Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 13

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 B 13 Kona í karlaveldi. Það getur verið erfitt að vera bœði lögreglu- stjóri og húsmóðir. Kata og Allí eru tvœr fráskildar mœður sem búa saman. Aldrei verið betri dagskrá - segir Kolbrún Sveinsdóttir kynningarstjóri um sumar- dagskrá Stöðvar 2 Sumardagskrá útvarps- og sjónvarpsstöðva landsins er nú hafin. Til að forvitnast um hvað Stöð 2 ætlar að bjóða áhorfend- um si'num upp á í sumar var leit- að til Kolbrúnar Sveinsdóttur kynningarstjóra Stöðvar 2. „Þetta er nú eiginlega vetrar- dagskrá sem við bjóðum áhorfend- um Stöðvar 2 upp á í sumar þar sem svo mikið er í hana lagt," sagði Kolbrún. „Það eru 23 nýir þaettir sem hefja göngu sína, að vísu eru sumir þeirra vinsælir þættir sem afráðið hefur verið að hefja sýningar á að nýju. Meðal þátta sem eru komnir aftur má nefna Mannslíkaminn, vandaður og fróðlegur þáttur fyrir alla fjöi- skylduna, Miklabraut, þar sem engillinn Jonathan lætur gott af sér leiða og þættir um sakamálarithöf- undinn Jessicu Fletcher. Af nýjum þáttum er af nógu að taka. Fyrst vil ég benda á fjóra áhugaverða þætti. Á heimsenda, framhalds- þáttur í 7 hlutum um kapphlaup þeirra Amundsen og Scott á Suð- urpólinn, Leyndardómar og ráð- gátur þar sem fjallaö er um dular- full fyrirbæri og minnir nokkuð á tímaritið Sannar sögur. í lok júní byrjar svo framhaldsmynd í 10 þáttum þar sem sögð er saga her- manna sem börðust í Víetnam. Þessir þættir verða sýndir á sunnudögum og við af þeim taka Mountbatten, vandaðir breskir framhaldsþættir í 6 hlutum. Ef litið er á skemmtiþættina má nefna Ruglukolla sem verða á skjánum á laugardagskvöldum, Kona í karla- veldi, þáttur um konu sem starfar sem lögreglustjóri jafnframt því að sjá um heimili og börn, Kata og Allí eru tvær fráskildar mæður sem búa saman og þættir um dómar- ann Harry sem starfar við nætur- dómstól í Manhattan. Þetta eru allt sjálfstæðir þættir. Af spennu- þáttum vil ég fyrst nefna Pilsaþyt þar sem aðalpersónan er ung og fögur kona sem starfar sem einka- spæjari og framhaldsmyndin Ótt- inn sem fjallar um ungan mann sem seilist til valda í undirheimum Lundúnaborgar. Síðan má nefna stórgóðan fjölskyldþátt sem sýnd- ur verður á sunnudögum og nefn- ist Á nýjum slóðum." Stöð 2 hefur verið á stundum sökuð um að sinna ekki þörfum allra sjónvarpsáhorfenda sem skyldi og er þá aðallega átt við menningarlegt efni sem svo er kallað. Þegar Kolbrún er spurð hvort menningunni verði gerð skil í sumardagskránni er svarið já. „Menningu og listum verða gerð góð skil í sumar. Fyrst er að nefna nýjung í dagskránni en það er Ópera mánaðarins. Byrjað verður á Don Giovanni, síöan koma II Trovatore, Wozzek, Madame Butterfly, Der Rosenkvalier, Marr- iage de Figaro og fleiri. Á móti Óperu mánaðarins verða sýndir þættir sem heita Menning og list- ir, þar sem fjallað er um listamenn á ýmsum sviðum. Þá má ekki gleyma Listamannaskálanum, mjög vandaðir þættir þar sem Kölbrún Sveinsdóttir kynningarstjóri Stöövar 2 á skrifstofu sinni. Amundsen og Scott komnir á Suðurpólinn. margt forvitnilegt kemur fram. Fyrsti þátturinn fjallar um kvik- myndaleikstjórann Bernado Bertolucci." Stöð 2 býður áskrifendum sínum upp á nýja þjónustu í sum- ar, en það eru þættir sem fjalla um viðskipti og efnahagslíf. „Þætt- irnir eru framleiddir af Wall Street Journal og Dow Jones og eru það sérfræðingar sem fjalla um það helsta sem er að gerast í viðskipta- lífinu á hverjum tíma. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum, 4-5 dögum eftir að þeir eru gerðir og síðan endursýndir í hádeginu á laugar- dögum," sagði Kolbrún. Iþróttaunnendur fá sinn skerf af sumardagskránni því Heimir Karlsson verður með nýja þætti í beinni útsendingu á laugardögum þar sem hann tekur fyrir íþrótta- fréttir, bæði erlendar og innlendar. íþróttaþættirnir á þriðjudögum halda einnig áfram í sumar og golfið á sunnudögum. Af innlendu efni eru það tveir þættir sem ber hæst; í sumar- skapi og Svaraöu strax. I sumar- skapi er sendur í beinni útsendingu frá Hótel íslandi og útvarpað samtímis á Stjörnunni. Kolbrún sagði að spurningaþátturinn Svar- aðu strax væri mjög vinsæll og yrði áfram í sumar, en þar eru umsjónarmenn Bryndís Schram og Bjarni Dagur Jónsson. „Annars er unnið að því i sumar að viða að efni fyrir veturinn og þá sérstaklega barnaefni. Barna- Dómarinn i góðum fólagsskap. efni með íslensku tali fær sífellt meira rúm í dagskránni og er nú unnið að nýjum þáttum um íslensk húsdýr sem væntanlega birtast á skjánum í vetur. Nóg verður af bíómyndum í sumar því frumsýndar verða að meðaltali 6-7 bíómyndir í hverri viku og eru flestar myndanna ný- legar," sagði Kolbrún. Kolbrún sagði að starfsfólk Stöðvar 2 væri mjög upp með sér að geta boðið eins glæsilega dag- skrá og raun bæri vitni nú yfir sum- artímann. „Áskrifendur eru nú orðnir 37 þúsund talsins og fjölgar með hverjum deginum. Það er viss ábending um að dagskráin er mjög góð og hefur aldrei verið betri," sagði Kolbrún að lokum. MKS Einkaspæjarinn ásamt samstarfsmönnum sínum f Pilsaþyt. Ungi pilturinn sem seilist til valda f undirheimum London ásamt fólög- um. Tvær góðar þvottavélar frá SIEMENS Góð og hagkvæm þvottavél 18 þvottakerfi. Sparnaðarhnappur. Frjálst hitaval. Vinduhraði 600 og sn./mín. íslenskir leiðarvísar. Þurrkari fáanlegur sama útliti. WV 2760 Kjörgripur handa hinum vandlátu 800 Fjöldi þvottakerfa. Sparnaðarhnappur. Frjálst hitaval. Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði 1200 sn./mín. með • Hagkvæmnihnappur. • íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Verð 49.600,- Verð 63.600,- Hjá SIEMÉNS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.