Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 1
1988
ÞRHUUDAGUR 3. MAI
BLAD
Atli mætti til
Ungvevjalands
Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins
í knattspyrnu, mætti á sunnudaginn til Búda-
pest. Eftir að lið hans, B'ayer Uerdingen, tryggði
sér áframhaldandi sæti í þýsku úrvalsdeildinni
næsta vetur með sigri á laugardaginn, fékk Atli
grænt ljós á að fara til Ungveijalands. Þar niæta
Islendingar heimamönnum í vináttulandsleik. Sig-
urður Jónsson komst hins vegar ekki. Hann er að
leika með Sheffield Wednesday í dag í ensku deild-
inni. Howard Wilkinson, stjóri Wednesday, sagði
forráðamönnum KSÍ að hann gæti komið til Ung-
verjalands á miðvikudaginn, það væri ekkert
vandamál — en KSÍ þáði ekki „gott boð“. Sigurð-
ur hefði ekki verið kominn fyrr en tveimur klukku-
stundum fyrir leik.
Nánar/B 2.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Geir Hallsteinsson
áfram með Blikana
Reynt að fá stórskyttuna Cvetkovic eða annan Júgó-
slava til liðs við Breiðablik fyrir næsta vetur
Qelr Hallstelnsson verður áfram við stjómvölinn næsta vetur
hjá Breiðabliksmönnum.
í GÆR var Geir Hallsteinsson endurráð-
inn til eins árs sem þjálfari fyrstu deildar
liðs Breiðabliks í handknattleik. Geir hafði
tilkynnt stjórn handknattleiksdeildar UBK
að hann myndi hœtta með liðið að loknu
nýafstaðnu keppnistímabili, en varð við
óskum stjórnarinnar um að halda áfram.
Breiðablik hefur náð mjög góðum árangri
síðan Geir tók við liðinu fyrir þremur árum.
Það vann sér sæti í 1. deild, lék í Evrópukeppni
í fyrra og aftur næsta haust. „Ég var sáttur
við að hætta, en ég held að fyrsta deildin verði
enn skemmtilegri næsta keppnistímabil og því
sló égtil. Það er mikill hugur í Breiðabliksmönn-
um og þó allt bendi til að Aðalsteinn og Bjöm
Jónssynir leiki með þýskum liðum, verður reynt
að fá menn í þeirra stað,“ sagði Geir við Morg-
unblaðið í gær.
Kemur Cvetkovlc?
Að sögn Sigurðar Hjaltasonar, formanns hand-
knattleiksdeildar UBK, verða allir leikmenn
liðsins áfram að bræðrunum undanskildum.
Sveinn Bragason, sem lék með FH, hefur bæst
í hópinn og eins Haukur Magnússon, fyrrurn
Fylkismaður og von er á fleiri mönnum. „Við
ætlum okkur að vera í toppslagnum og höfum
hug á að fá örfhentan Júgóslava. Verið er að
vinna að því máli, en því er ekki að leyna að
Jovica Cvetkovic, sem leikur með Dankersen í
Vestur-Þýskalandi, er efstur á óskalistanum,"
sagði Sigurður.
Guðrún Kristjánsdóttir frá Akureyri sigraði tvöfalt, í samhliða svigi
og bruni, á Armannsmótinu sem fram fór í Bláfjöllum um helg-
ina. Hér er hún á fleygiferð í samhliða sviginu. Ömólfur Valdimars-
son, ÍR, sigraði í karlaflokki i samhliða sviginu og Elías Bjamason,
Fram, í bmni. Nánar/B 6.
Guðrún vann tvöfalt
SKIÐI
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Kallar Bogdan á
Þorbjöm og Þorberg?
Þremurfærri í upphaflegum „Ólympíuhóp" en hingaðtil hefurverið ætlað
Þorbjörn Jensson fagnar ásamt
Bogdan á HM i Sviss. Verður hann í
Seoul?
SVO gœti farið að Bogdan
landsliðsþjálfari kallaði á
„gömlu refina" Þorbjörn Jens-
son og Þorberg Aðalsteinsson
f Ólympíuhóp sinn fyrir leikana
f Seoul f haust. Guðjón Guð-
mundsson, liðsstjóri, greindi
Morgunblaðinu f rá þessu f Jap-
an f gœr.
eir félagar, Þorbjöm og Þor-
bergur, voru báðir í Svfþjóð í
vetur. Þorbjöm þjálfaði lið IFK
Malmö og kom því upp í úrvals-
deildina, „Alls-
venskan". Hann
mun hins vegar
koma heim í sumar
og hyggst leika með
næsta vetur. Hann
er fyrrum fyrirliði landsliðsins og
var íengi vel sterkasti hlekkurinn í
vamarleik liðsins.
Þorbergur lék með Saab og sömu
sögu er að segja af því félagi og
IFK Maimö. Það komst upp í úrvals-
deildina og verður Þorbergur áfram
ytra. Hann verður hins vegar hér
heima í sumar. Sænska deildin byrj-
ar svo ekki fyrr en eftir Ólympíu-
leikana þar sem Svíar em. þar á
meðal keppenda. Það yrði því ekk-
ert vandamál fyrir Þorberg að gefa
kost á sér 1 liðið fyrir Ólympíuleik-
ana að því leyti, ef hann yrði valinn.
Fœkkað f hópnum
Hingað til hefur verið reiknað með
að hópurinn sem æfír í sumar fyrir
Ólympíuleikana í haust verði skip-
aður 24 leikmanni. Nú hefur hins
vegar verið ákveðið að aðeins verði
21 leikmaður í undirbúningnum í
sumar. „Sá hópur verður valinn
fljótlega eftir að við komum heim.
Það er ljóst að það verður mjög
vandasamt að fækka í hópnum,"
sagði Guðjón Guðmundsson f gær.
Það verða síðan ekki nema 15 leik-
menn sem verða valdir í endanlegan
hóp, og keppa á Ólympíuleikunum
í Seoul í september.
■ Japansferöln/B 2.
PÉTUR YNGVASON GLÍMUKÓNGUR1988/B 6.
FráJúliusi
Sigurjónssyni
íJapan
Valsmönnum