Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 1
VIKUNA 20. — 26. FEBRUAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1988 BLAÐ KVHEMYNDIR Sjónvarpsstöðvamar tvær, Stöð 2 og Sjónvarpið, bjóða sjónvarpsáhorfendum upp á margvíslegar kvikmyndir þessa vikuna. Þar má finna gamanmyndir, stríðsmyndir, ævintýramyndir og spennumyndir og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Laugardaginn sýnir Stöð 2 fjórar kvikmyndir. Fröken Júlíu sem er gerð eftir leikriti Augusts Strindbergs, Önnu Kareninu sem byggð er á sögu Leos Tolstojs, gamanmyndina Glópalán og mynd sem segir frá flughetjunni Edgar Anscombe. Sjónvarpið sýnir sama dag myndina Sæúlfar, sem gerist árið 1943. Á sunnudag sýnir Stöð 2 eina mynd, myndina Fullkomið hjónaband sem segir frá hjóna- bandi sem stofnað var með aðstoð tölvutækninnar. Á mánudag sýnir Stöð 2 mynd um þijá fyrrverandi lögreglumenn sem veðja um hver þeirra geti leyst erfiðasta málið og mynd um ævi og ástir söngstjörnunn- ar Gertrude Lawrence. SJónvarpið sýnir þá um kvöldið mynd sem byggir á sögu Grahams Greene og segir frá ungum pilt í heimavistarskóla í Eng- landi sem á erfitt með að sætta sig við hlálegan dauða föður síns. Á þriðjudaginn sýnir Stöð 2 myndina Sjaldan er ein báran stök, mynd um írskan kardinála sem á í vafasömum viðskiptum og spennumyndina Svikari. Á miðvikudag sýnir Stöð 2 mynd um nývígðan sjónvarpsprest og myndina Þjó- far. Á fimmtudag sýnir Stöð 2 spennumyndina Nýlendur sem gerist á annarri reikistjörnu á næstu öld, stríðsmyndina Eyðimerkurhernaður og myndina Firring sem segir frá lögreglumanni sem eltir uppi vélmenni. Á föstudag sýnir Sjónvarpið ungverska bíómynd frá árinu 1985. Stöð 2 sýnir þann dag mynd um roskinn kú- reka sem fær slæmar fréttir af heilsu sinni. Einnig frumsýnir Stöð 2 spennumyndina i ljósaskiptunum og myndina Með sínu lagi sem segir fra söngkonunni Jane Froman sem neyddist til að leggja sönginn á hilluna eftir að hafa slasast illilega í flugslysi. Síðasta myndin á dagskrá Stöðvar 2 á föstudaginn er spennumyndin Stark sem segir frá leynilögreglumanni sem leitar systur sinnar. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Utvarpsdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 3 Hvað er að gerast? bls. 3/6/7 íslensk náttúra bls. 7 Bíóin í borginni bls. 13 Framhaldsþættir bls. 13 Veitingahús bls. 9/11 Myndbönd bls. 7/13/16/16 Ouðað á skjáinn bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.