Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
JEPPAR
ÁFJALLI
— þar af einn
Fyrsta grein
Við sátum í hring og störðum á
kviðinn á skepnunni. Það vældi
í henni lSkt og væri hún í
dauðateygjunum. Sjálfur
forystusauðurinn lagstur á
bakið.
„Þetta gæti verið verra,“ sagði
Hafþór og hélt um brotnu öxlina.
Ingvar skreið inn i bílinn til að
slökkva á helvítis vælinu. Það
barst frá Lóranstöðinni, sem átti
greinilega erfitt með að átta sig
á þessari staðsetningu.
„Hvað áttu við „það gæti verið
verra“?“
„Ja, Bára hefði til dæmis getað
setið þama.“ Hafþór átti við
farþegasætið, sem var vandlega
pakkað inn í þakið.
„Hann spurði, hvort ég vildi
frekar deyja með sér eða sitja í
hjá einhverjum öðrum,“ sagði
Bára. Hún var að reyna að
komast að því, hveraig
gönguskíðunum hennar liði
klemmdum milli
fóstuijarðarinnar og
torfærutröllsins.
Þessi karlmennskubrandari átti
vitanlega að bræða hjarta
matseljunnar en vakti í staðinn
hjá henni ótta. Hún var því
gangandi, þegar skyndilega
kváðu við brestir, brothljóð og
bílflaut út úr hvítri snjóþokunni.
Hafþór hafði farið of utarlega f
þessu lélega skyggni og
vegkanturinn gefið sig. Með
snöggum handbrögðum hafði
hann reynt að rífa
Landkrúserinn upp úr
hliðarhallanum. Sá neitaði að
svara, lagðist fyrst á hliðina og
svoátoppinn.
Ég trúði ekki eigin augum. Við
vorum uppi á Kaldadal, ekki einu
sinni komin út úr
þjóðvegakerfinu. Ferðin var að
hefjast___eða var henni að
Ijúka?
Öndverðaraes, vestast á Snæfellsnesi. Lagt af stað langsum yfir landið.
Gengið
Ég var að vinna hjá sjónvarpinu,
þegar það var enn skrifað með litl-
um staf. Ég kunni ekki að keyra
jeppa, en það kom ekki í veg fyrir,
að ég gæti kennt öðrum að gera
það. Einkum og sér í lagi smástelp-
unum, sem sátu að sumbli inni í
íjórsárdal, og Páli Magnússyni. Á
virkum dögum hefði slíkt verið ka.ll-
að sýndarmennska en nú var versl-
unarmannahelgi og því skulum við
bara segja, að fréttajeppinn hafí
festst í forarpytti. Bflstjórinn var
slatta vandræðalegur þar til hann
sá velbúið jeppastóð aka hjá í ryk-
mekki. Það þurfti litla hvatningu
til að stóðið kæmi ríkisjeppanum
til hjálpar. Hann hét Hafþór L.
Ferdinandsson, sá sem dró okkur á
þurrt. Þannig kynntist ég honum.
Hann hafði ekið yfír Langjökul
áður en það kvisaðist út, að jeppar
væru hentugir í jöklaferðir og hann
hafði skotist það oft til Hveravalla
í blindbyl um hávetur, að þeir þar
innfrá voru famir að kalla hann
Hveravallaskreppinn, gott ef þeir
vom ekki orðnir leiðir á honum.
Léttustu flugvél á íslandi raðað saman á Húsafelli.
Smalamennska við rætur Langjökuls.