Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 1

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA \ 1988 ÞRIDJUDAGUR 14. JUNI BLAÐ B KNATTSPYRNA Asgeir Slgurvinsson. Stuttgart vilj halda í Ásgeir Honum hefur verið boðið starf hjá félaginu er hann leggur skóna á hilluna STUTTGART vill halda ÍÁs- geir Sigurvinsson, þegar hann ákveður að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Forráðamenn félagsins hafa boðið honum að starfa hjá félaginu, þegar knatt- spyrnuferli hans lýkur. Það er ánægulegt að vita að Stuttgart vilji nota krafta mína eftir að ég hætti að leika knattspyrnu, en það er enn langt í það að ég festi skóna mína upp á nagla. Eg er samningsbundinn Stuttgart til 1990 og reikna ég fastlega með að endumýja samning minn við félagið, ef ekkert_ óvænt kemur upp á,“ sagði Asgeir Sigurvinsson, sem hefur mikinn hug á að fara í þjálfaraskóla í V-Þýskalandi, þegar hann hættir að leika knattspyrnu. Nægur tími til stefnu „Það hefur ekkert verið rætt um hvaða starf mér er ætlað hjá Stuttgart, enda er nægur tími til stefnu. Ég á eftir að leika marga leiki með félaginu áður ^ on ég leggst í helgan stein sem knattspyrnumaður,“ sagði Ás- geir. GOLF / EVROPUMOT Úlfar Jónsson varðí 13. sæti Ulfar Jónsson hafnaði í 13. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem fram fór í Hamborg í Vestur-Þýskalandi um helgina. Úlfar lék á 291 höggi og það færði honum 13. sætið, en sigurvegar- inn, sem er frá Ástralíu, lék á 284 höggum. Þetta er í annað sinn sem Úlfar tekur þátt í þessu móti, en hann hafnaði í 43. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. „Ég er mjög ánægður og hef greinilega tekið fram- förum,“ sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið. „Það munar líka miklu fyrir mig að hafa æft í Bandaríkjunum. Reynslan sem ég hef hlotið þar reyndist mér dýrmæt á þessu móti.“ ■ Nánar/B 15. KORFUKNATTLEIKUR IMober með lið Kefla- víkur næsta vetur? Kemur til viðræðna um helgina og miklar líkur eru á að hann verði ráðinn LEE Nober, bandarískur körfuknattleiksþjálfari, er væntanlegur til íslands um helgina. Hann hyggst líta á aðstæður hjá ÍBK og ef sam- komulag næst mun hann þjálfa liðið næsta vetur. ober hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur þjálfað víðsvegar um Bandaríkin í rúm tíu ár, en hann er þó aðeins tæp- lega þrítugur að aldri. Hann þjálf- aði fyrst í bandarískum gagn- fræðaskólum, en hefur svo verið aðstoðarþjálfari hjá mörgum af bestu háskólaliðum Banda- ríkjanna, m.a. Tulane í New Orle- ans, háskólanum í San Fransisco og loks hjá Cleveland State, en þessir skólar eru allir í fremstu röð í 1. deild háskólakörfuboltans í Bandaríkjunum. „Ég hef ekki hitt hann og það hefur ekkert verið ákveðið ennþá. En mér lýst vel á það sem ég hef heyrt og á jafnvel von á að hann verði ráðinn," sagði Skúli Skúla- son, formaður körfuknattleiks- deildar IBK í samtali við Morgvn- blaðið í gær. Nober lýst vel á tilboð Keflvík- inga. Verði hann ráðinn, sem miklar líkur eru á skv. heimildum Morgunblaðsins mun hann þó ekki koma fyrr en 1. september. Hann mun þjálfa í Englandi í sumar og kemst ekki fyrr. Gunnar Þorvarðarson þjálfaði ÍBK síðastliðinn vetur en hefur nú tekið sér frí frá þjálfun. KNATTSPYRNA/ /EVROPUKEPPNIN Reuter Gód byrjun Ira Fjórum leikjum er nú lokið í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspymu, sem fram fer í Vestur-Þýskalandi. írar byijuðu vel og unnu Englendinga 1:0 og er myndin úr leiknum. Peter Beardsley reynir að ná knettinum af Kevin Moran, sem er á hnjánum, en Irarnir Chris Hughton til hægri og Mick McCarty eru við öllu búnir. Evrópukeppnin/B7, B8,B9 og B10 HANDBOLTI Duisburg sýnir Júlíusi nú áhuga FORRÁÐAMENN vestur-þýska handknattleiksfélagsins Duis- burg hafa sett sig í samband við Júlíus Jónasson, landsliðs- mann úr Val, og boðið honum að koma utan og leika með lið- inu næsta vetur. Lið Duisburg leikur f 2. deild. Júlíus hefur sagt Þjóðveijunum að hann sé ekki tilbúinn að koma til Þýskalands í haust, og lýstu þeir þá áhuga á að ræða við hann með þar næsta keppnistímabil, 1989-90, í huga. „Þeir ætla að ræða eitthvað við mig þegar ég fer með landsliðinu til Þýskalands í júlí,“ sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði allt óráðið um framtíð- ina, en spönsk félög hafa einnig sýnt áhuga á að fá hann, eins og áður hefur komið fram í blaðinu. Júlíus sagðist í gær þegar hafa neitað tilboði Tres de Mayo á Kana- ríeyjum, en vissi ekkert um hvernig málin stæðu gagnvart liðum Gran- holes og Valencia, sem höfðu einnig áhuga á að fá hann. „Ég er ákveðinn í að fara ekki út nema ég fái mjög gott tilboð. Ég tel ekki minni líkur á að ég verði með Val næsta vetur og líti ef til vill í kringum mig eftir það,“ sagði Júlíus. BILAR: LITIL FLUGA/B 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.