Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1988 45 i i Fyrir flórtán árum var tekinn upp sá siður, að halda málverkasýningar í Eden. Það hefur skapað tilbreytni, sem gleður. Nú er Eden vaxandi listamiðstöð og stefnir æ hærra og hærra á því sviði, en sjálfur er eig- andi staðarins listunnandi — og glöggt dæmi þess er nýja stóra við- bótarbyggingin, sem kallast á spænskri tungu E1 jardin de Ed- ene, en á frakknesku (svona til gam- ans) Le jardin du Paradis. Væri ekki alveg óhætt að láta þetta nafn (Edengarður ellegar Paradísar- garðurinn) festast við þessi listrænu salarkynni nýju? í Eden, sem á að baki þennan langa feril — þijátíu ár — hefur æ ofan í æ verið sitthvað annað á boðstólum, uppákomur ýms- ar, tízkusýningar, þar hafa verið glæsileg samkvæmi, alls kyns mann- fagnaður og mannfundir. Túristar frá flestum löndum heims flykkjast þangað á öllum tímum árs. Ef litið er í gestabækur málara, sem hefur oftast sýnt í Eden, eru þar á víð og dreif umsagnir erlendra manna og kvenna, sem lýsa aðdáun sinni á staðnum og dást að þessari kynningu þar á landi og þjóð. En landkynning er einkum það, sem gefur Eden hlut- verk. Og það hefur sannazt, að stað- urinn hefiir háleit mið á þeim vett- vangi. Fólki líður að jafnaði vel i and- rúmslofti staðarins. Jafnframt því sem Eden hefur alltaf haldið sérein- kennum frá fyrstu dögum, hefur staðurinn drukkið í sig framandleg áhrif í tímans rás (ekki ósvipað og Hótel Borg hefur gert). Þetta gefur Eden þennan sjarma, sem aldrei hef- ur horfið þaðan og getur ekki horfið þaðan. Að Hæðardragi. Höfundur er listmálari og fithöf- undur. Hildur Hálfdánardóttir (t.h.) afhendir Önnu Þrúði Þorkelsdótt- ur, formanni stjórnar Rauðakrosshússins, ágóðann af fjáröflun- inni f.h. Soroptimistasamtakanna. Soroptimistasamtökin styrkja Rauðakrosshúsið ÁGÓÐI skemmtunar, sem Soroptimistasamtökin héldu á Broadway 20. mars til styrktar Rauðakrosshúsinu, var afhent- ur stjórn hússins þann 29. mars siðastliðinn. Nam ágóðinn 251.000 krónum. Rauðakross- húsið að Tjarnargötu 35 er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, auk þess sem Barna- og unglingasiminn er á þess vegum. A skemmtuninni komu fram skemmtikraftar og sýningarfólk sem allt tengist samtökunum á einhvem hátt. Má þar nefna ein- söngvarakvartett, Valgeir Guð- jónsson tónlistarmann, jassbal- lettflokk og tískusýningarkonur. Allt meðlæti var heimabakað og var skemmtunin vel sótt. Haukafell ailahæst Höfn, Hornafirði. BÁTARNIR lönduðu fjórum til fimm sinnum í vikunni, og veð- rið virðist einnig hafa haft áhrif á aflann, því hann er mun minni en undanfarið. Haukafell SF-111 virðist vera aflahæsti báturinn á Höfn til þessa með um 650 tonn á land, og Vísir SF-64 hefur fengið 636 tonn. Þessir landa nú hjá Faxeyri og í vikunni voru þeir með 51,4 tonn — Vísir og 43,6 tonn — Haukafell. Akurey SF-31 landaði 71,6 tonnum hjá fiskiðju KASK. Bjami Gíslason SF-90 var með 53,7 tonn og Sigurður Ólafsson SF-44 var með 52,9 tonn. Móttekinn afli hjá kaupfélaginu var alls 722,6 tonn, þar af 134 tonn af Þórhalli Daní- elssyni’ SF-7 Ferming í Hólaneskirkju og í Þykkvabæjarkirkju Hólaneskirkja á Skagaströnd. Ferming sunnudaginn 24. april kl. 10.30. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Fermd verða: Aðalheiður Sif Ámadóttir, Ránarbraut 12. Aðalheiður Marta Steindórsdóttir, Fellsbraut 6. Ása Ósk Ásgeirsdóttir, Litla-Felli. Atli Þór Þórsson, Bogabraut 26. Baldur Magnússon, Sunnuvegi 1. Bjöm Sigurðsson, Bankastræti 12. Bryndís Fjóla Ingimarsdóttir, Ránarbraut 16. Guðbjörg Kristmundsdóttir, Fellsbraut 3. Guðný Kristín Finnsdóttir, Hólabraut 19. • Gunnar Halldór Hallbjömsson, Hólabraut 17. Jóhanna Guðrún Karlsdóttir, Sunnuvegi 14. Jón Heiðar Jónssori, Brandaskarði. Ragnar Friðrik Gunnlaugsson, Fellsbraut 9. Ragnheiður Sandra Ómarsdóttir, Bogabraut 15. Rejmir Lýðsson, Bogabraut 5. Svava Magnúsdóttir, Norðurbraut 5. Kirkjuhvolsprestakall. Ferming- arguðsþjónusta í Þykkvabæjar- kirkju á sunnudag kl. 14. Organ- isti er Sigurbjartur Guðjónsson. Prestur séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Fermd verða: Birkir Armannsson, Vesturholti. Heiða Björk Tryggvadóttir, Norður-Nýjabæ. Rósa Kristín Jensdóttir, Jaðri. Sindri Snær Sighvatsson, Gerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.