Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1988 67 fcfÍKHR FOI_K ■ STUÐNINGSMENN Hauka léku stórt hlutverk í sigri liðsins á Njarðvíkingum í úrslitaleik ís- landsmótsins í körfuknattleik og þar með fyrsta íslandsmeistaratitli Hauka. Áhangendur liðsins fóru til Njarðvíkur og Keflavíkur og keyptu upp alla þokulúðra sem fengust í bænum. Þeir keyptu einn- ig ijölda þokulúðra í Reylgavík. Skyggni var þó ágætt! En áhang- endur Hauka mættu snemma á leikinn, með fjölda lúðra sem voru þeyttir allan leikinn. ■ BREWABLIK hefur líklega fagnað sigri Hauka á UMFN. Breiðblik vann nefnilega aðeins einn leik og það lítur óneitanlega betur út að sá leikur var gegn sjálf- um íslandsmeisturunum, Haukum. ■ HELGI Bentsson er nú kom- inn hringinn í félagsskiptum. Hann byijaði með Breiðabliki og hefur síðan verið í herbúðum Víðis, ÍBK, Þórs, og ÍA. Hann skipti í Víking í vor, en nú virðist hann vera kom- inn hringinn því hann mætti á æf- ingu hjá gömlu félögum sínum hjá Breiðabliki. ■ ÍSLENSKAR getraunir fara ekki í verkfall um helgina, en marg- ir hafa spurt að því síðustu daga. Á skrifstofu getrauna er aðeins einn starfsmaður úr VR og skrifstofan verður opin. Þess má geta að pott- urinn er tvöfaldur. ■ RÖGNVALDUR D. Ingþórs- son frá ísafirði sigraði í tvíkeppni á landsmótinu á skfðum á Akur- eyri um síðustu helgi, en ekki Bald- ur Hermannsson frá Siglufirði. Rögnvaldur vann því þrefalt, 15 km. göngu, tvíkeppni og var í sigur- sveit ísfirðinga, sem hlutu alls 11 gullverðlaun á mótinu. ■ PETER Withe sem lék með enska landsliðinu og Aston Villa fyrir nokkrum árum, hefur ákveðið að dusta rykið af fótboltaskónum og leika með Sheffield United í 2. deildinni á Englandi. Withe mun leika tvo síðustu leikina með Sheffield, en liðið er í botnbarát- tunni. ■ PERU hefur nú mikinn áhuga á að fá Tele Santana, fyrrum landsliðsþjálfara Brasilíu, sem landsliðsþjálfara. Forráðamenn Peru vilja að Santana stjómi lands- liði landsins í næstu heimsmeistara- keppni. Santana, sem þjálfara brasilíska félagsliðið Atletico Mi- neiro, segist einnig hafa fengið til- boð að þjálfa landslið Saudi- Arabíu. ■ EÞÍÓPÍUMENN bafa enn ekki ákveðið hvort þeir verði með á Ólympíuleikunum í Seoul í sum- ar. „Keppnismenn okkar verða til- búnir ef að Suður-Korea og Norð- ur-Kórea komast að samkomu- lagi," sagði Nigussia Roba þjálfari landsliðs Eþíópíu í ftjálsum íþrótt- um. KNATTSPYRNA Víkingar í undanúrslit Víkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavík- urmótsins í knattspymu með sigri á Fylki í gær, 5:2, á gervi- grasvellinum í Laugardal. Víkingar höfnuðu í 2. sæti í A-riðli og mæta efsta lið B- riðils, Fram, á laugardaginn kl. 15, en í hinum undanúrslita- leiknum mætast Valur og KR á morgun kl. 20.30. KNATTSPYRNA Standard Liege sýnir Halldóri Áskelssyni áhuga Félagið vildi fá hann utan í aefingaleik á þriðjudaginn. „Njósnari" frá Standard fylgist með Halldóri í Ólympíuleiknum gegn Hollandi í næstu viku Halldór Áskalsson HALLDÓR Áskelsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu úr Þór á Akureyri, hefur fengið enn eitt tilboðið um að koma utan til atvinnuliðs. Nú eru það forráðamenn belgíska 1. deildarliðsins Standard Liege sem sýna honum áhuga. Haft var samband við Halldór, hann beðinn um að koma utan strax um næstu helgi og leika með Standard á þriðjudaginn — æfíngaleik gegn liði úr þriðju deild. „Eg átti svo að fara heim strax á miðvikudeginum — með tilboð upp á vasann, ef þeir hefðu enn áhuga eftir þennan æfínga- leik. En ég get þetta auðvitað ekki þar sem ég fer með Ólympíu- landsliðinu til Hollands á sunnu- daginn. Við leikum þar á miðviku- dag, og mér var sagt að „njósn- ari“ frá Standard kæmi væntan- lega þangað til að fylgjast með mér í leiknum gegn Hollending- um,“ sagði Halldór f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Teitur Þórðarson, þjálfari norska félagsins Brann, vildi fyrr í vetur fá Halldór til liðsins, en hann neitaði tilboðinu. Þegar Þórsarar fóru í æfinga- og keppnisferð til Belgíu á dögunum sýndu svo forr- áðamenn Lokeren áhuga á að næla í Halldór, en hann ákvað að leika með Þór í sumar. Halldór sagðist í gær enn ekkert hafa hugleitt þennan möguleika, sem Standard væri. Þetta væri það nýtilkomið. Gengi Standard-liðs- ins hefur verið upp og ofan í vet- ur; liðið er nú um miðja deild. Félagið keypti framheijann M’Bu- yu frá Lokeren í vetur og vantar ieikmann með honum í framlín- una, vinstra megin. Einn íslenskur leikmaður hefur sem kunnugt er leikið með Stand- ard Liege, Ásgeir Sigurvinsson, sem var hjá félaginu við frábæran orðstír á árunum 1973-1981. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN Niðurlend ingar á uppieið! PSV Eindhoven og Benfica leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða NÚ virðist vera að renna upp önnur gullöld í knattspyrnu á Niðurlöndunum Hollandi og Belgíu. Af sex liðum sem leika til úrslita í Evrópumótunum eru þrjú frá þessum löndum, Ajax og PSV Eindhoven frá Hollandi og Mechelen frá Belgíu. Annað lið frá Belgíu, Club Brugge, fóll út eftir framlengdan leik. Sann- arlega athygliverður árangur og allt bendir til þess að Niður- lendingar sáu á uppleið að nýju. PSV Eindhoven varð í gær fyrsta hollenska liðið í 15 ár til að tiyggja sér sæti í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spymu. Markalaust jafntefli gegn Real Madrid kom Eindhoven áfram; á marki sem liðið skoraði á útivelli í fyrri leik liðanna. Þrátt fyrir að bæði iiðin séu þekkt fyrir sóknarknattspymu var það sterk vöm PSV Eindhoven sem réði úrslitum. Eindhoven lék reyndar án Ronald Koeman sem var dæmdur í eins leiks bann. Real Madrid fékk mörg góð færi. Hans van Breukelen, markvörður PSV varði glæsilega hjólhesta- spymu frá Hugo Sanchez og skalla frá Butragueno rétt fyrir leikslok. Þá áttu Michel og Gallego góð skot framhjá og Sanchez fór illa með góð færi. En PSV fekk einnig góð færi, einkum þó í síðari hálfleik. Þá átti Sören Lerby skot í stöng og skömmu síðar frábæra sendingu á Gerald Vanenburg sem skaut framhjá í dauðafæri. Eftir því sem lengra leið á leikinn óx örvænting leikmanna Real Madrid, en vöm Eindhoven var föst fyrir og markakóngamir hollensku eru því komnir í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða. Aguas kom Benfica áfram Rui Aguas var hetja Benfíca sem tryggði sér sæti í úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða, gegn PSV Eindhoven, með sigri á Steua Búk- arest, 2:0. Aguas skoraði bæði mörk Benfica með skalla í fyrri hálfleik. Mörkin komu eftir laglegar sóknir Benfíca sem er nú komið í úrslitaleik Evrópukeppninnar í fyrsta sinn í 20 áir. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir 120.000 áhorfendur og mörk Benfica neyddu Steua til að leggja allt í sóknina. Leikmönnum Steua tókst þó ekki að nýta færi sín frek- ar en í fyrri leiknum. Ajax aldrel í hættu Ajax komst auðveldlega í úrslita- leikinn í Evrópukeppni bikarhafa, en liðið sigraði S keppninni í fyrra. Ajax mætti Marseille og hafði þriggja marka forskot úr fyrri leikn- um og komst því auðveldlega áfram, þrátt fyrir að hafa tapað í gær, 1:2. Ajax skoraði þó fyrsta markið og það var Svíinn Peter Larsson sem var þar að verki. Ajax sótti svo mun meira og Boosman, Larsson og Miihren fengu allir góð færi án þess að skora. Það var því gegn gangi leiksins er Jean-Pierre Papin jafnaði fyrir Marseille og 65. mínútu. Síðustu mínútumar lék Marseille með fímm framheija, en uppskar aðeins eitt mark. Klaus Allofs skor- aði beint úr aukaspymu af 20 metra færi á síðutu mínútu leiksins. Mechelen frá Belgíu sigraði Atal- anta frá Ítalíu 1:2 og kom þannig í veg fyrir að ítalska liðið kæmist á spjöld sögunnar sem fyrsta liðið úr 2. deild sem léki til úrslita í Evrópukeppni. Það byijaði reyndar vel hjá Atal- anta sem skoraði fyrsta mark leiks- ins, sem hefði nægt þeim til sigurs. en tvö mörk frá Mechelen í síðari hálfleik gerðu draum ítalanna að engu. Framlangt í Barcalona „Litla liðið“ í Barcelöna, Espanol, tryggði sér sæti í úrslitaleik UEFA-bikarsins með sigri á Club Brugge frá Belgíu, 3:0 eftir fram- lengdan leik. Fyrri leiknum lauk með sigri Leikmenn Elndhoven fögnuðu f gærkvöldi. Þeir eru komnir í fyrsta skipti í úrslit í Evrópukeppni meistaraliða. Brugge, 2:0, en Espanol vann þann mun upp með mörkum frá Orejuela og Losada og það var svo Alonso sem tryggði Espanol sæti í úrslita- leiknum með marki í framlenging- unni. Efsta lið v-þýsku úrvalsdeildarinn- ar, Werder Bremen, náði sér ekki á strik gegn Bayer Leverkusen. Bayer sigraði í fyiri leiknum, 1:0, en leiknum í gær lauk með marka- lausu jafntefli. Leikurinn var dapur og Bremen, sem lék án Frank Neubart, náði aldrei að opna vöm Leverkusen. Þetta var 14. leikur Leverkusen í Evrópukeppni, en liðið hefur enn ekki tapað. Fyrir þennan sigur fengu allir leikmenn liðsins um 460.000 fsl, kr. hver. Það verða því PSV Eindhoven og Benfica sem leika til úrslita í Evr- ópukeppni meistaraliða í Stuttgart, Ajax og Mechelen í Evrópukeppni bikarhafa í Strasbourg. Bayer Le- verkusen og Espanol leika til úrslita í UEFA-bikamum, heima og heim- an. Evrópumótin í knattspymu Evrópukoppn! meistarallöa: PSV Eindhoven (Hollandi) - Real Madrid (Spáni).0:0 (1:1) Áhorfendur: 26.500. Benfica (Portúgal) - Steua Bukarest (Rúmeníu).2:0 (2:0) Rui Aguas (22. og 33.) Áhorfendur: 120.000. EvrÖDukoDDnl blkarhafa: Atalanta (ítalfu) - Mechelen (Belgíu)........1:2 (2:4) Oliviero Garlini (39.) - Graeme Rutjes (56), Marc Emmers (80.) Áhorfendur: 40.000. Ajax (Hollandi) - Marseille (Frakklandi).......1:2 (4:2) Peter Larsson (22.) — Jean-Pierre Papin (65.), Klaus AJlofs (90.) Áhorfendur: 42.000. UEFA-bikarlnn: Espanol (Spáni) - Club Brugge (Belgiu).........3:0 (3:2) Diego Orejuele (10.), Sebastian Losada (62.), Pichi Alonso (119.) Áhorfendur: 43.000. W. Bremen (V-Þýskal.) - B. Leverkusen (V-Þýskal.).0:0 (0:1) Áhorfendur: 30.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.