Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 4

Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 4
ptarcnnMiiMb /ÍÞRÓTTIR ÞRŒXTUDAGUR 22. MARZ 1988 4 B KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD sterkarí Haukar Tryggðu sérsæti með sigri yfir KR H AUKAR tryggðu sér sœti í úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik með sigri yfir KR í ótrúlega spennandi leik, 84:88. Leikur- inn var hnífjafn allan tímann og síðustu mínúturnar vóru hreint taugastríð. Haukar reyndust sterkari á því sviðinu og uppskáru sigur. Það er frábært að vera búinn með þennan leik. Það er búin að vera ótrúleg pressa á okkur og þessi leikur var eins og úrslitaleikur með ótrúlegri Logi B. taugaspennu," sagði Eiðsson Pálmar Sigurðsson, skrifar þjálfari Hauka í samtali við Morgurt- blaðið eftir leikinn. „Þetta var leik- ur tveggja liða sem leika mjög svip- að og mjög jafn og góður leikur. Það er yndislegt að vera kominn í úrslitakeppnina, en ég vona bara að við missum ekki einbeitinguna fyrir bikarkeppnina." Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og liðin skiptust á að leiða. KR-ingar voru yfír í leikhléi, 48:47. Pyrri hálfleikurinn var mjög hrað- ur, þrátt fyrir að dómaramir hafi gert sitt til að draga úr hraðanum. Villumar vom ótrúlega margar og í fyrri hálfleik vom Ivar Webster og Ingimar Jónsson báðir komnir með ijórar villur. Haukar byijuðu þó mjög vel í síðari hálfleik og náðu 8 stiga forskoti. KR-ingar jöfnuðu og eftir það skor- uðu liðin til skiptis. Haukamir náðu þó fímm stiga forystu, 74:79, en KR-ingar komust yfir 82:81, þegar tæpar tvær mínútur vom til leiks- loka. Haukar skomðu þá fjögur stig í röð, en KR-ingar minnkuðu muninn í eitt stig þegar 55 sekúnd- ur vom til leiksloka. Það sem eftir var héidu Haukamir boltanum, reyndu einu sinn körfuskot og náðu þá aftur frákastinu. Síðustu sek- úndumar vom tvisvar dæmdar ásetningsvillur á KR-inga og Hauk- ar juku muninn án þess að láta boltann af hendi. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur, einkum vamarlega séð og fiað var mikil barafta í liðinu," sagði var Webster eftir leikinn. „Þetta var eins og úrslitaleikur og við sýnd- um að við eigum erindi í úrslita- keppnina. Við höfum verið van- metnir, en ég hef trú á okkur.“ Pálmar Sigurðsson var besti maður í liði Hauka og sá sem flestar sókn- ir liðsins byggðust á. Hann hitti vel á þýðingarmiklum augnablikum og gaf góðar sendingar. Ivar Webster stóð sig einnig mjög vel og hirti mörg fráköst. Henning Hennings- son og Tryggvi Jónsson léku einnig vel og Ólafur Rafnsson átti góða spretti í síðari hálfleik. Birgir Mikaelsson og Jóhannes í úrslitakeppninni ífrábærum leik Pálmar Slgurösson átti stórleik með Haukum. KR-Haukar 84 : 88 íþróttahús Hagaskóla, úrvalsdeildin í körfuknattleik, sunnudaginn 20. mars. Gangur leiksins: 4:7, 11:9, 17:24, 28:28, 32:84, 46:42, 48:47, 50:57, 52:60, 62:69, 70:69, 74:73, 74:79, 82:81, 82:85, 84:85, 84:88. Stig KR: Slmon Ólafsson 21, Birgir Mikaelsson 19, Jóhann- es Kristbjömsson 18, Guðni Guðnason 13, Ástþór Ingason 8, Matthlas Einarsson 3 og Hörður Gauti Gunnarsson 2. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 26, Henning Hcnningsson 16, Tryggvi Jónsson 14, Ólafur Rafnsson 12, ívar Webst- cr 11, fvar Ásgrfmsson 6, Ingimar Jónsson 2 og Reynir Kristjánsson 1. Dómarar: Kristinn Albertsson og Gunnar Valgeirsson og dœmdu á köflum undarlega í þcssum erfíða leik. ÁJiorfendur: 250. Kristbjömsson voru lykilmenn í liði KR og léku báðir mjög vel. Guðni Guðnason og Símon Ólafsson léku einnig vel. Með þessum sigri eru Haukar ör- uggir í 3. sæti úrslitakeppninnar og mæta því ÍBK í undanúrslitum um íslandsmeistaratitilinn, en KR- ingar þurfa áð sigra Valsmenn í síðasta leiknum til að komast í úrsli- takeppnina. Morgunblaðið/Júlíus ívar Webster átti góðan leik í gær. Hér skorar hann þrátt fyrir að vera aðþrengdur af þeim Símoni Ólafssyni og Birgi Mikaelssyni. Dýrmæt stig til Valsmanna VALSMENN nældu sér í dýr- mæt stig f baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninní með sigri yfir ÍR, 73:85, í Seljaskólanum á laugardaglnn. Valsmenn byrj- uðu vel, en ÍR-ingum tókst að jafna um miðjan sfðari hálfleik. En Valsmenn voru sterkari á endasprettinum og sigur þeirra var nokkuð öruggur. Vaismenn náðu undirtökunum strax á fyrstu mínútu og náðu góðu forskoti. ÍR-ingum tókst að minnka muninn, en Valsmenn héldu IIþó 5-10 stiga mun. LogiB. I leikhléi var staðan Eiðsson 32:40, Valsmönnum skrifar j vj]_ ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og með mjög góðum leik tókst þeim að vinna um forskot Valsmanna og jafna, 61:61. Eftir þennan góða kafla var sem allur vindur væri úr ÍR-ingum og Valsmenn náðu undirtökunum að nýju. Þeir bættu svo smám saman við forskot sitt, léku af skynsemi á lokamínútunum og sigurinn var öruggur. Það er vart hægt að segja annað en að Valsmenn hafí komið á óvart í vetur. Leikur þeirra hefur verið mjög sveiflukenndur og stundum ekki gott að átta sig á hvað þjálf- ari þeirra, Steve Bergman, hefur í hyggju. En nú virðast þeir vera á uppleið og hafa leikið vel í síðustu leikjum. Tómas Holton og Leifur Gústafsson Iéku vel og það er at- hyglivert hve ungu strákamir í Valsliðinu, Svali Björgvinsson og Bárður Eyþórsson, hafa staðið sig vel, enda hafa þeir fengið mikið af tækifærum í síðustu leikjum liðsins. Þá áttu þeir Einar Ólafsson og Torfí Magnússon góða spretti. Karl Guðlaugsson var besti maður ÍR-liðsins og hitti úr ótrúlegustu fæmm. Bjöm Steffensen átti einnig góðan leik og Vignir Hilmarsson átti frábæran kafla í síðari hálfleik. ÍR-ingar urðu fyrir því áfalli að missa Braga Reynisson útaf í fyrri hálfleik. Honum var vikið af leik- velli fyrir undarlegt brot og gæti því misst af leik ÍR gegn Njarðvík í bikarkeppninni. ÍR-Valur 73 : 85 iþrtetaliús SatyáakAla, úrval*- deiidin I kðrfuknatUaik, laugardag. kmlð. mara. Gangur leiksiiis: 7:12,13:18,17:31, 19:34,32:40,39:44,48:50,54:61,61:61, 66.-68,66:75,70:80,73:80,73:85. Stíy fe Karl GuðlauKsson 23, Vignir Hömarsson 16, Jón Om Guðmundsson 12, Bjöm Stcffensen 10, Ragnar Torfason 8 og Jóhannes Sveinsson 4. Stíg Vak: Leifur Gústa&son 19, Tómas Hotton 18, Svali Björgvin-sson 14, Einar Ólafeson 10, ÞorvaldurGeirsson 8, Torfí Magnússon 8, Bárður Eyþórsson 4 og BjömZoega4. Dómaran Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving og dœmdu þeir ágætlega. Áhorfendun 100. í tauga- stríðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.