Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ. 1988 „ Tak.bu braub-snúéinn þinn, honn er ( vascx mínum." * Ast er að hafa kröfulistann ekki of langan. TM Hag. U.S. Pit Off.-al rfgtitt marvad e 1SM Lw Angttts Tkiws Syndlcitt Við ættum að geta komist í bíó fyrir þessar tómu flöskur? HÖGNI HREEKVÍSI Gleðin sanna og hinn mikli máttur Klæðum land- ið skógi á ný Til Velvakanda. ^ ** Til Velvakanda. Dásamlegt er að lifa þegar allt leikur í lyndi. Þá sýnist allt svo fagurt og gott. Þá finnst okkur all- ir svo glaðir, einlægir og hlýir í viðmóti. Þá eru fjöllin fögur, sjórinn blár og sólin heit og skær. Þá finnst okkur stjömurnar blika svo skært, og brosa til okkar blátærum augum og hugur okkar fyllast æðri kennd- um. Og þannig er þetta líka í raun, þetta er ekki bara að finnast. A gleði- og hamingjustundum njótum við aðsendrar orkumagnanar. Æðri straumar frá lengra komnu lífí ná þá að bijóta sér braut inn í innstu fylgsni sálar okkar og fylla alla vit- und okkar lífgeislan þeirri er þaðan stafar. Á gleði- og sælustundum hugsum við ekki um hvaðan þessi áhrif berast. Við erum þá sem í hálfgerðri leiðslu, og njótum stund- arinnar án allra hugleiðinga. Inn- blástur slíkur kallar lítt á hugsun meðan hann varir. Þá er hugur okkar óvirkur að mestu. Við njótum aðeins andartaksins heilluð og alsæl og án allrar gagnrýni. Síðar förum við e.t.v. að hugsa og furða okkur á þessari óvæntu og dásamlegu gleði, sem hafði gagntekið okkur, þessari hugljóm- un, sem við óskuðum helst, að aldr- ei tæki enda. Vita skyldum við, að slíkt gleði- ástand er oftast að mestu leyti til okkar sent þaðan sem lífsþróunin er miklu lengra á veg komin til réttrar áttar en enn er hér hjá okk- ur. Lífstöðvar slíkar eru á sumum öðrum stjömum í ríki geimsins, og hin magnandi áhrif berast þaðan, á heiilastundum til þeirra, er notið geta og verða hveijum einum sem ómetanleg orkulind til aukinna dáða, aukinna afreka, til að takast á við vandamál og erfiðleika þess lífs, sem okkur ber að rækja með trúmennsku og atorku eftir því, sem hverjum og einum er gefin orka til. Reynum að gera okkur grein fyrir hvaðan okkur berst hin æðri orka, sem enginn getur án verið og hvemig breyta ber, til að vera í sem bestu samræmi við hina mikiu verund alls sem er. Ingvar Agnarsson Landgræðslu- og skógræktarmál berast nú oft í tal í flölmiðlum enda kominn sá árstími sem hvað hag- stæðastur er til að sinna slíkum störfum. Mikið verk er óunnið hér á landi en víða hefur líka Grettirstökum verið lyft. Vísvegar getur að líta fagra skógarreiti og annars staðar þar sem land hefur verið girt af fyrir sauðfé er iandið að ná sér á strik og mikill árangur að koma í ljós. Melar og uppblásin sár hafa horfíð og gróðurinn orðið ofaná í baráttunni. Þar sem land hefur verið friðað fyrir beit má ná miklum árangri í skógrækt. Þetta sést vel í Heiðmörk en tiltölulega stutt er síðan skóg- rækt hófst þar fyrir alvöru. Nú er þar að finna hin stæðilegustu tré sem veita skjól á stórum svæðum þó næðingur sé mikill. í þessu friðl- andi éiga Reykvíkingar nú fagurt útivistarsvæði sem stutt er að leita til þegar vel viðrar. Við eigum þeim mönnum mikið að þakka sem höfðu þá framsýni að hefja þetta starf og það er skylda okkar að halda því áfram. Látum hendur standa fram úr ermum og klæðum landið skógi á ný. Landgræðslumaður Víkverji skrifar Mikið er það alltaf mikil sára- bót, þegar viðgerðin á ein- hveiju heimilistækinu manns hefur ekki tekist nema svona og svona, þegar forsvarsmaður viðgerðar- þjónustunnar sem maður hafði skipt við reynist samt ekkert nema kurt- eisin og samúðin þegar maður hringir til þess að kvarta. Sunnudags-V ík veij i upplifði þetta um daginn þegar sjónvarps- tækið byijaði allt í einu að blikka eins og bandóður umferðarviti og hin svokallaða viðgerð entist síðan sem vér erum héma naumast sólar- hringinn á enda. Víkveija rann strax vígamóður- inn andspænis skilyrðislausri upp- gjöf verkstjórans sem átti að taka við skömmunum. Maðurinn játaði undanbragðalaust sökina á fyrir- tækið, var þess albúinn að taka aftur við apparatinu þá á stund- inni, hét því að flýta viðgerð nr. 2 sem mest hann mætti og kvaddi með þeim orðum að vitanlega yrði allt þetta gert eigendum hins vit- firrta sjónvarpstækis með öllu að kostnaðarlausu. Þakka skyldi honum, mun nú einhver segja, og er nokkuð til í því. En þó að viðbrögð hans sýnist sjálfsögð er ekki þar með sagt að maður geti ævinlega gengið út frá þeim sem vísum nema síður sé. XXX kki einu sinni hjá stofnunum ríkisins, meira að segja þó að maður sjái nú ekki rétt vel hvers vegna fólkið þar innanborðs þarf að vera að setja sig á háan hest. Núna í vor varð Víkveiji vitni að eftirfarandi atburði: Tímabundin miðaldra kona sem hafði fengið að skjótast úr vinnunni til þess að láta skoða bílgarminn sinn dirfðist að ávarpa einn af skoð- unarmönnunum sem var þarna á ferð á planinu. Hélt hann, spurði hún kvíðin, að þetta tæki langan tíma? „Veit það ekki,“ hreytti hann yfir öxlina á sér um leið og hann strunsaði fram hjá og án þess að sjálfsögðu að láta svo lítils að virða spyijandann viðlits. Víkveiji kann því miður ekki þá list að koma durtslegum hreimnum til skila svona á prenti. Og víst gæti svarið sýnst sakleysislegt á pappímum. En samt er Víkveiji reiðubúinn að leggja að því eið hér og nú að þó að þessi sjálfumglaði embættismaður hefði öskrað á kon- una að þegja eða jafnvel löðrungað hana bara, þá hefði upplitið og hrokinn og framkoman öll ekki getað verið ónotalegri. XXX að er margt ótrúlegt að ekki sé meira sagt sem hrekkur úr pennum þeirra karla og kvenna sem annast þýðingar fyrir sjónvarps- stöðvamar okkar eða „textun" eins og það heitir víst. Þó ekki allra, skal strax tekið fram: þama fer líka margur lipur penninn. Ríkissjónvarpið átti eftirminni- legustu setninguna á liðnu ári. Hún var lögð í munn kvenmanns í ensku sjónvarpsdrama og hljómaði svo í allri sinni dýrð: „Leyfðu okkur að tjá þér hug vom í þinn garð.“ XXX Svo hafa eftirfarandi upplýsing- ar óneitanlega valdið okkur talsverðum heilabrotum síðan þær birtust í Tímanum um daginn: „Hvað sem því líður má búast við því að tekjur af fískeldi verði mun minni en búast hefði mátt við.“ A.m.k. verður það ekki borið á höfundinn að hann sé nískur á varf- naglana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.