Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1988 Úr Námum íslensku hljómsveitarinnar: Sturlungaöldin yrkisefnið á tónleikum í Bústaðakirkju ÖNNUR efnisskráin úr „Nám- um“ íslensku hljómsveitarinn- ar verður flutt í Bústaðakirkju laugardaginn 23. aprU næst- komandi klukkan 14.00. Yrkis- efnið á tónleikunum er Sturl- ungaöldin og mun íslenska hljómsveitin, Kristinn Sig- mundsson og Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Guð- mundar Emilssonar, frum- flytja tónverkið „Sturla" eftir Atla Heimi Sveinsson við sam- nefnt og frumort ljóð Matt- híasar Johannessen. Matthías flytur sjálfur hluta Ijóðsins við hljómsveitarundirleik. Á undan tónlistarflutningi verður afhjúpað myndverk eftir Hallstein Sigurðsson mynd- höggvara, sem höfundur nefnir „Skip hugans". Myndin á rót að rekja til ljóðs Matthíasar líkt og tónverkið. Listaverkin þrjú, ljóð- ið, myndverkið og tónverkið, voru gerð í yetur að tilhlutan íslensku hljómsveitarinnar. Tónleikamir eru haldnir til heiðurs þremur tónskáldum sem eiga merkisafmæli í ár, þeim Atla Heimi Sveinssyni, Páli P. Pálssyni og Þorkeli Sigurbjöms- syni. Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari munu flytja „Novelette" eftir Atla Heimi Sveinsson, „Ljóð“ eftir Pál P. Páisson og „Rek“ eftir Þorkel Sigurbjömsson. Námur, hin nýja tónleikaröð íslensku hljómsveitarinnar, fjall- ar um tiltekin brot úr íslandssög- unni, ýmist stóratburði eða dag- legt líf, söguhetjur eða almúga- fólk. Ljóðin verða jafnmörg öld- um íslandssögunnar, tólf að tölu, sem og tónverkin og myndverk- in. Alls verða því 36 listaverk frumflutt og frumsýnd á tólf tónleikum á næstu misserum. Fyrstu tónleikamir í þessari tón- leikaröð voru haldnir 13. des- ember síðastliðinn, en þá frum- flutti Kristján Jóhannsson óperu- söngvari og íslenska hljómsveit- in, undir stjóm Guðmundar Em- ilssonar, tónverkið Landnámsljóð eftir Þorkel Sigurbjömsson við frumort og samnefnt ljóð Sigurð- ar Pálssonar. Ennfremur var frumsýnt myndverk eftir Gunnar Öm Gunnarsson myndlistar- mann. Guðmundur Em- Páll P. Pálsson ilsson Þorkeli Sigur- bjömsBon Matthlas Johann- Kristinn Sig- essen. mundsson Sigurður Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Atli Heimir Sveinsson I/EÐURHORFUR í DAG, 21.4. 88 YFIRLIT f gær: Yfir Grænlandi er 1037 mb hæð en 1300 km suð- suö-vestur í hafi er kyrrstæð 985 mb lægö. Hiti verður allt að 5° sunnanlands að deginum, en annars frost, víðast 2—7o í nótt. SPÁ: Austlæg átt um allt land, víðast 3-5 vindstig. Skýjaö á Aust- fjöröum og Norð-Austurlandi, annars lóttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG:Aust-suö-austanátt og fremur svalt við norður- og austurströndina en hlýrra á Suður- og Vesturlandi. Þurrt um allt land og víða lóttskýjaö um vestanvert landið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hhl 2 2 veAur léttskýjaö lóttskýjað Bergen 7 skýjað Helaínki 4 skýjaö Jan Mayen +8 snjóél Kaupmannah. 16 þokumóöa Narasarssuaq " 1 heiðskfrt Nuuk 0 alskýjað Osió 6 alskýjað Stokkhólmur 3 súld Þórshöfn 3 haglél Algarve 22 alskýjað Amsterdam 12 skúr Aþena vantar Barcelona 18 léttskýjað Berlfn 23 léttskýjað Chtcago 7 alskýjað Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt ' 13 skúr Qlasgow 11 mistur Hamborg 21 skýjað Las Palmas 21 iéttskýjað London 15 léttskýjað Los Angolas 11 rlgning Lúxemborg 11 skýjað Madrid 17 skýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 21 léttskýjað Montreal 2 skýjað New York vantar Parfs 16 skýjað Róm 16 rigning Vln 21 léttskýjað Washington 6 helðskrrt Winnlpeg vantar Tíu ára fangelsi fyrir manndráp MAÐUR í Reykjavík, Svanur Elí Elíasson, 29 ára, var í gær dæmd- ur f tíu ára fangelsi fyrir mann- dráp. Svanur Elf varð Jóhannesi Halldóri Péturssyni, 41 árs, að bana með því að herða hálsbindi að hálsi hans, með þeim afleiðing- um að hann kafnaði. Atburðurinn átti sér stað á heim- ili Svans Elí í Skipholti aðfaranótt 7. nóvember á síðasta ári. Svanur Elí kvaðst hafa verið undir veruleg- um áhrifum áfengis og lyfla og var ýmislegt óljóst í framburði hans. Á hálsbindi Jóhannesar Halldórs var sérstaklega útbúin rennilykkja, en ekki gat Svanur Elf útskýrt hvemig hún varð til. Þá voru áverkar á lfkinu, sem komu ekki heim og sam- an við þá fullyrðingu Svans Elí að engin „hnefahögg eða kýlingar" hafi átt sér stað, heldur hafí menn- imir einungis tekið á fotum hvors annars. Óljóst var um upptök átak- anna, en sýnt þótti af ummmerkjum, að mótspyma hins látna hafi verið lítil. Svanur Elí var dæmdur í 10 ára fangelsi, en til frádráttar refsing- unni kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 8. nóvember 1987 til 20. aprfl 1988, samtals 165 dagar. Þá var honum gert að greiða allan sakar- kostnað, þar með talin saksóknar- laun til ríkissjóðs, 75 þúsund krón- ur, og réttargæsluþóknun og mál- svamarlaun skipaðs veijanda síns, Ragnar Aðalsteinssonar hrl., 150 þúsund krónur. Helgi I. Jónsson, sakadómari, kvað upp dóminn. Dóminum er sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem refsing er meira en fimm ára fangelsi. Sextán manns með amfetamín Fíkniefnadeild lögreglunnar f Reybjavfk handtók 16 manns og fann nærri 50 grömm af amfet- amíni í fórum þeirra. Tveir hafa verið úrskurðaðir f gæsluvarð- hald til 28. apríl vegna málsins. Handtökumar og húsleitir fóru fram frá fimmtudegi í stðustu viku fram á laugardag. Alls voru 16 hand- teknir og fannst amfetamfn f fómm allra, í mismiklu magni þó. Bróður- parturinn var í fórum tveggja manna. Ragnar Stefánsson mennta- skólakennari látinn RAGNAR Stefánsson, fyrrver- andi ofursti f bandarfska hernum og menntaskólakennari á Akur- eyri, lést sfðastliðinn þriðjudag 79 ára að aidri. Ragnar fæddist 13. mars 1909 á Seyðisfirði, son- ur hjónanna Sólveigar Jónsdótt- ur frá Múla og Jóns Stefánssonar (Filippseyjakappa). Þau fluttust síðan vestur um haf með fjöl- skylduna 1919. Ragnar kom aftur til íslands á stríðsárunum og var í vamarliðinu hér til ársins 1958 að fjórum árum undanskildum. Að herþjónustu lok- inni lá leiðin aftur til Islands 1961 og að loknu háskólanámi hér var hann ráðinn kennari við Mennta- skólann á Akureyri 1964 og gegndi þvi starfi til ársins 1977. Ragnar lauk stúdentsprófí 1934, en lauk síðar prófi frá liðsforingja- skóla bandaríska flughersins, B.Sc.-prófi frá háskólanum í Mary- land og loks BA-prófí frá Háskóla íslands. Þá lagði hann og stund á söngnám. Ragnar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Marfu Sveinbjömsdóttur frá ísafírði, árið 1948 og eiga þau fjögur böm, en í fyrra hjónabandi eignaðist Ragnar tvö böm. Þau María og Ragnar hafa átt heima í Hafnarfirði síðustu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.