Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
B 7
HVAÐ
ER
GERASTÍ
AÐO
ACTÍ
Utivera
Ferðafélag Islands
Sunnudaginn21. febrúar eru tvœr dags-
feröir, þ.e. skíöagönguferð á Mosfells-
heiöi og velrarferð til Þingvalla. Brottför
í báöar feröirnar er kl. 13.
[ Þingvallaferðinni veröur gengiö um Al-
mannagjá að öxarárfossi. Skíðagöngu-
ferðin verður á Mosfellsheiði.
Kvöldvaka F( verður miðvikudaginn 24.
febrúarog þá fjallar Árni Hjartarson um
Þjórsárhraun í máli og myndum.
Sunnudaginn 28. febrúarverðurGullfoss
skoöaður í klakaböndum.
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana Nú í Kópavogi verður laug-
ardaginn 20. febrúar. Lagt verður af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Markmið göngunnár er samvera, súrefni
og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allir eru
velkomnir.
Útivist
Sjötta ferð í Strandgöngu í landnámi Ing-
ólfs verðurfarinsunnudaginn 21. febrú-
ar. Ekiö verður að Langeyri vestan Hafn-
arfjarðar og gengið þaðan með strönd-
inni út á Hvaleyri sunnan fjarðarins. (
leiðinni verður Sjóminjasafn Islands
skoðað. í gönguna mætirfróður maður
um sögu Hafnarfjarðar. Markmiöiö með
„Strandgöngunni" er að ganga með allri
Strandlengjunni suður um Fteykjanes og
út að ölfusárósum í tuttugu og tveim
feröum. Viðurkenning verður veitt fyrir
góða þátttöku. Brottförerfrá BSÍ, bensin-
sölu, kl. 13.00 og er tilvaliö fyrir þá sem
misst hafa af fyrstu ferðunum að byrja
núna.
Viðeyjarferðir
Hafsteinn Sveinsson er með daglegar
ferðir út ÍViðey og um helgareruferðir
allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey
er opin og veitingarfást í Viöeyjarnausti.
Bátsferðin kostar 200 krónur.
Félagslíf
Ferðakynning
Ferðaskrifstofan Útsýn gengst fyrir ferða-
markaði sunnudaginn 21. febrúar kl.
14-18 íveitingahúsinu Broadway.
Fulltrúar frá áfangastöðum Útsýnar á
Spáni, í Portúgal og á Kýpur verða á
staönum og svara fyrirspurnum. Auk
þess eru Flugleiðir, Arnarflug og SAS
þátttakendur í feröakynningunni. Boðið
er upp á veitingar og ókeypis happ-
drættismiöa í ferðavinningahappdrætti.
MÍR
Sovéska kvikmyndin „Anna Pavlova"
verður sýnd í bíósal MlR sunnudaginn
21. febrúar kl. 16. Myndin fjallar um rúss-
ne.sku ballerínuna Önnu Paviovu sem var
uppi 1881-1931 og kom fram á leiksviði
stærstu óperuhúsa um allan heim. Sýn-
ingartími myndarinnarer2 klst. og 20
mínútur. Skýringartextareru á ensku.
Aðgangurað kvikmyndasýningúm MÍR,
Vatnsstíg 10, er ókeypis og öllum heimill.
Krístilegt
félag heilbrígðis-
stétta
Kristilegt félag heilbrigðisstétta verður
með fund i safnaðarheimili Laugarness-
kirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 20.30.
Læknarnir, Ásgeir B. Ellertsson, Ás-
mundur Magnússon og Lárus Jónsson
sjá um efni fundarins. Kaffiveitingar. Allir
eru velkomnir.
Þorrablót
Átthagafélagið Höfði heldurþorrablót f
Félagsheimili Seltjarnarness laugardag- 1
inn 20. febrúar. Boðið verður upp á þorra-
mat og norölenskt laufabrauð bakað af
félagsmönnum.
Tónlist
Islenska óperan
Tónleikar verða í (slensku óperunni
mánudag, þriðjudag og fimmtudag nk.
Það er baritonsöngvarinn Andreas
Schmidt og píanóleikarinn Thomas Palm
sem flytja Ijóðaflokka eftir Schubert. Á
mánudagskvöldinu flytja þeir Die Schöne
Múllerin (Malarstúlkan fagra), á þriðju-
daginn Winterreise (Vetrarferöin) og á
fimmtudaginn Swanengesang (Svana-
söngur). Tónleikarnir hefjast allir kl.
20.30.
Óperutónleikar
Paata Burchuladze syngur með Sinfóníu-
hljómsveit Islands laugardaginn 20. fe-
brúar kl. 14.30 í Háskólabiói. Stjórnandi
verður Páll P. Pálsson. Á efnisskrá tón-
leikanna eru ariurog ýmis atriði úr rúss-
neskum og ítölskum óperum, sungin og
leikin.
Hreyfing
Keila
I Keilusalnum íöskjuhliðeru 18 brautir
undir keilu. Á sama staö er hægt að
spila billjarö og pínu-golf. Einnig er hægt
að spila golf i svokölluðum golfhermi.
Sund
I Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar-
dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund-
laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og viö
Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund-
laugar á höfuöborgarsvæðinu eru við
Barónsstíg og viö Herjólfsgötu í Hafnar-
firði. Opnunartíma þeirra má sjá í dag-
bókinni.
Áhraðferð
til heljar
Myndbftnd
Sæbjörn Valdimarsson
drama
Sid and Nancy ★ ★ ★
Leikstjóri Alex Cox. Handrit Cox
og Abbe Wool. Kvikmyndatöku-
stjóri Rog'er Deakins. Klipping
David Martin. Tónlist Joe
Strummer, Pray For Rain and
the Pogues. Aðalleikendur Gary
Oldman, Chloe Webb, Drew
Schofield, David Hayman. Bresk.
Embassy Home Entertain-
ment/Zenith Prod. Ltd. — Skifan
1988. 109 mín.
Það hafði lítið frumlegt gerst í
popptónlistinni á annan áratug þeg-
ar loks kvað við nýjan tón. Ekki
var hann beinlínis heillandi frá fag-
urfræðilegu sjónarmiði, né heldur
flytjendur hans. Þessi nýja tónlist
hefur löngum verið kennd við
„pönk“, hrátt, kraftmikið rokk þar
sem gömlum hefðum er gefið langt
nef og flytjendumir líkt og dregnir
uppúr öskustónni; rifnir og tættir,
gjaman í leðurdruslum „prýddum"
hverskyns króm- og stálbrydding-
um. Með tónlist sinni og klæða-
burði vildu þessir ungu tónlistar-
menn sýna andúð sína á þjóðfélag-
inu, ekki síst stöðnuðum skalla-
poppurum og bágum kjörum þeirrar
stéttar og umhverfisins sem þeir
ólust gjaman upp í, fátækrahverf-
um verkamanna í Bretlandi. En það
er ekki meiningin að kryfla þessa
tónlistarstefiiu hér, enda ekki í
mínum verkahring. Tilefnið að þess-
um formála er hinsvegar útgáfa
myndbandsins Sid and Nancy, sem
fjallar um einn af meðlimum fræg-
ustu pönkrokksveitar allra tíma,
The Sex Pistols. Myndin hefst er
þessi dæmafáa hljómsveit var að
ná frægð í heimalandi sínu, fyrst
og fremst af endemum. Sid Vicious
var e.k. ímynd hljómsveitarinnar
útávið; vægast sagt hæfileikalítill
tónlistarmaður, hinsvegar kjaftfor,
frakkur og með eindæmum sóðaleg-
ur á sviði, hrækjandi og spýtandi,
ISLENSK IMATTURA
Sýningar
Náttúrugrípasafnið á
Akureyrí
Sýningarsalurinn er í Hafnarstræti 81,
jarðhæð. Þar eru uppsettir allir íslenskir
varpfuglar ásamt eggjum, mikið af skor-
dýrum, krabbadýrum, skrápdýrum, skel-
dýrum og kuðungum. Þar eru einnig til
sýnis þurrkaðir sjóþörungar, fléttur,
sveppir, mosar og nær allar villtar blóm-
plönturog byrkningará Islandi. Einnig
má sjá þar bergtegundir, kristalla og
steingervinga.
Á veturna er sýningarsalurinn opinn frá
kl. 13.00 til 15.00, á öðrum tfmum fyrir
hópa eftir samkomulagi í símum 22983
og 27395.
Minja- og
náttúmgrípasafnið
Dalvík
I Minja- og náttúrugripasafninu í Safna-
húsinu eru til sýnis uppstoppuö dýr auk
eggja-, plöntu- og steinasafna.
Safniö er opiö á sunnudögum frá kl.
14.00 til 18.00. Upplýsingar í síma
61104.
Náttúrugripasafnið
í Reykjavík
Náttúrugripasafnið ertil húsa á Hverfis-
götu 116,3. hæð (gegnt Lögreglustöö-
inni). Þar má sjá sýnishorn af íslenskum
og erlendum steintegundum og íslensk-
um bergtegundum. Urlífríkinu eru
krabbadýr, lindýr, skrápdýr, spendýr og
fuglar, þ. á m. geirfuglinn, og risaskjald-
baka. Þá eru einnig þurrkuð sýni af flest-
um íslenskum blómplöntum s.s. mosum,
fléttum og þörungum.
Sýningarsalurinn er opinn þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga
frákl. 13.30 til 16.00. Nánari upplýsingar
ísíma 29822.
Náttúrufræðistofa
Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs, er á Digra-
nesvegi 12,jarðhæð. Þarstenduryfir
sýning á lifríki Kársnesfjöru. Á sýningunni
gefur að líta margar tegundir botnlægra
þörunga sem finnast í fjörum og hrygg-
leysingja. I Skeljasafni Náttúrufræðistof-
unnar eru flestar tegundir lindýra með
skel sem finnast við (sland.
Stofan er opin á laugardögum frá kl.
13.30 til 16.30. Nánari upplýsingari
sfmum 20630 og 40241.
Safnahús Borgarfjarðar
Borgamesi
Náttúrugripasafniö verður lokið um
óákveðinn tíma vegna breytinga.
Safnahúsið Húsavík
Safnahúsið er við Stóra-Garð. I náttúru-
gripasafninu eru til sýnis á annað hundr-
að fuglategundir, Grímseyjarbjörninn,
mjög gott skeljasafn og ýmsir aörir nátt-
úrugripir. Einnig eru náttúrugripir f stofu
Jóhanns Skaftasonar sýslumanns og
Sigríðar Víðis, í stofu Lissýar á Halldórs-
stöðum í Laxárdal og í Kapellunni. Safna-
húsið er opið frá kl. 9.00 til 14.00 virka
daga. Nánari upplýsingar í síma 41860.
Náttúrugripasafnið í
Neskaupstað
Náttúrugripasafnið er að Mýrargötu 37.
Þar er að sjá gott safn steina, fugla og
fiska, auk lindýra og skeldýra. Safniö er
opið yfir sumarmánuðina en á veturna
þarf að hafa samband við forstöðumann
í síma 71606 fyrir heimsókn á safnið.
Dýrasafnið á Setfossi
Dýrasafnið er við T ryggvagötu 23 og þar
má sjá uppstoppuö mörg algeng islensk
dýr og auk þess hvítabjörn, mikið af fugl-
um og gott eggjasafn. Safnið er opið
daglega á sumrin en á veturna á fimmtu-
dögumfrákl. 14.00 til 17.00. Sími safns-
ins er 2703 og 2190 hjá safnverði og
eru hópar velkomnir að hafa samaband
við safnvörð um sérstakan opnunartíma.
Fiska- og
náttúrugrípasafn
Vestmannaeyja
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmanna-
eyja ertil húsaað Heiðarvegi 12. Safnið
er opið frá 1. maí til 1. september, alla
daga frá kl. 11.00 til 17.00. Aðra mán-
uði ársins er opiö laugardaga og sunnu-
daga kl. 15.00 til 17.00, en hóparsem
ekki geta notað ofanskráða tlma, geta
haft samband við safnvörð, Kristján Egils-
son, ísíma 1997 eða 2426.1 safninu
eru þrír sýningarsalir. Fuglasafn, með
uppstoppaðar allar tegundir islenskra
varpfugla. Eins er mikill fjöldi uppsettra
svokallaðra flækingsfugla. Eggjasafn,
flóra Vestmannaeyja og skordýr. Fiska-
safn. 112 kerjum eru til sýnis lifandi,
flestallartegundir nytjafiska landsins,
ásamt kröbbum, sæfíflum o.fl. sjávardýr-
um. Steinasafn. I steinasafn’nu eru sýnis-
horn flestallra íslenskra steina, ásamt
bergtegundum frá Vestmannaeyjum.
Fastakynningar
Hafrannsóknastofnunin
Reykjavík
Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, jarð-
hæð. I anddyrinu er sjóker með fjöru-
lífverum s.s. nokkrum tegundum af lif-
andi þörungum, skeldýrum, krossfiskum,
ígulkerjum, krabbadýrum sprettfiskum
o.fl. I kerinu ermarhnútursem hryngdi
sunnudaginn 14. febrúar og límdi eggja-
búið á fjörugrös. Til að verja eggjabúiö
fyrir kröbbunum varð að setja búr utan
um það. Barnaheimili og skólarsem
hafa áhuga á að skoða lífverurnar í ker-
inu eru beðnir að láta vita í síma 20240
með dags fyrirvara. Anddyriö er opið virka
dagafrá kl. 9.00 til 16.00.
Úti í náttúrunni
Mesta stórstraumsfjara
ársins
Núna um helgina er stærsti straumur
ársins. Háfjara er kl. 13.54 föstudag 19.
febrúar, 20. febrúar’kl. 14.33 og 21.
febrúar kl. 15.12. Rétt er að hafa í huga
að veöur hefur talsverð áhrif á sjávar-
stööu frá degi til dags sérstaklega loft-
þrýstibreyting. Þannig hækkar sjávaryfir-
borð um 0,1 meter falli loftvog og öfugt.
gefandi skít í allt og alla — í orðs-
ins fyllstu merkingu.
The Sex Pistols og pönkið hitti
beint í mark hjá þeim íjölda ung-
menna í ríki Járnfrúarinnar sem sáu
enga von um bjarta framtíð í
skugga atvinnuleysis og menntun-
arskorts, Sid og félagar urðu fræg-
ir. Hvemig þessum pilti hefði reitt
af ef hann hefði ekki kynnst örlaga-
valdi lífs síns, eiturætunni og rokk-
sfjömumellunni Nancy Spungen, er
ómögulegt að segja. En hitt er víst
að með óhugnanlegum lífsvenjum
sínum og sjálfseyðingarhvöt flýtti
hún fyrir falli sfjömunnar. "
Cox lýsir hraðsiglingu þessa
giftulausa pars niður breiðstræti
mannlegrar eymdar, lífi í jarðnesku
víti eiturlyfja, skíts og úrhraka af
miskunnarlausu raunsæi. Hann
hefur skapað minni háttar meist-
araverk um afleiðingar sterkra eit-
urlyfja á hreinskilinn, grimman
hátt sem lætur engan ósnortinn.
Myndin er að sjálfsögðu ljót og
vægðarlaus. Ekki er verið að fegra
hlutina og heildarmjmdin er sjálf-
sagt eins nærri sannleikanum og
unnt er, enda Cox sjóaður og ýmsu
vanur.
Þó svo að hlutur leikstjórans sé
góður, hefði Sid and Nancy aldrei
orðið nema svipur hjá sjón, sjálf-
sagt kafnað í ógeðinu, ef ekki hefði
komið til afburðaleikur hjá Gary
Oldman og Chloe Webb í hlutverk-
um Sid og Nancy. Þau gera þessar
manndreggjar og stjómleysingja
aumkunarverðar og athyglisverðar.
Lífshlaup þeirra er öðmm víti til
vamaðar. Það ætti að sýna Nancy
and Sid í grunnskólunum.
S1 Ö’úpi
þriller
The Stepfather ★ ★ lh
Leikstjóri Joseph Ruben. Handrit
Donald E. Westlake. Tónlist
Patrick Moraz. Aðalleikendur
Terry O’Quinn, Jill Schoelen og
Shelley Hack sem „Susan“.
Bandarísk. 1987. 98 min.
Þessi prýðilegi, yfírlætislausi
þriller Qallar um einkar notalegt
fjölskyldulíf í upphafi sem breytist
í martröð er á líður. Ekkjan Hack
giftist, að því er virðist, sléttum og
felldum manni, (O’Quinn). Hann
gengur dótturinni Schoelen í föður-
stað og allt virðist í lukkunnar vel-
standi. O’Quinn leggur sig fram við
að hafa allt til fyrirmyndar hvað
viðvíkur fjölskyldunni, nær fullu
valdi á móðurinni og vill temja dótt-
urina til algerrar hlýðni. Hún gerir
sitt besta en uppgötvar um leið að
„fyrirmyndarfaðirinn" er ekki allur
þar sem hann er séður heldur stór-
hættulegur geðsjúklingur.
Þessi litla, lúnkna mynd er í gróf-
um Hitchcock-stfl og á aldeilis ágæt
augnablik. Handrit hins kunna
sakamálasagnahöfundar Donalds
E. Westlake er vel skrifað, spenn-
andi og laust við óþarfa vífilengjur
og í handbragði leikstjórans Rubens
er samfelldur stígandi sem endar
með sprengingu. En það sem á
drýgstan þátt í ágæti The Step-
father, sem kemur óneitanlega
nokkuð flatt uppá mann, er af-
bragðsleikur O’Quinns í hlutverki
hins geðklofna stjúpa. Tilþrif hans
minna jafnvel á meistara Nicholson
f sínum lúnaðasta ham (The Shin-
ing, The Witches of Eastwick).
Óvænt skemmtun.