Morgunblaðið - 01.03.1988, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.03.1988, Qupperneq 8
8 B fHorgiwfrfoftifr /ÍÞRÓTTIR ÞREOJUDAGUR 1. MARZ 1988 Kempf fyrsti svissn- eski Olympíumeistar- inn í norrænni tvíkeppni HIPPOLYT Kempf frá Sviss sigraði í norrœnni tvíkeppni á sunnudaginn. Kempf fórfram úr Klaus Sulzenbacher þegar 3 km voru eftir af 1S km göngunni og stal nánast gull- verðlaununum frá Austurrfki. Hann er fyrsti Svisslendingur- inn sem vinnur gullverðlaun í þessari grein á ólympíuleikum. Sulzenbacher hafði 62 sekúndna forskot eftir stökki af 70 m palli þar sem hann hafði forystu. Hann varð að gera sér silfurverð- launin að góðu en hann var einnig í austurrísku sveitinni í norrænni tvíkeppni sem varð í þriðja sæti og fer því með tvo verðlaunapeninga með sér heim. Allar Levandi frá Sovétríkjunum, sem veiktist í svei- takeppninni, nældi sér í bronsverð- launin. Kempf, sem var í sveit Svisslend- inga sem urðu í öðru sæti í sveita- keppninni, sagðist hafa verið þreyttur eftir stökkið og ekki búist við því að ná að sigra. „Ég var svo þreyttur strax eftir tvo kílómetra að ég hélt að mér tækist aldrei að ljúka við gönguna." ■ Úrsllt/B19 Reuter Hlppolyt Kampf frá Sviss varð Ólympíumeistari 1 norrænni tvíkeppni sem var siðasta grein vetrarólympíuleik- anna í Calgary. ✓ SP PP Fasser stýrði svissneska sleðanum til sigurs Svisslendingar urðu Ólympíu- meistarar á fjögurra manna sleðum en keppnin fór fram á sunnudaginn. Ekkehard Fasser stýrði sleðanum sem færði Sviss fyrsta ólympíusigurinn í sleða- keppni síðan 1972. Svisslendingamir urðu aðeins 0,07 sekúndum á undan austur-þýska sleðanum sem Ólympíumeistarinn frægi Wolfgang Hoppe stjómaði. Þetta var minnsti munur á gull- og silfurverðlauna sæti í sögu leikana. Hoppe og félagar hans höfðu for- ystu eftir fyrri dag keppninnar, en Fasser og félagar hans á svissneska sleðanum óku frábærlega síðari daginn. „Þetta er minni munur en það tek- ur að blikka augunum, en það tek- ur um 1/10 úr sekúndu," sagði yfírtímavörðurinn í sleðabrautinni. „Þessi munur er nánast enginn en hann skipti sköpum," sagði Ekke- hard Fasser. Sovétríkin nældu í bronsið og fjórða sætið. Ianis Kipurs og félgar hans urðu í þriðja sæti. Munurinn á so- vésku sleðunum var aðeins 0,02 sekúndur. Á svissneska sigursleðanum voru: Ekkehard Fasser, Kurt Meier, Marcel Fessler og Wemer Stocker. Á austur-þýska sleðanum voru: Hoppe, Dietmar Schauerhammer, Bogdan Musiol og Ingo Voge. —T*. Reuter Svlssncska IIAIA sem sigraði í keppni fíögurra manna sleða. ÓL-fáninn til Frakklands Ólympfufánlnn verður nú flutt- ur til Albertville í Frakklandi þar sem næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir 1992. Takk fyrir Calgary! Reuter Fallx Belczyk, einn kanadísku keppendanna, heldur hér á spjaldi á lokahátíðinni og þakkar Calg- ary-borg fyrir hönd keppenda. Vann þrenn gullverðlaun Hollenska skautakonan, Yvonne van Gennip, vann þrenn gullverð- laun á leikunum. Hún ásamt sklða- stökkvamaum, Matti Nykkaenen, voru helstu afreksmenn leikanna. Örnin er sestur! Eddle „Öm“ Edwerds, skfða- stökkvari frá Englandi, var vinsæl- asti keppandinn á leikunum þótt það fari ekki margar sögur af ár- angri hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.