Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 1
I A Ð A N HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Jón Grétar skoraði tvö mörk á Jamaíku JON Grétar Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Valsmenn þegar þeir iögðu 2. deildarliðið Remo að velli, 4:2, í fyrsta leik Valsmanna á Jamaíku - á sunnudaginn. Við komum hingað til Montego Bay eftir erfitt tuttugu tíma ferðalag. Vorum komnir kl. 10 á sunnudagsmorg- uninn og lékum okkar fyrsta leik kl. 16.15 gegn Remo í bænum Negril, sem er nokkuð frá Montego _Bay,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari íslandsmeist- ara Vals. „Þrátt fyrir litla hvíld léku strákamir vel. Jón Grétar skoraði strax eftir þrjár mínútur, eftir sendingu Steinars Adolfs- sonar. Jamaíkumennimir jöfnuðu og komust yfir, 2:1. Ámundi Sigmundsson jafnaði eftir einleik og Jón Grétar kom okkur yfir, 2:3, einnig eftir einleik. Siguijón Kristjánsson gulltryggði sigur okkar í seinni hálfleik með skoti af 25 metra færi,“ sagði Hörður. Jón Grétar meiddist á hné og Bergþór Magnússon á nára. „Þórður Bogason og Baldur Bragason tóku stöður þeirra og skiluðu hlutverkum sínum vel,“ sagði Hörður. Valur leikur gegn bandaríska félaginu Maimi Jaws í dag. „Brasilíumaðurinn Carlos Alberto, fyrirliði heimsmeistara Brasilíu 1970, þjálfar Hákarlana, sem verða örugglega erfiður viðureignar," sagði Hörður. ■ Jón Grótar á ferð og ftugl/B3 KR gegn Glasgow Rangers Terry Butcher leikur sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði í vetur Terry Butcher, landsliðsmiðvörður Englands og Glasgow Rangers í Skotlandi, fótbrotnaði í vetur og hefur því ekki leikið síðan. Hann er samt á góðum batavegi og á þriðjudag- inn leikur hann sinn fyrsta æfingaleik með aðalliði Rangers, en liðið mætir þá KR á Ibrox-vellinum. Butcher, sem Rangers' keypti frá Ipswich í ágúst 1986 fyrir 650.000 pund, hefur verið lykilmaður Rangers, en liðinu hefur ekki gengið eins og til stóð án hans. Englendingar binda miklar vonir við að Butcher geti leikið í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Vestur-Þýskalandi í sumar. 1. deildar lið KR fer í dag í æfínga- og keppnisferð til Skot- lands og leikur þijá leiki í ferðinni. Á fimmtudaginn verður leikið gegn varaliði Celtic á Celtic Park og á sunnudaginn mæta KR-ingar aðalliði Hibemian á Easter Road í Edinborg. 1988 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ BLAD „Úrslita- leikur“ Vals ogFHí 1. deild að Hlíðarenda „VIÐ höfum ákveðið að leikur okkar gegn FH í síðustu umferð íslandsmótsins verði að Hlíðarenda. Heimavöllurinn hefur reynst okkur vel í vetur og auk þess er það eindreginn vilji allra leikmanna Vals að spila í Valshúsinu,“ sagði Þórður Sigurðs- son, formaður handknattleiksdeildar Vals, við Morg- unblaðið í gær. Allt bendir til að umræddur leikur, sem fram fer á miðvikudag í næstu viku, verði úrslitaleikur 1. deild- ar karla, en fyrir tvær síðustu umferðimar er FH með eins stigs forystu á Val á toppnum. Þar sem Valshúsið tekur aðeins um 700 áhorfendur gerðu margir ráð fyrir að Valsmenn færu með leikinn í Laugardalshöll, en svo verður ekki. „Eftir leik FH og Víkings annars vegar og Stjömunn- ar og Vals hins vegar verður fyrst ljóst hvort úrslit mótsins ráðast í viðureign Vals og FH. Auðvitað vonum við að svo verði og ef svo fer er þetta spum- ing um titil eða peninga í kassann. Við höfum ekki orðið Íslandsmeistarar í mörg ár og titillinn er meira virði, en við vitum að allir hinir dyggu stuðnings- menn Vals komast ekki fyrir í Valshúsinu og það er slæmt. í fyrri leik liðanna seldu FH-ingar sínum mönnum miða í forsölu og við munum hafa sama háttinn á — seljum fyrst okkar áhorfendum. Við munum samt reyna að koma til móts við stuðnings- menn okkar sem best við getum og kemur til greina að setja upp skjá í hinum íþróttasalnum, en við tök- um einn leik fyrir í einu og næst er það Stjarnan," sagði Þórður. Samkvæmt þessu verður um sannkallaðan heimaleik að ræða og stuðningsmenn FH fjarri góðu gamni, en annað kvöld verður ljóst, hvort um úrslitaleik verður að ræða. Þá leika Stjaman og Valur í Digra- nesi og FH og Víkingur í Hafnarfírði. Þau voru sigur- sæl ÍSLANDSMÓTIÐ ífimleikum var haldið um helgina. Axel Bragason, Ármanni, og Linda Steinunn Pétursdóttir, úr Björk, sem eru hér á myndinni til hliðar, urðu íslandsmeistar- ar í samanlögðum árangri eftir mjög jafna keppni. ■Ármenningar urðu mjög sig- ursælir á mótinu en þeir hrepptu átta af tíu gullverð- launum í keppni af áhöldum. Morgunblaðið/BAR Þorbergur ogSaabí úrslita- keppnina í Svíþjóð Þorbergur Aðalsteinsson og félagar hans hjá Saab tryggðu sér rétt til að leika í úrslitakeppninni um sæti í „Allsvenskan“ um helgina. Saab lék gegn Vaxjö - vann fyrri leikinn, 21:11, en tapaði síðan, 23:24, í Vaxjö. Þorbergur átti stórleik í fyrri leiknum og skoraði níu mörk. Hann var svo tekinn úr umferð í seinni leiknum og skoraði þá aðeins eitt mark. Saab leikur fyrst gegn Vikingama í úrslitakeppn- inni og um næstu helgi leikur félagið gegn IFK Malmö, sem Þorbjöm Jensson þjálfar og Gunnar Gunnarsson leikur með. ■ Sjáumsögnum mótið/B8, B9, B19 FIMLEIKAR / ÍSLANDSMÓTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.