Morgunblaðið - 15.04.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
B 11
SKEMIVIllSTAÐIR
ABRACADABRA
Laugavegur116
Skemmtistaðurinn Abracadabra er op-
inn daglega frá hádegi til kl. 01.00.
Austurlenskur matur er framrelddur í
veitingasal á jarðhæðlnni til kl. 22.30.
I kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til
kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá
kl. 22.00. Englnn aðgangseyrir er á
fimmtudögum og sunnudögum. Síminn
er 10312.
ÁRTÚN
Vagnhöföi 11
í Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið,
ásamt þeim Grétari og örnu Þorsteins
á föstudagskvöldum, þegar gömlu
dansarnir eru og á laugardagskvöldum,
þegar bæði er um að ræða gömlu og
nýju dansana. Símlnn er 685090.
BÍÓKJALLARINN
Kvosinni
Bíókjallarinn er opinn alla virka daga
kl. 18-01, föstudaga og laugardaga tll
kl. 03. Engin aðgangseyrir virka daga,
frítt inn fyrir matargesti á föstudögum
og laugardögum til kl. 21.30. Lögð er
áhersla á lifandi tónlist, léttan matseðil
og hresst andrúmsloft.
Álfabakka 8
Söngskemmtun vetrarins „Allt í gamni"
þar sem Ríó Tríó skemmtir er sýnd all-
ar helgar. Miðasala og borðapantanir
daglega kl. 9-19 f síma 77500.
CASABLANCA
Skúlagata 30
Diskótek er í Casablanca á föstudags-
og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til
kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru
oft rokktónleikar.
ITRfPA
Borgartún 32
Hljómsveit hússins, Saga-Ciass, leikur
í Evrópu á föstudags- og laugardags-
kvöldum. Slminn i Evrópu er 35355.
GLÆSIBÆR
Álfheimar 74
Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á
föstudags-og laugardagskvöldum frá
kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220.
Ármúli 5
Hljómsveitir og söngvarar 7. áratugar-
ins skemmta týndu kynslóðinni föstu-
dags og laugardagskvöld.
Borðapantanir í síma 621520 og
681585.
HÓTELSAGA
Hagatorg
I Súlnasal Hótel Sögu er söngleikurinn
Næturgalinn - ekki dauður enn. Söng-
leikurinn er byggður á tónlist Magnús-
ar Eiríkssonar í gegn um tíðina og seg-
ir söguna af íslenskri dægurstjörnu,
frægðarleit og draumum. Og um raun-
veruleikann sem tekur við af draumn-
um. Með aðalhlutverk fara Pálmi Gunn-
arsson, Jóhanna Linnet, Eyjólfur Kristj-
ánsson og Ellen Kristjánsdóttir.
Símihn er 20221.
HÓTEL BORG
Pósthússtrœti 10
Diskótek er á Hótel Borg á föstudags-
og laugardagskvöldum frá kl. 21.00 til
kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru
gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl.
21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440.
HÓTEL ÍSLAND
Ármúla
Vegna fjölda áskorana verður rokksýn-
ingin „Allt vitlaust" alla föstudaga.
Söngleikurinn „Gullárin með KK“ þar
sem koma m.a. fram Ellý Vilhjálms,
Ragnar Bjarnason og KK-sextettinn er
sýndur öll laugardagskvöld á Hótel is-
landi. Dansleikur föstudags- og laugar-
dagskvöld til kl. 03.00. Miðasala og
boröapantanir daglega kl. 9-19 i sima
687111.
LEIKHÚSKJALLARINN
Hverfisgötu
Leikhúskjallarínn er opinn á föstudög-
um og laugardögum kl. 18.00-03.00 og
er þá diskótek. Boðiö er upp á leik-
húsveislu sem kostar kr. 1050. Síminn
er 19636.
LENNON
Austurvöllur
Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon
á föstudags- og laugardagskvöldum frá
kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn
aðgangseyrir til kl. 23.00. Áðra daga
er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00.
Síminn er 11322.
LÆKJARTUNGL
Lækjargötu 2
Hlynur og Daddi sjá um tónlist Tungls-
ins á föstudags- og laugardagskvöld-
um. Opið frá kl. 22-30. 20 ára aldurstak-
mark.
SKÁLAFELL
Suðurlandsbraut 2
Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel
Esju er leikin lifandi tónlist frá fimmtu-
degi til sunnudags. Hljómsveitin
KASKÓ spilar. Á fimmtudögum eru
tískusýningar, sýnd hár- og fatatíska
'88 (íslenskir hönnuðir). Skálafell er
opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00
til kl.01.00. Síminn er 82200.
UTOPIA
Suðurlandsbraut 26
Skemmtistaðurinn Utopia er til húsa
við Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára
aldurstakmark.
ÞÓRSCAFÉ
Brautarholt 20
I Þórscafé er Þórskabarett og
skemmtidagskráin Svart og hvítt á tjá
og tundri. Staðurinn opinn fyriri matar-
gesti frá 19.00 og hljómsveitin Burgeis-
ar leika fyrir dansi. Diskótek er í gangi
á neðrí hæðinni frá kl. 22.00 til kl.
03.00. Síminn er 23333.
KraftmildU ^nábíll
með ótrúlegt rými
• 1000 cc 4ra strokka
vél.
• Beinskiptur 4ra —
5 gíra.
Framhjóladrifinn
að sjálfsögðu.
Eyðslugrannur með
aftirigðum.
• 3ja ára ábyrgð.
Betri smábíll finnst
varla. Greiðslukjör við
allra hœfi. —25% útb.
eftirstöðvar á 2 1/2 ári.
Verð frá kr. 359 þús.
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Rauðageröi
Sími: 91 -33560
KJÚKLINGAR
Eru
Holtakj úklingar
bestir?
Við höfum verið að
velta því fyrir okkur
vegnaþessaðvið
seljum fleiri þúsundir
í hverjum mánuði.
Grillaðir á aðeins
5 stk. í pakka
469 kr./kg
r.
Laugalæk 2, s. 686511
Garðabæ, s. 656400