Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 48
MORGHNPLAÐIÐ, HMMTUDAGUB 2J. APRÍL; 1988 48 o Músíktilraunir Tónabæjar: Þrjár hljómsveitir áfram Annað kvöld Músíktilrauna Tónabæjar og Bylgjunnar var haldið síðasta fimmtudagskvöld, 14. aprfl, samkvæmt áætlun. Þetta kvöld voru sveitirnar átta sem fram komu og heltist engin úr leik eins og fímmtudaginn þar á undan. Síðan skein sól var gestasveit kvöldsins og fórst það vel úr hendi. Þegar Helgi og félagar höfðu lokið leik sinum sté fyrsta tilraunasveitin á svið, Selfosssveitin Astró. Söngvari sveitarinnar er ekki ýkja raddmikill, en komst þó vel frá sínu og gítarleik- arinn er vel efnilegur. Aðrir sveitar- meðlimir stóðu sig lakar og sérstak- lega féll hljómborðsleikarinn illa inn í lög sveitarinnar og var sem úti á þekju á köflum. Pandóra úr Keflavík var næst á svið og flutti öllu þyngri tónlist, enda stærir sveitin sig af að hún leiki gamaldags rokk. Það mátti og heyra að sveitin vísar til sveita á við Deep Purple, Led Zeppelin og Uriah Heep, en nokkuð skorti á frumleika og flest voru lögin stefnulaus, þrátt fyrir góð tilþrif gftar- og trommuleikara. Text- ar voru á ensku; dæmigerðir rokk- bulltextar. Á eftir Pandóru kom önnur Suður- nesjasveit, Útúrdúr, sem státaði af einu söngkonu tilraunanna. Sú hafði bjarta rödd þó ekki tækist henni að nýta hana sem skyldi, enda hljóm- sveitin ekki nægilega þétt og ákveð- in þó hún sé efnileg. Þriðja Suðumesjasveitin var næst á svið, Skóp frá Sandgerði. Skóp tók þátt ( síðustu tilraunum, en þá skorti nokkuð á að sveitin væri frkmbærileg og enn má betur gera. Sveitarmeð- limir hafa þó sýnt mikla framför síðan síðast, en óöryggi háir Skóp enn sem komið er. Katla kalda kom næst á svið og vakti fas og klæðaburður athygli, þá sérstaklega rauður plastjakki eins Ljósmynd/BS Liðsmaður Mosa frænda í plast- jakkanum góða. gítarleikara sveitarinnar sem átti áreiðanlega mikinn þátt í því að hljómsveitin komst áfram. Tónlistin var létt popp með tvíræðum textum og vakti mikla lukku. Túrbó úr Borgamesi var næst, framúrskarandi þétt sveit sem keyrði lög sín í gegn með litlum sem engum hléum. Textar sveitarinnar vom góð- ir íslenskir textar og tónlistin var rokk í þyngri kantinum. Plastgeir og Geithildur kom næst á svið, önnur tveggja hljómsveita í þessum tilraunum sem koma frá Akranesi og eins og hin, Tregabland- in lífsgleði, til komin eftir að Óþekkt andlit, sem komst ( úrslit síðustu til- rauna, gaf upp öndina. Pétur Þórðar- son, sem söng og lék á gítar með Tregablandinni lífsgleði, kom óvænt fram sem söngvari með Plastgeir og Geithildi og sýndi á sér áður óþekkta hlið sem líflegur sviðsmaður. Tónlist- in var rokk að hætti Óþekktra and- lita, en þó heldur hrárra. Textamir Ljósmynd/BS Útúrdúr voru skemmtilega hæðnir ádeilutext- ar, en líklega full þungir fyrir þann aldurshóp sem á hlýddi. Jójó var síðust á svið, en sveitin komst í úrslit síðustu tilrauna, þá undir nafninu Rocky, en kom nú fram að viðbættum einum gítarleikara. Sveitin var vel þétt og hafði erindi sem erfiði með galsapopp sitt; þar fremst útihátíðarlag sem ætti að ganga vel í sumar. Jójómenn voru í einkennisbúningum og fjörugir á sviðinu, sem allt er til þess fallið að komast áfram. Sigurvegari þetta tilraunakvöldið var Jójó, með nokkrum yfirburðum, Katla kalda náði öðru sæti en Túrbó varð i því þriðja. Dómnefnd var ásátt um það að Túrbó ætti fullt erindi í úrslit og ákvað þvf að hún kæmist áfram með hinum tveimur. í kvöld verður lokakvöld undanúr- slitanna og annað kvöld er svo sjálft úrslitakvöldið. BS/Árni Matthfasson Ljósmynd/BS Sólskin í Lækjartungli Sfðan skein sól kom fram á sjónarsviðið fyrir ári og var all áberandi í tónleikalifi Reyk- vfkinga fram á sumar. Þá lagð- ist sveitin f dá og segja má að ekkert hafi heyrst frá henni þar tfl hún var endurreist með nýjum trommuleikara f janúar sl. Nú hyggur sveitin á tónleika í Lækjartungli í kvöld með gesta- sveit og framundan er plötugerð meðal annars. Rokksfðuútsendari leitaði til sveitarmanna þar sem þeir voru við æfingar í kjallara við Grettisgötu til að fræðast um framtíð Síðan skein sól. Fyrir ári ræddi ég við ykkur og þá voru gefnar yfirlýsingar um að framundan værí mikið tónleikahald og strangt. Tveim- ur mánuðum síðar hélt sveitin sína sfðustu tónleika. Endurtek- ur sagan sig? Það sem gerðist á síðasta ári var það að menn festust í hinum og þessum störfum, enda eru íslend- ingar því marki brenndir að geta ekki látið sér nægja að vera bara í einu eða tvennu. Svo komu sum- arfrí inn í þetta og það sem þeim tengist og við tókum því þá ákvörð- un að láta sumarið eiga sig úr þvf sem komið var. Við ætlum okkur ekki að gefa neinar yfirlýsingar um það hvað verður úr þessu sumri, enda er allt óráðið með það. Við viljum þó taka það fram að það er langtífrá að tónleikamir í kvöld verði síðustu tónleikar okkar. Þó erum við á nokkrum krossgötum hvað tónleikahald varðar, enda er- um við í samningastússi um plötu- útgáfu og framhaldið ræðst nokkuð af því hvemig þau mál þróast. Helst vildum við gefa út tólftommu í júm' og fylgja henni vel á eftir með tónleikahaldi um allt land, en það kemst ekki á hreint fyrr en um mánaðamótin. Þegar sveitin var endurreist f janúar var tónleikadagskráin sú sama og þegar hætt var f miðju kafí á sfðasta árí. Hefur eitthvað bæst við? Já, við emm alltaf að bæta við og nú eru fjögur lög á dagskránni frá því f fyira. Það er nóg að ger- ast og nóg af öllu. Hver er draumurinn? Þetta er náttúrulega engin bílskúrsrómantík, við emm lausir við allt slíkt. Það er að vísu gaman að koma héma og æfa, en þegar maður er búinn að vera tvær til þijár vikur að æfa án þess að gera neitt þá fer maður yfimm. Það er þvf draumurinn að ná til sem flestra, að selja sem flestar plötur og að fá sem flesta á tónleika. Menn dreymir annars um ýmislegt og það hafa allir rosalegan metnað í sveitinni: Jakob vill verða heims- frægur, Helgi vil komast til Holly- wood, Eyjó vill slá í gegn í Japan og Ingólfiir vill gefa út ljóðabók. Við sættum okkur ekki við neitt minna en að þessir draumar rætist. Viðtal: Árni Matthíasson. Einkennisklæddir Jójósveinar. Ljósmynd/BS Pandóra Ljósmynd/BS Skóp Ljósmynd/BS Borgnesingar f Túrbó. Ljósmynd/BS Astró Ljósmynd/BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.