Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Bandaríkin: Næsta kynslóð stj örnuf er ðalanga Þeir eru kallaðir trekkar („trekk- ies“) í Bandaríkjunum og það er þeim að þakka að fyrsta geim- skutla Bandarísku geimferðastofn- unarinnar var nefnd „Enterprise". Þeir draga nafn sitt af frægum sjónvarpsþáttum sem gerast úti í geimnum. Trekkar dýrka þættina og þær flórar bíómyndir sem gerð- ar hafa verið eftir þeim eins og aðrir dýrka Bítlana. Þættimir, sem hétu „Star Trek“, gerðust á 23. öldinni og fjölluðu um ævintýri áhafnarinnar á geimskipinu Enter- prise og það er staðreynd að árið 1976 fengu aðdáendur þeirra NASA til að nefna fyrstu geim- skutluna eftir því. Síðan eru liðin mörg ár í sjón- varpsmínútum talið. Framleiðslu þáttanna var hætt löngu áður en bíómyndimar voru gerðar (áhorf- endur urðu aldrei margir en svona hundtryggir) og menn héldu al- mennt í upphafí áttunda áratugar- ins að „Star Trek" heyrði sjón- varpssögunni til og trekkar mann- kynssögunni. En ekki aldeilis. Bíó- myndimar blésu í gamlar glæður og síðastliðið haust hófust sýningar á nýrri og breyttri útgáfu gömlu þáttanna - „Star Trek: The Next Generation" eða „StarTrek: Næsta kynslóðin" og hún hefur notið umtalsverðra vinsælda. Gömlu trekkamir em yfir sig hrifnir og nýir bætast í hópinn vikulega. Höfundur nýju þáttanna er Gene Roddenberry, sá sami og gerði þá gömlu, sem fyrst vom sýndir hjá NBC-stöðinni árið 1966. Rodden- berry var ekki viss í fyrstu hvort hann ætti að leggja út í aðra þátta- gerð af því hann hafði slæma reynslu frá fyrri tíð þegar sjón- varpsstöðin hætti við þættina þijú sýningartímabil í röð. Það var að- eins fyrir þrábeiðni hinna tryggu aðdáenda sem stöðin hélt alltaf áfram að gera þættina. „Þetta vom erfíðir tímar fyrir mig,“ segir Rodd- enberry. „Það var litið á mig sem náungann er gerði þessi dým mis- tök og ég fékk hvergi vinnu." A áttunda áratugnum jukust vinsæld- ir „Star Trek“ jafnt og þétt í gegn- um endursýningar og árið 1977 stóð til að gera nýja „Star Trek“- þætti, „Star Trek - Phase 2“ eða Annað stigið. En horfíð var frá því og þess í stað var ráðist í gerð bíómyndar enda hafði Stjömustríð þá nýlega slegið í gegn. Rodden- berry framleiddi fyrstu „Star Trek“-myndina en bæði gagnrýn- endur og áhorfendur tóku henni fálega. Þegar hann var beðinn um að gera þættina um næstu kynslóð geimferðalanganna sagði hann þvert nei í fyrstu. „Fym þættimir tóku úr mér allan mátt. Ég sá ekki fjölskylduna mína í tvö ár. Það var ekki fyrr en farið var að tala um að líklega væri það rétt að gerð framhaldsins væri óframkvæman- leg, að ég fór að taka við mér.“ Hvorki William Shatner í hlut- verki hins raungóða kapteins Ja- mes T. Kirk eða Lonard Nimoy í hlutverki hins hálfmennska Spock em í nýju þáttunum. Hvomgur vildi gera nýja geimaldaþætti enda báð- ir famir að leikstýra sjálfír (Nimoy leikstýrði hinni feikivinsælu Þrír menn og bam á síðasta ári og Shatner leikstýrir nýjustu „Star Trek“-bíómyndinni). Önnur breyting sem trekkar hafa tekið eftir er að vægi kven- fólks í þáttunum hefur aukist til muna. Nú em konumar ekki leng- ur veigalitlir félagar í stuttpilsum heldur snjallir yfírmenn og jafn- ingjar. -ai. Þegar hraða er þörf. Þegar tíminn er peningar. Þegar ekki er flogið. Fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn frá SUBARU er kjörbíll manna á uppleið í krefjandi störfum. SUBARU kemst leiðar sinnar með öllum þeim krafti og nútímaþægindum sem japanskt hugvit hefur upp á að bjóða. SUBARU á stöðugri uppleið. jT-I I =. Ingvar | | I jHelgason hf. —.^££X£S‘m Rauðagerði ' ' ' Sími: 91 -3 35 60 5 | / fararbroddi tæknitegra framfara NOKKRUM Subaru, sjálfsklptum og station, og elnnlg sjálfskipt- um Sedan Subaru óráðstaf- að á eldra genglnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.