Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 11
ptorflnnMaMfr /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
B 11
Morgunblaöiö/Einar Falur
flari. Ég fæddist í Reykjavík, en svo var farið með mig beint aftur í Pjörðinn. Ég hef nú aldrei skilið af hveiju..."
Morgunblaðiö/Einar Falur
a sinn sem við urðum íslandsmeistarar þá stilltum
Morgunblaðiö/Einar Falur
Islandsmeistarar
íslandsmeistaratitlinum fagnað í Njarðvík. „Þetta var blátt áfram ólýsanleg tilfmning. Maður átti allan heiminn
og gat gert hvað sem var...“
flokksins í Hafnarfírði og hefði ekki
komist inn þó við hefðum fengið
öll atkvæðin í bænum. Það var
haft samband við mig fyrir kosning-
amar og ég beðinn um að taka
sæti á listanum. Ég sagði að ef
þeir teldu eitthvað gagn af því þá
væri ég til í það. En ég er ekki
hrifínn af þvf að vera að setja menn
á lista bara út af því að þeir eru
einhver nöfn. Hvað varðar fram-
tíðina þá á ég nú eftir að sjá sjálf-
an mig í þingmannsgallanum."
VII fð útlendinga
Hver er helsti vandi körfunnar
á íslandi?
—„Við erum of litlir og vantar fleiri
betri leikmenn. Ég er hlynntur því
að útlendingum verði leyft að leika
í deildinni og held að þeir gætu
lyft körfuboltanum á hærra plan.
Við þurfum að fá góða leikmenn
og einhveija keppni því við verðum
ekki góðir á því að spila bara við
Færeyinga.
Það er að sjálfsögðu ekki áhættu-
laust að fá útlendinga. Það kemur
til með að kosta félögin, að minnsta
kosti 600 þúsund á ári, en þetta
er áhætta sem við verðum að taka.
Við sjáum það kannski best á Norð-
urlandamótum. Við stóðum lengi
vel í þessum þjóðum, á meðan við
höfðum útlendinga. Én nú eru þeir
bara famir að ulla á okkur, enda
komnir langt framúr okkur.
En við verðum að passa okkur.
Bæði á því að þeir verði ekki of
áhrifamiklir og einnig að þetta séu
almennilegir menn. Ég held einnig
að þeir eigi ekki að þjálfa heldur
vinna og hefðu bara gott af því að
vinna í fiski."
LJtllr mögulelkar f úrtiöndum
Hvaða möguleika eiga íslenskir
leikmenn á erlendri grund?
—„Ég er býsna hræddur um að
möguleikar fslenskra leikmanna séu
frekar takmarkaðir. Það er alltaf
verið að leita að stórum mönnum
með hæfileika litla mannsins og
framboðið er víðast hvar nóg. Þó
held ég að fslenskir leikmenn geti
vel spilað til dæmis f Svíþjóð og
Noregi.
Ég er heldur ekki í vafa um að við
eigum fullt erindi f Evrópu. Það sem
við þurfum að gera er að koma
reglu á landsliðsmál okkar og
byggja upp alvöru landslið. Þá held
ég að við getum óhræddir boðið
Evrópuþjóðum birginn."
Áeftirtvotitla
Að lokum Pálmar: Hvað um
framtiðina?
—„Nú ég stefni að því að ljúka
námi og draumurinn er að hefja
sjálfstæðan atvinnurekstur. Hins-
vegar er ekki Ijóst hvort ég fer út
að læra eitthvað meira.
Hvað varðar körfuboltann þá held
ég að ég eigi eftir nokkur góð ár.
Það eru ennþá tveir titlar eftir,
Reykjanesmótið og Evrópukeppni
meistaraliða. Þegar það er komið
þá get ég hætt með góðri sam-
visku!"