Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 4
4 B SUrannblnftih /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Veiðimenn - sýnið seiglu! Það gildir um fjölmarga veiði- menn, að það fer aldrei betur um þá heldur en flatmagandi á ár- eða vatnsbakkanum, þar sem hversdagsspennan líður úr þeim og rýkur út í umhverf- ið. Slíkt gerir þó enginn veiði- maður þegar suðaustan úrhelli og hífandi rok setur mark sitt á veiðidaginn. Þá getur einn hlutur orðið öðrum f remur til að gefa veiðideginum gildi: Ein- hver veiði. Það myndi undir- strika að viðkomandi veiðimað- ur lentí að vísu í slagveðri, en hann lót það ekkert á sig fá, stóð af sér storminn og fékk einhverja veiði. Kannski er aldrei mikilvægara að fá ein- hverja veiði heidur en í slag- veðri. Því þá eru veiðimenn meira og minna hraktir og afl- inn uppskera þess mikla erfiðis sem þeir lögðu á sig. Hér verð- ur sögð lítil saga ítilefni af þessu og þeirri staðreynd að veiðitíminn er að ganga í garð og raunar genginn í garð hvað niðurgöngusjóbirtinginn varð- ar. Brjálað veðurl Sögusviðið er Þingvallavatn fyr- ir nokkrum árum. Það er 15. júní og bijálað veður. Þeir sem ætla að kasta út í Vatnsvikið eru með beljandi slag- veður beint í andlit- ið. Það var einhvem veginn ekki alveg eins slæmt í höfuð- borginni og sögu- hetjan okkar hélt í einfeldni sinni að e.t.v. væri fremur lygnt á þingstaðnum foma. Þar skjátlaðist honum hrapalega. Raun- ar hafði hann ágæta reynslu af veðursamanburði á Reykjavík og Þingvöllum, því hann stundaði vatn- ið grimmt á þessum árum. En svona era stangveiðimenn, aldrei annað en bjartsýnin bullandi sama á hverju dynur. Þetta var á sunnudegi, því var þama margt bfla og hjólhýsa. En það var enginn úti að veiða, um það virtist þegjandi samkomulag manna á meðal. Okkar maður sat inni í bíl sínum um hríð og rýndi út í rosann. Þetta var hræðilegt. Aldr- ei hafði hann lent í öðra eins veðri í veiðitúr. Auðvitað, hugsaði hann, var eina vitið að snáfa heim, því fyrr því betra. En hann var ein- hvem veginn ekki alveg sáttur við slík málalok. Hann var jú búinn að aka austur og búinn að reiða fram seðla fyrir veiðileyfínu. Eftir nokkra naflaskoðun um það hversu illa haldinn af veiðidellu hann væri f raun, komst hann að því að sýkin væri á frekar alvarlegu stigi, því hann ákvað að dúða sig í allar til- tækar yfírhafnir og reyna í svona klukkustund. Er hann þrammaði í átt að vatninu sá hann mörg andlit óljós í gegn um móðuþaktar bflrúður. Þó þau væra óljós leyndu svipimir sér ekki: Það botnaði enginn í honum. Einn sá hann láta vísifíngur sinn mynda hringi við gagnauga sitt er hann benti félaga sínum á hann. Þetta lét okkar maður ekkert á sig fá og braust áfram í hamstola sumarveðr- inu. Maökur á öngullnn... Hann sétti saman er hann var kom- inn út f lítinn hólma sem stundum er svo gott sem landfastur, en núna þurfti hann að vaða út í hann. Þessi staður var mikið eftirlæti okkar ’manns. Hann afréð að vera ekkert að bjástra við fluguna, hengdi kúlu á kastlinuna og beitt maðki á öng- ul. Þeytti öllu dótinu síðan eins langt og hann gat á móti vindi. Sneri sfðan baki í óveðrið og settist niður. Hjúfraði sig ofan í úlpumar og peysumar og reyndi að gleyma veðurhamnum. Stöngina lagði hann í kjarrið, en hann hafði enga hug- mynd um hvar í vatninu agnið lá. Eftir ekki meira en svona tíu mínút- ur varð honum litið á stöngina og svei honum ef línan var ekki stff og toppurinn tifandi ótt og títt. Hann spratt á fætur og með dygg- um stuðningi brimsins landaði hann rosableikju á undurskömmum tíma. Eftir að hafa unnið á fískinum gaf hann sér næði til að skoða feng sinn betur. Þetta var feiknalegur fískur. Hann brá honum á vogina og hún sýndi slétt 5 pund. Meira þurfti ekki. Nú var ekki yfír neinu að sitja lengur og okkar maður skálmaði af stað til bflsins með bleikjuna stóra hangandi á vísi- fíngri hægri handar. Sóttist honum gangan nú prýðilega enda vindurinn í bakið og svo létti veiðin auðvitað á honum. Að þessu sinni höfðu menn fyrir því að þurrka móðuna af bflrúðunum er okkar maður þrammaði firam hjá og vingsaði físki sfnum stórkarlalega glottandi út að eyram. Englnn velddi neltt Þegar að bflnum kom, tók okkar maður það afar rólega. Hann dró af sér hlífðarfötin, gekk frá veiði- stöng og afla, settist síðan inn í bfl og dró fram hitabrúsann. Hann sá ekki út á vatn, þvf móða huldi bflrúðuna. Eftir að hafa tæmt tvo bolla af ijúkandi kakói, teygði hann sig í rúðuna og þurrkaði móðuna vandlega burt. Gat þá að líta brim- öldur Þingvallavatns og sama veðu- rofsann og fyrr. Þar gat líka að líta 25 til 30 veiðimenn flengjandi vatn- ið í gríð og erg. Okkar maður sat þarna í makindum í hart nær klukkustund áður en hann ók af stað til Reykjavíkur sáttur á sál og líkama. Hann sá engan veiða neitt.. VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrifar HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞYSKALAND Tvö félög höfða skaða- bótamál gegn Wunderlich E þekktasti handknattleiks- maður allra tíma, sagði í sjón- varpsviðtali að Grosswallstadt ■■■■■■ hefði tapað vilj- Frá andi í Niimberg Jóhannilnga fyrir skömmu til Gunnarssyni að hjálpa heima- / V-Þyskalandi mönnJum að halda sér í deildinni. Leikmenn gestanna hefðu ekkert reynt og markvörður þeirra varla snert knöttinn. Tals- menn félaganna vísuðu þessum ásökunum á bug og hafa nú höfð- að skaðabótamál gegn leikmann- inum og fara fram á 500.000 mörk í bætur. Þess má og geta að Wunderlich og félagar í Milbertshofen urðu að sigra Dormagen um helgina til að halda sæti sínu í deildinni og gerðu það. Sú saga fór á kreik að Milbertshofen hafí boðið nokkram leikmönnum Dormagen vænar fjárfúlgur fyrir „rétt“ úr- slit. Dormagen neitaði þessu og þó úrslitin skipti liðið engu máli heirhtaði Ivanescu þjálfari sigur vegna ásakana um mútur. Lið hans tapaði þó. —“ 1 m HREYSTI Milað er til af góðum íþróttaskóm Það getur verið vandi að velja sér réttu skóna Spumingar um það, hvemig á að velja skokk- og íþróttaskó, era býsna algengar. Það þarf ekki að koma á óvart, því úrvalið af slíkum skóm er orðið mjög mikið. Á sokka- bandsáram mínum gat ég valið um háa eða lága strigaskó, en varla nokkuð annað. Nú era tugir skóframleiðenda með í leiknum og hjá hveijum þeirra má velja um margar gerðir og liti. Það dugir ekki lengur að fara í skóbúð og biðja um strigaskó! Nú fara menn í íþróttavörabúðir og biðja um sérstaka skó fyrir þá grein sem þeir stunda, t.d. leikfímiskó, skokkskó, handbolt- askó, körfuboltaskó, golfskó, o.s.frv. Þar með er þrautin þó alls ekki unnin því að þá verður trúlega spurt: „Hvaða tegund?" og ef viðskiptavinurinn hikar verður haldið áfram í spumartóni: „Við eigum Adidas, Brooks, Con- verse, Etonic, New Balance, Nike, Puma, Saucony og Tiger." Þegar hér er komið sögu getur margt gerst. Þeir ákveðnustu grípa eitt af þessum heitum á lofti og biðja um skó af þeirri tegund. Það er þó skammgóður vermir því að venjulega kemur þá önnur eins rana af heitum fyrir undirtegundir. Aftur má freista gæfunnar og grípa eitt heitið á lofti, en fyrr eða síðar kemur að því að viðskiptavinur- inn verður að láta undan og segja: „Ja, ég veit það nú ekki. Hvað ætli séu bestu skómir?" Ég reyndi þá að snúa við blaðinu í flýti og sagði í fullri alvöra, að hann þyrfti að fá sér skokkskó sem pössuðu vel á fætuma. Jón ræskti sig nú tvisv- ar og sagðist vel vita að skómir ættu að fara á fætuma, enda væri þetta mál sem ekkert lægi á, hann ætlaði að athuga málið svolítið betur. Áður en Jón kvaddi gat ég þó skotið því að, að hann skyldi vara sig á sölu- mönnum sem reyndu að selja honum skó, sem væra „alveg nýkomnir". Rúmri viku seinna mætti ég Jóni frænda niðri í bæ, draghöltum. Hann var greini- lega búinn að fyrirgefa mér „ráðgjöfína" og sagði mér nú sólarsöguna. Hann hafði farið í fþróttavörabúð og beðið um skó. Þegar hann fékk yfir sig ran- una: Adidas, Brooks, Con- verse . . . — þá sagði Jón e'ins og búast mátti við, að hann ætlaði að fá sér skokkskó. Af- Skokk Skokkskór þessa fóiks passar eflaust á fætur þess. Vol skóaðlr Þessir ungu piltar eru allir vel skóaðir. Jón frændi minn fór að kaupa sér skó fyrr í vetur. Jón hefíir í raun og veru ekki áhuga á íþróttum, en hann hafði ákveðið, mest fyrir þrábeiðni konu sinnar, að fara nú að skokka og ná af sér velmegunarkúlunni með trimmi. Jón frændi er vand- aður maður, lítið fyrir að þykj- ast og fús til að þiggja góð ráð hvar sem þau er að fá. Hann hafði því fyrst samband við mig og spurði einfaldlega hvernig hann ætti að byija. í mínum venjulega stráksskap sagði ég eitthvað á þá Ieið, að aiiir kynnu að ganga og hlaupa, og að skokk væri þar mitt á milli. Jón mald- aði í móinn og sagðist vita það, en ekki á hverju hann ætti að byija. Ég sagði honum þá að byija á því að setja annan fótinn fram fyrir hinn, síðan þann aft- ari fram fyrir þann fremri og svo koll af kolli. Óðar en ég hafði misst þetta út úr mér fann ég, að það var ekki þetta, sem Jón var að spyija um, enda ræskti hann sig og sagðist bara hafa ætlað að spyija um skó. greiðslumaðurinn, sem í þessu tilviki var fönguleg stúlka, sagð- ist þá einmitt hafa skóna handa honum. Hún nefndi tegundina aftur með nafni og lýsti því fjálglega hvemig sólinn væri gerður úr þremur mismunandi lögum, einu stífu, einu fjaðrandi og einu slitsterku, að hællinn væri höggvarinn og sérstaklega styrktur, að hælkappinn væri stífur, en yfírleðrið mjúkt og að innleggið veitti sérstakan stuðn- ing undir ristarbeinin. Jóni leist vel á stúlkuna og skóna, en varð að láta sér skóna nægja, borg- aði og fór heim með þá í fagur- lituðum plastpoka. Þegar Jón fór að skokka komst hann að raun um að hann hefði sennilega gleymt að máta skóna, því að þeir reyndust of þröngir um rist- ina og of vtðir um tæmar, þann- ig að alls staðar mynduðust núningsblöðrar. — Ég gat ekki stillt mig um að minna Jón á það, að ég hefði sagt honum að skómir yrðu að passa á fætuma! Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.