Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 11
3B«rgiunMflÍiiÍ> /ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
B 11
FRJÁLSAR
Schmidt vill
fá þijú mót
WOLFGANG Schmidt, fyrrum
heimsmethafi íkringlukasti,
hefur ekki aðeins þegið boð
Frjáisíþróttasambandsins um
að keppa á Flugleiðamótinu 21.
júní, heldur hefur hann óskað
eftir þvíað fá að keppa hér
þrisvar.
Schmidt hafði samband við PRÍ
og sagðist vilja vera hér á landi
í að minnsta kosti viku og spurðist
fyrir hvort hann gæti keppt á öðrum
mótum. Bauð FRI honum að keppa
sem gestur á meistaramótinu 25.
júní og hefur verið ákveðið að efna
til móts annað hvort í Reykjavík
eða Hafnarfirði 23. júní.
Schmidt er mikill vinur Bandaríkja-
mannsins Mac Wilkins, Olympíu-
meistara frá 1976 [þá varð Schmidt
annar] og fyrrum heimsmethafa í
kringlu. Schmidt hringdi í Wilkins
og spurði hann um ísland eftir að
hafa þegið boð FRÍ um að keppa á
Flugleiðamótinu. -Þú getur ekki
verið skemur en viku á Islandi, það
er stórkostlegt að koma þangað,
sagði Wilkins, sem kom tvívegis
hingað til keppni.
FLUGLEIÐAMOTIÐ
Margir af-
reksmenn
vilja keppa
MARGIR afreksmenn hafa haft
samband viö Frjálsíþróttasam-
bandið að undanförnu og ósk-
að eftir að keppa á Flugleiða-
mótinu ífrjálsum, sem fram fer
á Laugardalsvelli 21. júní.
að eru einkum kringlukastarar
sem sett hafa sig í samband
við FRÍ, en sambandið hefur sem
kunnugt er boðið Wolfgang
Schmidt, fyrrum heimsmethafa til
mótsins, en hann á 71,16 metra.
Schmidt féll í ónáð í Austur-Þýzkal-
andi og var pólitískur fangi á annað
ár en var síðan leyft að flytja til
Vestur-Þýzkalands í fyrrahaust.
Heimsmet hans var 71,16 metrar.
Hann keppti ekkert frá miðju sumri
1981 þar til í vor og er kominn í
fremstu röð á ný.
Ásamt Schmidt kemur Vestur-
Þjóðveijinn Alwin Wagner, en hann
náði fimmta bezta afreki heims í
fyrra, kastaði 67,80. Einnig vilja
Werner Hartmann (65,82 5 fyrra
og yfir 66 í ár) og Alois Hannecker
(65,32) koma.
Þá kom ósk frá norska frjálsíþrótta-
sambandinu í síðustu viku um að
kringlukastaramir Knut Hjeltnes,
Svein Inge Valvik og Olaf Jensen
fengju að keppa á Flugleiðamótinu
og hástökkvarinn Hanne Haugland,
sem stökk hæst kvenna á Norður-
löndunum í fyrra, eða 1,93 metra.
Valvik náði sjötta bezta afreki í
heiminum í fyrra, 67,70. Hjeltnes
á Norðurlandametið, 69,62 frá
1985. Hann hefur kastað yfir 67 í
ár.
Fyrir helgi hringdi síðan danski
kringlukastarinn Ciaus Bahrc og
tilkynnti komu sína á eigin kostn-
að. Hann á 57,62 metra.
„Við getum ekki tekið alla þessa
afreksmenn á okkar kostnað, höf-
um þegar boðið Schmidt, Hartmann
og hástökkvaranum Burchard
(2,27) frá Þýzkalandi. Við erum að
reyna allt hvað getur til að fá góða
spjótkastara en framboðið er minna
en eftirspumin. Við munum þó ör-
ugglega bjóða Hjeltnes og Haug-
land hingað," sagði Ágúst Ásgeirs-
son, formaður FRÍ, í gær.
Knut Hjeltnes keppir á Flugleiða-
mótinu.
FRJALSAR IÞROTTIR / LANGSTOKK
Reuter
Galina Chistyakova frá Sovótríkjunum setur nýtt heimsmet
um helgina, stekkur 7,52 metra. Mótið fór fram í Leníngrad í
heimalandi hennar.
Heimsmet
Chistyakovu
- stökk 7,52 metra í langstökki
GALINA Chistyakova frá Sov-
étríkjunum setti heimsmet í
langstökki um helgina er hún
stökk 7,52 metra á móti í
Leningrad. Gamla metið áttu
Jackie Joyner frá Banda-
ríkjunum og Heike Drechsler
frá Austur-Þýskalandi, en það
var7,45 metrar.
etið kom í sjöttu og síðustu
tilraun Chistyakovu, en
áður hafði hún náð mjög góðum
stökkum sem voru rétt við gamla
heimsmetið. „Úrslitin gefa mér
von um að stökktækni mín sé á
réttri leið,“ sagði Chistayakova.
„Eg geri mér vonir um að vinna
til gullverðlauna í Seoul, en það
verður ekki auðvelt gegn Joyner
og Drechsler."
Met hjá Aouita
Said Aouita setti einnig met um
helgina, þó það hafi ekki fengist
staðfest. Hann hljóp tvær mílur á
8:13,09 mínútum, á móti í Casa-
blanca, en vegna þess að tíma
tökutækin virkuðu ekki fékkst
metið ekki staðfest.
Aoutia á heimsmet í 1.500, 2.000
og 5.00 metra hlaupi, en tókst
ekki að bæta eigið met í tveggja
mílna hlaupi því einhver gekk í
gegnum endalínuna og ruglaði
rafeindabúnaðinn sem tekur
tímann. Aoutia var æfur af reiði
eftir hlaupið og neitaði að tala við
blaðamenn og mótstjórnendur.
Þá náði Heike Drechsler besta
tíma ársins f 200 metra hlaupi á
móti í Austur-Berlín. Hún hljóp á
21,99 sekúndum, en það er aðeins
0.18 sekúndum frá heimsmetinu
sem hún á.
FORMULA 1
Senna
vanní
Kanada
McLaren-liðið því
með 100% ár-
anguráárinu
AYRTON Senna frá Brasilíu
sigraði i kanadíska kappakstr-
inum sem fram fór í Montreal
um helgina eftir mikla keppni
við félaga sinn í McLaren-lið-
inu, Frakkann Alain Prost.
Senna, sem einnig sigraði í San
Marino kappakstrinum fyrr á
árinu, fór hringina 69 á Gilles Vil-
leneuve brautinni, sem er 4.39 km
löng, á 1 klukkustund, 39 mín. og
46.618 sekúndum. McLaren-liðið
hefur því farið með sigur af hólmi
í öll fimm skiptin sem keppt hefur
verið á árinu; Prost hefur sigrað
þrívegis og Senna tvisvar.
Prost varð annar, tæpum sex sek-
úndum á eftir Senna og í þriðja
sæti varð Belginn Thierry Boutsen
á Benetton-bíl, tæpri mínútu á eftir
sigurvegaranum.
Alain Prost hefur enn forystu í
keppni ökumanna um heimsmeist-
aratitilinn. Hann hefur nú 39 stig
og Senna er kominn í annað sætið
með 24 stig. Austurríkismaðurinn
Gerhard Berger á Ferrari-bíl varð
að hætta keppni á sunnudaginn,
og datt niður í þriðja sæti — hefur
18 stig.
Senna, sem hefur byijað fremstur
í rásmarkinu í hverri keppni það
sem af er árinu, byijaði ekki vel á
sunnudaginn og fljótlega náði Prost
að skjótast fram úr honum. Prost,
Senna og Bergar — í þessari röð —
höfðu forystu fyrstu 13 hringina,
er Boutsen náði að komast í þriðja
sætið. í 19. hring sætti Senna síðan
lagi, er ökumennirnir þurftu að
hægja örlítið á í beygju — kitlaði
pinnann hressilega og komst fram
úr Prost í innanverðri beygjunni.
Hélt hann forystunni það sem eftir
var keppninnar.
Ayrton Senna fagnar sigri um helg-
ina í Montreal.
FRJALSAR / FYRRI HLUTI MEISTARAMOTS ISLANDS
Unnar náði góðum árangri
Aron Tómas Haraldsson setti unglingamet í 1500 m halupi
Unnar Vilhjálmsson, UÍA, náði
6.594 stigum í sinni fyrstu
tugþraut og varð íslandsmeistari.
Jón A. Magnússon úr HSK varð
annar með 6.439 stig og er það
hans besti árangur. Það dugði hon-
um til að tryggja sér þátttökurétt
á Norðurlandameistaramóti ungl-
inga í fjölþraut, en Jón er 19 ára
á þessu ári.
Martha Ernsdóttir bætti árangur
sinn í 5000 m hlaupi og fór önnur
kvenna undir 17 mínútur. Met Lilju
Guðmundsdóttur er 16.36,96 mín.
Már Hermannsson var alveg við
sitt besta í 10 km hlaupi. Kristján
Skúli Ásgeirsson og Gunnlaugur
Skúlason, sem er 20 ára, náðu
sínum besta árangri, 32.37,1 og
32.46,2 mínútur.
Ágæt þátttaka var í flestum grein-
um unglingameistaramótsins sem
fram fór í Reykjavlk á laugardag-
inn.
Aron Tómas Haraldsson setti ungl-
ingamet í 1500 m hlaupi, hljóp á
4.49,6 mín.
Súsanna Helgadóttir úr FH hljóp
200 m á 24,7 sek., sem er hennar
langbesti árangur. Friðrik Arnar-
son, UBK, náði einnig ágætum ár-
angri í 200 metra hlaupi, 22,6 sek.
Súsanna sigraði með nokkrum yfir-
burðum í langstökki og nálgast
óðum 6 metrana.
Steinn Jóhannsson, FH, hljóp
keppnislaust 1500 m á 4.00,5 mín
og var einni sek frá sínu besta.
Einar Kristjánsson, FH, stökk 2,00
metra í hástökki.
■ Úrslit/B15
Aron Tómas Haraldsson.