Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
IUIYNDBÖND Á MARKAÐNUM
Sæbjöm Valdimarsson
GAMANMYIMDIRII
BLAME ITONRIO*v2
Leikstjóri Stanley Donen. Það slett-
ist heldur betur uppá aldavinskap-
inn er Caine fer að gera sér dælt
við dóttur besta vinar síns (Bol-
ogna), er þeir fara saman í frí til
Rio ásamt dætrum. Engin straum-
hvarfakómedía þrátt fyrir „djarfan"
efnisþráð, mdðkennt handrit og los-
araleg leikstjóm sjá til þess. Hins-
vegar eru þeir Caine og Bologna í
formi, dætumar straumlínulagaðar
og leggjalangar og Rio afskaplega
heillandi — ekki síst á Þorranum á
Fróni. Michael Caine, Joseph Bol-
ogna, Valerie Harper, Demi Moore,
Michelle Johnson. 1984. 110 mín.
1941 ★ ★
Leikstjóri Steven Spielberg. Svo
bregðast krosstré sem önnur tré;
téð mynd er einu, stóm mistök
meistara Spielbergs, reyndar afar-
stór! Þessi affarasæli leikstjóri sól-
undaði tugmilljónum dala í 1941,
þar sem skopast er með hugmynd-
ina um innrás Japana í Bandaríkin
í síðara heimsstríði. Ofvöxtur hljóp
í framleiðsluna. Á þó sínar góðu
hliðar og prýdd glæsilegum leikhóp.
Einkum fyrir kvikmyndasjúka.
James Belushi, Dan Aykroyd, Ned
Beatty (góður), Treat Williams,
Robert Stack, Nancy Allen, Toshiro
Mifune, Warren Oates, Slim Pick-
ens, Christopher Lee. 1979. 112
mín.
TRADING PLACES ★ ★ ★
Leikstjóri John Landis. Milljóneri
(Aykroyd) og götustrákur (Murphy)
hafa hlutverkaskifti með gráthlægi-
legum afleiðingum. Pottþétt afþrey-
ing þar sem Murphy, Elliott, Bell-
amy, Curtis og Ameche fara öll á
kostum undir öruggri handleiðslu
hins magnaða gamanmyndaleik-
stjóra, Landis. Dan Aykroyd, Eddie
Murphie, Denholm Elliott, Don
Ameche, Ralph Bellamy, Jamie Lee
Curtis. 1983. 117 mín.
THE MAN WHO LOVED
WOMEN ★ ★'fy
Leikstjóri Blake Edwards. Þeir sem
eru í vafa um gamanleikhæfileika
Reynolds ættu að berja þessa mynd
augum því hann heldur henni uppi
með frábærri túlkun á sálsjúkum
^ kvennabósa. Leikstjóm Edwards í
lfflegri kantinum, en hans ekta-
kvinna, Andrews, á einn af sínum
mögru dögum frammi fyrir mynda-
tökuvélunum. 1983. 110 mín.
RUTHLESS PEOPLE
★ ★★
Leikstjórar Jim Abrahams, David
Zucker, Jerry Zucker. Leikstjóra-
tríóið sem gerði garðinn frægan
með Airplane-myndunum á hér
góðan dag. DeVito leikur eigin-
mann Midler, sem hann vill feiga.
Ólánsamir mannræningjar gera til-
raun til að ræna hann glæpnum!
Bráðskemmtilegar uppákomur, De-
Vito og Midler eru gamanleikarar
af guðs náð. 1986. 90 mín.
GRACE QUIGLEY ★ ★
Leikstjóri Anthony Harvey. Eftir-
launaþeginn Hepbum og leigu-
morðinginn Nolte fara útí heldur
ókræsilegan atvinnurekstur; að
stytta gamalmennum streðið hér á
Jörð. Hepbum útvegar kúnnana,
Nolte sendir þá yfir í eilífðina!
Vægast sagt óvenjulegt efni, kvik-
myndað að þrábeiðni Hepbum,
einnar mestu og glæsilegustu leik-
konu allra tíma. En þrátt fyrir góð-
an ásetning gengur þetta skrítna
dæmi ekki upp sem er forvitnilegt
fyrir engar aðrar sakir en hina
óvenjulegu hlutverkaskipan. Kat-
harine Hepbum, Nick Nolte, Eliza-
beth Wilson. 1985. 85 mín.
BREWSTERS MILLIONS
★ ★Vz
Leikstjóri Walter Hill. Pryor í topp-
formi er einn hressasti gamanleik-
ari í kvikmyndum í dag, að Murphy
meðtöldum. Hann hefur hinsvegar
verið með eindæmum óheppinn í
myndavali á síðari árum, að ekki
sé talað um raunir í einkalífi, en
hér fær hann stöku sinnum tæki-
færi til að sanna hvað í honum
býr. Candy fer á kostum. Lauflétt
gaman. Richard Pryor, John Candy,
Stephen Collins, LOnette McKey,
Hume Cronyn, Pat Hingle. 1985.
97 mín.
THE COCACOLAKID
★ ★ V2
Leikstjóri Dusan Makavejev. Lúnk-
in, áströlsk gamanmynd um umba
frá Coke, sem sendur er á stúfana
til að kanna hvað valdi lítilli kók-
drykkju í afskekktu héraði í Ástr-
alíu. Ádeilin, spaugileg og óvenju
„þrifaleg" mynd frá hendi
Makavejevs. Eric Roberts, Greta
Schacci, Bill Kerr. 1985. 94 mín.
EDUCATING RITA
★ ★ ★V2
Leikstjóri Lewis Gilbert. Hér fær
afbragðsleikarinn Michael Caine,
sem því miður er að verða kunnast-
ur fyrir að taka að sér hvaða hlut-
verk sem er, gegn réttri þóknun,
einstakt tækifæri til að sanna hvað
hann getur á góðum degi. Hann
er hreint út sagt stórskemmtilegur
í hlutverki niðumídds, drykkfellds
kennara sem tekur að sér að skóla
til hárgreiðslukonu (Walters), og
hún endurgreiðir með því að rífa
hann uppúr volæði og vínslokri.
Walters gefur Caine lítið eftir.
Byggð á samnefndu leikriti. Mic-
hael Caine, Julie Walters. 1983.110
mín.
MOSCOW ON THE HUD-
SON ★ ★ ★
Leikstjóri Paul Mazursky. Ekki er
allt gull sem glóir. Williams (sem
nú slær loksins virkilega í gegn í
Good Moming Vietnam) leikur
Rússa sem gerist pólitískur flótta-
maður á hljómleikaferð um Banda-
ríkin. Nýja landið og siðir þess valda
honum bæði gleði og vonbrigðum.
Hlý, fyndin og mannleg. Mazursky
er enginn meðalmaður. Robin Will-
iams, Maria Conchita A'onso, Cle-
avant Derricks. 1984. 115 mín.
SHANGHAISURPRISE ★
Leikstjóri Jim Goddard. Pátt er ill-
bærilegra en þrautfúl gamanmynd,
hér er ein slík. Madonna og herra
hennar þá virðast álíta að allt bless-
ist sem þau taki sér fyrir hendur.
Öðm nær. Madonna er ömurleg í
hlutverki nunnu(!) í ópíumviðskift-
um, Penn er illskárri sem hjálpar-
hella hennar. Það er óyíst hvenær
Jim Goddard fær annað tækifæri,
þó nafnið sé gott. 1986. 93 mín.
UPTOWN SATURDAY
NIGHT ★★V2
Leikstjóri Sidney Poitier. Hér er
landslið þeldökkra (gaman-) leikara
í Hollywood aldeilis í essinu sínu á
laugardagskvöldi í Harlem. Poitier
og Cosby leika einfeldninga sem
lenda í klóm glæponsins Belafonte.
Góð skemmtun. Sidney Poitier, Bill
Cosby, Harry Belafonte, Richard
Pryor, Plip Wilson, Roscoe Lee
Brown. 1974. 100 mín.
VICTOR/VICTORIA
★ ★ ★
Leikstjóri Blake Edwards. Ein besta
mynd þeirra hjóna, Edwards og
Andrews. Andrews fer með hlut-
verk sveltandi söngkonu í Parísar-
borg kreppuáranna, sem verður að
taka það neyðarúrræði til að hafa
í sig, að koma fram sem pólskur
hommi (í hlutverki kvensöngkonu!)
á kabarettsýningum. Málin taka
nýja og illviðráðanlega stefnu er
bandarískur gangster og karlrem-
busvín hrífst af fyrirbrigðinu. Kem-
ur jafnvel dauðyflum í sólskinsskap!
Preston er óborganlegur í frábær-
um leikhóp. Julie Andrews, James
Gamer, Robert Preston, Lesley Ann
Warren, Alex Carras. 1982. 130
mín.
FOUL PLAY ★ ★i/2
Leikstjóri Colin Higgins. Hawn
kemst óvænt á snoðir um áætlanir
um morð á páfa og fær til fullting-
is lögreglumanninn Chase. Hressi-
legasta flækja, borin uppi af úrvals-
gamanleikurum, þar sem Moore er
fremstur í flokki. Goldie Hawn,
Chevy Chase, Dudley Moore, Burg-
ess Meredith. 1978. 116 mín.
RAFFERTY AND THE
GOLD DUST TWINS ★ ★
Leikstjóri Dick Richards. Enn ein
myndin sem er þeim magnaða leik-
ara, Alan Arkin, til hálfgerðs vansa,
en hann ræður jú förinni sjálfur.
Hér er hann neyddur að keyra hálf-
ruglaðar kvensur frá New Orleans
til Los Angeles. Myndin á nokkur,
góð augnablik og leikhópurinn er
óneitanlega forvitnilegur. Alan
Arkin, Sally Kellerman, McKenzie
Phillips, Charles Martin Smith, Alex
Rocco, Harry Dean Stanton.
THE MAN WITH ONE RED
SHOE ★ ★
Leikstjóri Stan Dragoti. Rétt einu
sinni láta Kanar fanga í franskar
gamanmyndir (Three Men and a
Baby, nýjasta dæmið), að þessu
sinni endurgera þeir hina bráð-
smellnu The Tall Blond Man with
One Black Shoe. Þolir engan sam-
anburð við frummyndina, en sjálf-
sagt ágæt skemmtun þeim er sáu
hana ekki. Tom Hanks, Charles
Duming, Dabney Coleman, Jim
Belushi, Carrie Fisher. 1985. 96
mín.