Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
B 5
Kjarvalsstaðir
í tengslum við Listahátíö er að Kjarvals-
stöðum sýningin „Maðurinn i forgrunni".
Sýnd eru rúmlega 130 verk eftir 47
islenska listamenn og er tekiö fyrir mynd-
efniö „Maðurinn" í mismunandi form-
geröum og stil. Mörg verkanna eru í
einkaeign og hafa ekki sést á sýningum
frá þvi þau voru seld. Sýningin stendur
til lO.júlí.
Norræna húsið
Fjórtán konur úr Textilfélaginu sýna verk
sín í kjallara Norraena hússins. Sýningin
er liður i dagskrá Listahátíðar. Á sýning-
unni eru bæði stór verk og smá og eru
flest þeirra til sölu. Heiðursfélagi Textílfé-
lagsins, Sigriður Halldórsdóttir, sýnir
vefnaö unninn eftir sömu tækni og er á
tveimurspjaldofnum borðum á Þjóð-
minjasafni Islands og varöveist hafa frá
miðöldum. Sýningin sem stendurtil 12.
júní er opin daglega kl. 14-22.
Nýhöfn
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir í Nýhöfn,
Hafnarstræti 18. Guðrún er fædd í
Reykjavik árið 1950. Hún stundaði nám
við Myndlistaskóla Reykjavíkur og i Suð-
ur-Frakklandi. Fyrstu einkasýningu sina
hélt Guðrún á Kjarvalsstöðum 1986 en
þetta erfjórða einkasýning hennar. Hún
hefur tekið þátt í samsýningum. Á sýning-
unni eru olíumálverk unnin á síðustu
tveimurárum. Sýningin, sem ersölusýn-
ing, er opin virka daga kl. 10-18 og um
helgar kl. 14-18. Henni lýkur 19. júní.
í innri sal Nýhafnar eiga eftirtaldir lista-
menn verk til sölu: Ágúst Petersen, Borg-
hildurÓskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson,
Daði Guðbjörnsson, Edda Jónsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Örn
Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur
Dór, HólmfriðurÁrnadóttir, Karl Kvaran,
Karólína Lárusdóttir, Magnús Kjartans-
son, Valgarður Gunnarsson og Vignir
Jóhannsson.
Nýiistasafnið
í tengslum við Listahátíö í Reykjavík sýna
þrír listamenn í Nýlistasafninu. Það eru
þeir Donald Judd, Richard Long og
Kristján Guðmundsson. Donald Judd er
fæddur 1928 í Excelsior Springs í
Missouri. Þau verk sem Judd sýnir í Ný-
listasafninu eru dæmigerð fyrir þá list
sem hann hefurfengist við undanfarin
tuttugu ár eða lengur. Richard Long er
fæddur i Bristol á Englandi 1945. Hann
stundaði nám við St. Martins School of
Art í London. Framlag sitt til þessarar
sýningar gerði hann á staðnum. Kristján
Guðmundsson er fæddur á Snæfellsnesi
1941. Hann er sjálfmenntaður myndlista-
maður. í Nýlistasafninu hefur hann m.a.
sett upp röð örsmárra teikninga, tímalin-
ur, sem eru klipptar út úr eldri teikningu
og settar í nýtt samhengi undir heitinu
„Tímahnútar".
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Gulay Berryman sýnir myndir málaðar á
Islandi undanfarið ár í salarkynnum
Menningarstofnunar Bandarikjanna að
Neshaga 16. Meðal myndanna eru
nokkrar málaðar í Frakklandi, Tyrklandi
og viðaren hún ertyrknesk að uppruna,
gift bandarískum sendierindreka við
bandariska sendiráðiö á íslandi. Sýning-
unni lýkur sunnudagskvöldiö 12. júní kl.
20.00. Sýningin er opin daglega kl.
8.30- 20 og um helgina kl. 13.30-20.00.
Listamaðurinn er sjálfurvið alla daga kl.
13.30- 20.00.
Mokka
Á Mokka við Skólavörðustig stendur sýn-
ing á u.þ.b. 30 Ijósmyndum eftir Davíð
Þorsteinsson. Myndirnareru allarteknar
af gestum Mokka og starfsfólki. Lang-
flestar myndanna eru teknar á síðustu
fimm árum og eru allar svart-hvítar. Sýn-
ingin er haldin i tilefni af 30 ára afmæli
Mokkakaffis og stendurfram eftir júní-
mánuði. Davíð hefur áður haldið einka-
sýningu á Mokka, vorið 1985 og var
myndefni þeirra sýningar götulif í gamla
miðbænum.
Hafnarborg Hafnarfirði
(Hafnarborg, Strandgötu 34 í Hafnar-
firði, er sýning á oliu- og vatnslitamynd-
um eftir Eirik Smith. Sýningin sem stend-
urtil 19.júníeropindaglega kl. 15-22.
Þrastaríundur
Ragnar Lár sýnir 14 gvassmyndir og
vatnslitamyndir í Þrastarlundi. Sýning
Ragnars opnaði um hvítasunnuna og
stendur í um það bil þrjár vikur. Ragnar
hélt sína fyrstu sýningu árið 1956 í Ás-
mundarsal við Freyjugötu og hefursiöan
þá haldið fjölda sýninga hér á landi sem
erlendis.
Ferstikla Hvalfirði
í Ferstiklu í Hvalfirði stendur sýning á
olíumálverkum og fantasíum Magnúsar
Guðnasonar frá Kirkjulækjarkoti. Sýning-
in stendur til júniloka og er opið alla daga.
Ustkynning Akureyrí
Listkynning Menningarsamtaka Norð-
lendinga (MENOR) og Alþýðubankans á
Akureyri kynna myndlistarmanninn
Samúel Jóhannsson. Samúel hefur hald-
ið fjórar einkasýningar, þrjár á Akureyri
Sjónvarpið:
Allir elska Debbie
■■ Allir elska Debbie
05 nefnist danskur
framhaldsþáttur í
þrem hlutum sem Sjónvarpið
sýnir þessa vikuna. Fyrsti þátt-
urinn er í dag, annar á mánudag
og síðasti á miðvikudag.
Þættimir segja frá Debbie, 16
ára stúlku sem á erfitt með að
ná fótfestu í lífinu.
Erfíðleikar heima fyrir eiga mik-
inn þátt í því hversu erfítt henni
reynist að ná tökum á sjálfri sér.
Debbie, 16 ára dönsk stúlka.
Tónlistarkrossgátan
■■■■ Tónlistarkrossgátan er á dagskrá Rásar 2 í dag. Þetta
1 £00 er 107. krossgátan sem Jón Gröndal leggur fyrir hlustend-
Atl ur. Lausnir skal senda til Ríkisútvarpsins Rás 2, Efsta-
leiti 1, 108 Reykjavík, merkt: Tónlistarkrossgátan.
Sjónvarpið:
Píanósnillingur
Sjónvarpið
sýnir í
kvöld
heimildamynd um
píanóleikarann
Claudio Arrau. í
myndinni er sagt frá
lífí og starfí lista-
mannsins. Auk þess
leikur hann á píanó
verk eftir
Beethoven,Chopin,
Debussy, Liszt og
Schubert.
Píanóleikarinn Claudio Arrau.
Stðð 2:
Á nýjum slóðum
■BIH Stöð 2 sýn-
OA45 ir í kvöld
"O fyrsta
þáttinn í nýjum fram-
haldsmyndaflokki
sem nefnist Á nýjum
slóðum. Mikið umrót
verður í lífí Arons og
fjölskyldu þegar elsti
sonurinn sem var bú-
inn að segja skilið við
heimahagana fellur
frá. Það verður til
þess að fjölskyldan
kveður heimili sitt og
sest að á vínbúgarði í Kaliforníu þar sem eiginkona hins látna sonar
býr og móðir hennar. Fylgst er með baráttu fjölskyldunnar sem er
að segja skilið við lifnaðarhætti gamla tímans og aðlagast hinum nýja.
Aron og fjölskylda.
Rás 1:
Skáld og heimsborgarí
Á Rás 1 í dag er fyrri dagskrá um skáldið Guðmund
"| O 30 Kamban í tilefni af aldarafmæli hans 8. júní. Seinni dag-
" skráin verður 19. júní. Umsjónarmenn eru Gunnar Stefáns-
son og Jón Viðar Jónsson. í þáttunum er gerð grein fyrir æviferli
og verkum Kambans, lesin ljóð eftir hann og kafli úr skáldsögu. Þá
verður fjallað sérstaklega um leikrit höfundarins og fluttir kaflar
úr nokkrum þeirra sem til eru í safni útvarpsins, m.a. Marmara og
Skálholti.
Verö án
fylgihluta:
Stgr. kr. 6.830
(Kr. 7.190.)
ROK OG RIGNING
- EKKERT MÁL
MECO útigrillin eru alveg einstök.
Með því að loka grillinu myndast
yflrhiti sem gefur matnum hið eina
sanna grill-bragð.
Þú sparar tíma og kol og nærð betri
árangri í glóðarsteikingu með MECO
útigrilli. Að lokinni steikingu er grillinu
einfaldlega lokað og þú slekkur þannig
á kolunum, sem hægt er síðan að nota
við næstu glóðarsteikingu.
Með MECO-grillunum má fá ýmsa þægi-
lega fylgihluti, svo sem teina, borð hita-
skúffu og snúningsmótor.
ÞÚNÆRÐ GÓÐUM ÁRANGRIMEÐ
MECO- ÚTIGRILLI.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8, REYKJAVÍK - SÍMI691515.
HAFNARSTRÆTI 3, REYKJAVÍK - SÍMI 691525.
KRINGLUNNI, REYKJAVÍK - SÍMI 691520.