Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAl 1988 Guðað á skjáinn Velgengni Bochcos Steven Bochco slappar af í upptökuverínu þar sem þættirnir um Hooperman eru teknir. Steven Bochco heitir sjónvarps- maður í Bandaríkjunum sem þyk- ir hafa sett nýjan svip á sjónvarps- dagskrána vestra með þáttum sínum. Þættimir eru að sjálfsögðu miklu frægari en maðurinn; Verð- ir laganna („Hill Street Blues"), Lagakrókar („L.A. Law“) og Hoo- perman, en Bochco er nú að hljóta viðurkenningu sem áhrifamesti sjónvarpsframleiðandi níunda áratugarins. Ólíkt hinum einfeldn- ingslegu sjónvarpsþáttum fortí- ðarinnar taka þættir Bochcos á erfíðum þjóðfélagsvandamálum um leið og þeir rokka á milli hádramatískra atburða og glens og gamans með fjölda söguþráða í gangi í einu og helling af persón- um sem tengjast innbyrðis. Hann ruggar bátnum á lygnu vatni skemmtanaiðnaðarins og hann dregur til sín áhorfendur, unga áhorfendur á uppleið sem auglýs- endur meta mest. „Bochco gerir sjónvarpsþætti fyrir fólk sem horfír ekki á sjónvarp," segir í nýlegu hefti bandaríska vikurits- ins Time. Lagakrókar, um líf og örlög lögfræðinga og viðskiptavina þeirra, eru nú að ljúka öðru sýn- ingartímabili í efsta sæti vin- sæidalista NBC-stöðvarinnar, sem er vinsælasta stöðin í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Hoo- perman með John Ritter í titii- hlutverkinu er einna vinsælastur af nýjum þáttum síðasta árs af þeirri tegund sem blandar drama og gamni og á ensku heitir „dramedy" en mætti kalla drama- gaman á því ylhýra. Að auki hef- ur Bochco gert samning við ABC- stöðina um undirbúning og þróun tíu þátta á næstu níu árum. Jafn- vel þótt ekki nema tveir eða þrír þættir verði á endanum gerðir mun stimpill Bochcos verða á stór- um hluta sjónvarpsefnisins næsta áratuginn. En velgengnin hefur kostað sitt. Bochco þykir veija skoðanir sínar af hörku og hann þykir harð- ur við samstarfsmenn sína. „Ég veit að ég get verið erfíður," seg- ir hann, „en það er ekki hægt að vinna á þessu plani án þess að krefjast þess besta af sjálfum þér og öðrum." Árið 1985, þegar Verðir laganna höfðu gengið í fímm ár, var Bochco rekinn sem framkvæmdastjóri þeirra þegar hann beitti sér gegn því að dregið yrði úr háum kostnaði við gerð þeirra. Og seint á síðasta ári lenti hann í útistöðum við meðhöfund sinn að Lagakrókum og Hooper- man, hún var rekin, höfðaði mál og krafðist 50 milljón dollara skaðabóta en komist var að sam- komulagi við hana áður en málið fór fyrir dómstóla. Þeir lagakrókar allir hefðu átt ágætlega heima í safaríkasta rétt- arhaldsdrama sjónvarpsins um þessar mundir. Ekkert er Laga- krókum óviðkomandi, lögfræðing- ar þáttanna þurfa að kljást við allt frá nauðgunarkærum til samningsbrota og ólíkt Perry Mason-legum lögfræðingum fyrri ára hafa þessir lögfræðingar áhyggjur af launum, stefnu fyrir- tækisins og ástarsamböndum ut- an vinnutíma. Og stundum tapa þeir jafnvel málum. Bochco hefur minni afskipti af Hooperman. Hann skrífaði fyrstu þijú handritin en er nú ráðgjafí við gerð þáttanna. Síðasta haust bauð CBS-stöðin honum starf yfírmanns dagskrárdeildar en hann hafnaði boðinu að hluta til vegna þess að þá hefði hann þurft að hætta afskiptum af Lagakrók- um og Hooperman og glata þar með ijárhagslegum hagsmunum sínum í þáttunum, sem eru miklir. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Fullt tungl ★ ★ ★ Töfrandi rómantísk gamanmynd frá Norman Jewison með Cher í aðal- hlutverkinu. Myndin fjallar um Ást- ina með stórum staf og Cher er ómótstæðileg. -ai. Þrír menn og barn ★ ★ ★ Þrír piparsveinar taka að sér sex mánaða gamla stúlku í þessari bráðskemmtilegu og indælu gam- anmynd sem byggð er á frönsku myndinni „Trois hommes et un co- uffín". Tom Selleck er senuþjófur- inn. -ai. Nuts ★ ★ ★ Athyglisvert réttarhaldsdrama um konu sem berst gegn því að vera send á geðveikrahæli. Barbra Streisand reynir að breyta um ímynd með ruddaskap og reiðiköst- um en passar að þegar þið stigið útúr bíóhúsinu verði allt fallið í ljúfa löð aftur. -ai. Wall Street ★ ★ ★ Nýjasta mynd Olivors-Stones um völd og græðgi á Wall Street með Michael Douglas, Charlie Sheen og Daryl Hannah í aðalhlutverkum. HÁSKÓLABÍÓ Hentu mömmu af lestinni ★ ★ ★ Fyrsta bíómyndin sem Danny De- Vito leikstýrir kemur mjög skemmtilega á óvart. Morð og meið- ingar eftir uppskrift frá Hitchcock fá hinn skondnasta svip og mamm- an er dásamlegt furðufól. -ai. STJÖRNUBÍÓ Illur grunur ★ ★ ★ Hæggeng á köflum og rokkar á milli drama, spennu og ástarsögu en kostir hennar sem spennumynd- ar hafa vinninginn. -sv. Skólastjórinn ★ V2 Skólastofuhasar með Jim Belushi í aðalhlutverki en Christopher Cain leikstýrir og hefði mátt búast við einhveiju merkilegra frá honum. -ai. BÍÓHÖLLIN Fyrir borð ★ ★ V2 Létt, brosleg en vantar sterkari brodd. Hawn er ætíð skemmtun á að horfa en mætti að ósekju vera kröfuharðaari á handritin. -sv. _ Hættuleg fegurð ★ ★ ★ Formúlan gengur fímavel upp, ekki síst fyrir tilstuðlan Whoopi Gold- bergs sem á hér sinn langbesta gamanleik. -sv. Þrír menn og barn SJÁ BÍÓ- BORGIN. Nútímastefnumót ★ ★ V2 Enn eitt tilbrigðið við unglinga- myndina; auli fjárfestir í glanspíu til að öðlast hylli æðstu klíkunnar. Síst verri en flestar aðrar og leik- stjórinn Rash („The Buddy Holly Story“), potar henni fram vfír með- allagið. -sv. Þrumugnýr ★ ★ ★ Amold Schwarzenegger á flótta í framtíðarþriller. Enn ein sem hittir i mark hjá Amold. Spaceballs ★ ★ ★ Mel Brooks gerir grín að stjöm- ustríðs- og öðmm geimvísinda- myndum, framhaldsmyndum, leik- fangagerð og sölubrögðum í Holly- wood á sinn frábærlega máta. -ai. AJlir í stuði ★ ★ V2 Já, tveir þumlar upp. Lunkin og skemmtileg gamanmynd frá Spiel- bergsunganum Columbus. -ai. REGNBOGINN Banatilræði ★ Ekkert nýtt frá Charles Bronson enda hefur enginn búist við því. -ai. Síðasti keisarinn ★ ★ ★ V2 Epískt stórvirki. Efnið og kvik- myndagerðin með ólíkindum margslungin. Síðasti keisarinn er næsta óaðfínnanleg að allri gerð og hefur kvikmyndaárið 1988 með glæsibrag. -sv. Brennandi hjörtu ★ ★ V2 Einkar geðþekk, mannleg og ekta gamanmynd frá frændum vorum Dönum. -ai. Kínverska stúlkan ★ ★ V2 Snyrtilega gerð mynd um átök, hefðir og félagsleg vandamál Kínveija og ítala, tveggja þjóðar- brota á Manhattan sem eru fast- heldnari á fomar siðvenjur en önn- ur. Saga úr Vesturbænum í bak- grunni. -ai. Bless krakkar ★ ★ ★ V2 Hljóðlátt en ógnþrungið meistara- verk þar sem Malle rifjar upp örlag- aríka atburði vetrarins 1944. Drengjaskóli er Frakkland í hnot- skum undir þýskri hersetu. -sv. Hættuleg kynni ★ ★ ★ ★ Glæsilega uppbyggður og velleikinn þriller um hættuna sem hlotist get- ur af framhjáhaldi þegar viðhaldið vill vera meira en bara stundargam- an í lífí mannsins. Vekur spurning- ar og er verulega spennandi. -ai. LAUGARÁSBÍO Rosary morðin ★ ★ Hæggeng, nostursamleg sakamála- mynd sm nýtur góðs af hlýjum undirleik Donalds Sutherland, sem hér er víðsíjarri sinni gamalkunnu skálksímynd. -sv. Hróp á frelsi ★ ★ ★ Hvað snertir þá ætlun aðstand- enda„Hróps á frelsi" að ýta við samvisku heimsins með gerð mynd- arinnar er hún lítið meira en hálf- kæft óp. Stendur sýnu betur sem okkar góða og gamalkunna spennu- mynd. -sv. Skelfirinn ★ ★ Hér er að fínna sitt lítið af hveiju fyrir unnendur lögreglumynda og geimvísindahrollvekja þótt það hljómi skrítilega. En Skelfírinn er líka skrítin mynd og ágæt afþrey- ing. -ai. MYNDBOIMD Sæbjörn Valdimarsson 1 FRJÁLS VIL ÉGFARA DRAMA MANHUNT FOR DALLAS* ★ CLAUDE Leikstjóri Jerry London. Hand- rit John Glay, byggt á bókinni Outlaw eftir Jeff Long. Fram- leiðandi Lee Rafner. Aðalleik- endur Matt Salinger, Claude Akins, Rip Torn, Pat Hingle, Lois Nettleton, Beau Starr. Bandarisk sjónvarpsmynd frá 1986. Háskólabíó 1988.100 mín. Þjál og góð nöfn mynda eiga sinn þátt í velgengni þeirra engu síður en þau stirðbusalegu og andlausu geta verið fráhrindandi og skaðleg. Og satt best að segja þá eru myndir undir kauðskum nöfnum muh oftar í lakari kantin- um en hitt. Heitið segir mun meira til um framleiðsluna og þá menn sem að henni standa en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Manhunt For Claude Dallas er ekki beinlín- is áhugavekjandi nafngift. Rejmd- ar er áherslan öll lögð á Manhunt á kápunni, en framleiðendur ekki þorað að selja mjmdina undir þeirri gömlu klisju einni saman. Þess ber og að geta að um sjón- varpsmynd er að ræða en það vantar mikið uppá að eins vandað sé til nafna þeirra og mynda sem sýna á í kvikmyndahúsum. Þá er myndin byggð á sönnum atburð- um og margir sjónvarpsáhorfend- ur ugglaust munað Claude Dallas er myndin var sýnd. En nóg um það. Þegar innfyrir kápuna er komið tekur við sér- stæð mynd að því lejdi að hún er í heimildarmyndarstfl. Fjallar um langvinna leit að manni að nafni Claude Dallas sem varð tveim veiðivörðum að bana er þeir vildu láta hann sæta refsingu fyrir að skjóta bráð utan veiðitíma. En Dallas var sérlundaður einfari sem kunni best við sig frjáls sem fugl- inn í óbyggðum vestursins. Yfírvöldum tókst loks að hand- sama Dallas eftir rösklega þriggja ára leit og var hann dæmdur í 30 ára fangelsi. En þar með var sögu einfarans ekki lokið. Víst hefur honum illa líkað vistin í þröngum fangaklefa enda var hann strokinn fyrr en varði og hefur ekkert til hans spurst í ein tvö, þijú ár. Menn einsog Dallas eru tíma- skekkja, það er ekkert pláss fyrir ljallamenn sem lifa vilja af landinu í dag. Hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar. Mannanna lög standa allstaðar milli hans og Móður náttúru. London, sem á athyglisverðar sjónvarpsmyndir og -þætti að baki (Shogun, Chi- efs, Eliis Island), tekur efnið í e.k. fréttamyndastfl, enda tiltölu- lega nýtt af nálinni. Þetta gengur sæmilega upp, áhorfandinn fylgist með þessu einkennilega máli án þess að taka afstöðu með nokk- urri persónanna. Salinger er sjálf- sagt ekki Ijarri fyrirmjmdinni í skelfíngar, ósköp einstrengings- legri og fráhrindandi persónu- sköpun sinni. Nokkrir valinkunnir skapgerðarleikarar, Tom, Akins, Hingle og Nettleton, koma við sögu en hafa úr litlu að moða. Meðalmjmd. LEGIÐ A GÆGJUM HROLLVEKJA SOMEONE'S WATCHING ME^A Leikstjórn og handrit John Carpenter. Kvikmyndatöku- stjórn Robert Hauser. Tónlist Harry Sukman. Aðalleikendur Lauren Hutton, David Bimey, Adrianne Barbeau, Charles Cyphers. Bandarisk sjónvarps- mynd frá 1978. Warner Home Video — Steinar 1988. Annað væri ekki sæmandi að segja en John Carpenter hæfí leik- stjómarferilinn af krafti og með stíl. 22 ára kom hann fyrstu mjmd sinni á framfæri, sú var stutt, gerð sem verkefni við leikstjómar- deild UCLA. Nefndist The Res- urrection of Bronco Billy og hlaut Óscarsverðlaun sem besta, stutta mjmd ársins 1970. Síðan kom Dark Star, ári síðar Assault on Precinct 13, báðar tvær gjörólík- ar, magnaðar spennumyndir. Næsta verkefni hans var svo þessi sjónvarpsmjmd, Someone’s Watching Me, þar sem hann svo á hinn bóginn þræðir dyggur margtroðnar slóðir hvað efni og tök þess snertir. Kvikmyndaunn- endur sjá svona eina til tvær á ári af þessari gerðinni og má þre- falda þá tölu ef þeir eiga afr- uglara. Einsog nafnið bendir til þá fíall- ar mjmdin um unga og failega konu (Hutton) sem verður þess áskynja að fylgst er með henni úr íjarlægð. Stúlkukindin flýr þennan öfugugga frá New York til Los Angeles (nokkuð sem New York-búar gera ekki fyrr en fokið er í flest skjól), en allt kemur fyrir ekki, kauði missir ekki sjón- ar á stúlkunni. Hún tekur að ótt- ast um líf sitt, leitar á náðir lög- reglunnar, sem getur ekkert að gert sökum sannanaleysis, og grípur því til eigin ráða. Margtuggin lumma, þetta, og Carpenter nær engan veginn að rífa hana uppúr meðalmennsk- unni hvað handritið snertir. Glompur þess ögra hverju meðal- menni að andagift. Hinsvegar bregður fyrir ásjálegu leikstjóm- arhandbragði, enda verður ekki á móti mælt að Carpenter er lipurt hryllingsmyndaskáld (hann semur yfírleitt handrit og tónlist við myndir sínar, sbr. tvær fyrgreind- ar, Halloween, Escape From New York, The Fog, o.fl.), sem ætti ekki að fást við annað efni (sbr. Big Trouble in Little China). Og aðdáendum hans til ánægju get ég upplýst að hann er sagður með gott hryllingsverk um Veraldar- ágimd Kölska f klippiborðinu þessa dagana. Carpenter hefur jafnan góð tök á leikurum sínum og þeir standa sig vel og mikið er hún Lauren Hutton undurfríð! Ásjáleg lumma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.