Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
SAFN ÍEINKAEIGU
Morgunblaðið/BAR
Vélaverkstæði J. Hinrikssonar
fékk verðlaun frá umhverfis-
málaráði Reykjavíkur 1983.
Jósafat Hinriksson f væntanlegum sýningarsal.
Morgunblaðið/BA.R
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafn
J. Hinrikssonar í Súðarvoginum
Margir telja dugnað og
framtak einstaklinga vera
það sem helst skapi auð og
velsæld. Mest hefur borið á
einkafr amtakinu í
atvinnulífi landsmanna.
Einkaf ramtakið hefur
einnig látið til sín taka í
menningarmálum en þó fer
ekki hjá þvi að margháttað
menningarstarf sé háð
„skilningi og velvilja
ríkisvaldsins“, t.d. eru flest
stærri söfn landsmanna
rekin af opinberum aðilum.
Nú er verið að koma á fót
safni í Súðarvoginum sem
verður að teljast
einkaframtak. Jósafat
Hinriksson
vélsmiðjuiðnrekandi,
vélsfjóri og fyrrum
sjómaður ætlar að opna
sjóminja- og
vélsmiðjumunasafn síðar í
sumar.
Jósafat Hinriksson er fæddur
í Reykjavík árið 1924. Flutt-
ist á unga aldri með foreld-
rum sínum til Neskaupstaðar
og ólst þar upp. Vélstjórapróf tók
hann 1952. Hann var vélstjóri á
fiskibátum og togurunum Goðanesi
og Neptúnusi til 1962, en þá stofn-
setti hann eigið vélaverkstæði.
Fljótlega hóf Jósafat framleiðslu á
toghlerum og togblokkum þeim sem
hann og fyrirtæki hans eru hvað
þekktust fyrir. Bróðurparturinn af
hagnaði fyrirtækisins er af sölu
toghleranna til innlendra og er-
lendra fiskiskipa.
Morgunblaðinu barst njósn af því
úr viðskiptalífínu að Jósfat hefði
varið nokkru fé til að útbúa minja-
safn. Þetta tiltæki verður að teljast
óvanlegt í hæsta máta. Blm. Morg-
unblaðsins brá sér í Súðarvoginn
til að rannsaka þetta mál nánar.
Hætti að henda
Strax vekur Vélaverkstæði Jósa-
fats Hinrikssonar eftirtekt. Hlið,
byggingar og lóð fyrirtækisins eru
skreytt ýmsum munum sem tengj-
ast skipum, sjósókn og vélsmiðju-
rekstri. Fyrirtækið fékk verðlaun
frá umhverfísmálaráði árið 1983.
Jósafat var krafínn sagna um
safnabyggingu fyrirtækisins. Hann
staðfesti að heimildarmenn Morg-
unblaðsins færu með rétt mál; J.
Hinriksson hf. er nú um þessar
mundir að innrétta sýningarsal og
hyggst opna safnið almenningi
síðar á þessu sumri.
Áformað er að í safninu verði
m.a. til sýnis; gömul eld- og vél-
smiðjuverkfæri; gamlir bátamótor-
ar; gufuvélar og gufuknúin tæki;
sjókortasafn og myndasafn tengt
sjávarútvegi; veiðitækjasafn; líkön
af skútum og skipum.
Jósafat tjáði Morgunblaðinu að í
gegnum tíðina hefðu margir og
eigulegir gripir rekið á sínar fjörur,
jámsmíðaverkfæri og ótal hlutir
tengdir sjávarútvegi. í kringum
1980 varð honum ljóst, að ekki
kæmi til greina að henda þessum
hlutum eða „drasli" sem sumir vildu
kalla. „Ég hætti alveg að henda og
fór að hirða."
Kollegar og vinir, skipstjórar,
útgerðarmenn og véistjórar fréttu
af þessum söfnunaráhuga. „Þeir
voru og eru alltaf að fmna eitthvað
og hafa haldið því til haga og látið
mig fá margan góðan gripinn."
Háleit hugsjón
Gripir bættust stöðugt í safnið
en hvað átti að gera við þá? Láta
þá liggja á gólfinu? Þessarar spum-
ingar og fleiri sóttu að Jósafati
þegar hann gékk um vélaverkstæði
sitt. Hugur og augu reikuðu frá því
jarðbundna upp _á við. — Svarið lá
í augum uppi. í vélsmiðjunni var
hátt til lofts, 10 metrar. Þetta rými
nýttist engan veginn. — Og vom
ekki nokkur tonn af stálbitum fyrir
utan sem ekki hafði tekist að koma
í lóg. Málið lá ljóst fyrir; byggja
nýja hæð. — Og það var gert. Nú
er verið að innrétta 350 fermetra
sýningarsal yfír vélsmiðjusalnum í
norðurenda byggingarinnar.
Jósafat hefur nú sótt um leyfi
til að byggja viðbyggingu við vél-
smiðju sína, 10-12 metra háan tum,
áttkantaðan, til að aðgangur að
sýningarsalnum verði sem greiðast-
ur.
í júnímánuði 1986 lét Jósafat þau
boð út ganga meðal útgerðarmanna
og vélsmiðjueigenda að stofnun Sjó-
minja- og vélsmiðjusafnsins stseði
fyrir dyrum og fór þess á leit að
þau létu af af hendi þá gripi sem
þeir mættu missa. Undirtektir hafa
verið mjög góðar. „Menn eru alltaf
að fínna eitthvað. Útgerðarmenn
hugsa til mín þegar þeir fínna eitt-
hvað eða ætla að henda einhveiju.
Fyrirtæki hafa hringt í mig áðuren
„hreingemingin" fer fram.
Fyrir nokkmm vikum hringdi
maður frá Vestmannaeyjum og
sagðist ætla að senda mér gamlan
kompáss. Hann hafði meira að segja
fögur orð um að ég fengi spírann
í gripnum líka.“
Jósafat fylgdi blaðamanni um
fyrirtæki sitt og sýndi honum ýmsa
þá gömlu gripi sem honum höfðu
áskotnast, t.a.m. vélsíma (telegröf),
aflmæli fyrir dísel-vélar (indíkator),
sveifarássveigumæla sem gamall
vélstjóri gaf, stýrisvél, þokulúður
og gufudekkspil sem stillt er upp á
Ióð fyrirtækisins. Jósafat var inntur
eftir því hvar gufuvélinværi.„Því
miður farin forgörðum. Mig langar
Jósafat hefur eignast marga góða gripi. Fyrir miðju er vélsími og fyrir framan hann og Morgunbiaðia/BAR
til hægri eru sveifarássveigumælar. Lengst til hægri er aflmælir fyrir díesel-vélar. Josfat hættir aldrei að safna skipalíkönum. Þetta er af norskum línubát.