Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 B 3 Jacqueline Bisset og Chrístopher Reeve fara með hlutverk elsk- endanna sem ekki fá að njótast. Stöð 2: Anna Karenina ŒHBSH í níubíó Stöðvar 2 í kvöld verður frumsýnd kvikmyndin 00 Anna Karenina sem er endurgerð samnefndrar myndar David 0. Selznick þar sem Greta Garbo fór með aðal- hiutverkið. Myndin byggir á bókmenntaverki Leo Tolstoy. í þessari nýju útgáfu fer Jacqueline Bisset með hlutverk Önnu Kareninu. Myndin segir harmsögu rússneskrar hefðarkonu sem elskar glæsilegan liðsforingja en þar sem hún er öðrum manni gefin liggur það ekki fyrir þeim að fá að njótast. Christopher Reeve fer með hlutverk elskhuga Önnu Kareninu en Paul Scofíeld leikur eiginmann hennar. Leikstjóri er Simon Langton. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni þrjár stjömur en Halliwell enga. Stöð 2: Fröken Júlía í Fjalakettinum ■■■■■ Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2, sýnir í dag -| a 15 mynd sem byggir á sögu August Strindbergs, Fröken 14— Júlía. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Anita Björk, Ulf Palme og Marta Dorff. Myndin var gerð í Svíþjóð árið 1951 og hlaut leikstjórinn, Alf Sjöberg, Gullpálmann í Cannes það ár fyrir myndina. íslenskar hljómsveitir ■■■■ Útvarpsstöðin Rót verður með beina útsendingu í dag frá Of|30 tónléikum nokkurra íslenskra hljómsveita. " Meðal hljómsveita sem áheyrendur fá að hlýða á eru Múzzólíní, Síld, ást og ávextir, Daisy Hill Puppy Farm og fleiri. HVAÐ ER AÐO GERAST í Söfn Arbæjarsafn í vetur verður safnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður í vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna (Árnagarði ef haft er sam- band viðsafniðmeðfyrirvara. Þarmá meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyjar- bók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrimssafn við Bergstaðastræti er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þargefurað líta 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferliÁsmundar, þanntíma sem listamað- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list ÁsmundarSveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypuraf verkum listamannsins. Safn- ið er opiö daglega frá kl. 10 til 16. Skóla- fólk og aðrir hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarðurinn eropinn daglega frá kl. 1U00—17.00. Listasafn íslands Nú stendur i Listasafni Islands sýningin Aldarspegill sem opnuð var í tilefni af vígslu hinnar nýju safnbyggingar á Fríkirkjuvegi 7. Sýningin er kynning á íslenskri myndlist 1900— 1987 og eru öll verkin í eigu safns- ins. Leiðsögn um sýninguna ferfram í fylgd sérfræðings alla sunnudaga kl. 13.30—14.00, og veröur safnast saman í anddyri safnsins. Aðgangur að sýning- unni er ókeypis og búið er að opna kaffi- stofu safnsins. Vegna mikillar aðsóknar að safninu verður það opiö frá kl. 11.30 til 19.00 laugardaga og sunnudaga, en aðra daga er safniö opið frá kl 11.30— 16.30, nema mánudaga. Listasafnið hefur einnig tekið upp þá nýbreytni að kynnt verðurvikulega mynd mánaðarins. Ivlynd febrúarmánaðar er Fantasía eftir Jóhannes S. Kjarval, sem máluðvar 1940. Fantasía erein gjafa-sem borist hafa listasafninu, en þaö voru bræðumir Guð- mundurog Friðrik Björnssynir sem gáfu safninu myndina árið 1962 í minningu móður þeirra Margrétar Magnúsdóttur. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" ferfram alla föstudaga kl. i3.30—13.45 ifylgd sérfæðings ogverður safnast saman i anddyri safnsins. Norræna húsið Nú stenduryfir sýning á grafíkverkum sænska listamannsins Lennarts Iverus i anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru teikningar og grafík, mestmegnis koparstungur. Sýningin verðuropin dag- lega fram til 28. febrúar. Hið græna gull Norðurlanda nefnist sýn- ing sem opnuð verður laugardaginn 20. febrúar. Þetta erfarandsýning sem skóg- minjasöfnin á Norðurlöndum standa að, en Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Islands og Þjóöminjasafniö hafa haft veg og vanda af henni af (slands hálfu, ásamt Norræna húsinu. Á sýningunni má sjá hvernig brugöist hefur verið við eyðingu skóganna og vörn breytt í sókn. Sagan er sögð í mynd- um og máli, en auk þess getur að líta ýmsa muni úrtré, meðal annars gripi, sem hafa verið fengnir að láni úr Þjóð- minjasafni íslands. Jón Helgason landbúnaðarráðherra opn- arsýninguna á laugardaginn og verður sýningin síöan opin daglega kl. 14-19 til 13. mars. Inga Wintzell þjóðháttafræð- ingur og safnvörður við Nordiska museet í Stokkhólmi flytur erindi um sögu prjóns í Svíþjóð sunnudaginn 21. febrúar kl. 17.00 ífundarsal Norræna hússins. Auk þess flytur Inga erindi í Þjóöminjasafni (slands laugardaginn 20. febrúar og fjall- ar það erindi um gallabuxur og galla- buxnamenningu. Erindið erflutt í tengsl- um við sýningu á gallabuxum sem opnar í Þjóðminjasafninu á laugardaginn. Menningarsamtök Norðuriands Menningarsamtök Norðurlands, ME- NOR, og Alþýðubankinn kynna nú lista- manninn Aðalstein Svan Sigfússon. Aðal- steinn stundaði nám við Myndlistaskól- ann á Akureyri 1982—1984.1984 fluttist Aðalasteinn suður og settist í málara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk þaðan námi 1986. Að námi loknu flutti Aðalsteinn aftur norður og hefur búið að Kristnesi í Eyjafirði síðan, en um þessar mundir er hann að vinna að list sinni á Spáni. Aðalsteinn hefur haldið tvær einkasýningar á Akureyri, 1985 og 1986, og hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, s.s. N’ART í Reykjavík 1986,S(AÍNýlistasafninu 1987 og Gall- erí svart á hvitu 1987. Á listkynning- unni, sem er í útibúi Alþýðubankans á Akureyri, eru 6 verk og lýkur sýningunni 26.febrúar. SJÁ NÆSTU OPNU. SKEMIVmSTAÐiR ABRACADABRA Laugavegur116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur i veitingasal á jarðhæðinni til kl. 22.30. f kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 í Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grétari og ömu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæði er um að ræða gömlu og nýju dansana. Síminn er 685090. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýning „Allt vitlaust" verður i Bro- adway á föstudags og laugardags- kvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveit- in milli sanda, leikur fyrir gesti. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar. ITMPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæði hljómsveit af þeirri kynslóð sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru í síma 641441. Á laugardag, 6. febrúar, verður frum- sýnd í Súlnasal söngleikurinn Næturg- alinn - ekki dauður enn. Hann er byggöur á tónlist Magnúsar Eiríksson- ar í gegn um tíöina og segir söguna af íslenskri dægurstjörnu, frægðarleit og drauma. Og um raunveruleikann sem tekur við af draumnum. Aðalhlutverk Pálmi Gunnarsson, Jó- hanna Unnet, Eyjólfur Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir. Síminn er 20221. HÓTEL BORG Pósthússtræti 10 Diskótek er á Hótel Borg á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. HÓTEL ÍSLAND Ármúla Söngleikurinn „Gullárin" er sýndui laugardagskvöld á Hótel (slandi. Dans leikur föstudags- og laugardagskvölc til kl. 03.00. LÆKJARTUNGL Lækjargötu 2 f Lækjartungli, sem áður var Nýja bíó, verður diskótek fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld en sunnu- dagskvöld verður Kramarhússkvöld. Þá munu hinir ýmsu dansarar frá Kram- húsinu koma fram með dansatriöi, s.s. tangó og jassdansa. Húsið opnar kl. 21.00 en danssýningin hefst kl. 22.00. LENNON Austurvöilur Diskótek er f skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju er leikin lifandi tónlist öll kvöld vikunnar, nema á þriðjudagskvöldum. Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell er opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00 til kl.01.00. Síminn er 82200. UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistáðurinn Utopia er til húsa við Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 I Þórscafé er Þórskabarett og skemmtidagskráin Svart og hvítt á tjá og tundri. Staðurinn opinn fyriri matar- gesti frá 19.00 og hljómsveitin Burgeis- ar leika fyrir dansi. Diskótek er í gangi á neðri hæðinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 23333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.