Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 15
B 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
Sjénvarpiði
EVRÓPUKEPPIMILANDSUÐA
Evrópukeppni landsliða í knattspymu hefst í Vestur-Þýskalandi föstu-
daginn 10. júní og verður Sjónvarpið með beinar útsendingar frá
keppninni sem hér segin
Föstudagur 10. júní:
Kl. 18.15 V-Þýskaland — Ítalía
Laugardagur 11. júní:
Kl. 13.00 Danmörk — Spánn
Sunnudagur 12. júní:
Kl. 13.00 England — írland
Kl. 18.00 Holland — Sovétríkin
Þriðjudagur 14. júní:
Kl. 15.00 V-Þýskaland — Danmörk
Kl. 18.00 Ítalía — Spánn
Miðvikudagur 15. júní
Kl. 15.00 England — Holland
Föstudagur 17. júní
Kl. 18.00 Danmörk — Ítalía
Laugardagur 18. júní
Kl. 13.00 England — Sovétríkin
Undanúrslitaleikir verða síðan, einnig í beinni útsendingu, þriðjudaginn
21. júní kl. 18.00 og miðvikudaginn 22. júní kl. 18.00. Úrslit verða
laugardaginn 25. júní kl. 13.00.
MYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
LÖGGULÍF f LA
NUMBER ONE WITH A BULL-
ET - BYSSUMENN ★
Leikstjóri Jack Smight. Tónlist
Alf Clausen. Handrit Gail
Morgan Hickman, Rob Riley og
James Belushi.Kvikmynda-
tökustjóri Alex Phillips. Aðal-
leikendur Robert Carradine,
Billy Dee Williams, Peter Grav-
es, Doris Roberts. Bandarísk.
Cannon Films Inc. 1986. Rank
Home Yideo 1987. Háskólabíó
1988. 97 mín.
Aðalsöguhetjur Löggulífs eru
myndbandaeigendum gamal-
kunnar, sumsé löggur í Los Ang-
eles. Þeir Nick og Frank eru ólík-
ir á húð og hár en þeir vinna sam-
an í skuggahverfum LA. Vitni
sakamáli er myrt í gæslu þeirra
svo þeir verða að taka málið í
eigin hendur.
Ekki vænkast hagur strympu
þegar hvert vitnið af öðru er drep-
ið fyrir framan nefið á þeim og
telja nú félagamir að um innan-
hússleka sé að ræða...
Formúlumynd sem býður uppá
ekkert nýtt. Billy Dee Williams,
sem einu sinni var orðinn það
háttskrifaður að fá hlutverk í
Stjömustríðsmynd, stendur sig
þolanlega í öðm aðalhlutverkinu,
en Robert er greinilega slappast
leikaraefni í Carradine-fjölskyl-
dunni.
Tvennt kemur leiðinlega á
óvart; hlutur James Belushi í
handritsgerð, maður hefði ætlað
hann betri en þessi útvatnaða
mynd gefur til kynnna, og hitt,
að leikstjórinn er enginn annar
en Jack Smight. Hann þótti lofa
góðu á sjöunda áratugnum, en
þá gerði hann laglegar myndir
einsog Harper, No Way To Treat
a Lady og hina athyglisverðu The
Travelling Executioner. Eitthvað
miður gott hefur hent manninn.
Þreytulegt.
BÖRN OG
HUNDAR
THE BISQUIT EATER ★ ★ V2
Leikstjóri Vincent McEveety.
Handrit Lawrence Edward
Watkin, byggt á sögu James
Street. Aðalleikendur Earl
Holliman, Patricia Crowley,
Lew Ayres, Godfrey Cam-
bridge. Bandarisk. Walt Disney
1971. 88 mín.
Tveir drengir, Text, sem er
þeldökkur, og Lonnie, sem er
hvítur, taka að sér að temja úti-
gangshundinn Moreover, en
hundatemjarinn, faðir Lonnies, er
búinn að dæma hann gjörsamlega
óhæfan. Æðsta markmið strák-
anna er náttúrlega að koma
Moreover í hundakeppnina og
vinna fyrsta sætið, sem hundar
föður Lonnies hafa löngum unnið.
Hér er um að ræða Disney-
útgáfu á sögufrægri mynd um
sama efni sem kom fyrir sjónir
manna snemma á fímmta ára-
tugnum. Þykir hún með snjallari
B-myndum sem gerðar hafa verið.
Þar sem hún hefur ekki orðið á
vegi undirritaðs verður ekki um
neinn samanburð að ræða, hins-
vegar er endurgerðin hefðbundin
Disneymynd í rösku meðallagi.
Ein af þessum geðfelldu bama-
og dýralífsmyndum sem fyrirtæk-
ið er frægt fyrir og skapa gott
mótvægi gegn hinum hefðbundnu
ofbeldis- og átakamyndum á
markaðnum. The Bisquit Eater
er snöfurlega gerð og auk þess
skilnings sem hún færir ungviði
á ómissandi félagsskap dýranna
er hún jafnframt hugljúf saga um
heilsteypt samskipti tveggja
drengja af ólíkum kynþáttum.
Jákvæð og elskuleg mynd sem
státar að vísu af litlum leiksigrum
ef undan er skilinn þáttur hunds-
tíkarinnar Moreover.
ÚTSTILLIN G AR-
DAMAN OG
ÖFUGUGGINN
GÆTTU ÞÍN KONA - LADY
BEWARE ★ «/2
Leikstjóri Karen Arthur. Hand-
rit Susan Miller og Charles Zev
Cohen. Tónlist Craig Safan.
Aðalleikendur Diane Lane, Mic-
hael Woods. Cotter Smith.
Bandarísk. Scotti Bros 1987.
Medusa Home Video/Myndbox
1988.
Diane Lane leikur þokkafulla
útstillingarstúlku sem slær í gegn
fyrir erótískar uppstillingar í stór-
verslun í Pittsburg. Það líður ekki
á löngu uns kynferðislega ruglað-
ur náungi (Woods) er farinn að
gefa henni gætur og ala með sér
ósiðlega drauma...
Lane reynir að losa sig við
kauða með því að byrgja sig inni
en tekst ekki að sigra fyrr en hún
lætur hann falla á eigin bragði.
Ósköp klénn sálfræðiþriller sem
á þó sín augnablik. Megingallinn
er vondur því hann er enginn
annar en aðalleikkonan, Diane
Lane, sem á hér óvenju slæman
dag. Hún vekur ekki nauðsynlega
samúð áhorfendans vegna frá-
hrindandi, tilgerðarlegs og stund-
um hreint stefnulauss leiks á
meðan Woods, í hlutverki déskot-
ans öfuguggans, stelur senunni
með líflegum leik og dágóðri per-
sónusköpun. Smith er hörmung í
hlutverki karlkempunnar. Góð
kvikmyndataka, sviðsetningar og
listræn hönnun standa uppúr, en
Lane verður að fara að gæta sín,
markaður fyrir ódýra útgáfu af
Kathleen Tumer hlýtur að vera
óspennandi.
NÚFERAÐ
HITNA í KOLUNUM
Grillveislan er alltaf hinn fasti punktur
sumarsins. Góður matur, fjör og útivera. Þig
vantar kannski hitt og þetta í grillið:
kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel sjálft
grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Á næstu Essostöð finnur þú allt sem
þarf.. . nema grillmatinn!
Grillkol 2,3 kg 125 kr.
Grillkol 4,5 kg 225kr.
Grillvökvi 0,51 95 kr.
Grillvökvi 1,01 145 kr.
Grilláhöld og grillbakkar í úrvali.
Opið f ESSO, Ártúnshöfða,
til kl. 23:30.
Olíufélagið hf
AUK/SlA k15-217