Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 4
4 B
3HarBuafrfeÍii> /ÍÞRÓTTIR ÞRJHfUDAGUR 1. MARZ 1988
Kæri Viggó!
eftir
Rögnvald ErUngsson
og Sigurð Baldursson
ÞAR sem skrif þín í Morgun-
blaðinu þann 26. febrúar
1988 endurspegla framkomu
þína gagnvart dómurum í
gegnum tíðina, jafnt á leik-
velli sem leikmaður og þjálf-
ari, teljum við loks kominn
tími til að koma þér, vœni
minn, inn á réttari og upp-
byggilegri brautir.
Val dómara á ÓL
að vita allir sem fylgjast náið
með vali IHF á dómurum á
ÓL að ákveðin samtrygging er
milli Norðmanna, Dana og Svía
um að hleypa ekki öðrum Norður-
landaþjóðum inn í þann hóp.
Ástæðan er einföld. Sem dæmi
ef íslenskt eða finnskt dómarapar
sem dæmdi, væri tekið inn, þyrfti
ein af þessum áðumefndu þjóðum
að draga sitt par eða pör til baka.
Það er því augljóst að Erik Elías
segir það eina sem hann getur
sagt, til að veija sitt pólitíska
plott.
Einnig kom það fram í samtali
Morgunblaðsins við Erik Elias að
Gunnar og Rögnvaldur hefðu ekki
dæmt nægjan fjölda leikja til að
vera með. En það er einmitt þessi
tíðræddi maður sem skammtar
þá leiki sem íslensk dómarapör
fá á vegum IHF.
Mat þitt á íslenskum dómur-
um
Við erum þér hjartanlega sam-
mála Viggó minn, um að íslenskur
handknattleikur sé á mikilli upp-
leið. En það er reyndar útilokað
nema að allt sem að íþróttinni
snýr, þar með talin dómgæsla,
fylgi með. Að okkar áliti eru öll
þau pör sem dæma í fyrstu deild-
inni hér heima fyllilega boðleg í
öllum öðrum 1. deildum, hvar sem
er í heiminum. Enda er það svo,
að þeim mun betri sem boltinn
er, því auðveldara er að dæma.
Góður leikmaður veit út á hvað
íþróttin gengur og hveijar reglur
hennar eru.
Um einkamál dómara
Eins og þú ættir að vita væni
minn, þá eru dómarar undir stöð-
ugu eftirliti dómaranefndar HSÍ.
Kjartan Steinback velur sér til
aðstoðar menn sem hann telur
hæfasta til að hafa eftirlit með
dómgæslu. Þeir fylgjast með leikj-
um, skrifa hjá sér á þar til gerð
eyðublöð mat sitt á frammistöðu
dómara í hveijum leik. Þetta kerfi
hefur verið í gildi síðustu þijú til
fjögur árin og hefur það reynst
ágætlega. Síðan tekur dómara-
nefnd skýrslumar eftir ákveðið
tímabil og metur störf og stöðu
dómara. Ef dómarar hafa verið
lélegri eða betri en þeir sem næst-
ir þeim koma, breytist röðin. Þetta
kerfí er til þess gert að hæfustu
dómaramir séu ávallt í þeim 6—7
efstu sætum, sem dæma 1. deild-
arleiki.
í grein þinni segirðu „að þeir haldi
að dómgæslan og dómaramálin
séu þeirra einkamál". Ekki er
hægt að skilja þessi orð þín á
annan veg, en að þú hreinlega
skiljir ekki hvað þeir svartklæddu
eru að gera á leikvellinum. Okkur
virðist þér ekki veita af töluverðri
fræðslu um handknattleiksreglur.
Enda ber ekki bara greinin, held-
ur öll þín framkoma, þess berlega
vitni. Meira að segja skapheitum
þjálfurum annarra liða blöskrar
dólgshátturinn á bekknum. Ekki
er það vilji okkar að íþrótt þessa
stundi skaplausir geldingar, en
öllu má nú ofgera, Viggó minn.
Kröfur til dómara
í grein þinni víkur þú að þeirri
rökleysu að flestir 1. deildardóm-
aramir hafí aldrei leikið þessa
skemmtilegu íþrótt. Því er til að
svara að af 7 efstu pörunum (14
manns) hafa allir nema einn æft
og spiíað af kappi. Einnig hafa
11 þeirra leikið með meistara-
flokki síns félags. Ekki héldum
við, Viggó minn, að þú hefðir
verið svona lengi á Spáni.
Það er hægt að taka það fram, að
í þessum hóp eru menn sem hafa
verið valdir í heimslið, landslið,
unglingalandslið, orðið Norður-
landameistarar, fjöldi þjálfara og
einn af tveimur Islendingum sem
lokið hafa öllum stigum danska
handknattleiksskólans. Ekki
dónalegur hópur, Viggó minn.
Það er alveg merkilegt að þessir
ágætu menn skuli nenna að starfa
þrátt fyrir allt skítkastið.
Varðandi framhjáhald dóm-
ara
Það vill nú svo til að þeir sem
Rögnvald Erlingsson.
dómgæsluna stunda eru margir
hveijir í þannig vinnu, að þeir
þurfa að vera mikið erlendis.
Fjöldi leikja er slíkur að þeir fáu
menn sem í þetta starf fást, þurfa
að hlaupa til og dæma með dóm-
ara úr öðru pari. Hingað til hefur
þetta ekki þótt tiltökumál, enda
allir vanir að dæma með öðrum.
í grein þinni talar þú um „ein-
hvern“ sem var fenginn til að
dæma með Rögnyaldi þegar
Gunnar forfallaðist. í þeim tveim-
ur tilfellum .sem Gunnar hefur
verið frá, hafa Guðmundur Kol-
beinsson og Sigurður Baldursson
dæmt með Rögga. Svo vill til að
þessir þrír hafa þekkst, spilað og
dæmt saman fyrir Fram í fjölda
ára. Ef þetta er móðgun við leik-
menn og þjálfara, þá eru menn
orðnir ansi viðkvæmir, Viggó
minn.
Metnaður dómara
Þeir dómarar sem við þekkjum,
hafa lagt mikinn tíma og vinnu í
að ná sem bestum tökum á flaut-
unni. Enda er það svo að niðurröð-
un dómaranefndar á lista er mik-
ið hitamál meðal dómara, og hafa
menn tekið því mjög illa ef þeir
eru ekki ofar á lista en aðrir.
Rökleysa þín, væni minn, um
dómara sem mæta 5 mínútum
fyrir leik, hita ekki upp og halda
að þeir séu orðnir alvitrir af því
einu að klæðast svörtu búningun-
um, er varla svara verð, enda svo
vitlaus. En eðli leiksins sam-
kvæmt þarf 2 svartklædda leik-
stjóra til að leikur fari fram eftir
settum reglum. Ef þú vilt kalla
það að vera alvitur að dæma leik,
án þess að ráðfæra sig við þig,
er það sársaukalaust af okkar
hálfu.
Skrifieg páfagaukapróf
Þeir dómarar sem gjaldgengir eru
í 1. deild þurfa að hafa starfað
sem héraðsdómarar í þijú ár. Ef
dómaranefnd HSÍ sér áhuga og
getu hjá héraðsdómurum fara
þeir í verklegt og skriflegt próf
Sigurður Baldursson.
til að öðlast landsdómararéttindi.
Þegar því er náð útvegar HSÍ
þeim verkefni og fylgist með þeim.
Ef þeir síðan komast í hóp 6—7
bestu para eiga þeir að gangast
undir sérstakt skriflegt próf á
hveiju hausti og einnig þol- og
snerpupróf. Ef þú síðan sýnir af-
burðahæfíleika, tilnefnir HSÍ til
IHF á svokallaðan B-lista. Ef Guð
og Erik Elias leyfa, færð þú að
fara á 7 daga námskeið hjá IHF.
Ef þú síðan stenst þau próf sem
þar eru ert þú tilnefndur A-
dómari og ert kominn með heim-
ild til þess að dæma alla hand-
kanttleiksleiki hvar sem er í heim-
inum. Svona gengur nú páfa-
gaukslærdómurinn fyrir sig, kæri
Viggó.
Æfingaálag leikmanna
í greininni segirðu að leikmenn
æfí 5—6 sinnum í viku 2—3 klst.
á dag. Þetta vitum við og berum
fulla virðingu fyrir þessu álagi og
áhuga handknattleiksmanna til
að ná árangri. Þó væri vel til fund-
ið Viggó, að þú eyddir svo sem
1—2 klst. á ári í að miðla af visku
þinni í leikreglum til leikmanna.
Þetta gerðum við félagamir fyrir
ekki löngu síðan hjá Fram og
gafst mjög vel.
Dómaramafía
Hvorugur okkar hefur nokkru
sinni reynt að hafa áhrif á störf
dómaranefndar HSÍ varðandi nið-
urröðun á leiki. Ekki er okkur
kunnugt um að aðrir dómarar
stundi slíkt enda tilgangurinn með
slíku óskiljanlegur með öllu. Þó
hefur þú, Viggó minn, oft reynt
að hafa áhrif á hveijir dæma leiki
sem þig varðar. Spumingin er
því, hvers er mafían.
Þjálfun dómara
Það er mikið rétt hjá þér að til
að verða góður dómari þarftu
þjálfun og að leggja á þig mikla
vinnu. Nú er það svo að allir sem
dæma í 1. deild hafa lagt á sig
mikla vinnu og þjálfúnin felst í
hundruðum leikja sem þeir hafa
dæmt. Það eru víst meiri kröfur
en gerðar em til þjálfara.
Lokaorð
Það vita allir sem með hand-
knattleik hafa fylgst að Viggó er
einn litríkasti og þesti handknatt-
leiksmaður sem ísland hefur átt.
Þó ber nokkurn skugga á hans
ferli ef samskipti hans og dómara
em skoðuð. Frægt dæmi var þeg-
ar hann sem ungur leikmaður í
úrslitaleik Reykjavíkurmóts fyrir
nokkmm ámm, hljóp niður, Hann-
es Sigurðsson, þá einn virtasti
alþjóðadómari á Norðurlöndum,
með þeim afleiðingum að Hannes
taldi sig ekki geta starfað sem
dómara framar. Það furðulegasta
var að þegar dæma átti í máli
þessu hafði upptaka sjónvarpsins
af umræddum leik horfið með
dularfullum hætti.
Síðan hefur Viggó verið manna
duglegastur við að safna bæði
gulum og rauðum spjöldum hjá
dómumm, en eftir því sem við
vitum best aldrei komið með eina
einustu uppbyggilega setningu
varðandi dómaramálefni. T. d.
dæmdu Gunnar og Rögnvaldur
leik FH og Vals í fyrri umferð
íslandsmótsins. Við lestur blaða
og á ummælum fólks, þar á með-
al hjá formanni kóreska hand-
knattleikssambandsins, nýráðn-
um landsliðsþjálfara kvenna,
Kristjáni Arasyni, og hinum geð-
þekka þjálfara Vals, svo einhveij-
ir séu nefndir, vom sammála um
góða dómgæslu. En Viggó sá
ástæðu til þess að kvarta við
blaðamenn, eins og honum er lag-
ið.
Að þessu sögðu er svolítið fyndið
að vita til þess að Viggó var ásamt
öðmm þekktum nöfnum í hand-
knattleiknum þátttakandi í óform-
legu prófi í leikreglum á skrif-
stofu HSÍ. Það er skemmst frá
því að segja að hinn dagfarsprúði
Hilmar Bjömsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, fékk bestu út-
komu þátttakenda en núverandi
þjálfari FH. Viggó Sigurðsson
beið hroðalegt afhroð og varð
langneðstur.
Ef okkar ágæti leikfélagi Viggó
hefur raunvemlega einhvem
áhuga á að bæta dómgæslu, hafa
undirritaðir bæði tíma og áhuga
á að ræða úrlausnir og eflingu
starfsins, handknattleiknum á Is-
landi til framdráttar.
Með íþróttakveðju.
Höfundar eru alþjóðadómarar í hand-
knattleik.
IÞROTTIR / NAM
Tveir Islendingar nema
íþróttasljórnunarfræði
Mikið ijármagn fer um hend-
ur þeirra sem íþróttahreyf-
ingunni stýra. Er þá bæði um að
ræða fjármuni sem stjómvöld og
bæjarfélög Jeggja
GuðbjörgGuð- fram og á hinn
mundsdóttir bóginn annað öfl-
skrifarfrá unarfé af ýmsum
toga. En hvemig
er háttað nýtingu þessara fjár-
muna? Kynni að mega bæta úr á
einhvem hátt. Svo mikið er víst
að ýmsir telja að um vörslu þessa
fjár og nýtingu, gildi svipuð lög-
mál og í fyrirtækjum, þar þurfí
stjómun, kunnátta og fjármála-
þekking að ráða ríkjum til að vel
megi fara.
Er svo komið að hægt er að leggja
stund á sémám í slíkum fræðum,
það er að segja hvemig best megi
stjóma, skipuleggja og stýra mál-
um innan íþróttahreyfíngarinnar.
Þeir Gústaf Adolf Bjömsson og
Stefán Snær Konráðsson stunda
í vetur nám við Norges Idretts-
Höyskole í Osló þar sem þeir
leggja stund á íþróttastjórnunar-
fræði.
Þetta er í fyrsta skipti sem skól-
inn býður upp á slíka námsbraut.
Eftir því sem þeir_ félagar best
vita em þeir einu íslendingamir
sem hafa farið í háskólanám af
þessum toga. „Tilgangurinn með
slíku sémámi er að mennta fólk
í almennum stjómunarstjörfum
hjá íþróttahreyfingum og hinu
opinbera,“ segir Gústaf.
„Námsefnið er fjölbreytt, stjóm-
unarfræði, hagfræði, §ármagns-
stýring, bókfærsla og tölvufræði,
auk þess sem við kynnum okkur
lögfræði íþróttanna og komum inn
á almannatengsl svo eitthvað sé
tínt til. Hluti námsins er síðan
byggður upp á starfsreynslu sem
við öðlumst með því að fara út á
vinnumarkaðinn og sinna ýmsum
störfum sem þessu tengjast."
Náminu lýkur í vor. Hvaða at-
vinnumöguleika hafa piltamir
þegar til íslands kemur?
„Með þessu námi erum við að
afla ákveðinnar þekkingar sem
við teljum að geti orðið að gagni
hjá hvort heldur því opinbera eða
í íþróttahreyfíngunni. Framtíðin
verður svo að leiða í ljós hvaða
möguleikar eru fyrir hendi. Báðir
höfum við töluvert starfað við
þjálfun og stjómunarstörf hjá
íþróttafélögum heima, en auðvitað
myndum við taka slík störf öðmm
tökum eftir að hafa verið í þessu
námi í vetur. Það eru miklir fjár-
munir í húfí, ekki síst eftir að
lottósalan fór af stað,“ sagði Gú-
staf. „Jafnvel lítil sérsambönd.
Gústaf Adolf Bjömsson og Stefán Snær Konráðsson.
hafa núna einhveija fjármuni til
ráðstöfunar. Þar á móti kemur
auðvitað stefna ríkisstjómarinnar
að draga úr fjárveitingum til
íþrótta." Þá stefnu ríkisstjórnar-
innar telur Stefán alranga þó svo
að íþróttahreyfingin hafí hlotið
hagnað af lottósölunni. „Mér
fínnst það skammarlegt að stjóm-
völdum skuli detta í hug að ætla
að spara til íþrótta á meðan ná-
grannaþjóðir auka sífellt framlög
sín. Það er enginn vafí á að það
fé skilar sér margfalt til baka sem
lagt er til þessara mála. í framtí-
ðinni kemur fólk til með að hafa
aukinn frítíma og meðvitandi um
gildi heilsuræktar þá mun það
krefjast fleiri íþróttatilboða frá
ríki og bæjarfélögum. Forsvars-
menn íþróttahreyfíngaripnar í
landinu þurfa að gera sér grein
fyrir þessu og vera vakandi fyrir
þróuninni.
Ein sú besta landkynning sem við
getum fengið er að státa af góðum
íþróttamönnum. Á meðan fólk er'
ólaunað að stunda alþjóðlegar
keppnisíþróttir með fullri vinnu
og rúmlega það þá er ekki hægt
að ætlast til þess að við nokkm
sinni eignumst annað en meðal-
menn.“