Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 13
B 18
MORGUNBLAÐIÐ,SU>NNUÐAGHRa9.JÚNÍ,d9.88
við illan leik og svamlaði í land, en
sá ekkert til Mary Jo, þótt hann
kafaði hvað eftir annað niður að
bílflakinu til að reyna að bjarga
henni.
„I stað þess að leita strax að síma
gekk ég aftur til sumarbústaðarins
og bað tvo vini mína um aðstoð,"
sagði Kennedy í frægu sjónvaipsá-
varpi nokkrum dögum síðar. í bók
Damore er því lýst hvemig Gargan,
Markham og Kennedy hafi flýtt sér
að brúnni og Markham og Gargan
kafað niður að bílnum, meðan
Kennedy hafí legið á bakinu með
hendur fyrir aftan hnakka. Straum-
urinn var svo þungur, vatnið svo
gruggugt, svo myrkt var yfír og
mennimir svo dmkknir að tilraun
þeirra til að bjarga stúlkunni var
vonlaus. Damore hefur eftir Garg-
an: „Ég hugsaði með mér að við
yrðum að tilkynna strax það sem
gerzt hafði.“
„Trúirðu þessu, Joe?“
Teddy bíður dóms á snekkju sinni: her ráðunauta
Sumarbústaðurinn: vinafundir
Aðkoman að brúnni i myrkri:
mörgum spurningum ósvarað
Skýring Kennedys á því hvers
vegna hann Iét ekki lögregluna vita
fyrr en 10 tímum síðar, sem hann
kvað „óverjandi", var á þá leið að
hann hefði verið úrvinda af þreytu
og í miklu uppnámi. Hann gæti
ekki gert sér grein fyrir öllu því,
sem hann sagði og gerði eftir sly-
sið. „Læknar mínir sögðu að ég
hefði fengið heilahristing og
taugaáfall,“ sagði hann. Hann
kvaðst hafa verið svo lamaður af
sorg, ótta, efasemdum og þreytu
að hann hefði ekki getað hagað sér
skynsamlega þegar hér var komið.
Að lokum sagði Kennedy sam-
kvæmt. bók Damore: „Allt í lagi,
farið með mig til Edgartowns." A
leiðinni tautaði hann í sífellu að
sögn Gargans: „Trúirðu þessu, Joe?
Trúirðu þessu, Joe? Trúirðu því að
þetta hafi gerzt?“
Gargan segir að Kennedy hafí
ekkert viljað um það segja hvað
hann hygðist fyrir, en hann hafi
ekki virzt vilja tilkynna slysið. Hann
bað um að farið yrði með sig aftur
til sumarbústaðarins, svo að hann
gæti sett saman frásögn um slysið,
studda óhrekjanlegum rökum.
Hann gaf í skyn að þegar hann
yrði kominn aftur til hótels síns í
Edgartown, Shiretown Inn, gæti
Gargan „uppgötvað" slysið og til-
kynnt lögreglunni að Mary Jo hefði
verið ein í bílnum.
Nokkrir annmarkar voru hins
vegar á þessari ráðagerð að sögn
Damore. Hvorki Kennedy né Mark-
ham, sem var lögfræðilegur ráðu-
nautur hans, þekktu Mary Jo mjög
vel og hvorugur þeirra gat fullyrt
hvort hún kynni á bíl og hefði öku-
réttindi. Auk þess kvaðst Gargan
hafa gert sér grein fyrir því að
nánast vonlaust yrði að fá hitt fólk-
ið í veiziunni til að útvega Kennedy
fjarvistarsönnun og losa hann úr
klípunni.
Enginn þeirra vissi heldur hvort
sézt hefði til Kennedys á brúnni.
Seinna sagði Christopher Look
varalögreglustjóri að hann hefði
talið sig sjá mann og konu í bíl, sem
hefði beygt inn á veginn að brúnni,
en hann hefði ekki skipt sér af þeim,
þar sem þetta var dagur kappsigl-
ingarinnar.
Þegar bíll Kennedys og félaga
hans nálgaðist ferjustaðinn gegnt
Edgartown varð Kennedy reiður að
sögn Gargans og sagði loks: „Allt
í Joey, ég skal sjá um þetta. Þið
skuluð fara til baka. Ekki koma
stúlkunum í uppnám, blandið þeim
Paul Markham: gölluð ráðagerð
ekki í málið." Seinna sagði hann í
sjónvarpsræðu sinni að hann hefði
beðið Gargan og Markham að „gera
ekki vini Mary Jos órólega" með
því að segja þeim strax frá slysinu.
Synti yfir flóann
Á feijustaðnum komust þeir að
því að fleiri ferðir yrðu ekki famar
til Edgartowns þá um nóttina, en
eins og Kennedy sagði í sjónvarps-
ræðunni „datt mér allt í einu í hug
að stökkva í sjóinn og synda yfír
flóann." Að sögn Damore trúðu
Gargan og Markham ekki. sínum
eigin augum þegar hann stakk sér
til sunds, en vegalengdin var ekki
nema 170 metrar og þeir töldu
ekki að honum væri hætta búin.
„Ég vona að mannhelvítið drukkní,"
sagði Gargan, sem hafði ekki verið
alls kostar hrifinn af framkomu
Kennedys. Sjálfur kvartaði
Kennedy yfir þungum straumum á
flóanum í sjónvarpsræðunni og
sagði: „Aftur munaði minnstu að
ég drukknaði."
(Mörgum þótti sagan um þetta
sund ótrúleg, þar sem Kennedy var
illa á sig kominn, og spurðu: Fóru
Gargan og Markham með Kennedy
til Edgartown í bát, sem þeir tóku
traustataki? Vildi Kennedy koma í
veg fyrir að þeir yrðu sakaðir um
að hafa borið hluta ábyrgðarinnar
á því að ekki var skýrt frá slysinu
strax?)
„Ég kom aftur til hótelsins um
kl. 2 f.h. og féll saman í herbergi
Farrar kafari: gat hann bjargað
Mary Jo?
mínu,“ sagði Kennedy. Enginn sá
þegar hann laumaðist holdvotur inn
í Shiretown Inn. Þegar hann hafði
skipt um föt fór hann niður í mót-
tökuna og sagði við Russel E. Peac-
hey húsvörð, að sögn Peacheys
nokkrum dögum síðar: „Ég hef orð-
ið fyrir ónæði af veizluglaumi í
næstu íbúð. Ég hef leitað að úrinu
mínu, en skilið það eftir á glám-
bekk. Hvað er klukkan?" Peachey
svaraði: „Nákvæmlega 2.25 ..."
Þannig fékk Kennedy staðfest
að hann hefði verið í hótelinu. Jafn-
framt gerði hann ráð fyrir að Garg-
an mundi tilkynna slysið samkvæmt
bók Damore. Gargan og Markham
fóru aftur til sumarbústaðarins.
Gestimir komust fyrst að því að
Mary Jo væri látin þegar Gargan
sagði seinna: „Við finnum ekki
Mary Jo ...“
Þar sem Kennedy flækti Gargan
og Markham í málið í yfírlýsingum
sínum eftir slysið virtist hann gefa
í skyn að töfin, sem varð á því að
lögreglunni var gert viðvart, hefði
ekki verið ákvörðun eins ringlaðs
og slasaðs manns, heldur yfirveguð
ákvörðun þriggja manna (þar af
tveggja lögfræðinga). Nú skellir
Gargan allri skuldinni á Kennedy.
Var hægft að bjarga henni?
Morguninn eftir fóru Gargan og
Markham til Edgartown. Gargan
segir að þegar hann hafí séð
Kennedy rabba í ró og næði við
aðra hótelgesti í Shiretown Inn
hafí reiðin blossað upp í honum.
Hann og Markham höfðu vonað að
Kennedy mundi hressast svo’ við
sundsprettinn að hann færi að
hugsa skýrt og haga sér af viti, en
þeir urðu fyrir vonbrigðum. Að sögn
Gargans gerðu þeir sér grein fyrir
því að staðan hafði ekkert breytzt.
Hvað gerðist?“ spurði Markham,
Þegar Kennedy fór með þá inn í
hótelherbergi sitt. Kennedy svaraði:
„Ég hef ekki tilkynnt slysið."
Ur varð heiftarlegt rifrildi og
Gargan heldur því fram nú að
Kennedy hafi sagt: „Ég ætla að
segja að Mary Jo hafí ekið bílnum."
Þó hafí honum og Markham tekizt
að fá hann til að tilkynna slysið.
Að lokum hafi Kennedy hringt í
lögregluna. Hann setti sig einnig í
samband við lögfræðing Kennedy-
fjölskyldunnar, Burke Marshall, og
fór á lögreglustöðina til að gefa
skýrslu um kl. 10 f.h.
Þremur tímum áður höfðu tveir
stangveiðimenn fundið Oldsmo-
bile-bílinn með Kopechne. þegar
Kennedy var í símanum var John
Farrar, kafari úr slökkviliði Massac-
husetts, í óða önn að draga upp líkið
úr bílnum, sem hafði lent á hvolfi
í tjörninni. Mary Jo virðist ekki
hafa rotazt við áreksturinn og leitað
að lofti í flakinu af öllum lífs og
sálar kröftum. Farrar taldi hugsan-
legt að hún hefði fundið eitthvert
loft, þótt vatn hefði streymt inn um
opinn afturglugga, en hæpið að það
hefði enzt lengi.
Það tók Farrar og Dominic J.
Arena, lögreglustjóra í Edgartown,
hálftíma að bjarga líkinu og Farrar
sagði: Jafnvel í myrkri hefðum við
getað bjargað henni á 45 mínút-
um.“ Þó er óvíst að bjarga hefði
mátt Mary Jo, ef Kennedy hefði
hringt strax í lögregluna. Farrar
taldi eftir slysið að það hefði verið
„veikur möguleiki", ef Arena hefði
hjálpað til. Hann kvað útilokað að
Kennedy hefði getað bjargað henni
einn. Of dimmt ha.fi verið yfir og
tjörnin of gruggug. Straumurinn
var auk þess of þungur fyrir
fílhrausta menn, hvað þá dasaðan
og slasaðan mann eins og Kennedy,
sem auk þess hafði lengi átt við
bakveiki að stríða.
En í bók Damore er greinilega
gefið í skyn að Kennedy hefði getað
bjargað Kopechne, ef hann hefði
strax látið heyra frá sér, en ákveð-
ið í þess stað að bjarga eigin skinni
og skotið sér undan þeirri skyldu
að tilkynna slysið í tæpa tíu tíma.
í skugga slyssins
Næstu sex daga á eftir dvaldist
Kennedy í fjölskyldubústaðnum í
Hyannisport á Þorskhöfða og lét
ekkert frá sér fara um málið. Hann
mætti þó við útför Mary Jos í
Plymouth, Pennsylvaníu, ásamt Jo-
an, konu sinni, og Ethel, ekkju
Bobbys, og var með spelkur um
hálsinn vegna slyssins. Að öðru leyti
notaði hann tímann til að ráðfærast
við ráðgjafa Johns heitins forseta,
þ.á.m. Robert MacNamara, Steve
Smith, Ted Sorensen, Richard Go-
odwin og próf. Arthur Schlesinger.
Mánuði síðar kom Kennedy fyrir
rétt, játaði að hafa farið af slysstað
og hlaut tveggja mánaða skilorðs-
bundinn fangelsisdóm. Sama kvöld
flutti hann sjónvarpsávarp sitt að
eigin ósk og um 35 milljónir Banda-
ríkjamanna munu hafa hlýtt á hann
viðurkenna á ný að hafa flúið af
slysstað, bera undir kjósendur hvort
hann ætti að segja af sér þing-
mennsku og neita því að hafa reynt
að fara á fjörurnar við Mary Jo eða
ekið undir áhrifum áfengis. Þetta
var talin áhrifamesta vamarræða
bandarísks stjómmálamanns síðan
Richard Nixon bjargaði ferli sínum
með hinni frægu „Checkers“-ræðu
1952.
Kennedy fékk 30,000 skeyti frá
kjósendum og flestir þeirra hvöttu
hann til að sitja áfram á þingi, eins
og búizt hafði verið við. Hann á enn
sæti í öldungadeildinni, en slysið á
Chappaquiddick hefur alltaf fylgt
honum eins og skugginn og líklega
gert drauma hans um að verða for-
seti að engu.
Hann hætti við að gefa kost á
sér 1972 og fór ekki fram 1976 af
ýmsum ijölskylduástæðum. Þegar
hann keppti við Jimmy Carter um
tilnefningu í forsetaframboð 1980
spilltu nýjar upplýsingar um slysið
fyrir honum. Meðal annars var
dregið í efa að hann hefði verið í
lífshættu vegna þungra hafstrauma
við Chappaquiddick og ekið á aðeins
35 km hraða að brúnni.
Walter Mondale sigraði Kennedy
í keppninni um tilnefninguna 1984
og ári síðar ákvað hann að gefa
ekki kost á sér fyrir kosningarnar
á þessu ári. Hann vildi m.a. ekki
leggja stein í götu yngstu kynslóðar
Kennedy-ættarinnar, sem er að
hasla sér völl í bandarískum stjóm-
málum og er óskrifað blað, en
Kennedy- goðsögnin virðist lífseig,
þrátt fýrir slysið á Chappaquiddick.
GH