginn hélt
hann á vit fjallanna á gönguskíðum.
Þann næsta gat hann legið tímun-
um saman yfir skákfléttu eða
grúskað í bókum um tilgang og
margbreytileik mannlffsins. Hann
lét ekki hávaða, stress eða hömlu-
laust lífsgæðakapphlaup stjóma lífi
sínu og valdi sér ekki viðfangsefni
af léttara taginu. Umönnun þeirta
sem minna mega sín í hinum harða
heimi er ekki á allra færi. En Jón
Mar hafði til að bera flest það sem
slík störf kreQast. Yfirbragð hans
var rólegt og afslappað, viðmótið
hlýlegt. Hann kunni þá list að hlusta
og gat líka auðveldlega slegið á
léttari strengi. Kímnin var aldrei
langt undan.
Nú hefur Jón Mar lokið aftur
augum sfnum í hinsta sinn en minn-
ingin um góðan dreng mun lifa.
Gerður Róbertsdóttir
Þegar ég heyrði um andlát Jóns,
þá komu upp í hugann tilfinningar,
andstæðar tilfinningar, sorg og
gleði.
Sorg yfir því að hafa þó fengið
að kynnast honum.
„Sorgin er gríma gieðinnar. Og lindin, sem
er uppspretta gieðinnar, er oft full af tárum.
Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu,
og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin
í rúmi þínu.
Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín uppskorin.
Hann er brauð þitt og arineldur.
Þú kemur til hans svangur í leit að friði.“.
(Khalil Gibran.)
Jón var góður vinur okkar allra,
og þannig munum við minnast hans.
Nú svífur hann ofar okkur og
fyllir hjarta sitt af tónum hörpunn-
ar. Við geymum mynd hans í hjarta
okkar.
Við biðjum guð að styrkja fjöl-
skyldu hans og vini í sorg þeirra.
Fyrir hönd heimilismanna og
starfsmanna á deild 2 á Kópa-
vogshæli.
Kristín Indriðadóttir
Jón Mar er látinn. Án nokkurrar
miskunnar kom helfregnin eins og
almyrkvi um bjartan dag, ámóta
raunveruleg og hafís við suðræna
strönd. En hún kom.
Við sem þekktum hann söknum
hans sárlega, svo margra og svo
ólíkra ástæðna vegna, en gerum
okkur einnig ljóst að þessi er hinn
eini vegur sem við göngum öll fyrr
eða síðar.
Á krossgötum, þessum sem öðr-
um, þar sem vinir skilja að sinni,
kveðjast menn gjaman með orðun-
um „sjáumst seinna".
Það er einmitt þannig sem það
verður í okkar tilfelli.
Magnús Sigurðsson
„Hröð er förin
örskömm dvöl
á áningarstað
verum þvi hljóð
hvemig snerting
er kvefja
í hinzta sinn.“
(Birgir Sigurðsson.)
Ég vil trúa því að eftir þennan
vetur komi vor. Ég vil trúa því að
sumar komi eftir vorinu. En ég á
bágt með það. Jón Mar er dáinn.
Jón Mar, þessi yndislegi drengur,
er ekki lengur meðal okkar. Og það
er sárt.
Til hvers fæðumst við í þennan
heim og til hvers deyjum við? Jón
Mar er búinn að fá svar við þessum
tveimur éinu spumingum lífsins.
' Ég á margar góðar minningar
sem ég get omað mér við ef sálin
í mér fínnur fyrir kulda. Við Jón
saman í vinnunni á Kópavogshæli,
við Jón í sumarbústað um hávetur
upp á heiði, við Jón- á ferðalagi með
vistmenn um mitt sumar og margar
fleiri sem ég get notað til að hlýja
mér við. Og alltaf er hann brosandi
og alltaf er hann fallegur.
Megi góður guð styrkja fjöl-
skyldu hans og vini í sorg þeirra.
Góðs vinar er sárt saknað.
. Hvíli hann í friði.
Sissa
I dag kveðjum við vin okkar og
samstarfsmann.
Við kynntumst Jóni Mar fyrir
rúmlega tveimur árum, þegar hann
kom til starfa á deild 1 á Kópavogs-
hæli (síðar deild 2).
Jón Mar var fljótur að tileinka
sér starfið og vann það vel. Hann
átti til mikla þolinmaeði og skilning
er nýttust honum vel við þjálfun
heimilisfólks. Jón Mar var mikill
útivistarmaður og voru þeir ófáir
göngutúramir og ófá ferðalög er
hann fór með heimilis- og starfs-
fólki hér. Mörg atvik koma í hug-
ann en verða ekki rakin hér í þess-
ari stuttu kveðju.
Jón Mar átti stóra drauma. Hann
sótti um nám í skóla erlendis og
átti námið að hefjast næsta vetur.
En enginn veit sína ævina fyrr en
öll er.
Að lokum þökkum við Jóni Mar
fyrir samfylgdina og sendum að-
standendum hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leiði þín ÖU. Þú sest á stein við veginn
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp fiá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Starfsfólk deOd 1,
Kópavogshæli.
+
Inniiegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
fráfalls og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
JÓNS GUÐNA ÁRNASONAR
húsasmfðameistara,
Bugðulœk7,
Reykjavfk.
Sórstakar þakkir til starfsfólks og lækna á öldrunardeild Landspít-
alans, Hátúni 10b, fyrir góða umönnun á undanförnum árum.
Karólfna Þorsteinsdóttir,
Arnfrfður Á. Guðnadóttir,
Guðrún K. Guðnadóttir, Hjörtur Sigurjónsson,
Jóna Guðnadóttir, Þórir Jónsson,
Halldór Guðnason
og barnabörn.
f
Sendum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát óg útför föðurbróður míns,
BJÖRGVINS GUÐBRANDSSONAR,
fyrrum bónda á Fossá f Kjós.
Okkar bestu þakkir og kveðjur. Þökkum sérstaklega öllum sveit-
ungum hans þeirra framlag við útförina. Starfsfólki Reykjalundar
sendum við einnig bestu kveðjur og þakklæti fyrir góða umönnun.
Sigurberg H. Elentfnusson
og önnur frændsystkini.
Sigríður Sigurðar-
dóttir — minning
Fædd 15. desember 1919
Dáin 10. febrúar 1988
Kallið ér komið,
kotnin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fýlgjum þér vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi
giaðir vér megum
þér síðar fylgja, í friðarskaut.
(V. Briem.)
Hún amma Sigga er dáin eftir
löng og ströng veikindi.
Eg veit að hún hefur verið
hvíldinni fegin. Þrátt fyrir erfið og
mikil veikindi var hún ávallt hress
og skemmtileg og leit björtum aug-
um á allt sem framundan var. Það
var alltaf gaman að tala við ömmu,
hún var góður vinur. Mér er það
mjög minnisstætt að alltaf ef við
krakkamir fengum dellu fyrir ein-
hveiju eða langaði eó framkvæma
eitthvað, en áttum bara eftir að fá
leyfi hjá foreldrum, þá stóð amma
alltaf með okkur og sá alltaf eitt-
hvað gott við það sem við vorum
að fara að gera. Hún var í raun
mjög ung í sér og fannst gaman»
að öllu því sem við gerðum þótt
öðrum þætti það ekki eins sniðugt.
Ég kveð elsku ömmu mína með
þökk fyrir allt.
Friður sé með þér og guð blessi
þig, elsku afi, og styrki þig við
þennan mikla missi.
Maria
+
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÓNS INGIMARS JÓNSSONAR
múrara,
Hátúni 4.
Sérstakar þakkir til karlakórsins Stefnis fyrir frábæran söng.
Helga Jónsson,
Reynir Hólm Jónsson, Anna Stefánsdóttir,
Sigrún Hólm Jónsdóttir, Benedikt Arason,
Haukur Franz Jónsson, Henný Guósteinsdóttir,
Jón Ingimar Jónsson,
Stefán Jónsson, Theodóra Marinósdóttir,
og barnabörn
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSDÍSAR KATRÍNAR EINARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarkvenna og alls starfsfólks á
Sjúkrahúsi Isafjarðar fyrir góða umönnun.
Jón Kr. Jónsson, Sigrfður Aðalsteinsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Lúðvfk Kjartansson,
Elísabet Jónsdóttir, Sveinn H. Valdimarsson,
Unnur Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu samúð viö andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNMUNDAR GUÐMUNDSSONAR.
Aðalheiður Ólafsdóttir,
Jóhanna Jónmundsdóttir, Hans Ploder,
Guðmundur Jónmundsson, Ásdfs Kolbeinsdóttir,
Fanný Jónmundsdóttir,
Þórey Jónmundsdóttir, Jóhann Eiríksson,
barnabörn og langafabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts
SÆMUNDAR DÚASONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kristnesspítala fyrir frábæra
umönnun síðustu æviár hans.
Börn og aðrir vandamenn.