Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍ1) 1988 53 gamla kunningja, sem fagna manni, og vekja bjartar og hugljúfar minn- ingar. Margrét fluttist með foreldrum sínum frá Vík, haustið 1926, en þá hafði Þorsteinn rekið þar verslun á annan áratug, en hóf síðan verslun í Reykjavík, á Laugavegi 52 og þar var einnig heimili fjölskyldunnar, eftir að hún flutti suður. Þar starf- aði Margrét við verslun föður síns (verslunina Vík) en einnig starfaði hún á heimili foreldra sinna og var önnur hönd móður sinnar við heimil- isstörfin. Öll störf léku í höndum hennar. Hógværð, ljúflyndi og glað- værð einkenndi alla hennar fram- komu, samfara festu og tryggð við æskustöðvar og foma vini. Eftir lát foreldra sinna rak Margrét sína eigin verslun, meðan heilsa hennar leyfði. Hlýlegt viðmót og heiðarleiki einkenndi öll störf hennar og hvarvetna vakti hún traust og virðingu. Að eðlisfari var Margrét fremur hlédræg, en tók þó nokkum þátt í félagslífi, einkum í kvenfélagi Fríkirkjusafnaðarins og Góðtempl- arareglunni. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum og ferðaðist allmikið hin síðari ár, bæði innanlands og utan. Hún fór margar ferðir til út- landa, og tók þar vel eftir öllu, sem fyrir augun bar og kunni góð skil á merkisstöðum og menningarverð- mætum þeirra landa, er hún ferðað- ist til og þótti jafnan hinn besti ferðafélagi. Eg var svo lánsamur, að fá að búa hjá foreldrum Margrétar á skólaárum mínum hér í Reykjavík, og böm þeirra vom mér sem systk- ini. Oft var glatt á hjalla á Lauga- vegi 52, í þá daga, þó að sam- fundum hafi fækkað hin síðari ár. Margrét var elstu 6 systkina, en nú er Ólafur, fyrrum sjúkrahús- læknir í Siglufirði, einn eftir. Öll hafa systkinin skilað farsælu dags- verki, og þegar hugsað er um Margréti alveg sérstaklega, þá naut hún mikils ástríkis frændbama sinna og virðingar allra, sem hana þekktu, því það óx alltaf eitthvað gott í sporum hennar. Það fylgir því alltaf söknuður að kveðja góða vini og samferðamenn, en þar má enginn sköpum renna. I helgri bók segir: „Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, en eftir það kemur dómur- inn.“ (Hebr.9.27) Þeim dómi þarf Margrét ekki að kvíða. Og víst mun henni verða fagnað af foreldrum og systkinum, sem á undan henni em gengin. „Þar sem góðir menn fara em Guðs vegir," svo sagði norska skáldið Bjömstjema Bjömsson og þannig vil ég að lokum hugsa til Margrétar Þorsteinsdóttur og blessa minningu hennar. Óskar J. Þorláksson Á morgun, föstudag, verður til moldar borin Margrét Þorsteins- dóttir sem lengi var kaupkona í verzluninni Vík á Laugavegi 52. Margrét fæddist í Vík í Mýrdal fyrir 84 ámm, 6. janúar 1904. Hún var af myndar- og mannskapsfólki komin. Faðir hennar var Þorsteinn Þorsteinsson frá Neðradal í Mýr- dal, verzlunarstjóri og kaupmaður í Vík. Hann var afkomandi Þor- steins Steingrímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Margrétar var Helga Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ í Holtum, eitt kunnara systkina þaðan, en meðal bræðra hennar vom Gunnar Ólafsson í Vestmanna- eyjum, Jón í Alliance og síðast bankastjóri og Bogi menntaskóla- kennari. Þorsteinn, faðir Margrétar, tók við verzluninni í Vík í Mýrdal af Gunnar mági sínum þegar hann flutti til Vestmannaeyja. Margrét var elst systkina sinna, en hin vom Ása, er síðár giftist Jóni Gunnars- syni í Hamri, Ólafur Þ. yfirlæknir á Siglufírði, giftur Kristine Þor- steinsson, Baldur kaupmaður, gift- ur Fjólu Jónsdóttur, og Hrefna kennari, gift Þóri Jónssyni fiðluleik- ara. Öll em þessi systkini nú látin nema Ólafur. Systkinahópur þessi ólst upp í Vík í Mýrdal. Árið 1926 seldi Þor- steinn kaupfélaginu verzlun sína og fluttist til Reykjavíkur. Settist fjölskyldan að á Laugavegi 52 og stofnaði Þorsteinn þar vefnaðar- vömverzlun og kallaði Vík. Margrét giftist ekki en starfaði við verzlun föður síns um skeið en hóf síðan sjálfstæðan verzlunar- rekstur. Margrét taldi sig aldrei hafa haft ánægju af viðskiptum, enda safnaði hún ekki veraldlegum auði. Atvikin höguðu því einungis svo að þetta varð hennar ævistarf, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORBJÖRN SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minn- ast hans er bent á hjúkrunarheimiliö Skjólgarð og Slysavarnafélag íslands. Ágústa Margrét Vignisdóttir, Sigurbergur, Vignir, Olafur Björn, Örn Þór, Ágúst Hilmar, Guðjón Hermann, tengdadætur og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR SIGURJÓNSSON, Vfðivöllum 2, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 23. april kl. 11.00. Erla Erlendsdóttir, Árni Guðmundsson, Gfsli Erlendsson, Jónfna Hjartardóttir, Jóhannes Erlendsson, Auðbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall sonar okkar og bróður, GUNNARS ÞORKELS JÓNSSONAR, Slóttahrauni 28, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug R. Guðmundsdóttir, Þórey Jónsdóttir, Sigrún Guðjohnsen, Guðrún Guðjohnsen, Jón Hreiðar Hansson, Kristbjörg Jónsdóttir, Sigríður Bylgja GuðmundsdóttirGuðbjörg Guðmundsdóttir. ásamt með umfangsmiklum heimil- isrekstri. Helga, móðir Margrétar, lést árið 1943. Þá tók Margrét við hússtjórn hjá föður sínum og sá um heimili þeirra þar til hann lést háaldraður. Einnig voru í sambýli með Mar- gréti systir hennar, Hrefna, ásamt manni sínum, Þóri, og var hún þeim stoð og stytta til dauðadags. Fyrir um áratug síðan hætti Margrét verzlunarrekstri og fluttist í Sólheima 23. Þar bjó hún til ævi- loka. Fyrir nokkrum árum varð Mar- grét fyrir því áfalli að lærbrotna, greri brotið illa og bagaði hana upp frá því. Margrét bar fötlun sína með reisn og skapfestu. Margrét hafði mikið yndi af ferðalögum og gerði víðreist innan- lands og utan. Sýndi hún háöldruð og fötluð bæði þrautseigju og kjark á ferðalögunum. Nokkrar vikur undanfarin sumur dvaldi Margrét á heimili okkar. Hún var áhægjulegur gestur, viðræðu- góð, stórfróð og bráðgreind. Nú er þessi merka kona öll. Hun varði lífí sínu öðrum til umönnunar af fómfysi og skyldurækni, ætlaðist enda aldrei til endurgjalds. Hún kemur til með að lifa í endurminn- ingu samferðafólk síns sem grand- vör heiðurskona. Útför hennar fer fram frá Lang- holtskirkju klukkan 15 á morgun, föstudag. Páll Pétursson t Móðir min og tengdamóðir, GUNNHILDUR ODDSDÓTTIR frá Neskaupstað, til heimilis Vallartúni 1, Keflavík, . verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14.00. Guðrún Ármannsdóttir, Ásgeir Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jaröarför systur okkar og mágkonu, SESSEUU Gl'SLADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á geisladeild og deild 11-B, Landspítalanum, fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Sigurlaug Gisladóttir, Sigríður Gisladóttir, Guðrún Gísladóttir, Halldóra Gisladóttir, Kristmann Jónsson, Sveinbjörn Jóhannesson, Þórólfur Egilsson, Kristján Ebenezerson. t Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð í veikindum og við andlát og jarðarför ÞÓRHALLS GUÐMUNDSSONAR frá Dæli. Guðmundur Þórhallsson, Áslaug Freysteinsdóttir, Kristján Þórhallsson, Þórgunnur Ásgrímsdóttir, Aðalheiður Þórhallsdóttir, Alfreð Þórsson og barnabörn. msi mm i-- _ m wm R.v.w*' TOLUVERT URVAL húsgögn Opið laugardag frá kl. 10-16 ÁRMÚLA 44. SÍMI 32035
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.