Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 12
12 B
JHoraiwfolaftifo /IÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
CKroðn AX Sport, rennilegur og fímasprækur, bfll fyrir hressa stráka og kraftmiklar stelpur á öllum aldri.
Morgunblaðiö/BAR
Reynsluakstur
Citroen AX Sport
Umboð á Íslandi: Globus hf
Verð kr 576.000
Lítil fluga
AX er bfllinn sem kom Citroén aftur
inn á kortið yfir bflaframleiðendur í
fremsta flokki. Um miðja öldina
höfðu þeir smíðað háifgerða framúr-
stefnubfla. Þeir komu reyndar fyrst
fram seint á fjórða áratugnum. Fram-
drifnir og með afburðagóða aksturs-
eiginleika. Framdrifið var að vísu
ekkert nýtc í þá daga. Það hafði ver-
ið reynt fyrir aldamót af ekki ómerk-
ari manni en sjálfum Ferdinand
Porsche. Ameríkanar smíðuðu líka
framdrifna bfla, Cord líklega frægast-
ur þeirra og kom á þriðja áratugnum.
Citroén hafði aftur á móti bfl, sem
var allnærri því að vera til alhliða
nota. Útlitið var mjög sérstakt og gat
allt eins hæft höfðingjum sem alm-
úgamönnum. Á sjötta áratugnum
kom síðan sá stóri, gekk undir nöfn-
unum DS og ID. Hann var einstakur
á allan hátt, útlitið þannig að hann
var kallaður „skúlptúr á hjólum" og
hann vartil sem þjóðhöfðingjavagn
jafnt sem millistéttarbfll. Hann hafði
hina frægu vökvafjöðrun og þótti ein-
stakur í akstri. Og svo var auðvitað
Bragginn. En á sjöunda áratugnum
fór að halla undan fæti, ný módel
komu og juku ekki á orðstír Citroén,
nema síður væri. Bflarnir hafa þó
alla tíð verið sérstæðir og enginn
hefur villst á þeim og öðrum bflum.
Haustið 1986 kemur síðan AX, boð-
beri nýrra tíma hjá Citroén. Á eftir
honum koma aðrar nýjar gerðir,
næst líklega CX, endurhannaður frá
grunni. AX var að öllu leyti ný hönn-
un þegar hann kom á markaðinn,
smábfll með f ramúrskarandi vel
nýttu rými. Síðar kom hann í þessum
búningi, sem við spgjum nú frá: AX
Sport. Tryllitæki, lítill og kvikur, rétt
eins og lítil fluga.
Við höfum ekki kannað, hvort AX Sport
er minnstur tryllitækja á markaðnum.
Sennilega er hann það, helst að Suzuki
Swift geti skákað honum að því leyti.
Hann er sportlegur á að
líta, vindskeiðar í bak og
fyrir og plasthlífar á hlið-
unum gefa honum svolítinn
rallýsvip. Hann ber með sér
að vera öðruvísi en fjöl-
skyldubíllinn AX. Sé ein-
hver í vafa um að Sport sé öðruvísi, þá
hverfur sá vafi óðara sem sest er inn í
hann og litast um.
BÍLAR
Þórhallur
Jósepsson
skrifar
Svalurað innan
Klæðningin á augljóslega ekki að vera við
hæfi einhvers meðaljóns. Og sama er að
segja um búnaðinn. Segja má, að við hönn-
un innrýmis í AX Sport hafi verið horfið
aftur til upphafsins. Þarna eru aðeins
nauðsynlegustu stjómtæki og svo lítil
klæðning sem komast má af með. Ekkert
meira! Þetta er dirfska á tímum þegar
Japanir flæða yfir markaðinn með „full-
hlaðna“ bfla! Það er ekki spamaður eða
níska sem veldur, að hurðarspjöldin ná
aðeins um miðju hurðanna. Það er ekki
heldur þess vegna sem ekki em rafdrifnar
rúður. Ástæðan er einfaldlega sú, að AX
Sport er bíll fyrir töffara, harðjaxla, fólk-
ið sem lætur strauminn aldrei breyta
stefnu sinni. Yfirbragðið að innan minnir
líka á sportbíla fyrri tíma, svokallaða „ro-
adstera". Þeir voru hráir og buðu ekki upp
á nein þægindi, en höfðu afburða aksturs-
eiginleika og sérstætt útlit. Fólk sem ók,
og ekur, slíkum bílum tengist óðara ævin-
týralegu lífi, hraða og spennu í huga
manns.
Orgar á gjöfinni
Ekki mýkist hann agnarögn þegar sett er
í gang. Gróft vélarhljóðið er öflugt og
breytist í org á gjöfínni. AX Sport gerir
út af við allar hugmyndir um að hann
geti átt að vera sófí á hjólum um leið og
gefið er í. Gagnstætt hinum venjulega AX,
sem þó er allsprækur, er Sport harður og
frekar grófur. En hann er ótrúlega snar
í snúningum, hendist áfram. Hestöflin eru
95 sem er talsvert í rúmlega 700 kílóa
bíl. Gangurinn er svona grófur þar sem
kreist er óvenju mikið út úr vélinni. Til
þess eru meðal annars notaðir tveir
tveggja hólfa blöndungar.
Lipur í akstri
Búast mætti við erfiðleikum við að stjórna
bfl, sem fær slíkar lýsingar sem að ofan.
Það er þó öðru nær. Þrátt fyrir allan gróf-
leikann í umbúnaði og vélargangi, er hann
hinn Ijúfasti að aka. Það er að segja mið-
að við vélaraflið. Alltaf er vissum erfiðleik-
um bundið að stjórna aflmiklum bílum.
Hætta er á að missa vald á þeim, sú
hætta eykst í réttu hlutfalli við aflið og
ekki síst í framdrifnum bílum. AX Sport
er allra að aka og fer býsna vel með afl
sitt. Þó er hætta á að missa hann þversum
á malarvegi, ef ekki er gætt að. Það er
einfaldlega vegna þess hve stutt er á milli
öxla og bíllinn því tiltölulega breiður. Þar
af leiðandi á hann auðvelt með að snúast.
Þessa gætti í reynsluakstrinum þegar við
Hæðundir
Eigin þyngd.... 735 kg
Heildarþyngd.. 1065kg
Vél
Fjögurra strokka, vatnskæld,
tveggja blöndunga, þverstæð.
Slagrúmmál.... 1294 rúmsm
Afl“
Hemlar framan
Hemlar aftan..
Hemlakerfi tvöfalt vökvakerfi
Fjöðmn framan...McPherson gormar
Fjöðmn aftan..
Gírkassi
Drifhlutfall 4,29:1
Stýri
Beygjuradíus..
Tankur
Hámarkshraði.
Hröðun 0-100..
Dekk 165/60 R14MXV
ókum eins og ekki á að aka, sem sagt
glannalega.
Sportlegur
Utlit bílsins ber með sér að hann er ekki
venjulegur og hentar ákaflega vel þeim,
sem vilja skera sig svolítið úr fjöldanum,
án þess að verða um of róttækir. Að inn-
an er rýmið vel nýtt, eins og í öðrum AX
gerðum. Hann er þægilegur í umgengni,
að undanskildum innfelldum hurðahúnum.
Það er bölvað ólán að eiga við þá. Getur
kostað allskonar tilfæringar með hand-
leggina að opna. Að flestu leyti getur far-
ið vel um hvem sem er inni í bílnum. Til-
tölulega gott pláss er bæði í fram og aftur-
sætum, miðað við stærð bílsins og nóg
lofthæð. Það er helst að hörð fjöðrun og
hávaði dragi úr. Og svo auðvitað spar-
tönsk klæðningin og búnaðurinn. Allt er
þetta smekksatriði og eins og við sögðum
hér á undan, AX Sport er ekki ætlaður
hversdagsfólki til hversdagslegra nota,
hann er fyrir stráka og stelpur sem vilja
hafa svolítið straumkast í kring um sig.
PUIMKTAR
Reynsluakstur í góðu veðri og færi um
möl og bik, alls eknir rúmlega 200 kíló-
metrar.
Vél og kram
Vél er fimasnörp, hávær og grófgeng í
hægagangi. Gefur rallýtilfinningu.
Gírkassi er fimmgíra, lipur, góð hlutföll.
Drif er að framan og kemur vel út.
Undirvagn
Stýri er létt, tekur lítillega í þegar gefið er
' beygjum, nákvæmt.
Fjöðrun er stinn, nánast höst. Kemur
mjög vel út í akstri á slæmum vegi, lætur
mjög lítið undan í beygjum.
Öryggisbúnaöur
Boddýbygging er styrkt utan um far-
þegarými. AX hefur fengið hrós erlendra
blaðamanna sem lentu í árekstri á honum.
Hemlar eru nákvæmir, sýndu enga veik-
leika.
Belti eru í rúllum og auðveld í meðfömm.
Klæðning er fúlllítil frá öryggissjónar-
miði, hætt við að fá pústra af bem jámi.
Útsýni er gott, speglar góðir.
Ljós em öflug og góð, sérstök nærljós að
framan.
Þurrka er aðeins ein og skilur of stóran
flöt eftir í efra homi framrúðu vinstra
megin.
Stjómtœki
Rofar em vel staðsettir, galli að ljósarofa
þarf að snúa.
Mælaborð er vel sýnilegt og skýrt, allir
nauðsynlegir mælar.
Fótstig em rétt staðsett og létt ástigs.
Skiptir er lipur, gengur vel í alla gíra.
Hurðahúnar em bölvanlega leiðinlegir.
Þægindi
Rými er vissulega lítið í svo litlum bíl, en
ekki þröngt, framúrskarandi vel nýtt.
Hljóðeinangrun er bágborin, hávært vél-
arhljóð og veghvinur.
Miðstöð er góð, en hávær.
Innstig/útstig er gott í framsæti, en er-
fitt fyrir fullvaxna að komast afturí.
Farangursgeymslan er lítil, en vel nýtt
og mjög aðgengileg.
Smámunageymslur em margar og góðar.
Varadekk er á leiðinlegum stað, undir
farangursgeymslunni.
Helstu kostir
Vélarafl, lipurð í akstri, fjöðmn þó hörð
sé, vel nýtt rými.
Helstu gallar
Bágborin hljóðeinangmn, hurðahúnar.