Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
tteim/\nn
rnínÁK
Þú getur komið niður aft-
ur. % er búinn að laga
leslampann.
Gerðu það fyrir mig, slepptu þessu: okkar í milli sagt...
A að gera Kjalames að sorp-
haug höfuðborgarsvæðisins
Til Velvakanda.
Það virðist vera hugmynd for-
svarsmanna Reykjavíkurborgar og
sumra annarra sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu að hætta sorp-
söfnun svæðisins í Gufunesi, þar
sem hún hefur verið um árabil, og
flytja hana að Álfsnesi á Kjalamesi.
Eg sem þessar línur rita fluttist
í Kjalameshrepp fyrir meira en
hálfii öld. Fram að þeim tíma hafði
ég einmitt átt heima í Gufunesi,
þar sem ég hafði slitið bamsskónum
við sundin blá. Sú jörð tilheyrði þá
Mosfellssveit en var í eigu
Reykjavíkurbæjar, eins og það hét
þá. Þá var Gufunes ósnortin perla
í umhverfíslegu tilliti og beinlínis
dásamlegur staður, ekki einungis í
augum drengs sem var að alast þar
upp, heldur í augum allra sem þang-
að komu. Þá var orðið „útivistar-
svæði" víst ekki til í íslensku máli,
en ég hef oft hugsað um það síðan,
hvort nokkur staður á höfuðborgar-
svæðinu hefði verið betur fallinn til
útivistar og útiskemmtana heldur
en Gufunes, ef menn hefðu borið
gæfu til að sjá það og framkvæma
í samræmi við það. En því var nú
ekki að heilsa. Eftir að áburðarverk-
smiðja hafði verið byggð á staðnum
með nokkmm þrýstingi frá borgar-
yfírvöldum, með öllu því umróti og
mengun sem henni hlaut að fylgja,
var ákveðið að kóróna eyðileggingu
staðarins með því að safna þangað
öllu sorpi af höfuðborgarsvæðinu
um árabil, meðan pláss væri til fyr-
ir það. Það liggur við að mér verði
illt á sálinni þegar ég á leið .þama
um og sé hvemig þessi leikvöllur
bemsku minnar er útleikinn.
En nú þykir mönnum víst ekki
unnt að eyðileggja meira á þeim
stað og þá skal færa sig um set
og leika sama leikinn utan við borg-
armörkin.
Ég minnist þess, að fyrir rúmum
aldarfjórðungi las ég grein um
væntanleg þéttbýlissvæði á höfuð-
borgarsvæðinu, og minnir mig að
húrt væri upprunnin frá „skipulags-
stofu höfuðborgarsvæðisins", þar
var svokallað Álfsnessvæði, milli
Kollafjarðar og Leirvogs, talið eitt-
hvert álitlegasta svæði fyrir íbúðar-
húsabyggð í nágrenni höfuðborgar-
innar. Var þar talið nægjanlegt
landrými fyrir tvö þúsund manna
byggð. Þetta sýnir betur en margt
annað hversu dýrmætt þetta svæði
er, og hve mikið slys það yrði ef
það væri eyðilagt. Sveitarstjórn sá
ekki ástæðu til að fara eftir þessari
ábendingu og ákvað að koma upp
þéttbýliskjama á öðmm stað, en
það er nú önnur saga.
Einnig hafa margir bent á að
þama er eini staðurinn í Kjalames-
hreppi, og jafnvel þó Mosfellsbær
væri tekinn með, þar sem álitleg
hafnarskilyrði eru til staðar frá
náttúmnnar hendi og möguleiki á
stóratvinnurekstri, en það hlyti að
vera stómm æskilegri kostur fyrir
sveitarfélagið og íbúa þess heldur
en sorphaugar.
í þessu sambandi koma upp í
huga mér orð sem vom höfð eftir
þáverandi borgarverkfræðingi fyrir
allnokkmm ámm, en hann fullyrti
að það hefði lengi verið stefna
Reykjavíkurborgar að ná eignar-
haldi á sem mestum hluta strand-
lengjunnar með sjónum á Kjalar-
nesinu. Ég man að ég undraðist
stórlega þessi orð og velti því fyrir
mér hver tilgangurinn gæti verið
hjá borginni. Nú er hann kominn í
ljós, þ.e. sá að gera Kjalamesið að
sorphaug fyrir höfuðborgarsvæðið.
Ég vil svo ljúka þessum hugleið-
ingum mínum með áskomnum til
sveitarstjómar og íbúa Kjalames-
hrepps um að sjá svo um að enginn
staður í hreppnum hljóti sömu örlög
og Gufunes hefur mátt þola.
Pétur Pálmason
Vak og vakmiðlar
Kæri Velvakandi. þíið minnsta í þessu samhengi. Hins
Reyndar er dálítið um liðið síðan
við sáum auglýsingu í sjónvarpinu
um ágæti þessa vakmiðils og áhrifa-
mátt auglýsinga þar. Ég sendi með
tvær myndir af skjánum en hef
bætt við orðunum vak og ísland.
Sá sem hefur hugsað upp og gert
þessa auglýsingu hefur haft næman
skilning á vaki og sýnt útbreiðslu
sendiorkunnar eins og hringi, öldur
eða vaköldúr út frá miðju rétt eins
og sést á lygnu vatni er fískur tek-
ur flugu. Jónas Hallgrímsson segir
í Gunnarshólma: Klógulir emir yfír
veiði hlakka, því silungar vaka þar
í öllum ám . . .
Þetta bréf er eins og að ofan-
sögðu má ráða kynning og áróður
fyrir nýyrðinu vak sem jafngildir
orðinu „radio“. Nú eru menn alls
staðar að tönglast á óskapnaðinum
ljósvakamiðlar þegar talað er um
fjölmiðla sem senda þráðlaust, út-
varp og sjónvarp. Væri ekki einfald-
ara og nútímalegra að tala um vak-
miðla. Ljósvaki er úrelt hugtak í
vegar mætti tala um vakmótað ljós
í ljósleiðurum og það gæti heitið
ljósvakstækni. S.G.
Tontó er týndur
Tontó, sem er svartur og hvítur
fressköttur, hvarf frá heimili sínu
að Blómvangi 13 Hafnarfirði þriðju-
daginn 9. júní. Hann var með bláa
hálsól er síðast sást til hans. Þeir
sem hafa orðið varir við hann eru
vinsamlegast beðnir um að hafa »
samband í síma 53105 á daginn eða
síma 51860 á kvöldin.
HÖGNI HREKKVÍSI
/, s'a hefuk {?ap náðugt •'
Víkverji skrifar
að hefur loðað við hér á landi
að framkvæmdir séu dýrar og
fari langt fram úr áætlun. Þó hefur
komið fyrir að þessu hefur verið
snúið við, áætlun hefur staðist,
bæði hvað varðar kostnað og þann
tíma, sem gert var ráð fyrir að
framkvæmdin tæki. Menn setja þá
gjaman upp undrunarsvip og líkja
því helst við kraftaverk. En þegar
grannt er skoðað er þetta ekkert
kraftaverk, þar hefur aðeins verið
rétt að málum staðið.
Oft vill brenna við að rokið er
til að hefja framkvæmdir — og ef
til vill skýrt frá því með lúðra-
blæstri — áður en nauðsynlegri
undirbúningsvinnu er Iokið og henni
mjög áfátt. Sú undirbúningsvinna
getur verið dýr og í það er horft,
en sá kostnaður skilar sér venjulega
margfalt, þegar upp er staðið.
Allar breytingar, sem gerðar eru
eftir að framkvæmdir eru hafnar,
geta verið dýrar. Heilir veggir eru
kannski brotnir niður og nýir
steyptir á öðrum stað, undirstöður
eru ekki nógu traustar, ijúka þarf
til að styrkja þær o.s.frv.
Sá hugsunarháttur, að þetta sé
bara eðlilegt og ekkert við því að
segja, virðist alltof algengur hér á
landi. Við verðum að uppræta hann.
Við eigum að nýta okkur þá verk-
kunnáttu, sem við höfum yfír að
ráða og standa vel að málum, þeg-
ar ráðist er í dýrar framkvæmdir.
Við þurfum ekki að vera eftirbátar
annarra í þessum efnum, það sýna
meðal annars þau verkefni, sem
íslenskum fyrirtækjum hafa verið
falin erlendis. Gerum jafnháar kröf-
ur um framkvæmdir hér innan-
lands.
xxx
Gamall Reykvíkingur kom að
máli við Víkverja og kvartaði
undan því, hve styttur hér í borg-
inni væru illa merktar — eða alls
ekkert merktar. Ogemingur væri í
flestum tilfellum að sjá, hver hefði
gert listaverkið eða hvað það héti.
Þá væru alls ekki á öllum manna-
styttum nöfn viðkomandi, og algjör
undantekning, ef það sæist hvenær
sá hinn sami var uppi. Kvaðst hann
oft hafa séð menn ganga hringinn
í kringum styttumar í leit að upp-
lýsingum. Verst sagðist honum þó
verða við, þegar hann heyrði böm
spyija foreldra sína, hvað þessi eða
hin styttan héti eða af hverjum hún
væri — og hinir fullorðnu eyddu því
tali, þegar þeir hefðu árangurslaust
reynt að komast að hinu sanna.
Þetta er rétt, styttumar okkar
em illa merktar, en á því má ráða
bót, til dæmis með því að festa á
stallinn lítinn skjöld með upplýsing-
um um heiti, nafn listamannsins,
nafn, fæðingar- og dánardag þess,
sem styttan er af sé hún af manni,
og hvenær hún var sett upp.
Segja má að þetta auki kannski
ekki listrænt gildi styttunnar, en
hún verður samt mörgum meira
virði. Hún verður ekki lengur aðeins
augnayndi, hún veitir einnig fróð-
leik.