Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 14
14 B *'**«*’*™*>'*«m jlt0f0tllWW>lJ /IPKUl IIK ÞRWJUDAGUR 22. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Spennuleikur i Bremen Tita skoraði úr aukaspymu af 30 m færí Tryggði Leverkusen jafntefli, 3:3 BRASILÍUMAÐURINN Tita tryggði Bayer Leverkusen jaf n- tefli, 3:3, í sögulegum leik í Bremen. Hann skoraði jöfnun- armarkið rótt fyrir leikslok með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 m færi. Leikur liðanna, sem mætast í undanúrslitum UEFA-bikarkeppninnar, var mjög góður og skemmtilegur fyrir hina 17 þús. áhorfendur sem sáu hann. Frá Jóhanni Inga Gunnarssynii V-Þýskaiandi Það leit allt út að Leverkusen færi með sigur af hólmi, því að Christian Schreier var búinn að skora tvö mörk fyrir félagið á 37. mín. Leikmenn Bremen komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náði Karl-Heinz Riedle að minnka muninn, 1:2, með fallegu skallamarki á 62. mín. og síðan jafnaði gamla kempan Man- fred Burgsmuller, 2:2, þegar tvær mín. voru til leiksloka. Á 90. mín. skoraði svo Riedle aftur með skalla, 3:2. Flestir reiknuðu þá með sigri Bremen, en þegar aðeins örfáar sek. voru til leiksloka skoraði Tita jöftiunarmarkið, 3:3, úr auka- spymu. Bayem Miinchen, sem hefur ekki náð að sigra í Frankfurt í 17. ár, gerði þar jafntefli, 1:1. Janus Turowski skoraði fyrir Frankfurt á 71. mín. með góðu skoti sem Jean- Marie Pfaff, markvörður Bayem, réði ekkert við. Aðeins tveimur mín. seinna var Mark Hughes felld- ur inn í vítateig Frankfurt og víta- spyma dæmd. Lothar Matth"u: skoraði örugglega úr vítaspym- unni, 1:1. 51. þús. áhorfendur sáu leikinn. Dönsk samvinna Köln lagði Dortmund að velli, 2:0, í Köln. Thomas Hassler skoraði fyrst fyrir Köln með skoti af 16 m færi á 45. mín., en síðan skoraði danski leikmaðurinn Flemming Tlta fagnaði glæsilegu marki. Poulsen. Landi hans Morten Olsen lék þá skemmtilega í gegnum vöm Dortmund og gat hæglega skorað. Hann sendi knettinum frekar til Poulsen, sem var með þijá vamar- leikmenn Dortmund á hælunum. Poulsen þakkaði fyrir sig og skor- aði örugglega. Atli Eðvaldsson lék ekki með Uerdingen sem gerði jafntefli, 0:0, við Hannover í afar döprum leik. Lárus Guðmundsson kom inn á þegar níu mín. voru til leiksloka þegar Kaiserslautem mátti þola tap, 0:3, fyrir Hamburger á heima- velli. Dietmar Beiersdorfer skoraði fyrst fyrir Hamburger, en síðan bætti Miroslav Okonski, pólski landsliðsmaðurinn, við tveimur mörkum. Aðeins sex þús. áhorfendur sáu Mönchengladbach tapa sínum þriðja heimaleik í röð, 0:1, fyrir Mannheim. Manfred Bockenfeld skoraði sigurmarkið á 63. mín. Dieter Elckstein og Norðmaðurinn Andres Giske tryggðu Numberg sigur, 2:0, yfír Homburg. ■ ÚrslK B/18 ■ Staðan B/18 PORTÚGAL Porto meo átta stiga forskot Porto sigraði Setubal 1:0 í port- úgölsku knattsþymunni á sunnudaginn og hefur nú átta stiga forskot á Benfíca, sem náði aðeins jafntefli við Chaves. Sigururmark Porto gerði Antonio Sousa úr vítaspymu á 34. mínútu. Áður hafði Femando Gomes látið Ungverska markvörðinn, Ferenc Meszaros, veija frá sér úr dauða- færi. Femando Chalana skoraði fyrir Benfíca á 16. mínútu en Radi jafn- HOLLAND Öruggt hjá PSV Eindhoven, sem tapaði sínum fyrsta deildarleik um síðustu helgi, sigraði Willem II örugglega, 3:1, á sunnudaginn. Gerald Vanenburg skoraði fyrsta mark PSV á 7. mínútu, en Fons Mallien jafnaði fyrir Willem á 53. mínútu. Anton Janssen kom PSV aftur yfír 18 mínútum síðar og Han Heintze gerði út um leikinn er hann aði fyrir Chaves níu mínútum fyrir leikslok. Chaves er nú í fímmta sæti deildarinnar og reynir að næla sér í Evrópusæti næsta ár. Porto, sem vann Evrópumeistara- titilinn síðasta keppnistímabil, hef- ur nú 46 stig, Benfíca hefur 38 stig og Belenenses er í þriðja sæti með 35 stig. ■ Úrsllt/B18 ■ Staðan/B18 Eindhoven skoraði þriðja markið rétt fyrir leikslok. Ajax, sem er ! öðru sæti, vann stórsig- ur á Fortuna Sittard á heimavelli, 4:0. John Bosman skoraði tvívegis og Aron Winter og Jan van Schip sitt markið hvor fyrir Ajax. Eindhoven hefur nú átta stiga forskot á Ajax eftir 27 leiki. Feyenoord er í þriðja sæti með 31 stig og er 17 stig á eftir PSV. Stuttgartvarsterkara í miklum markaleik, 4:3 ÁSGEIR Sigurvlnsson átti mjög góðan leik með Stuttgart, sem lagði Schalke að velli, 4:3, f mjög skemmtilegum leik. „Það var stórkostlegt að horfa á leik- inn, enda var boðið upp á sjö mörk. Ég hefði ekki viljað vera á bekknum hjá hvorugu liðinu. Ég hefði orðið snarvitlaus,11 sagði Udo Lattek, fyrrum þjálf- ari Bayern MUnchen og ráð- gjafihjá Köln. Stuttgart fékk óskabyijun. Karl Allgöver skoraði strax á fyrstu mín., eftir að hann og Ásgeir höfðu leikið skemmtilega í gegnum vöm Schalke. Jiirgen Klinsmann bætti öðru marki við á fjórðu mín., eftir mikinn einleik og skot af 23 m færi. Schumacher, markvörður Schalke, átti ekki möguleika á að veija. Á áttundu mín. skoraði Michael Klinket fyrir Schalke. Leikmenn Stuttgart svörðuðu með tveimur mörkum. Klinsmann skoraði, 1:3, á flórtándu mín. og Gunter Scháfer, 1:4, á 24. mín. Olaf Thon skoraði tvö mörk fyrir Schalke í seinni hálfleik og leik- menn liðsins gátu hæglega skorað fleirri mörk. Stuttgart gat einnig skorað, en Schumacher var vel á verði í markinu og varði vel. Leikurinn fékk mjög góða dóma. Jiirgen Klinsman og Ásgeir Sigur- vinsson léku mjög vel með Stuttgart Leikmenn Bremen fagna. Votava, Burgsmúller, Neubarth og Riedle. Asgeir og Allgöver sundruðu vöm Schalke strax á fyrstu mín. JUrgen Kllnsmann, er marka- hæstur ! V-Þýskalandi. Hann hefur skorað þrettán mörk. og Thon var góður hjá Schalke. Arie Haan, þjálfari Stuttgart, hefur breytt leik liðsins að undanfömu. Hann lætur lið sitt leika öflugri vamarleik, en samt ekki á kostnað sóknar. Stuttgart hefur fengið níu stig út úr fímm leikjum liðsins eftir vetrarfrí. KNATTSPYRNA / SPÁNN Butragueno hetja Real Madrid gegn Atletico REAL Madrid heldur upptekn- um hætti í spönsku knattspyrn- unni. Á sunnudaginn vann Real Madrid granna sína Atletico, 3:1. Real Madrid hefur nú átta stiga forskot á Real Sociedad, sem gerðí jafntefli við Real Mallorco, 1:1. Real Madrid, sem vann Atletico í fyrri umferðinni, 4:0, átti ekki í nokkmm vandræðum með þá á sunnudaginn. Með sigrinum auka þeir líkumar á því að þjálfari Atletico, Argentínumaðurinn Cesar Menotti, verði látinn taka pokann sinn. Atletico byijaði illa er Roberto Lopez klúðraði vítaspymu á fyrstu mínútu leiksins. Síðan var portúg- alski leikmaðurinn, Paolo Futre, rekinn af leikvelli í síðari hálfleik er hann fékk að sjá gula spjaldið í annað sinn í leiknum. Atletico hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum í deildinn og hefur skorað aðeins eitt mark í síðustu fimm leikjum. Emillo Burtraguono átti stórleik með Reai Madrid. Rafael Gordillio skoraði fyrsta mark Real Madrid á 22. mínútu. Stuttu sfðar tætti Emilio Butragueno sund- ir vöm Atletico og gaf síðan út á Hugo Sanchez sem skroaði sitt 24 deildarmark í vetur. Butragueno gerði sjálfur þriðja markið áður en Enrique Setien náði að minnka muninn fyrir Atletico. Real Sociedas, sem er átta stigum á eftir Real Madrid, gerði jafntefli, 1:1, við Real Mallorca. Antonio Orejuela kom Mallorca yfír rétt fyr- ir leikslok, en Alberto Gorriz jafn- aði strax á eftir. Barcelona mátti þola 3:1 tap á úti- velli gegn Celta. Þetta var jafn- framt fyrsta tap Barcelona fyrir Celta síðan 1979. Manuel Noly kom Celta yfír á níundu mínútu með marki úr vítaspymu og hann bætti öðru við 15 mínútum síaðar einnig úr vítaspymu. Roberto Fernandez misnotaði vítaspymu fyrir Barcel- ona áður en Gary Lineker minnkaði muninn fyrir liðið. Camilo Casal innsiglaði sigurinn með þriðja markinu fyrir Celta §órum mínút- um fyrir leikslok. ■ Úrsllt/B18 ■ Staöan/B18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.