Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 W A GN E R 87. dæmí Forleikurinn að Tristan og Isolde Wagner langsam und 2 Ob. schmachtend - RÓMAMÍ OG MÓDERMSSHFOT Forleikurínn að Tristan og ísolde. Nafti Beethovens gnæfir ofar öllu í sögu tónlistar á. fyrri hluta nítjándu aldar. Á þeim tíma þótti mörgum sem Richard Wagner (1813—83) væri jafh mikilvægur fyrir seinni hluta aldarinnar. Wagn- er skóp nýtt form sem byggðist á samruna leiks og tónlistar. Sé mið- að við sviðsuppfærsluna, er hér um að ræða óperu sem að tónskipan og innri gerð er ekki síður skyld sinfóníum Beethovens en óperum eftir Gluck og Weber. Faðir Wagners var lágt settur embættismaður borgarstjarnarinn- ar í Leipzig, en dó sex mánuðum eftir að sonurinn fæddist. Móðir hans giftist í annað sinn og þá leik- listarmanni, Ludwig Geyer að nafni, sem var Wagner góður stjúpfaðir. Wagner tók upp eftirnafn stjúp- föður síns, en hann lést nokkru áður en Wagner lauk skólanámi og þá tók hann aftur upp ættarnafn föður síns. Meðan Wagner stundaði skólanám í Dresden fékk hann mik- inn áhuga á grískri goðafræði og varð mjög hrifinn af Töfraskyttun- um eftir Weber, sérstaklega því yfirnáttúrulega í verkinu og sam- hliða því að lesa Shakespeare lagði hann stund á ljóðagerð. Fjórtán ára að aldri samdi hann leikrit, inn- blasið af Hamlet. Síðar meir gerði hann gaman að þessu og sagði að í verkinu hefðu verið drepnir yfír fjörutíu manns og til að ljúka því hefði hann neyðst til þess að láta þá dauðu ganga aftur. Fjölskyldan unni leiklist, bæði faðir hans, sem hann hafði aldrei þekkt, og stjúp- faðir, eh þrjú sýstkinanna, bróðir og tvær systur, voru leikarar að atvinnu. Wagner stundaði framhaldsnám í Leipzig. Eitt af nýjum áhugamál- um hans á þessum tíma var tónlist Beethovens. Hann segir sjálfur svo frá að hrifning hans á sjöundu sin- fóníunni hafí vérið „ólýsanleg... og frá sér numinn hafi hann dreymt Beethoven og Shakespeare, talað við þá og vaknað baðaður í tárum". Wagner tók nú að stunda tónsmíða- nám af kappi og umritaði þá „Níundu" fyrir píanó, verkefni er jafnvel vafðist fyrir Liszt uppkomn- um. Meðal verka sem Wagner samdi á þessum árum voru píanó- sónata og strengjakvartett. Einnig samdi hann forleik og skrifaði hann með bleki í þrenns konar lit. Forleik- urinn var fluttur á jóladag 1830, hlustendum meir til skemmtunar en hrifningar. Eftir að hafa fengið tilsögn í fúgugerð og formskipan sónötunnar samdi hann píanó- sóntöu í B-dúr og pólónesu, tvfleiks- verk fyrir píanó, en bæði þessi verk fékk hann gefín út hjá Breitkopf og Hártel í Leipzig 1831. Þrjá for- leiki til viðbótar samdi hann og að lokum sinfóníu í C-dúr (1832) sem var flutt á tónleikum Gewandhaus- hljómsveitarinnar í Leipzig. Á þessum árum hafði Wagner ferðast nokkuð, m.a. komið til Vínarborgar og Prag og lokið tón- listarnámi við háskólann í Leipzig. Þá mun hann hafa unnið að óperu sem nefnd hefur verið Brúðkaupið en ekki lokið við hana, vegna þess að systir hans taldi leikverkið óhentugt til uppfærslu á leiksviði. Fljótlega tök hann til við aðra óperu, Alfkonumar, þar sem hann stældi vitandi vits túlkun Webers og Marschners á heimi ævintýr- anna. Texta beggja óperanna samdi hann sjálfur, svo sem hann æ síðan gerði. Þar með hafði Wagner ákveð- ið að gera óperuna að starfsvett- vangi sínum, og eftir að hann hafði verið kórstjóri í Wurzburg starfaði hann sem aðstoðarhljómsveitar- stjóri í Madgeburg, Königsberg og Riga, höfuðborg Lettlands. Hann gekk að eiga Minnu Planner, en hún hafði starfað með honum sem söngkona. Árin 1837 og 1838 vann Wagner að Rienzi. Sagan fjallar um rómverskan herforingja og er unn- inn upp úr enskri sögu eftir Bulwer-Lytton. Þetta er „grand"- ópera og með henni ætlaði Wagner að.vinna París, eins og Meyerbeer hafði gert. Wagner og kona hans höfðu misst vegabréf sín sakir skulda í Riga en tókst með naumindum að flýja frá Lettlandi. Eftir langa og erfíða sjóferð og stutta viðdvöl í Englandi, komust þau loks til París- ar árið 1839. Meyerbeer tók Wagner af ljúfmennsku og ritaði meðmælabréf til að auðvelda hon- um að ná sambandi við mikilsmetn- ar persónur- í óperuheiminum. Hvorki þessi velvilji Meyerbeers né ákafí og sjálfsöryggi Wagners skil- aði árangri og þegar hann var orðinn félaus, neyddist hann til að veðsetja skartgripi og leigja út frá sér. Sagt er að hann hafí jafnvel reynt að fá vinnu sem kórsöngvari í óperunni en verið hafnað vegna lítilfjörlegrar söngraddar. Smátt og smátt fór Wagner að ganga betur. Hann lauk við óperuna Hollendinginn fljúgandi 8141, en hún og Rienzi voru uppfærðar í hirðóperunni f Dresden 1842 og 1843. Sýningin á Rienzi var mikill sigur og Wagnerhjónunum mikill léttir að fara frá París og snúa aft- ur til Dresdenar. Erfíðleikarnir voru á enda og 1843 þegar Wagner stóð á þrítugu, var hann ráðinn .sem aðalstjórnandi óperunnar í Dresden. í því starfí var hann sex ár, samdi og uppfærði Tannhauser 1845 og Lóhengrin 1848. Hugmyndin að Meistarasöngvurunum var þá tekin að ónáða hann og má segja að hann hafí þar með helgað sér þýska fortíð og sögu sem viðfangsefni í óperu- verk sín. Nú fóru að gerast válegir at- burðir sem breyttu ýmsu fyrir Wagner. I fyrsta lagi hafði komið upp miskiíð milli hans og yfírmanna óperunnar, því að honum þótti sér misboðið vegna ýmissa formsatriða varðandi starf hans sem kæmi í veg fyrir það að hann gæti gefíð sig algjörlega að tónsmíðum. Hann trassaði að mæta á stjórnarfundi en fór samt frani á kauphækkun til að mæta sívaxandi skuldabyrði. I öðru lagi hafði hann áhuga á rót- tækri hreyfíngu sósíalista í Evrópu og hann las upp grein um stefnu- mál lýðræðissinna á stórum fundi sósíalista. Þá mun hann hafa átt samskipti við landflótta Rússa, stjórnleysingjann Bakúnín, sem kom fram með þá hugmynd að gerð yrði ópera undir nafninu Dauði Sigfröðar (Siegfrieds Tod) þar sem sagan af þessari þýsku þjóðsagna- persónu yrði færð í búning sósfal- ískrar byltingar. I maí 1849 átti sér stað harkalegt götuupphlaup sem Wagner var viðriðinn að nokkru leyti. Bakúnín og aðrir þátttakend- ur, þeirra á meðal Röckel, vinur Wagners, voru dæmdir til dauða, en sá dómur var síðar mildaður. Þó að gefín væri út handtökuheim- ild tókst Wagner að flýja. Hann fór fyrst til Liszts í Weimar sem hafði sýnt honum vináttu og var að und- irbúa uppfærslu á óperu hans Tannháuser. Með hjálp Liszts komst Wagner áfram til Sviss og var þar útlagi í tólf ár og um tíma einn án konu sinnar. Upp frá þessu voru Liszt og Wagner tengdir vin- áttu- og fjölskylduböndum, því Cosima, dóttir Liszts, yfirgaf mann sinn, píanóleikarann og hljómsveit- arstjórann Hans von Bulow, fór að búa með Wagner og giftist honum síðar, eða árið 1870. Liszt lést í Bayreuth á heimili dóttur sinnar árið 1886. í bréfí ti\ Liszts telur Wagner sjálfan sig, Liszt og Berliöz, „eiga svo vel saman, því okkur svipar um margt". Saman voru þeir sú gerð listamanns sem Beethoven skil- greindi á þá leið að hann teldi sig ekki aðeins tó.nskáld, heldur „tóna- ljóðskáld". Tónlist þremenninganna tengdist venjulega öðrum listgrein- um, eins og bókmenntum og jafhvel myndlist. I verkum Wagners voru orð hans (hans eigin texti) eins nauðsynleg og tónlistin, til þess að sem bestur listrænn árangur næðist. Hann orðar þetta svo að hann hafí hætt við þá hugmynd að 8emja sinfónískt verk um Fást og „trúr eðli mínu, tók ég til við Hol- lendinginn fljúgandi, þar sem ég forðaðist óljóst tungutak hljóð- færatónlistarinnar". Það er ljóst að Wagner er þarna að nálgast hug- myndina að Gesamtkunstwerk, „allsherjarlistaverkinu", sem síðar varð hugsjón hans. Næstu verk á eftir Lohengrin voru Tristan og ísolde (fullgert 1859), Meistarasöngvararnir (1867), Niflungahringurinn (1874) og sfðasta óperan, Parsifal (1882). Wagner samdi Niflungahringinn á um tuttugu árum, en hann er rað- verk fjögurra óperuverka. Þau nefnast Rínargull, valkyrjurnar, Sigfröður og Ragnarök. Þessi skrá um tónverk hans kann að virðast nokkuð stutt, jafnvel þó með væru tekin nokkur sönglög, göngulög og styttri hljóðfæratónsmíðar. Þetta þýðir þó ekki að Wagner hafí sam- ið lítið af tónlist. Hann fékkst við risastór verkefni, sem kröfðust stórra forma og víðfeðmi tónlistar og texta um yfírgripsmikið efni. Flutningstími Hringsins er um sex- tán stundir, álíka og flutningstími fítnm til sex venjulegra ópera eða vel tuttugu sinfónía af meðallengd. Aðdáendur Hringsins gætu tekið undir ummæli Tolkiens um sitt eig- ið verk, Lord of the Rings, sem hann telur vera allt of stutt. Verkið þarf auðvitað þann tíma sem tekur að flytja það og er sérheimur tón- rænna og leikrænna upplifana. Margir telja það jafnvel vera tákn- mynd eða launsögu allrar manns- sögunnar. Niflungaljóðin eða Saga Niflunga eru þýsk ljóð frá þrettándu öld. Ljóðin eru unnin úr Eddukvæðum (Sæmundar-Eddu) og fjalla um söguhetjuna Sigfröð (Siegfried), fjársjóði gulls og sögu grimmilegra hefnda. I grein sem Wagner ritaði 1848 og nefndi Die Wibelung: Weltgeschichte aus der Sage, út- skýrir hann hvers vegna hann hafí meira dálæti á list goðsagna en sagnfræði og aðra grein kallar hann Goðsagnir Niflunga sem leikrita- efhi. Liszt hafði ráðlagt Wagner að nota efni úr þessum sögum í óperu. Upphaflega ætlaði Wagner að semja eina óperu við hluta sögunn- ar en trúði svo Liszt fyrir því að hann hefði í hyggju að semja risa- stórt verk yfir alla söguna. Hann orðaði það svo að hann hefði horfið frá brotunum til heildarinnar. Þessi fjögur leikverk hans eru færð upp á fjórúm dögum í röð á sérstakri hátíð. „Ef ég á að gæta heilsunn- Gagiirýnandinn Eduard Hanslick f ræðir tónskáldið Richard Wagner um hvernig ekki eigi að semja. Skuggumynd eftir Otto Böhler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.