Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 8

Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 8
A. 8 B jH»tennbtaÍ»i6 /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 3. MAÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR/V-ÞYSKALAND Kristján Arason og Gummarsbach V-Þýskalandsmeistarar KRISTJÁN Arason, var heldur betur í sviðsljósinu í West- falenhöllinni f Dortmund, þar sem Gummersbach endur- heimti V-Þýskalandsmeistara- titilinn í handknattleik, eftirað meistaraskjöldurinn hafði ver- ið hjá Alfreð Gísiasyni og fólög- um hans hjá Essen f tvö ár. Krístján, sem vartekinn úr umferð alian leikinn, skoraði síðasta mark Gummersbach, 18:17, úr vrtakasti. Kristján tók áhœttu og sendi knöttinn f gegnum klofið á Hans-Joachim Kolodziej, markverði Dort- mund. Geysileg spenna var undir lok leiksins, en þá fór fram víta- kastskeppni á milli Kristjáns og Ungverjans Peter Kovacs. Kristján byrjaði og skoraði, 17:16, úr vítakasti. Kovacs svaraði fyrir Dortmund, 17:17, og þegar 3.40 mín. voru til leiksloka var Kristján í sviðsljósinu. Spennan var geysileg SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Dortmund þegar hannn tók vítakast. 3.500 stuðningsmenn Gummersbach stóðu hreinlega á öndinni. Kristján gekk að vítalínunni og sendi knött- inn skemmtilega í gegnum klofíð á Kolodziej, markverði Dortmund. Þama tefldi Kristján djarft, en skot hans heppnaðist fullkomlega. Þegar 2.20 mín. voru til leiksloka var dæmt vítakast á Gummersback. Peter Kovacs tók vítakastið og sendi knöttinn yfir Andreas Thiel, markvörð Gummersbach, sem varði stórkostlega í leiknum. Þetta var síðasta mark leiksins, sem lauk með jafntefli 18:18. Spennan í hámarfd Þegar hér var komið við sögu, var spennan í hámarki. Leikmenn Gum- mersbach fóru fram í sókn og það var greinilegt á þeim að þeir ætluðu sér að halda knettinum þar til flaut- að væri til leiksloka. Leikmenn Dortmund gerðu örvæntingarfulla tilraun til að ná knettinum frá leik- mönnum Gummersbach. Þeir sóttu grimmt að þeim, en tíminn vann með Kristjáni og félögum, sem Hvað sögðu þeir? „Betraað hafa Kristján meðsér heldur en á móti“ Andreas Thiel, landsliðs- markvörður Gummers- bach, sem átti mjög góðan leik gegn Dortmund, var sæll og glaður eftir leikinn. „Það'er stór- kostlegt að meistaratitilinn sé kominn aftur tii Gummersbach. Við eigum hann svo sannarlega skilið. Lokabaráttan var mjög spennandi og tók á taugamar. Jú, Kristján Arason hefur leikið stórt hlutverk hjá okkur. Það er betra að hafa hann með sér heldur en á móti. Sem betur fer hef ég ekki haft það hlutverk að reyna að veija skot hans.“ HeinerBrand þjálfari Gummersbach, var mjög .ánægður með að meistaratitilinn væri aftur kominn til Gummers- bach. Þessi fymim leikmaður heimsmeistaraliðs V-Þýska- lands, 1974, og leikmaður Gummersbach, hefur gert mjög góða hluti með liðið. „Þetta er ekki mér að þakka, heldur hef ég stórkostlegan hóp af sterkum leikmönnum. Þeir hafa staðið vel saman og stutt við bakið á hvor öðrum í gegnum súrt og sætt Auðvita er það leiðinlegt að Kristján Arason sé að fara frá okkur. Hann er mjög sterkur leikmaður sem hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins." miHiigpr Nnilml stórskytta Gummersbach, sem skoraði sex mörk $ leiknum, sagði að það væri sárt að sjá á bak Kristjáni Arasyni. „Það er mjög gott að leika við hliðina á honum og samvinna okkar hefur verið stórkostleg." Thomax Krokowski fyririiði Gummersbach, tók á móti v-þýskalansdsmeistara- skildinum, sagði að taugaspenn- an hafí verið mikil þegar Kristj- án Arason tók síðasta víta- kastið. „Ég var þó alltaf viss um að Kristján myndi skora. Kristján er með stáltaugar." Eins og leikmenn Gummersbach væru að leika á heimavelli Það var eins og leikmenn Gummersbach væru að leika á heimavelli, þegar þeir léku gegn Dortmund í Westfalenhöllinni í Dortmund. 4.500 áhorfendur sáu leikinn, þar af 3.500 stuðnings- menn Gummersbach, sem mættu með lúðra, trommur og hrossa- bresti. Stuðningsmenn félagsins, sem brunuðu eftir hraðbrautinni til Dortmund, með bláhvíta trefla hangandi út um glugga bifreiða sinna, voru mættir tímalega til leiks. Eftir leikinn lá leiðin til baka og varð þá umferðarteppa við afleggjarann til Gummers- bach. Þar var lögreglan mætt til að liðka fyrir umferðinni, þannig að glaðir íbúar Gummersbach kæmust fljótt heim. fengu aukakast eftir aukakast. Mikill darraðadans var stiginn á lokasekúndunum og voru þá áhorf- endur risnir úr sætum og hrópuðu: „Gummersbach, Gummersbach... “ Þegar örfáar sekúndur voru eftir braust Kristján í gegnum vöm Dort- mund. Brotið var á honum og um leið rann tíminn út. Meistaratitill Gummersbach var f höfn. Stuðn- ingsmenn félagsins ruddust út á völlinn og þar stigu þeir og leik- menn Gummersbach trylltan stríðsdans. Leikmenn og áhorfend- ur sungu og kampavínstappar flugu um hina glæsilegu íþróttahöll. Geysilegur barðttuleikur Leikurinn var geysilegur baráttu- leikur. Dortmund, sem var fallið, mætti til leiks með alla sína sterk- ustu leikmenn. Kristján Arason var strax tekinn úr umferð. Það var Thomas Rehse, fyrirliði Dortmund, sem elti hann eins og skuggi. Gummersbach byijaði vel og var staðan orðin 3:0 fljótlega. Rudiger Neitzel, tvö, og Kristján Arason, sem skoraði eftir hraðupphlaup, settu mörkin. Það var ekki fyrr en á 6.13 mín. sem leikmenn Dort- mund náðu að svara fyrir sig. Þeir náðu sfðan að jafna, 4:4. Eftir það var leikurinn í jámum og Dortmund var yfír, 9:8, í leikhléi. Þegar Kovacs skoraði, 13:12, fyrir Dortmund í seinni hálfleik, kom góður sprettur Gummersbach, sem komst yfír, 13:15. Leikmenn Dort- mund, sem léku mjög fastan vam- arleik, náðu að jafna og komast yfír, 16:15. Þá skoraði Dirk Lind- horst, 16:16, og Kristján skoraði úr vítakasti, 16:17. Á þessum tíma varði Thiel, markvörður Gummers- bach, tvisvar sinnum meistaralega í röð. Eftirleiknum hefur verið lýst hér að framan. Kristján Mkur stórt hlutvsrk Kristján Arason leikur stórt hlut- verk í stórgóðu Gummersbach-liði. Það sást best á því að um leið og leikurinn hófst var hann tekinn úr umferð. Ekki aðeins vegna þess að hann er stórhættuleg langskytta, heldur einnig að mörg leikkerfí liðs- ins byrja hjá Kristjáni, sem er einn- ig góður gegnumbrotsmaður og hefur næmt auga fyrir línunni. Kristján skoraði fímm mörk í leikn- um. Þijú úr vítaköstum, eitt með langskoti og eitt eftir hraðaupp- hlaup. Þá átti hann eina línusend- ingu sem gaf mark og Christian Fitzek skoraði eitt mark, eftir að hörkuskot Kristjáns var varið. Rud- iger Neitzel lék vel og setti sex mörk. Hann er langskytta góð og snjall gegnumbrotsmaður. Frank Dammann átti góða spretti og þá fór Andreas Thiel á kostum í mark- inu — varði þrettán skot. Mörg á mjög örlagaríkum stundum. Peter Kovacs er afar hættulegur leikmaður. Hann skoraði 5 mörk, þar af tvö úr vítum. Leikmenn Gummersbach höfðu góðar gætur á honum, þannig að Kovacs skoraði ekki mark fyrr en eftir 25.23 mín. Sá leikmaður Dortmund sem hrellti leikmenn Gummersbach mest var fyrrum félagi þeirra, Markus Hött, sem skoraði sex mörk og lék vöm Gummersbach oft grátt. ■ Úrsllt B/1B ■ LokastaAa B/16 Morgunblaðið/Frank Dittrich Kristján Arason sést hér (t.h.) ásamt félaga sínum Rudiger Neitzel, kampakátir eftir að meistaratitill Gummersbach var í öruggri höfn í Dortmund. Þeir félagar skoruðu ellefu af mörkum Gummersbach. Kristján kvaddi með því að skjóta í gegnum klofið á markverði Dortmund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.