Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 21
cnTn
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
9
B 21
Ljósmynd/BS
Kvöldstund með
Megadeth
Þungarokk hefur tekið ýmsum breytingum frá því aliir unglingar
dáðu hijómsveitirnar Uriah Heep, Black Sabbath og Deep Purple
meira en annað. Þó er tónlistin í eðli sínu söm, en hún hefur klofnað
í ýmis afbrigði. Eitt slíkt afbrigði er „speed-metal", sem er einfald-
lega hratt þungarokk. Ein fyrsta sveitin sem lék slíkt rokk var Met-
allica, sem lék þungarokk á þreföldum hraða með flóknum taktskipt-
um og útsetningum. Einn stofnmeðlima Metallica, Dave Mustaine,
stofnaði sveitina Megadeth, er hann varð ósáttur við félaga sína í
Metallica, en blaðamanni var boðið fyrir stuttu að eyða kvöldstund
í Hammersmith Odeon tónleikahöllinni í Lundúnum með Megadeth.
Ekki var nokkur vandi að finna
rétta neðanjarðarlest á leið á
staðinn, því handhægt var að elta
unglinga með sítt hár í leður- eða
gallajökkum sem skreyttir voru
Megadethmerkjum og myndum
af ýmsum ófreskjum. Þegar komið
var á Hammersmith-stöðina var
allt troðið af þannig klæddum
ungmennum; allflestum á aldrin-
um 17—20 ára, en einnig var tölu-
vert af 12—13 ára unglingum og
einnig mönnum og konum á
þrítugsaldri. Það var ánægjuleg
tilbreytni frá stórtónleikum á ís-
landi að vart sá vín á nokkrum
manni, þó allmikið væri um að
menn væru með bjórdósir í hönd-
unum.
Þegar inn í Odeon var komið
var þar allt troðið og vakti athygli
að varla sást stúlka í salnum. Þær
sem þó sáust voru í vel nærskorn-
um buxum og hlírabolum og virt-
ist það vera einskonar einkennis-
búningur. Karlpeningurinn var
einnig allur eins klæddur; allir í
leður- eða gallajökkum og galla-
buxum og skreyttir Megadeth-
myndum og vitanlega allir með
hár niður á herðar. Upphitunar-
hljómsveit hafði lokið leik sínum
þegar inn var komið og voru
áhorfendur því farnir að tínast inn
í salinn.
Tjald mikið var fyrir sviðinu og
þegar að því kom að hljómsveitin
kæmi á svið voru Ijósin deyfð og
tjaldið dregið hægt upp. Þá spratt
á fætur á þriðja þúsund manns
og öskraði fullum hálsi svo undir
tók í húsinu og svalirnar ofan við
blaðamann, þar sem meginhluti
Dave Mustaine er lokkafagur f meira lagi. Ljósmynd/BS
áheyrenda var, dúuðu. Miklar
drunur heyrðust úr hátölurum og
enn öskraði mannfjöldinn. Þó tók
út yfir allan þjófabálk þegar mynd
af ófresku einni, sem skreytir
síðustu hljómplötu Megadeth,
birtist á veggnum ofan við
trommusettið. Vissulega tilkomu-
mikil stund, þó ekki hafi hún snor-
tið djúpt þann sem þetta ritar.
Eftir þennan undirbúning
gengu hljómsveitarmeðlimir rösk-
lega inn á sviðið og hófu leik við
gifurleg fagnaðarlæti áheyrenda.
Þeir voru og vel með á nótunum
og sungu með þá er tækifæri
gafst til, en ekki verður nánar
greint frá lagavali hér eða tónlist-
arlegum tilþrifum hljómsveitarinn-
ar, enda dugði úthald greinar-
höfundar ekki nema í þrjú lög.
Hljómsveitarmeðlimir voru búnir
eins og áheyrendur, nema án
jakka, og þetta eru fyrstu tónleik-
ar sem greinarhöfundur man eft-
ir, þar sem hver áheyrenda sem
var gat eins verið uppi á sviðinu,
enda allir steyptir í sama mót;
áheyrendur og hljómsveitarmeð-
limir.
Texti: Árni Matthíasson
Heiiclsötudreifing S - 91/689737
Útsölustaðir
Rocky - Ólafsvík Sportbúð Óskars - Keflavík Sportbœr - Selfossi
Kaupf. V/ Húnv. - Hvammstanga Versl. fél. Austurlands - Egilsst. Sport - Laugavegi R.
Kaupf. Þingeyinga - Húsavík Bragasport - Suðurlandsbraut R. Músík og sport - Hafnarfirði
Amaró - Akureyri Sportbúð Kópavogs - Kópavogi Sportgallerí - Hafnarfirði
Borgarsport - Borgarnesi Kaupf. Höfn - Hornafirði Akrasport-Akranesi
UOg
Loksins aftur
KRYDDRASP
Fæsl í næstu matvöruverslun.
Væntanlegteinnigí 500gpakkningu.
Metsölublad á hverjum degi!
*