Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 16
16 B
BtorcimWatlfc /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 3. MAÍ 1988
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / HANDKNATTLEIKUR KVENNA
Stórátak í þjátfun landsliðsins
Stjórn HSÍ ákvað í fyrra að
gera stórátak í þjálfun kvenna-
landsliða íslands. Einn liður í
því var að ráða júgóslavneskan
þjálfara, Zlavko Bambir, til að
sjá um öll kvennalandslið
íslands.
Umsjónarmaður unglingasíð-
unnar leit inn á æfingu hjá
Bambir í Seljaskóla fyrir nokkru
en þar stóð þá yfir æfing hjá lands-
■■^^^■i liði undir 19 ára
Andrés aldri. Þama voru
Pétursson tæplega 50 stúlkur
skrifar mættar en þær voru
valdar eftir að Bam-
bir og landsliðsnefnd kvenna hafði
fylgst með tveimur fjölliðamótum í
2. flokki kvenna. Hópurinn verður
síðan skorinn niður í 35 stúlkur og
úr þeim hóp verður sjðan það lið
sem keppa mun fyrir íslands hönd
á Norðurlandamótinu í Finnlandií
haust, valið.
Æfíngin sem blaðamaðurinn fylgd-
ist með var sú fjórða sem þessi
hópur hafði mætt á. Það var vel
tekið á og hróp Bambirs höfðu
greinilega hvetjandi áhrif á stúlk-
umar. Að sögn Helgu Magnús-
dóttur, sem sæti á í landsliðsnefnd,
Morgunblaöið/Andrés Pétursson
Landsllðshópur stúlkna 19 ára ogyngri ásamt þjálfaranum Zlavko Bambir, lengst til vinstri í aftari röð, og Helgu Magnúsdóttur, sem sæti á í landsliðsnefnd.
er mikill áhugi hjá stúlkunum og
almenn ánægja ríkir með þjálfa-
rann. Ráðinn hefur verið aðstoðar-
þjálfari en það er hinn kunni hand-
knattleikskappi úr Breiðablik,
Kristján Halldórsson (Sissi), en
hann þjálfar Gróttuna í 2. flokki
kvenna.
Eftir að æfíngunni lauk spjallaði
blaðamaðurinn við fjórar stúlkn-
anna og þar að auki ræddi hann
við Bambir þjálfara.
Höfum
lært
mikið
RAGNHEIÐUR G. Jóhannes-
dóttir úr ÍR og Berglind Ómars-
dóttir úr ÍBV voru þreyttar en
ánægðar eftir æfinguna þegar
blaðamaðurinn ræddi við þær.
Berglind var að vísu tímabund-
inn því vélin hennar til Vest-
manneyja átti að fara fljótlega. Það
er víst ekki ofsögum sagt af áhuga
íþróttafólks úr Eyjum og það sem
þeir leggja á sig til að ná langt í
íþrótt sinni. Berglind tjáði okkur
að um 18 æfðu að jafnaði með 2.
flokki kvenna í Vestmannaeyjum.
Hún sagði að góður árangur meist-
Fleiri
æfanú
STÚLKUR tvær úr Hafnarfirði,
Helga Elín Sigurðardóttir FH,
og Björg Bergsteinsdóttir úr
Haukum voru sammála að
koma Bambirs hefði hleypt
nýju blóði í kvennahandbolt-
ann.
m
Aður var alltaf verið að tala um
að gera eitthvað en aldrei varð
neitt úr framkvæmdum. Nú hefur
loksins eitthvað verið gert og það
sést strax á auknum fjölda þeirra
sem æfa,“ sagði Björg. Helga sam-
sinnti því og bætti við: „Bambir
hefur kennt okkur mikið þennan
stutta tíma sem við höfum verið
hjá honum. Það vantar sorglega
mikið á grunnþjálfunina hjá mörg-
um stelpum og meira segja sumar
araflokkanna tveggja í vetur ýtti
undir áhugann á handbolta í Vest-
mannaeyjUm. Berglind tjáði okkur
að venjulega spiluðu þijár 2. flokks
stúlkur með meistaraflokksliðinu
en margar fleiri bönkuðu á dymar.
Sagðist hún hafa lært mikið af
Bambir og þjálfunaraðferðum hans
og sagðist hún vona að þetta myndi
koma sér til góða síðar.
Ragnheiður sagði að um 15 stúlkur
æfðu reglulega með 2. flokki ÍR.
þeirra sem hafa verið valdar til
æfinga kunna varla að grípa bolta.“
Þær stöllur Helga og Björg tjáðu
blaðamanninum að oft vantaði aga
.á æfingar hjá handboltaliðum en
hjá Bambir kæmist engin upp með
neitt múður. Hinsvegar væri hann
Sem stendur er engin meistara-
flokkur hjá liðinu einungis 2. og
3. flokkur. Ragnheiður sagðist nú
samt vona að jafnvel á næsta ári
gæti ÍR teflt fram liði í meistara-
flokki kvenna. Sagði hún að koma
Bambirs til starfa hjá landsliðinu
hefði hleypt nýjum áhuga í stelp-
umar og kvaðst hún vera þess full-
viss að þetta myndi skila sér innan
margra ára í auknum ijölda þeirra
sem stunduðu handbolta.
engin harðstjóri og kynni að grínast
utan æfínganna.
Þegar þær voru spurðar hvort þær
byggjust við því að vera valdar í
lokahópinn sem fer til Finnlands,
brostu þær bara og sögðust vona
það besta.
Zlavko Bambir:
Björt
framtíð
ef rétter
haldið
á spilum
HANDKNATTLEIKSSAMBAND
íslands réði í haust júgóslav-
neskan þjálfara til að sjá um
þjálfun kvennalandsliðanna.
Maðurinn heitir Zlavko Bambir.
Hann er prófessor í dýraiækn-
ingum og starfaði sem slíkur
við háskólann íZagreb áður
en hann kom hingaðtil lands.
Ekki hefur Bambir alveg lagt
dýralækningarnar á hilluna og
starfar nú við rannsóknarstofu
landbúnaðarins á Keldum hálfan
daginn. Ekki er það þó áætlun okk-
ar að ræða um þær meinsemdir sem
hijá íslensku sauðkindina, heldur
um handboltaþjálfun.
Fyrsta spurningin sem við lögð-
um fyrir Bambir var hvemig
honum hefði litist á aðstæður og
getu íslenskra hanboltakvenna.
„Það kom mér dálítið á óvart hve
stutt margar stúlkur eru komnar á
tæknisviðinu. Meira að segja sumar
þeirra sem eru á landsliðsæfingu
kunna ekki að grípa bolta rétt.
Þetta sýnir að eitthvað er að grunn-
æfingunum en þetta er nú allt á
réttri leið og stúlkumar eru meira
en tilbúnar að Ieggja mikla vinnu
á sig til að ná árangri."
Hvað er það sem þú leggur helst
áherslu á með æfingum þínum?
„Það er nú fyrst og fremst að sjá
stúlkumar framkvæma ýmsar æf-
ingar svo sem skot, hraða, grip og
fleira, til þess að velja úr þær sem
eiga möguleika að vera í endanlega
hópnum fyrir Norðurlandamótið.
Eftir .að hópurinn er kominn er
Morgunblaöiö/Andrés Pétursson
Zlavko Bamblr stjómar stelpunum
af röggsemi á æfíngunni.
stefnan að vinna með hann næstu
2-3 árin og þá ættum við vera
komnir með góðan kjama í A-
landslið íslands."
Hvað finnst þér helst vanta hjá
stúlkunum?
„Það sem háir mörgum stúlknalið-
unum og einnig sumum karlaliðun-
um er hversu mikið vantar á grunn-
atriðin. Eg var mjög undrandi þeg-
ar byijaði með æfíngamar að sum-
ar stúlkumar kunnu ekki að
stökkva upp eða henda sér inn af
línu. Þetta verður að lærast á aldr-
inum 13-15 ára, annars er mjög
erfitt að koma því inn hjá krökkun-
um.“
Ertu bjartsýnn á árangur ungl-
ingalandsliðsins í Finnlandi í
haust?
„Við förum auðvitað til þess að
gera okkar besta en þetta er ekki
byggt upp á einni nóttu. Ég hef
skipulagt áætlun næstu 3-4 árin
fyrir kvennalandsliðin og það sem
við stefnum að er að standa okkur
vel í keppni við aðrar þjóðir að þeim
tíma liðnum. Það em margar mjög
efnilegar handknattleiksstúlkur hér
á landi og ef rétt er á spilum hald-
ið er framtíðin björt hjá íslending-
um í kvennahandknattleik,“ sagði
Zlavko Bambir þjálfari kvenna-
landsliða íslands að lokum.
Helga Elfn Sigurðardóttir FH, og Björg Bergsteinsdóttir úr Haukum.