Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C 90. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Arafat og Gaddafi ræðastvið Túnis, Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), átti i gœr viðræður við Muammar Gadd- afi Líbýuleiðtoga og er þetta fyrsti fundur þeirra tveggja í sex ár. Að sögn talsmanns PLO ræddu þeir meðal annars hvernig styðja mættí uppreisn Palestínumanna á hinnm hemumdu svæðum ísraels. Samskipti PLO og Líbýu færðust mjög í verra horf árið 1982 er Ara- fat yfírgaf Beirút, höfuðborg Líban- ons, ásamt mönnum sínum eftir að ísraelar höfðu gert innrás í landið. Gaddafi hefur stutt ýmsar fylkingar andstæðar Arafat innan PLO með ráðum og dáð. f gær var Kahlil al-Wazir, háttsett- ur herforingi innan PLO, borinn til grafar í Sýrlandi. Hann var veginn á heimili sínu á laugardag og er tal- ið fullvíst að ísraelar hafi verið þar að verki. al-Wazir var ötull talsmað- ur þess að liðsmenn PLO og Líbýu- menn tækju upp samstarf að nýju og fór oftlega til Trípolí í því skyni. Sjá ennfremur „Handtökuheim- ild“ . . . á bls. 32 SUMARSTEMMNING UNDIR EYJAFJÖLLUM Vorstemmningin vaknar fyrir alvöru með sauðburði. Þessa sumarskapsmynd tók Ragnar Axelsson í Holti undir Eyjafjöllum í fyrradag þar sem heimafólk var að sinna kindunum. Á myndinni er afi gamli í Holti, eins og hann er kallaður daglega af sveitungum sínum, ásamt dótturdóttur sinni Margréti Halldóru Halldórsdóttur og lengst til vinstri er lítil frænka, Þuríður Ragnheiður Siguijónsdóttir, að klappa öðru lambinu. Afi í Holti, Jón J. Kjerúlf, er 82 ára gamall. Algeirsborg, Helsinki, Bonn, Reuter. NÍU öfgamenn, sem haft höfðu farþegaþotu frá Kuwait á valdi sinu í rúma 15 sólarhringa, slepptu öllum gislum sinum að- faranótt miðvikudags. Höfðu ræn- ingjarnir þá náð samkomulagi við stjórnvöld i Alsir um að gíslunum Kjarnörkuáætlananefnd NATO: Fundurinn verður ekki í Danmörku Brussel, Reuter. FUNDUR kjarnorkuáætlana- nefndar Atlantshafsbandalagsins mun ekki fara fram i Danmörku eins og áður hafði verið ákveðið, að því er ónefndir embættismenn í höfuðstöðvum NATO sögðu i gær. Vegna stjórnmálaástandsins í Danmörku hefur verið afráðið að fundurinn verði haldinn í Brussel í Belgíu. Boðað hafði verið til fundar- ins í Kolding í Danmörku 27. og 28. þessa mánaðar. Á þriðjudag rauf Poul Sehluter. forsætisráðherra Danmerkur, þing og boðaði til kosninga 10. maí eftir að stjórnarandstaðan hafði sam- þykkt þingsályktunartillögu um kjamorkuvopn á dönsku yfirráða- svæði á friðartímum, sem stjómin gat ekki sætt sig við. Otto Borch, fastafulltrúi Dan- merkur hjá Atlantshafsbandalaginu, skýrði í gær fulltrúum annarra ríkja frá samþykkt danska þingsins. „Menn sýndu stjóm sem á miklum vanda samstöðu," sagði einn þeirra sem sat fundinn. yrði sleppt gegn því að þeir fengju að fara úr landi. Embættismenn í Alsir sögðu að ræningjamir myndu dveljast í landinu í nokkra daga þar til þeir hefðu ákveðið hvort þeir vildu snúa til Líbanon eða írans. Bandariskir og breskir embættísmenn mótmæltu þessu i gær og sögðu að öfgamönnunum bæri að gjalda fyrir illvirki sin, en þeir myrtu tvo gisla á flugvell- inum í Larnaka á Kýpur. Fyrstu gíslamir gengu frá borði klukkan fimm aðfaranótt miðviku- dags, en skömmu áður höfðu ræn- ingjamir sent frá sér tilkynningu þar sem sagði að þeir hefðu ákveðið að sleppa gíslunum, sem voru 31 að tölu, þó svo þeir hefðu ekki fallið frá þeirri kröfu að 17 dæmdum hryðju- verkamönnum í Kuwait yrði gefið frelsi. Að sögn starfsmanna á flug- vellinum í Algeirsborg fóm ræningj- amir frá borði í skjóli myrkurs í tveimur hópum. Fór seinni hópurinn út um afturdyr flugvélarinnar 15 mínútum áður en fyrstu gíslamir gengu frá borði. Áður höfðu ræningj- amir sleppt 71 gísl í Mashad í íran, í Lamaka og í Algeirsborg. Talsmenn stjómvalda í Alsír vildu ekki láta uppi hvert ræningjamir vom fluttir en ónefndir heimildar- hefðu ákveðið hvort þeir vildu fara til Líbanon eða írans. Talið er að mennimir séu félagar í líbönskum samtökum, sem em hliðholl stjóm öfgafullra múslima í íran. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að það væri með öllu óveijandi að sleppa ræningj- unum undan refsivendi réttvisinnar. „Þessir menn em ekki aðeins flug- ræningjar, þeir em líka morðingjar. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Shultz á blaðamannafundi í Hels- inki. Paul Bremmer, sérlegur sendi- herra Bandaríkjastjómar í málefnum sem viðkoma starfsemi hryðjuverka- manna, sagði bandarísk stjómvöld vænta þess að ráðamenn t Alsír fram- seldu ræningjana. „Fari þeir til Líbanon verður erfitt að hafa hendur í hári þeirra." Hugsanlegt er talið að einn ræningjanna hafi átt hlut að máli er bandarískur ríkisborgari var myrtur í flugráni árið 1985. Gífurlegur fögnuður greip um sig í Kuwait í gær er þær fréttir bámst að öllum gíslunum hefði verið sleppt. Þeir vom að vonum aðframkomnir eftirtæplega 16 sólarhringa kyrrsetu í farþegaþotunni og sögðu að vistin hefði verið martröð likust. Sjá einnig fréttír af flugráninu á bls. 33. Reuter Einn gíslanna sem sleppt var í gær sýnir hvemig hendur farþeganna voru bundnar með plastólum. menn Reuters-fréttastofunnar sögðu að mennimir yrðu í Alsír þar til þeir Japan: Grunnlínu- punkturinn steyptur upp Tókýó. Reuter. NÚ í vikunni mun japanskur skipafloti stefna i suður í átt tíl lítillar eyjar f Kyrrahafi og er það tilgangur ferðarinnar að reyna að bjarga henni frá þvi að verða Ægi að bráð. Fimm skip fara á föstudag frá Yokohama til eyjarinnar Okinot- orishima og þegar þangað kemur á að steypa yfir hana og allt um kring. A flóði er eyjan nú ekki stærri en sem svarar til flatar- máls tveggja bifreiða en hverfi hún.alveg í sjóinn missa Japanir hafsvæði, sem er 430.000 ferkm að stærð og mjög auðugt af fiski. Áætlað er að ljúka verkinu alveg á tveimur ámm. Ræningjar þotunnar frá Kuwait sleppa gíslum sínum í Alsír: Hlvirkjarnir sagðir fá hæli í Líbanon eða Iran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.