Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1988 ( Gengisskráning- ráðist af markaðsaðstæðum Nýskipan gjaldeyrismála eftir Vilhjálm Egilsson Gengi krónunnar gagnvart erlend- um gjaldmiðlum og hömlur eða frelsi til viðskipta með krónuna hafa afger- andi þýðingu í efnahagslífi okkar. Lífslq'ör okkar byggjast í svo ríkum mæli á því að flytja út framleiðslu eða þjónustu og kaupa í staðinn svo margt af þvl sem okkur vanhagar um til neyslu og fjárfestingar. Jafnvægisverð á gjaldeyri Það ástand er nánast náttúrulög- mál á íslandi að vilja eyða meiri gjaldeyri en útflutningsgreinamar afla. Þetta ástand birtist annars veg- ar í þvi að ekki er greitt það verð fyrir gjaldeyrinn sem skapar jafn- vægisástand milli innflutnings og útflutnings og hins vegar virðast sumir aðilar hér í þessu þjóðfélagi ekki geta á heilum sér tekið nema að taka erlend lán fyrir því sem þeir eyða hér innanlands eða flytja inn. Hér liggur eitt aðalmeinið í efna- hagslífi okkar. Vandamálið er ekki innflutningurinn sjálfur eða gjald- eyrisnotkunin. Vandamálið er að það má ekki borga fyrir gjaldeyrinn jafn- vægisverð og útflutningsgreinamar mega ekki nema að hluta til skaffa þann gjaldeyri sem við viljum nota heldur era erlendir bankar látnir sjá um það mál að alltof miklu leyti. Landsbyggðin veslast upp Við horfum uppá afleiðingamar af þessari stefnu. Útflutningsgrein- amar beijast í bökkum og þeir stað- ir á landinu sem stóla á þessar at- vinnugreinar veslast smám saman upp. A meðan koma óeðlilega miklar tekjur inn í innflutnings- og þjón- ustugreinar og þeir staðir blómstra þar sem þessar atvinnugreinar hafa mesta þýðingu. Þeir búferlaflutning- ar sem við horfum nú fram á innan- lands era fyrst og fremst afleiðingin af þessu stjómstýrða misvægi í af- komu milli atvinnuveganna. Iðulega heyram við tillögur um að lækna skuli viðskiptahallann og skuldasöfnunina erlendis með því að leggja á stóráukinn skatt á innflutn- ing eða skammta eða jafnvel banna innflutning á tilteknum yöram. En reynslan af slíkum aðgerðum hefur alltaf verið sú að þær hafa reynst tæki til þess að halda verðinu á gjald- eyrinum niðri og bitnað fyrst og fremst á útflutningsgreinunum. Höftin öllum til tjóns Þannig varð hið viðamikla skömmtunarkerfi haftaáranna til þess að innflutningsverslun þreifst hvergi nema á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu áratugum aldarinnar var blómleg innflutningsverslun víða á landsbyggðinni. Á haftaáranum vora útflutningsgreinamar líka eilíflega á barmi gjaldþrots óg það er fróðlegt að kynna sér hliðstæðumar í umræð- um um gjaldeyrismál nú og fyrir 40 áram. Það er ekki hagsmunamál útflutn- ingsgroinanna að innflutningur sé „Fyrr eða síðar verða stjórnvöld að horfast í augn við þá staðreynd að þjóðarbúið stenst ekki núverandi gengi krónunnar. Þetta er reyndar ekkiný saga hvorki hér á Islandi né annars staðar. Enginn gjaldmiðill hefur nokkru sinni staðist við- varandi mismun á verð- bólgu milli landa. Þvi er það svo að verð á erlendum gjaldmiðlum mun hækka fyrr en seinna. Undan því lög- máli efnahagslífsins verður ekki vikist.“ skammtaður, bannaður eða skatt- lagður. Mesta hagsmunamál útflutn- ingsgreinanna er að allir hafi greiðan aðgang að innfluttum vöram og að sá gjaldeyrir sem til þarf sé keyptur af útflutningsgreinunum á því verði, sem skapar jafnvægi milli útlfutn- ings og innflutnings. Hér er ekki eingöngu um að ræða hagsmunamál útflutningsatvinnuveganna einna heldur þjóðarinnar allrar og alls at- vinnulífsins. Þegar jafnvægi er á Villyálmur Egilsson milli innflutnings og útflutnings er líka eðlileg verkaskipting í efna- hagslífinu og atvinnugreinamar hafa eðlileg skilyrði til þess að byggja sig upp. Höft á útf lutning Við höfum fylgst með því undan- farna daga að mikið offramboð hefur verið á ferskum fiski frá íslandi á markaði í Bretlandi og Þýskalandi. Nú er talað alvarlega um að setja höft á útflutning á ferskum fiski. En þessi umræða sneiðir að því leyti hjá kjama málsins að lítið heyrist um ástæðu þess að framboð á fersk- um fiski frá íslandi hefur aukist svona mikið. Meginástæðan er sú hversu af- koman í fiskvinnslunni er slæm. Fisk- vinnslan sér sér einfaldlega ekki hag í að kaupa allan þann fisk sem flot- inn kemur með að landi. Þá má ekki gleyma því að sum fiskvinnslufyrir- tæki hafa til þessa yfirborgað fisk með því skilyrði að þau skip sem keypt er af settu engan fisk í gáma. Nú era fyrirtæki í vinnslunni að reyna að losna út úr slíkum samning- um með því að ætlast til þess að sett verði ( gáma. Höft á útflutning á ferskum fiski gætu því komið ýmsum fiskvinnslu- fyrirtælqum illa og mun skynsam- legra væri að bregðast við þessum vanda með því að gera rekstrarskil- yrði fiskvinnslunnar eðlileg, veita henni möguleika til þess að standa á eigin fótum og keppa um hráefnið. Skuldasöfnun samfara of háu gengi Of lágt verð á erlendum gjaldmiðl- um og stöðugt innstreymi af erlendu lánsfé era í raun tvær hliðar á sama peningnum. Þegar verð á erlendum gjaldmiðlum er lægra en jafnvægis- verð er innflutningur tiltöluíega ódýr m.v. annað og það leiðir til meiri innflutnings en útflutnings. Þennan umframinnflutning verður að fjár- magna með erlendum lánum og inn- streymi af erlendu íjármagni. Á sama hátt getum við byijað á skulda- söfnuninni. Innstreymi af erlendu lánsfé skapar eyðslugetu og tekjur í hagkerfinu sem engin innlend verð- mætasköpun stendur fyrir. Tekju- aukningin kemur fyrst og fremst fram í innflutningsverslun og þjón- ustu. En þessi tekjuaukning leiðir til aukins innflutnings meðan að út- flutnings- og samkeppnisgreinar eiga í erfíðleikum með að keppa um vinnuafl, íjármagn og þjónustu. Nið- urstaðan er að sjálfsögðu viðskipta- halli og taprekstur í útflutnings- greinum vegna þess að verð á erlend- um gjaldmiðlum verður of lágt miðað við kostnaðarstig þessara greina. : ' . N A U T 1/4 naut „frampartur" 25 kg á 299.- kr./kg kr. 7.475.- Innifalið í verði: Úrbeining, pökkun, merking. Þú færð úrþessu frábært hakk. bógsteikur og grillsteik- ur, osso bucco og rifjasteikur. Talaðu við fagmenn okkar. S V í N 1/4 svín 15 kg á 399.- kr./kg aðeins kr. 5.985.- Innifalið í verði: Fullur frágangur á kjötinu, t.d. bógsteik - lærið tekið i Bajone skinku - hryggur í kóteiettur eða hamborgarhrygg - hnakki úrbeinaður ísneiðar, tilvaldar á grillið, síðan í bacon. Þetta kjöt er toppurinn í dag. Napol- on stofninn frá Akureyri - rómaður fyrir gæði PantiÖ tfmanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.