Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 Símar 3540$ og 83033 SKERJAFJ. Einarsnes SELTJNES Látraströnd Hrólfsskálavör MIÐBÆR Tjamargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur1-33 o.fl. UTHVERFI Sogavegur158-210 Sæviðarsund hærritölur Efstasund 2-59 Kambsvegur KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139 VESTURBÆR Hringbraut 37-77 Yinstrimenn misnota einstæðar mæður í pólitísk um tilgangi - Hugleiðingar um baráttuaðferðir stúdenta - eftir Valborgu Þóru Snævarr Af gefnu tilefni vil ég gera nokkrar athugasemdir vegna ný- legrar afgreiðslu stjómar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna í með- lagsmálinu svokallaða. Fulltrúi SHÍ í sjóðsstjóm, vinstrimaðurinn Ólaf- ur Darri Andrason, bar fram tillögu þar í janúarlok þess efnis að sú regla yrði látin víkja þegar í stað að meðlag teldist til tekna náms- manns við útreikning námslána. Ennfremur var lagt til að þolendum reglunnar yrði endurgreitt aftur- virkt, líkt og reglan hafði aldrei verið til. Til stuðnings tillögu sinni benti Ólafur á bréf menntamálaráð- herra til sjóðsstjómar, þar sem ráð- herra beindi þeirri ósk sinni til þeirra að reglan yrði látin víkja fyrir næstu haustúthlutun. Vitnaði ráðherra til niðurstöðu Lagastofn- unar HÍ í því sambandi. Sjóðs- stjómin hafnaði tillögunni — og að mínu mati réttilega eins og sakir stóðu. Mun ég gera grein fyrir þessari skoðun minni hér á eftir. Tillaga vinstrimanna órökstudd a) Eini rökstuðningur Ólafs fyr- ir tillögunni var bréf ráðherra, þar sem ekki er minnst á breytingu þegar í stað, heldur fyrir haustút- hlutun. Á þessu tvennu er regin- munur. b) Hvorki er í bréfí ráðherra né í áliti Lagastofnunar tekið á aftur- virkum endurgreiðslum. Að baki slíkrar kröfu liggja allt önnur rök, heldur en kröfu um að úthlutunar- reglunni verði breytt. Hefði Ólafur ekki vaðið áfram, eins og raunin varð á, og leitað sér ráðgjafar hefði honum strax verið gerð grein fyrir þessu. Þessi hluti tillögunnar var sem sagt algerlega órökstuddur. c) A fyrmefndum fundi sjóðs- stjómar krafðist Ólafur afgreiðslu erindisins á sama fundi, þrátt fyrir að venja sé til að leggja erindi fram til kynningar, til afgreiðslu á næsta fundi. Hann hefur e.t.v. litið svo á að kynning á tillögunni sama dag í DV svo og í þá nýútkomnu tbl. Þjóðlífs hafí verið nægileg. í stúd- entaráði er hann þó annarrar skoð- unar, því Vökumönnum dugar ekki að senda erindi sín í pósti til stúd- entaráðsliða með rúmlega viku fyr- irvara. Það telst ekki nægileg kynning þar. Framkoma Ólafs í sjóðsstjóm hlýtur því að flokkast undir almenna ókurteisi, og hlýtur að hafa spillt fyrir málstað stúd- enta. Ólafur Darri vildi ekki fá tillöguna samþykkta Ólafí hlýtur að hafa verið ljóst að stjómin gæti aldrei samþykkt tillögu, sem kvæði á um bæði þessi atriði, afnám reglunnar og aftur- virka leiðréttingu. Ekkert hafði verið flallað um afturvirka leiðrétt- ingu í stúdentaráði eða neins stað- ar og ekki sá hann ástæðu til að Valborg Þóra Snævarr „Við stúdentar erum ábyrgt fólk og þurfum rétt eins og annað fólk í landinu að rökstyðja okkar kröfu. Umbjóð- endur Stúdentaráðs eiga þá kröfu að mál sem snerta hagsmuni þeirra séu meðhöndluð á þann hátt sem líkleg- astur ertilaðná árangri, þótt leita verði út fyrir raðir pólitískra skoðanabræðra.“ rökstyðja hana sjálfur. Því er það skoðun mín að Ölafur Darri vildi knýja sjóðsstjóm til að hafna þessu. Tilgangur hans var sá að viðhalda grýluímynd sjóðsstjómarinnar í augum stúdenta, að tryggja það að bréf menntamálaráðherra yrði ekki til lausnar málsins og síðast en ekki síst til að mál sem fulltrúi Vöku í stúdentaráði hafði unnið, fengi örugglega ekki farsæla lausn. Það sem upptaldir aðilar eiga nefni- lega sammerkt er, að hafa aðrar stjómmálaskoðanir en Ólafur, en honum jafnt og öðmm vinstrimönn- um er algerlega ómögulegt að að- skilja hagsmunabaráttu stúdenta og pólitík. Hann og kumpánar hans nota því hagsmunabaráttu stúd- enta til að gera pólitíska andstæð- inga sína tortryggilga í augum stúdenta. Hagsmunir stúdenta virðst oftlega aukaatriði í þessum ljóta leik. Baráttuaðferðir vinstrimanna heldur leitað til hans til ráðlegg- inga. Hins vegar þótti Ólafi ástæða til að láta tímaritið Þjóðlíf vita af tillögunni með nægilegum fyrirvara til að blaðið væri komið á útsölu- staði þriðjudaginn 26. janúar. Reikna má með að sá fyrirvari hafí því verið um tvær vikur. Með öðmm orðum máttu póiitískir sam- heijar hans vita af tiliögu varðandi hagsmuni hóps stúdenta sem minnst mega sín, en ekki þeir sem höfðu bestu þekkinguna á málinu og vildu og gátu barist fyrir ár- angri. Enda var tilgangur hans að því er virðist ekki sá að ná árangri heldur einungis sá að sverta pólitíska andstæðinga sína, á kostnað einstæðra mæðra. Sem einstæð móðir, lánþegi hjá -LÍN og stúdentaráðsliði Vöku mót- mæli ég svona kafbátahemaði og ásaka Ölaf Darra fyrir misnotkun á hagsmunum stúdenta í annarleg- um tilgangi. Loks er samstarf tókst milli tveggja áhugasamra stúdentaráðs- liða frá sitthvorri fylkingunni um mál sem við töldum mikilvægt og málið virtist í höfn með bréfí ráð- herra, tók við nýr fulltrúi vinstri- manna sem trúir á hinar gömlu baráttuaðferðir stúdenta. Megin- uppistaða þeirra aðferða er að vaða áfram eins og naut í flagi, án rök- stuðnings eða skynsamlegs undir- búnings og með það að leiðarljósi að stjómvöld séu fjandsamleg stúd- entum — með þeim afleiðingum að lítill árangur næst og almenningur í landinu missir ailt álit á stúdent- um. Við Vökumenn höfnum svona vinnubrögðum. Við stúdentar erum ábyrgt fólk og þurfum rétt eins og annað fólk í landinu að rökstyðja okkar kröfu. Umbjóðendur Stúd- entaráðs eiga þá kröfu að mál sem snerta hagsmuni þeirra séu með- höndluð á þann hátt sem líklegast- ur er til að ná árangri, þótt leita verði út fyrir raðir pólitískra skoð- anabræðra. Síðarí afgreiðsla með- lagsmálsins - árangrí náð Dónaskapur og órökstuddur til- löguflutningur vinstrimanna var ekki líkiegur til að fá stjóm LÍN til að skipta um skoðun í meðlags- málinu. Enda reyndist sú raunin. Því sendi formaður Vöku, Benedikt Bogason, stjóm LÍN bréf með fyrir- spum um ætlun stjómarinnar í ljósi bréfs ráðherra. I svari formanns sjóðsstjómar kom fram að með nýjum úthlutunarreglum sem gildi taka 1. júní nk. verður reglan látin §úka. Nú fyrst má fara að athuga hvort einhver leið sé til að rökstyðja kröfu um afturvirka ieiðréttingu. Mér vitanlega hefur það mál ekk- ert verið athugað, t.d. útfrá for- dæmum. Erfítt verður að vinna það mál af einhvetju viti meðan Ólafur Darri situr í stjóm fyrir hönd stúd- enta, því menn sem stunda hans vinnubrögð og hafa hans munn- söfnuð eru ákaflega erfíðir í sam- starfí. Borgarfulltrúar Sjáffstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstfma þessa. Laugardaginn 20. febrúar verða til viötals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur skipulagsnefndar Reykjavíkur og Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR og í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs. Þetta em vissulega hörð orð sem af penna mínum falla, en maður sem kallar lögfræðilegt mat for- manns sjóðsstjómar „skæting" (stúdentaráðsfundur '27.1.), segir félaga sína í sjóðsstjóm hafa fellt tillögu hans „blindir af siðleysi" (stúdentafréttir, 1. tbl. 1988), er vissuiega líklegur til að fremja slík hryðjuverk. Við þetta jná svo bæta að hann sagði stúdentaráði ekkert um tillögusmíð slna fyrr en á fundi SHÍ daginn fyrir fund LÍN. Gafst þvf ekkert tóm til að lagfæra eða ráðleggja fulltrúanum hvemig eðli- legast væri að bera málið fram. Undirrituð hafði þó unnið mál þetta allt efnislega fyrir forvera hans í starfi og lagt málið fyrir Lagastofn- un ásamt félaga mfnum í Háskólar- áði, Ástráði Haraldssyni. Ekki var Málssókn Ólafs Darra Títtnefndum Ólafí er vorkunn, vegna hinna vígreifu yfirlýsinga sinna um málssókn stúdenta vegna meðlagsmálsins. Ljósa hliðin er hins vegar sú að með því hefur hann vakið reglulega athygli á hin- um aumu vinnubrögðum vinstri- manna. ! samræmi við þau, gætti hann þess vel að hugsa ekki áður en hann talaði. Ólafur Darri höfðar ekkert mál gegn stjóm sem hann sjálfur situr í, auk þess sem hann er hvorki einstæð móðir né faðir og á því einfaldlega ekki aðild máls. Hann á alla mína samúð. Höfundur er háakólaráðsfulltrúi Vöku, félags lýðræðissinnaðrs stúdenta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.