Morgunblaðið - 01.03.1988, Síða 10
JHorgunblaMÍ) /ÍÞRÓTTIR
ÞRWJUDAGUR 1. MARZ 1988
TIL SIGURS!
Alberto Tomba á fullri ferð í svigkeppninni á laugardaginn. Hann var þriðji eftir fyrri ferð en tryggði sér sigur með þvi að ná öðrum besta tímanum í þeirri seinni.
Tvöfah hjá Ton
Daníel Hilmarsson frá Dalvík hafnaði í 24. sæti svigkeppninnar á sun
ALBERTO Tomba vann önnur
guilverðlaun sfn á Ólympíuleik-
unum í Calgary á laugardaginn.
Hann sigraði þá í svigi og er
fjórði skíðamaðurinn sem vinnur
svig og stórsvig á sömu leikum.
Sigur Tomba í sviginu gat varla
verið naumari því hann var að-
eins 6/100 úr sek. á undan Vest-
ur-Þjóðverjanum, Frank Wörndl.
Paul Frommelt frá Lichtenstein
varð þriðji. Daníel Hilmarsson
stóð sig vel og hafnaði í 24. sæti.
Tomba, sem sigraði með miklum
yfirburðum í stórsviginu, náði
þriðja besta tímanum í fyrri ferð
svigsins. Frank Wömdl hafði þá for-
ystu og.var 0,45 sek. á undan Svían-
um Jonas Nilsson og 0,65 sek. á und-
an Tomba.
Tomba fór seinni ferðina á 47,85 sek.
og náði þá næst besta tímanum.
Sænski skíðagarpurinn, Ingemar
Stenmark sem hafði 11. tímann eftir
fyrri ferð, náði sér vel á strik í seinni
ferðinni og náði besta tímanum, 47,51
sek. og hafnaði í 5. sæti. Stenmark
verður 32 ára í næsta mánuðí var
eisti keppandinn í sviginu á laugar-
daginn. Hann sýndi það í seinni ferð-
inni að hann getur enn blandað sér
í toppbaráttuna.
„Ég var sannfærður um mér tækist
ekki að vinna upp þennan mun í seinni
ferðinni,“ sagði Tomba. „Seinni ferðin
var það léleg hjá mér að ég hélt að
mér tækist ekki einu sinni að næla
mér í bronsverðlaunin. En ég er án-
ægður með að hafa unnið tvenn gull-
verðlaun þó svo að smá heppni hafi
verið yfír þeim seinni."
Faðir Tomba var mjög ánægður með
gullverðlaunin í stórsviginu og gaf
syni sínum rauðan Ferrari bíl að laun-
um! Tomba komst með árangri sínum
í fjögurra manna hóp skíðamanna
sem unnið hafa svig og stórsvig á
sömu leikum. Hinir eru Toni Sailer
1956, Jean Claude Killy 1968 og In-
gemar Stenmark 1980. Sailer og Killy
unnu reyndar þrenn gullverðlaun.
Frank Wömdl, sem ekki hefur unnið
heimsbikarmót í svigi á 11 ára ferli
sínum, kom nokkuð á óvart í sviginu
á laugardaginn. „Aður en ég fór af
stað í seinni ferðina var ég fullviss
úm að ég gæti unnið. Ég gerði mis-
tök í brautinni og þau kostuðu mig
gullverðlaunin," sagði Wörndl.
Paul Frommelt, sem nú er þrítugur,
kom einnig á óvart með því að næla
Vetrar
Alberto Tomba:
Ágóða
möguleika
á að vinna
Pirmin
Zurbrigg-
en í heims-
bikarnum
Alberto Tomba, sem vann tvenn
gullverðlaun í Calgary, hefur
nú sett stefnuna á að sigra í heims-
bikamum samanlagt. „Ég held að
ég eigi góða mögleika á að vinna
Zurbriggen þó svo að ég taki ekki
þátt í bruninu. En ef það tekst ekki
get ég verið ánægður með árangur-
inn í vetur,“ sagði Tomba.
„Ég kann vel við mikinn hraða, en
móðir mín mun hafa áhyggjur af
mér ef ég fer í brunið og ég tek
tillit til þess — ég er góður strákur."
Zurbriggen , sem sigraði í bruni
og varð þriðji í stórsviginu í Cal-
gary og hefur sjö stiga forskot á
Tomba í heimsbikamum, er stað-
ráðinn að gefa ekkert eftir í barátt-
unni um heimsbikarinn. „Það verð-
ur gaman etja keppi við Tomba í
heimsbikamum á næstunni. Mark-
miðið hjá mér er að halda einbeit-
ingunni út keppnistímabilið og sigra
í síðustu mótunum," sagði Zur-
briggen.
Stenmark
ánægður
með
seinni
ferðina
Ingemar Stenmark, sem verð-
ur 32 ára í næsta mánuði og
hefur unnið fleiri heimsbikarmót
en nokkur annar, sýndi enn einu
sinni hversu sterkur skíðamaður
hann er. Þó svo að hann hafí
ekki nælt sér í verðlaun í Calg-
ary setti hann mark sitt á leik-
ana með því að ná besta tíman-
um í seinni umferð svigsins á
laugardaginn.
„Það er réttlætanlegt að segja
bless núna. Það er ánægjulegt
að hafa getað bætt upp ófarim-
ar í stórsviginu," sagði Sten-
mark eftir svigið. Hann hafnaði
þar í 5. sæti eftir að hafa náð
11. besta tímanum í fyrri um-
ferð.
Stenmark hefur unnið 85 heims-
bikarmót frá því 1974 og hefur
engum keppanda tekist að leika
það eftir. Hann vann bæði svig
og stórsvig á Ólympíuleikunum
í Lake Placid 1980 og brons-
verðlaunin í stórsvigi á leikunum
í Innsbruck 1976. Honum var
bannað að taka þátt í leikunum
í Sarajevo 1984 vegna þess að
hann var talinn atvinnumaður í
íþróttinni. Þessu banni var síðan
aflétt fyrir 11 mánuðum.
„Það var gaman að vera með
hér í Calgary. Skíðin hafa núna
ekki sömu þýðingu fyrir mig og
áður,“ sagði Stenmark sem hef-
ur svo sannarlega skráð nafn
sitt í sögu skíðaíþróttarinnar.