Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 4

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 4
4 B fllgrgsmMaftift /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SL-DEILDIN) Kastaði mér að boltanum en man svo ekki meira! - sagði Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, sem rotaðist er Keflvíkingar jöfnuðu á elleftu stundu LEIFTUR lék sinn 22. deildar- leik í röð án taps á heimavelli, er liðið fékk Keflvíkinga í heim- sókn á sunnudaginn. Leiknum lauk með jafntef li, 1:1, og voru bæði mörkin gerð á síðustu 9 mínútunum. Steinar ingimund- arson var enn á ferðinni fyrir Ólafsfirðinga; skoraði mark þeirra á 81. mín. en Einar Ás- björn Ólafsson náði að jafna á 90. mín. En tafir urðu reyndar talsverðar og bætti dómarinn níu mínútum við venjulegan leiktíma. Þorvaldur Jónsson, markvörður og fyrirliði Ólafsfirðinga, rot- aðist er Einar Asbjörn jafnaði og tók drykklanga stund að vekja hann úr rotinu. „Eg kast- Reynir aði mér í átt að Bolt- Eiriksson anum og man svo skrifar ekki meira! Þegar ég raknaði úr rotinu var það fyrsta sem ég fékk að vita að Keflvíkingar hefðu skorað og jafnað og þótti mér það með ólíkind- um...“ sagði Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið á eftir. „í heildina séð var jafntefli sanngjarnt, en það var hræðilegt að fá svona mark á sig rétt í lokin. Mér líður því virkilega illa eftir þetta," sagði hann. Mörkin Mark Keflvíkinga bar þannig að, að Ragnar Margeirsson gaf fallega fyrir markið, einn samheija hans skallaði knöttinn áfram inn á mark- teiginn þar sem upphófst mikill darraðardans sem endaði með því Þorvaldur Jónsson. P Þorvaldur Jónsson Leiftri, Ragnar Margeirsson ÍBK, Einar Ásbjöm Ólafsson ÍBK. að Einari Ásbirni tókst að koma knettinum í netið. Eins og áður sagði kom mark Leift- urs á 81. mín. Steinar Ingimundar- son setti markið og hefur þar með gert öll þrjú mörkin í sögu Leifturs í 1. deild. Tekið var langt innkast inn á markteig Keflvíkinga, þar sem myndaðist þvaga, og upp úr henni barst knötturinn til Steinars sem sendi hann af öryggi í netið af stuttu færi. Báðum mörkum var mótmælt harð- lega, þar sem leikmenn liðsins sem skorað var hjá töldu að brot hefði verið framið áður en knötturinn fór í netið, en dómari leiksins sá ekk- ert athugavert og við það sat. Leikurinn bar þess greinileg merki að hann fór fram á möl og einnig að talsverður vindur var, allt þar til 20 mínútur voru eftir. Höfðu sumir heimamanna það reyndar á orði að slæmt væri að leika um miðjan dag þar sem hafgola væri ávallt ríkjandi í bænum á þeim tíma. Móg væri að hafa aðeins malarvöll, þó svo ekki væri golan til að skemma fyrir líka. Enda var það eins og við manninn mælt, að um kvöldmatarleytið datt allt í dúna- logn í bænum nema á áhorfenda- stæðunum þar sem Ólafsfirðingar hvöttu sína menn dyggilega. Keflvíkingar sterkari Viðureign liðanna var ekki sérlega vel leikinn. Fátt var um fína drætti. Keflvíkingar voru heldur sterkari í leiknum, spiluðu meira úti á vellin- um én leikur Leifturs var frekar fálmkenndur og lítið um spil. Besta færið í fyiri hálfleik fékk Einar Ásbjöm Ölafsson — hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Leifturs en Þorvaldur varði glæsi- lega með úthlaupi. I síðari hálfleikn- um áttu Keflvíkingar þijú ágæt færi en Þorvaldur var sterkur í markinu að venju. Undir lokin komu heimamenn meira inn í leikinn og eftir venjulegan leiktíma, á 97. mín. var Lúðvík Bergvinsson nálægt því að skora; komst einn inn fyrir vörn- ina og skaut hárfínt framhjá mark- inu. Skall þar hurð nærri hælum. Steinar Ingimundarson hefur gert öll þijú mörkin í 1. deildarsögu Leift- urs frá Ólafsfirði. Leiftur-ÍBK 1:1 Ólafsfjarðarvöllur, íslandsmótið - 1. deild, sunnudaginn 12. júní 1988. Mark Leifturs: Steinar Ingjmundarson (81.) Mark ÍBK: Einar Ásbjörn Ólafsson (90.) Gult spjald: Sigurður Björgvinsson ÍBK (83.) og Steinar Ingimundarson Leiftri (92.). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefíð. Dómari: Bragi Bergmann, 5. Línuverðir: Snorri Snorrason og Kjartan Bjömsson. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Gústaf ómarsson, Ámi Jakob Stefánsson, Sigurbjöm Jakobsson, Guðmundur Garðarsson (Þorsteinn Geirsson vm. á 68.), Friðgeir Sigurðsson, Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guðmundsson, Lúðvík Bergvinsson, Hörður Benónýsson (Óskar Ingimundarson vm. á 77.), Steinar Ingimundarson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Sigurður Björgvinsson, Daníel Einarsson, Grétar Einars- son, Ingvar Guðmundsson, Peter Farrell, Jóhann Magnússon (Kjartan Einarsson vm. á 72.), Óli Þór Magnússon, Gestur Gylfason, Ragnar Margeirsson, Einar Ásbjöm Ólafsson. Fróðleg umræða um eignaréttinn og fleira Sportveiðiblaðið var að koma út, fjölbreytt að efni að vanda. Það sem umsjónarmanni þessa þáttar þykir einna merki- Íegast af efni blaðsins að þessu sinni, erágæt umfjöllun frá fundi sem Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis hélt í febrúar síðast iiðnum, en þar var f undaref nið, veiðiréttur, staða og skyldur skotveiði- manna. Bragi Melax tók saman pistilinn fyrir Sportveiðiblaðið og segir m.a. í inngangi: -Aðalumræðuefnið kom sumum nokkuð á óvart, mun VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrifar það m.a. eiga við nokkra alþingis- menn. Við þetta er’ rétt að stöðvast. Mál málanna var al- mannaréttur til veiða og annarrar umgengni við land og lífríki þess. Það er væntarxiega kominn tími til þess að sá skilningur fæðist að hér sé um stórmál að ræða, mál þar sem skotveiðimenn eiga aðeins hluta að aðildinni. Hér er átt við að það sé einfaldlega þjóðfélagsleg nauðsyn að þau rúmlega 90 prósent þjóðarinnar sem í þéttbýli dvelja, öðlist sem sterkust tengsl við land ^Abu Garcia ] \feiðivörur fyrir þig § sitt og náttúru þess.“ Bragi hefur sannarlega lög að mæla, málið er bæði risastórt og umræða um það á sem breiðustum grundvelli afar brýn. Tökum sem dæmi, að á fundinum var eignaréttarhugtakið krufið og fram kom að eignaréttur, nytjarétt- ur og veiðiréttur séu langt því frá sami hluturinn undir ýmsum kring- umstæðum og ekki endilega í sömu höndum í einstökum tilvikum. Þetta leiðir hugann óneitanlega að þeirri gremju margra að kaupa stang- veiðileyfi af bændum til veiða í vötn- um á hálendi landsins, t.d. í Veiði- vötnum og nágrenni, og á Amar- vatnsheiði. Fulltrúar allra flokka voru mættir á fundinn sem um ræðir og þetta er t.d. haft eftir Sverri Hermannssyni: -Það er auð- vitað gífurlega mikilvægt að nema á brott þessa sönnunarbyrði sem bændum var færð í hendur um að þeir ættu afréttir og almenninga, það er undirstöðuatriði...." Svona mætti halda áfram. Kjami málsins er sá, að þama var hreyft við um- ræðuefni sem hefur legið í salti allt of lengi. Raunar furðulega lengi miðað við hve málið er mörgum hugleikið. Ein sú besta.... { umræddu Sportveiðiblaði er í mörg hom að líta. í grein Völundar Hermóðssonar frá Árnesi um veiði- staðinn Vitaðsgjafa í Laxá í Aðald- al, er til dæmis að finna einhveija þá áhrifamestu veiðisögu sem und- irritaður minnist þess að hafa lesið. Hún fjallar um gamlann Banda- ríkjamann og einn af þeim stóm í Laxá. Þar stendur m.a.: Við sitjum og röbbum saman og þar kemur að ég segi honum söguna af laxin- um sem hélt lífínu í gömlum vini mínum. Hann heitir Ed Robson og hefur veitt hér hvert sumar frá 1971, ekkert sumar fallið úr til þessa. Veturinn 1984 fékk hann þrisvar heilablæðingu, í hvert sinn var hans helsta hugsun er hann náði meðvitund að hann yrði að lifa svo að hann kæmist til veiða í Laxá um sumarið. I seinasta skiptið sem hann veiktist var hann talinn af og allt hans skyldulið kallað til sjúkra- hússins til að kveðja þann gamla. Eftir þessu mundi hann óljóst, en því betur eftir því að hann dreymdi stöðugt sama drauminn, hann dreymdi stóra laxins sem við misst- um á Vitaðsgjafa sumarið áður, á meðan fjölskyldan beið milli vonar og ótta, lifði hann í sælum draumi ævintýrisins og þegar hann komst til meðvitundar tók við þráin eftir því að ná bata og takast á við ný ævintýri á veiðum. Ed er þess full- viss að þessi sterka þrá eftir íslensku ævintýraánni hans hafi hpldið vakandi svo sterkum lífsvilja að hún sigraði dauðann...“ Síðan segir Völundur söguna og er það dramatísk frásögn af harðri glímu veiðimanna við eitt af þessum tröll- um í Laxá sem næstum ógerningur er að landa, en allir vita að eru til. Ekkisehdýrara...... Þetta er ekki selt dýrara en það er keypt. Ýmsir sem undirritaður hefur rætt við hafa látið þá skoðun sína í ljós, að tími straumflugna í laxveiði sé óðum að renna sitt skeið að mesta. Þessar flugur urðu að tískubólu fyrir nokkrum árum, sérs- taklega vegna Þingeyingsins, og var mikið veitt á þetta og talað um nýbreytni. Nú segja ýmsir að þetta hafi ekki verið nýbreytni, heldur örlítið hliðarskref frá notkun túbu- flugna. Nú séu margir að snúa sér að túbunum aftur við þær kringum- stæður sem henta stóru flugunum vegna þeirrar einföldu staðreyndar að önglar þeirra eru þrír, en straum- flugurnar eru sem kunnugt er ein- krækjur. Þá er það alkunna að tú- bur má hnýta af ýmsum þyngdum og mætti því ætla að þær séu bæði traustari og ijölbreyttari veiðar- færi. En straumflugnrnar eiga allt- af sína aðdáendur sem benda rétti- lega á, að þær eru ótrúlega líflegar og seiðandi í vatninu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.