Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 6
6 B
/IÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
Mats Wllander er nú kominn í 2. sæti á heimslistanum í tennis og er næst
tekjuhæsti tennisleikari heims.
ítf&nm
FOLK
■ HILMAR Björnsson þjálfar
2. deildarlið Hauka í handknattleik
næsta vetur. Ekki hefur verið skrif-
að undir samning en Hilmar og
Haukar hafa þó komist að sam-
komulagi. Brynjar Kvaran hafði
gert munnlegt samkomulag við
Hauka um að þjálfa liðið, en ákvað
síðar að leika með Stjörnunni. Þá
má geta þess að Sigurbergur Sig-
steinsson, sem þjálfaði karlalið fé-
lagsins síðasta keppnistímabil mun
þjálfa kvennalið Hauka næsta vet-
ur.
■ MATS Wilander stóð sig
mjög vel á opna franska meistara-
mótinu í tennis sem lauk fyrir
skömmu. Með sigri á mótinu komst
hann úr 3. í 2. sæti á heimslistanum
á kostnað landa síns, Stefan Ed-
berg, sem féll í 3. sæti. Ivan
Lendl, frá Tékkóslóvakíu er sem
fyrr i efsta sætinu, en Pat Cash,
frá Astralíu er kominn í 4. sætið.
Bandaríkjamaðurinn Jimmy Con-
nors er í 5. sæti og landi hans
Andre Agassi í 6. sæti. Tékkinn
Miloslav Mecir er í 7. sæti, en
Boris Becker verður að láta sér
lynda 8. sætið, en hann var áður í
4. sæti. Næstir eru tveir Frakkar,
Yannick Noah og Henri Leconte.
A lista yfir 20 bestu tennisleikar
heims eru fimm frá Svíþjóð og
Bandarikjunum og tveir frá
Frakklandi og Tékkóslóvakíu.
■ PORTO sigraði Benfica 1:0 í
undanúrslitum portúgölsku bikar-
keppninnar í knattspymu um helg-
ina. I hinum undanúrslitaleiknum
sigraði Guimaraes lið Portimon-
ense 2'.1
■ JÚGÓSLA VNESKJ knatt-
spymumaðurinn Refik Sabanad-
zovic, sem meiddist illa í nóvember
síðastliðnum og lá þá i dauðadái í
§óra daga, lék aftur með liði sínu
Rauðu stjörnunni í síðustu viku.
Sabanadzovic, sem er aðeins 22
ára, segist hafa náð sér að fullu.
■ OPNA bandaríska meistara-
mótið í golfí hefst eftir nokkra daga.
Meðal keppenda verða margir af
sterkustu golfmönnum heims, svo
sem Sandy Lyle, Greg Norman,
Seve Ballesteros, Bemhard Lan-
ger og fleiri. Ian Woosnam, sem
leikið hefur sérlega vel að undan-
fömu, verður hins vegar ekki með.
■ EDWIN MOSES, heimsmet-
hafi og margfaldur heims- og
ólympíumeistari í 400 metra
grindahlaupi, hefur aldrei byrjað
keppnistímabil eins vel og nú. Mo-
ses, sem er þrjátíu og tveggja ára,
hljóp um helgina á tímanum 48,38
á fyrsta móti sínu í ár.
■ METZ varð um helgina
franskur bikarmeistari í knatt-
spymu þegar liðið lagði Sochaux
að velli. Staðan var 1:1 eftir venju-
legan leiktíma og var þá framlengt
en ekkert skorað. Metz knúði loks
fram sigur í vítaspymukeppni.
■ ALÞJÓÐA skíðasambandið
ákvað um helgina, að heimsmeistar-
mótið í alpagreinum 1991 færi fram
í Saalbach í Austurríki en heims-
meistarmótið í norrænum greinum
sama ár færi fram í Val di Fiemme
á Ítalíu. Árið 1993 verður mótið í
alpagreinum haldið í Morioka-
Shizukuishi í Japan en mótið í
norrænum greinum í Falun í
Svíþjóð.
■ BORIS Becker sigraði um
helgina á Queen’s Club tennismót-
inuí London, sem er eins konar
upphitunarmót fyrir Wimbledon-
mótið. Becker sigraði Stefan Ed-
berg í úrslitum 6-1, 3-6, 6-3. Á
Edgbastonmótinu, sem er undir-
búningsmót kvenna fyrir Wimble-
don, sigraði þýzka stúlkan Claudia
Kohde Kilsch bandarísku stúlkuna
Pam Shriver í úrslitum 6-1, 6-2.
■ AÐALFUNDUR Breiðabliks
verður haldinn miðvikudaginn 15.
febrúar í félagsheimili Kopavogs.
■ BANDARÍKJAMENN hafa
mikinn hug á að halda heimsmeist-
arakeppnina í knattspyrnu 1994. í
Bandarikjunum eru margir ágætir
vellir, en gallinn er að þeir stærstu
eru flestir gervigrasvellir. Goerge
Toma, umsjónarmaður íþróttavalla
í Kansas hefur fundið lausn á þessu
litla vandamáli. Hann hefur ræktað
gras sem er hvorki gras né gervi-
gras, heldur gras á gervigrunni!
Toma gerði tilraun á velli í Kansas
og sáði grasfræum í holur á gervi-
grasinu. Eftir nokkra daga var það
komið hið besta gras. Þetta er þó
aðeins hægt á þeim völlum sem
hafa holur á yfirborðinu. Þessi
frumlega hugmynd Toma þykir þó
renna stoðum undir umsókn
Bandaríkjamanna um að fá að
halda heimsmeistarakeppnina
1994.
■ JOHAN Cruyff, var um helg-
ina sýknaður af ákæru spænskra
yfirvalda um skattsvik. Hann þjálf-
aði hjá Barcelona og stóð í þeirri
trú að laun hans væru undanþegin
skatti. Spænsk skattayfirvöld voru
hinsvegar ekki á því að láta hann
komast upp með að greiða ekki
skatta og höfðuðu mál gegn honum
og vildu fá 110.000 dollara í skatta.
Cruyff var hinsvegar sýknaður af
ákærunni á þeim forsendum að
hann hafi staðið í þeirra trú að
Barcelona borgaði skattana fyrir
hann. Cruyff hefur nú tekið við
liði Barcelona að nýju og mun þá
líklega verða gengið betur frá þess-
um málum:
■ KNA TTSPYRNUYFIR-
VÖLD í Júgóslavíu eru nú að rann-
saka hvort um mútur hafi verið að
ræða í síðustu umferðinni í knatt-
spyrnunni um helgina. Þá léku
Pristina og Celik og lauk leiknum
með sigri Celik, 3:2. En þegar þijár
mínútur voru eftir var staðan 2:0,
Pristina í vil. Þá var öðrum leikjum
umferðinnar lokið og ljóst að Prist-
ina gat ekki forðað sér frá falli,
en með sigri gæti Celik haldið
sæti sínu í deildinni. Það voru því
skoruðu þijú mörk á þremur mínút-
um og þykir það býsna grunsam-
legt. Þessi úrslit urðu til þess að
Sutjeska féll í 2. deild og hafa forr-
áðamenn liðsins kært úrslitin. An-
ton Cilic, formaður júgóslavneska
knattspyrnusambandsins, sagði í
gær að ef um svik væri að ræða
mættu liðin búast við mjög þungum
refsingum. Nú er rannsókn hafin
og ekki verður endanlega ákveðið
hvaða lið falla fyrr en niðurstöður
liggja fyrir.
■ GREG Norman hefur örugga
forystu á heimslistanum í golfi.
Hann er með 1.530 stig. Sandy
Lyle er í 2. sæti með 1.309 stig
og Severiano Ballesteros færðist
upp í 3. sæti úr því 4. með 1.081
stig. Bernhard Langer er í 4.
sæti með 1.034 stig. Helmingur
þeirra sem eiga sæti í 20 efstu
sætunum eru frá Bandarikjunum,
þrír frá Bretlandi og tveir frá Ástr-
alíu.
■ STEFFI Graf hefur aldeilis
haft gott upp úr tennisvertíðinni.
Hún hefur unnið sér inn 638.376
dollara á mótum í vetur. Martina
Navratilova er í 2. sæti yfir tekju-
hæstu tenniskonur heims með
437.305 dollara. Gabriela Sabatini
er í 3. sæti með 280.394 dollara í
laun. Hjá körlunum er Stefan Ed-
berg tekjuhæstur með 511.674
dollara og Mats Wilander hefur
fengið 486.000 dollara fyrir tennis-
hæfileikana. Boris Becker er svo
í 3. sæti með 482.406 dollara í laun.
Þess má geta að gengi dollarans
er nú um 44 ísl. kr.
Bandaríkjamenn hafa fundið upp leið til að rækta gras á gervigrasi. Svona gæti því ástandið verið á stærstu knatt-
spymuvöllum Bandarílqanna eftir nokkur ár.
UTRAS
Ungur nemur
Einn þolir ekkert nema jákvæða
gagnrýni og þegar umsagnir eru
ekki eins og hann vill hafa þær,
er fréttamönnum kennt um mis-
jafnt gengi. Þeir sjá ekki hvað
leikmennimir „hans“ eru góðir,
hvað liðið er sterkt, skrifa ekki
eða tala nógu vel og mikið um
landsliðsmennina, sem fyrir
bragðið verða óöryggir í næsta
Ieik; heildin verður ekki svipur
hjá sjón, dýrmæt stig tapast —
og leikmennimir eiga á hættu
að missa sæti sín.
Annar vill yfir höfuð hvorki sjá
eða heyra neitt neikvætt um
knattspyrnuna. Allir reyna að
gera sitt besta, jafnt innan vall-
ar sem utan og því eigi aðeins
að líta á björtu hliðarnar, annað
en spennan verður meiri með
hveijum leik. Áhorfendur eiga
von á skemmtilegri keppni og
ekki er ástæða til að óttast að
úrslitakeppni Evrópumótsins
dragi úr aðsókn hér heima, að
dómarar dæmi lið úr keppni eða
að umfjöllun verði félögunum
að falli. AUs staðar skiptast á
skin og skúrir og þeir, sem sjá
ekki skóginn fyrir trjánum, geta
áfram öðlast sálarró með því að
ráðast á Munda, þegar Gummi
brýtur af sér eða öfugt. Menn
verða að fá útrás og meðan
þeir skaða ekki aðra geta knatt-
spymuunnendur litið björtum
augum til sumarsins.
Steinþór
Guðbjartsson
Iþróttahreyfingin endurspegiar þjóðfélagið
Algengt að hengja bakara fyrir smið
Þjálfarar og leikmenn yfírleitt jarðbundnastir
enn em misjafnlega skapi
famir. Sumir em geðgóð-
ir og láta helst ekkert raska ró
sinni, en aðrir eiga við mikla
skapbresti að stríða, sem þeim
gengur misjafnlega að hafa
stjórn á. íþróttir í
einhverri mynd eiga
upp á pallborðið hjá
flestum og því er
ekki að undra að
hjörðin innan girð-
ingar íþróttahreyf-
ingarinnar er
misjöfn — íþrótta-
hreyfingin endur-
speglar þjóðfélagið.
Knattspyman er
vinsælust allra
íþróttagreina og í
tengslum viö nana
má oft sjá miður
skemmtilegar uppá-
komur. í útlandinu
fá sumir útrás með
því að stinga mann
og annan, en á sker-
inu munnhöggvast
menn, þegar þeim
er mikið niðri fyrir,
og dregur slíkt
sjaldan dilk á eftir
sér — sem betur fer.
Ólíkustu hjarðir
manna sameinast oft um að
dregur úr aðsókn að hans mati.
Sá þriðji segir eftir tap að ekk-
ert sé að marka mótheijana, því
hjörð þeirra sé ekki einlit heldur
samansafn alls staðar að. Hans
stofn er hreinræktaður og af
kenna dómaranum um alit sem
miður fer. Hann er ýmist blindur
eða með hárið í augunum, þó
sköllóttur sé; óákveðinn sila-
keppur eða ósvífínn heimadóm-
ari; í versta falli dómaradrusla,
sem eyðileggur alla leiki.
Flestir tengjast félögunum á
einn eða annan hátt. Hörðustu
stuðningsmennimir sjá ekki
annað en sitt lið, dýrka það og
dásama á sellufundum, en þegar
illa gengur er skuldinni skellt á
alla aðra en þá, sem við er að
sakast, bakari er hengdur fyrir
smið.
Vallarferð
Það er alltaf jafn gaman að fara á völlinn, hvað
sem aórir segja.
stuðnings- besta kyni — úrslitin því ekki
marktæk, nema um sigur sé að
ræða.
Þjálfarar og leikmenn eru yfir-
leitt jarðbundnastir. Undirbún-
ingur þeirra miðast við ákveðið
verkefni, sem þeir leysa stund-
um óaðfinnanlega. Oft eru þeir
sáttir við árangurinn, en stund-
um em þeir sjálfum sér verstir,
vita að gera hefði mátt betur
og reyna að læra af mistökunum
fyrir næsta leik. í flestum tilfell-
um gera þeir sér grein fyrir
frammistöðunni, em réttsýnir
og reyna hvorki að fegra eða
sverta sig eða aðra.
íslandsmótið fór rólega af stað,