Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 B 11 VEIIIIMGAHÚS DESTÁUDANT OPÍI2& LÆKJARGÖTU 2, II HAÐ Virðulegur veitingastaður. KAFFI-ÓPERA Lœkjargata 2 Veitingahúsið Kaffi-Ópera eropið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 14.30 og frá kl. 18.00 til 23.30, en þá er hætt að taka pantanir. Yfirmatreiðslumaður er Eiríkur Friðriksson og yfirþjónn er Marjan Zak. Borðapantanireru íslma 29499. SKÍÐASKÁLINN Hvaradalir I Skíöaskálanum í Hveradölum er i vetur opið eingöngu á föstudagskvöldum frá kl. 18.00 til 23.30 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12.00 til 23.30. Smáréttir eru i boði á milli matmálstíma. Kvöldverðarhlaöborö er á sunnudags- kvöldum og Jón Muller leikur öll kvöld fyrirgesti. Matreiðslumeistari hússins er Jóhann Már Gunnarsson og veitinga- stjóri er Karl Jónas Johansen. Borðapant- anireru ísímum 99-4414 og 672020. »hótel OÐINSVE BRAUÐBÆR, HÓTEL ÓÐINSVÉ Óðinstorg Veitingasalurinn á Hótel Óðinsvé er op- inn daglega frá kl. 11.30 til kl. 23.00. Fiskréttahlaðborö er alltaf í hádeginu á föstudögum. Matreiðslumeistarar eru þeir Gísli Thoroddsen og Stefán Sigurðs- son og yfirþjónn Kjartan Ólafsson. Meöalverð á fiskrétti er 630 kr. og á kjöt- rétti 1000 kr. Borðapantanir eru i síma 25090. Vcitiiiftihúsii Viö SjóuaR8Íöuna VIÐ SJÁVARSfÐUNA Tryggvagata 4-6 Veitingahúsið Við sjávarsíðuna er opið á virkum dögum frá kl. 11.30 til kl. 14.30 og frá 18.00 til kl. 23.30, en á laugardög- um og sunnudögum er eingöngu opiö að kvöldi. Á matseölinum er lögð sérstök áhersla á fiskrétti. Matreiðslumeistarar hússins eru Garðar Halldórsson og Egill Kristjánsson og yfirþjónn er Grétar Erl- ingsson. Meðalverð á fiskrétti er kr. 800 og á kjötrétti 1100. Boröapantanireru í sima 15520. TORFAN Amtmannsstíg 1 Veitingahúsið T orfan er opið daglega frá kl. 11.00 til kl. 23.30 og eru kaffiveiting- ará milli matmálstíma. Matreiðslumeist- arar eru Óli Harðarson og Friðrik Sigurðsson og yfirþjónar Ólafur Theo- dórsson, Skúli Jóhannesson og Hrafn Pálsson.. Meðalverð á fiskrétti er 690 kr. og á kjötrétti 1100 kr. Boröapantanir eru ísíma 13303. VIÐTJÖRNINA Kirkjuhvoll í veitingahúsinu Við Tjörnina sérhæfa menn sig (fisk- og grænmetisréttum. Opiðerfrákl. 12.00 til 14.30ogfrá 18.00 til 23.00. Matargerðarmaður er Rúnar Man/insson og veitingastjórar þær Sigríður Auðunsdóttir og Jóna Hilmars- dóttir. Meðalverð a'fiskréttum er kr. 900. Borðapantanir eru í síma 18666. ÞRÍR FRAKKAR Baldursgata 14 Veitingahúsið Þrlr Frakkar er opið alla daga. Á mánudögum og þriöjudögum frá kl. 18.00 til 24.00, en aðra daga til kl. 01.00. Kvöldveröurerframreiddurtil kl. 23.30 og eru smáréttir í boði þar á eftir. Matargerðarmaöur er Matthías Jóhanns- son og yfirþjónn er Magnús Magússon. Meðalverð á fiskrétti er 800 kr. og á kjöt- rétti 1100 kr. Boröapantanir eru í sima 23939. VEITINQAHÚS MEO MATREIÐSLUÁ ERLENDA VÍSU BANKOK Síðumúli 3-5 Thailenskur matur er í boði á veitingahús- inu Bankok, en þar er opiö alla virka dagafrákl. 12.00 til kl. 14.00 ogfrá kl. 18.00 til kl. 21.00. Áföstudögum, laugar- dögum og sunnudögum er opið til kl. 22.00. Matreiöslumaöur er Manus Saifa og veitingastjóri Manit Saifa. Síminn er 35708. EL SOMBRERO Laugavegur73 Sérréttir frá Spáni og Chile eru í boði á El Sombrero. Þar er opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 23.30. Einungis pizzur eru á boðstólum eftir kl. 23.00. Mat- reiðslumeistari er Rúnar Guömundsson. Síminn er 23433. HORNIÐ Hafnarstrætl 15 Italskur matur, ásamt pizzum og öðrum smáréttum er í boði á Horninu. Þar er maturframreiddurfrá kl. 11.30 til kl. 23.30, þó einungis pizzur eftir kl. 22.00. Veitingastjóri er Jakob Magnússon og síminn 13340. KRÁKAN Laugavegur22 Mexíkanskir réttir eru framreiddir á Krá- kunnig, en sérstök áhersla er lögð á fylltar tortillur, auk þess sem dagseðlar eru íboði. Eldhúsiöeropiðfrá kl. 11.00 - 22.00 alla daga nema sunnudaga, en þá er opið frá kl. 18.00 - 22.00. Mat- reiðslumeistari hússins er Sigfríð Þóris- dóttir. Siminn er 13628. MANDARÍNINN Tryggvagata 26 Austurlenskurmaturerá matseðli Mand- arínsins, en þar er opið alla daga frá kl. 11.30- 14.30ogfrá 17.30-22.30 á virkum dögum, en til kl. 23.30 á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Mat- reiðslumeistari hússins er Ning de Jesus og síminn 23950. KÍNAHOFIÐ Nýbýlavegur 20 Kínverskur matur er að sjálfsögðu í boði i Kínahofinu. Opið er frá kl. 11.00 til til kL 22.00 alla virka daga, en á laugardög- um og sunnudögum frá kl. 17.00 til kl. 23.00. Matreiðslumeistarareru Feng Du og Ngoc Lam og síminn, 45022. SJANGHÆ Laugarvegur 28 Kinverskur matur er í boði á Sjanghæ, en þar er opið á virkjum dögum frá kl. 11.00 til 22.00, en á föstudags- og laug- ardagskvöldum lokar eldhúsið kl. 23.00. Matreiöslumeistari hússins er Gilbert Yok Peck Khoo. Síminner 16513, en hægt er að kaupa mat til að fara með út af staönum. SÆLKERINN Austurstræti 22 italskur matur er framreiddur í Sælkeran- um og er opið þar alla virka daga og sömuleiðis um helgar frá kl. 11.30 - 23.30. Matreiðslumeistari hússinsersá sami og ræður rikjum í Kvosinni, Francoais Fons. Síminn er 11633, en hægt er að kaupa pizzur og fara með út af staðnum. TAJ MAHALTANDOORI AðalstrætHO Indverska veitingahúsiðTaj Mahal Tandoori er á efri hæð Fógetans og býð- ur upp á fjölbreytta indverska rétti matreidda í sérstökum Tandoori leirofni. Indverska veitingastofan er opin daglega frá kl. 18.00. Borðapantanireru í síma 16323. KRÁROQ VEITINQAHÚS MEÐ LENQRIOPNUNARTÍMA: DUUS-HÚS Fischerssund Á Duus-húsi er opið alla daga nema sunnudaga, frá kl. 11.30 -14.30 og frá ■ kl. 18.00-01-. OOávirkumdögum, en kl. kl. 03.00 á föstúdags- og laugardags- kvöldum. Maturerframreiddurtil kl. 21.00 á virkum dögum og til kl. 22.00 á föstudags- og laugardagskvöldum, en fram til kl. 23.30 eru framreiddar pizzur öll kvöld. Um helgar er diskótek á neðri hæð hússins, en á sunnudagskvöOldum ersvokallaöur „Heiturpottur" á Duus- húsi, lifandi jasstónlist. síminn er 14446. FÓGETINN Aðalstræti 10 Veitingahúsiö Fógetinn er opið alla virka daga frá kl. 18.00-01.00 og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Skemmtikraftar koma fram tvö til fimm kvöld vikunnar. Borðapantanir eru í síma 16323. Á efri hæð Fógetans er indverska veitingastofan Taj Mahal. GAUKURÁ STÖNG Tryggvagötu 22 Á Gauki á Stöng er opiö alla virka daga frákl. 11.30-14.30 ogfrákl. 18.00- 01.00 og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsið er opið til kl 23.00, en eftir það er i boði næturmat- seðill. Lifandi tónlist er oftast á Gauki á Stöng á sunnudgöum, mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 22.00. Síminn er 11556. HAUKUR f HORNI Hagamelur 67 Haukur í Horni er opinn alla virka daga frá kl. 18.00 — 23.20 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 01.00. Eld- húsið er opiö öll kvöld til kl. 22.00, en smáréttir eru í boði eftir það. [ hádeginu á laugardögum og sunnudögum er opiö frá kl. 11.30 — 14.30. Lokað I hádeginu aðra daga. Síminn er 26070. HRAFNINN Skipholt 37 Veitingahúsið Hrafninn er opið alla virka daga frá kl. 18.00 — 01.00 og á föstu- dags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00, en þau kvöld er einnig i gangi diskótek. Eldhúsinu er lokað um kl. 22.00. Slminn er 685670. ÖLKELDAN Laugavegur22 í Ölkeldunni er opið alla virka daga frá kl. 18.00 — 01.00 ogá föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00. Eld- húsinu er lokað kl. 22.00, en smáréttir í boði þar á eftir. Qestum hússins er boðið upp á að spreyta sig við taflborðið, í pílukasti, Backgammon eða þá að taka i Bridge-sagnaspil. Siminn er 621034. ÖLVER Glæsibær (Ölveri er opið daglega frá kl. 11.30 — 14.30 ogfrákl 17.30-01.00ávirkum dögum og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsinu lokarum kl 22.00. Lifandi tónlist er um helgar. Ingvar og Gylfi leika fyrir gesti. Slminn er 685660. Takk off' bless Myndb&nd Sæbjörn Valdimarsson drama ’Night mother ★ ★ V2 Leikstjóri Tom Moore. Handrit Marsha Norman, byggt á sam- nefndu leikriti hennar. Tónlist David Shire. Kvikmyndataka Stephen M. Katz. Framleiðendur Aaron Spelling og Alan Greis- man. Leikendur Sissy Spacek og Anne Bancroft. Bandarisk. Uni- versal 1986. Laugarásbió 1988. 92 mín. Ég ber fulla virðingu fyrir smekk annarra, en hvað sjálfan mig snert- ir er þetta kvikmyndaða sviðsverk um sjálfsmorðsáætlanir konu (Spacek) og rökræður hennar við móður sína (Bancroft) síðustu stundimar fyrir verknaðinn, alltof yftrþyrmandi dapurt yrkisefni til þess að ég geti virkilega notið þess. Enda aðstæðumar yfirborðslegar og leiksviðskenndar um of. Ef fólk ætlar að binda sjálft enda á volæð- ið í henni veröld framkvæmir það verknaðinn á hljóðlátari hátt. Og ef einhver vill og getur gripið f taumana er það ekki með þeim hætti að beija á dymar þegar allt er um seinan. Enda fær maður ekki næga samúð með þessum mæðgum né þeim rökum verksins sem hníga í átt samþykkis sjálfsvígs. Á hinn bóginn er leikur þeirra Spacek og Bancroft kynngi- magnaður (þó sú síðamefnda daðri löngum við ofleikinn) og myndin fagmannlega unnin í alla staði. Leikritið sem myndin er byggð á hlaut Pulitzer-verðlaunin á sínum tíma og ’Night Mother er einkar gott dæmi um hina brothættu flutn- inga á milli sviðsins og tjaldsins. íValhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, laugardaginn 20. febrúar kl. 10.00-15.00. Kl. 10.05 Ráðstefnan sett: Þórunn Gestsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Kl. 10.10 Umhverfismál: Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður Geislavarna ríkisins. Fyrirspurn- um svarað að erindi loknu. Kl. 10.40 Landvernd: Hulda Valtýsdóttir, formaður Skóg- ræktarfólags íslands. Framkvæmd landgræðslu: Þór Sigfússon, nemi. Fyrirspurnum svarað að erindum loknum. Kl. 11.20 Mengun á íslandi: Tryggvi Þórðarson, vatnalíf- fraeðingur. Fyrirspurnum svarað að erindi loknu. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 12.45 Endurvinnsla úrgangs: Sveinn Ásgeirsson, verkstjóri. Fyrirspurnum svarað að erindi loknu. Kl. 13.30 Skipulagsmál: Valdís Bjarnadóttir, arkitekt. Kl. 14.00 Pallborðsumræður. Stjórnandi: Gestur Ólafsson, skipulagsfræð- ingur. Við pallborðið: Friðrik Zophusson, iönaðarráð- herra, Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar, Elín Pálmadóttir, varaformaður náttúruvemdarráðs, Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður borgarskipu- lags, Margrét Kristinsdóttir, umhverfismála- nefnd Akureyrar. Kl. 15.00 Ráðstefnuslit: Hulda Valtýsdóttir, formaður umhverfismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. LANDSSAMBAND SJÁLFSTÆÐISKVENNA OG UMHVERFISMÁLANEFND SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.