Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 2

Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR MENNINGAR FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR MENNINGAR FRAÍ’ A.vordögum, nánar tiltekiðþann 14. maí sl., gekkst Stofnun Sigurðar Nordals fyrir málþingi um íslenska menningu. Málþingið bar yfirskriftina Á íslensk menning framtíð fyrir sér? Framsöguerindi fluttu þau Mary Guðjónsson, stundakennari við Heimspekideild Háskóla Islands og Gérard Lémarquis kennari. Auk þeirra voru mælendur Birgir Sigurðsson rithöfundur, Gerður Steinþórsdóttir kennari, Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri og Sveinn Einarsson leiklistarfræðingur. Málþingið sóttu um 60 manns og stýrði því Páll Skúlason prófessor við Heimspekideild Háskóla Islands. Um íslenska menningu Einangrun að er nokkrum erfíðleikum bundið að ræða um sérkenni tiltekinnar menningar þar sem erfítt er að taka ákveðna menningarþætti útúr án þess að afbaka þann veru- leika sem að baki býr. Stærsti vand- inn liggur þó í sjálfu hugtakinu. Þegar talað er um sérkenni eða tak- markanir menningar er því líkast sem menning væri ílát af tiltekinni stærð og lögun sem aðeins geti tek- ið við ákveðnu magni áður en það afmyndaðist eða eyðileggðist. En menning er ekki brothætt ílát; ennþá síður tilbúinn smíðisgripur (þótt færa megi að því rök að afurðir hennar séu einmitt það). Menning er öllu heldur lifandi heild. Hún tek- ur sífelldum breytingum: vex, dregst saman, þenst út, eflist, missir þrótt; hún skapar og er sköpuð. Menningu ætti ekki að setja neinar takmarkan- ir og það er heldur ekki hægt. Allar tilraunir til að leggja á hana hömlur eru bæði hættulegar og snúast auð- veldlega upp í andstæðu sína. Eigi að síður er hægt að fjalla um tiltekinn þjóðfélagsveruleika og benda á hvar og hvemig hann hef- ur, í rás sögunnar, mótað hina sýni- legu menningu svo og hvemig hann mótar hana í samtímanum. Einnig er hægt að ræða þær hættur sem tiltekinni menningu stafar af pólitískum og félagslegum viðhorf- um og vemleika, og þetta er það sem ég hef í hyggju að gera hér. Áður en ég sný mér að íslenskri menningu langar mig að skýra hvað ég á við, í þessu erindi, með orðinu menning. Ætlun mín er ekki sú að skilgreina orðið, en þó sýnist mér að á því séu tvær meginhliðan ann- ars vegar það hvemig hinir ýmsu og ólíku þættir í vitsmunalegu og andlegu lífí birtast hjá einstökum þjóðum eða þjóðahópum; og hins vegar hvemig þetta líf birtist í listum hverrar þjóðar. Það síðamefnda tak- marka ég reyndar aðallega við bók- menntir af þeirri einföldu ástæðu að þær em það svið sem ég get tal- að um af mestri reynslu og þekk- ingu. Eg myndi vilja greina hugtakið menning í þijá þætti sem hver með sínu móti leggur sitt af mörkum við að birta og tjá þessa tilteknu menn- ingu sem í okkar tilviki er íslensk menning. Þessir þættir em: sið- menning, fjölþjóðamenning og þjóð- menning. Með orðinu siðmenning á ég við þá hefð sem við á Vesturlöndum getum kallað sameiginlega menn- ingararfleifð okkar: þessa siðmenn- ingu okkar sem á rætur að rekja til hinnar klassísku menningar, þ.e. til Grikkja, Rómveija og gyðinga sem og hins kristna menningararfs, en þessi sögulega reynsla okkar er homsteinn og sameign allra sam- félaga í Evrópu og þeirra samfélaga sem þau hafa reist. Með orðinu fjölþjóðamenning vísa ég til þeirra menningarstrauma sem liggja á milli þjóða og þjóðahópa og tengir þær hverja við aðra. Hvað ísland varðar þýðir þetta einkum þá strauma sem tengja það við önnur samfélög í Norður-Evrópu (Norðurl- öndin, England og Þýskaland). Með orðinu þjóðmenning á ég ein- faldlega við þá menningu sem hver þjóð mótar með sér undir áhrifum siðmenningarinnar og fjölþjóða- menningar. Sú menning mótast einnig af séreinkennum þjóðarinnar sem og viðleitni hennar til að við- halda sínum sameiginlega menning- ararfí. Hér fléttast margir þræðir saman: stjómmálalegt mynsturþjóð- arinnar, efnahagslegur veruleiki, fé- lagslegt umhverfí, trúarbrögð og menntun svo aðeins sé nefnt það augljósasta. Eitt af því mikilvægasta er auðvitað tungumálið sem þjóðin á í sameiningu en þegar öllu er á botninn hvolft er hinu listræna lífí í öllum sínum margbreytilegu mynd- um einmitt miðlað í gegnum tungu- málið. Þótt ég hafi minnst á það í upp- hafí að fyrir mér hafi menning eng- ar takmarkanir þá koma mér í hug viss einkenni þegar ég hugsa um íslenska menningu, eða öllu heldur þegar ég hugsa um það hvemig ís- lendingar ræða um menningu sína. Eitt þessara atriða er sú almenna skoðun að íslensk menning hafí mótast í einangrun; annað, hversu mikil áhersla er lögð á bókmenntir, eða öllu heldur á ákveðið bók- menntaform; þriðja atriðið er sú hugmynd að tungumálið eigi sér sjálfstæða tilveru óháða öllu öðru. Ég tel að íslendingar jafnt sem útlendingar hafí gert allt of mikið úr þessari einangrun. Orðið sjálft er villandi og gerir þá kröfu til menn- ingarinnar að hún sé einstök en undir þeirri kröfu fær menningin ekki staðið. Það er rétt að vegna landfræðilegrar legu sinnar og fá- mennis hefur landið í gegnum tíðina verið nokkuð afskekkt. Að öllum líkindum hefur íslendingum alltaf veist það erfíðara en öðrum þjóðum Evrópu að fylgjast náið með hrær- ingum í menningarmálum á hveijum tíma. (Þetta á að sjálfsögðu ekki við lengur og áhyggjur Islendinga í menningarlegu tilliti stafa einmitt að nokkru leyti af þessari stað- reynd.) Engu að síður hefur ísland aldrei staðið utan áhrifavalds hins sameiginlega menningararfs Evrópu og ég held að við skyldum varast að leggja of mikla áherslu á þessa umtöluðu einangrun eða álíta hana æskilega og ætlast af þeim sökum til þess að sú menning sem á henni byggist sé einstök. Menning verður ekki vemduð með einangrun, jafnvel þótt einangrunin væri hugsanleg. Menning þarf nær- ingu til að dafna og ein helsta og kannski mikilvægasta leiðin til að veita menningu næringu sína og tryggja einstaklingunum listrænt frelsi er sú að blanda af dugnaði saman þjóðlegri hefð og skoðana- skiptum. Menning sem treystir ein- göngu á mátt sinn og megin hlýtur að stirðna og glata sveigjanleika sínum. En sérhverri menningu er sveigjanleiki lífsnauðsynlegur ef hún á að halda lífsþrótti sínum. Ég er ekki að leggja til að við förum að elta uppi yfirborðsleg áhrif erlendis frá. Þvert á móti er líklega of mikið af þeim nú þegar í okkar samfélagi. En utanaðkomandi áhrif eru staðreynd og reyndar mikilvæg staðreynd og því verðum við að líta á þau raunsæjum augum og bregð- ast við þeim á jákvæðan hátt fremur en neikvæðan. Menningin fær ekki vaxið og dafnað og í rauninni þrífst hún ekki ef þeir sem móta vitsmuna- legt, akademiskt og listrænt líf þjóð- arinnar stinga hausnum í sandinn og hrópa „látið okkur vera því við erum einstök". Ég held því ekki fram að það sé auðvelt fyrir neina þjóð að viðhalda menningarlegri sjálfsmynd sinni. Það er ekki auðvelt. Það er reyndar sérstaklega erfitt fyrir jafn smáa þjóð sem hin íslenska er. Islendingar verða að fínna leið til að hagnýta það góða í kringum sig án þess þó að glata sjálfsmyndinni. Menn geta orðið þrælar sjálfra sín og hugmynda sinna ekki síður en ytri áhrifa. Bókmenntir Ég hef einnig tekið eftir því að sumir, að minnsta kosti, álíta annan þátt í íslenskri menningu mjög þýð- ingarmikinn, en það eru bókmennt- ir. Ég hef það stundum á tilfinning- unni að þeir sem taka virkan þátt í menningarlífinu telji margir hveijir að það sem geri ísland að heild sé í rauninni ekki annað en tiltekinn bókmenntaarfur og að tungumálið verði ekki slitið úr samhengi eða tengslum við þessar bókmenntir; að það sem bindi íslendinga saman sé fyrst og fremst þessi bókmenntaarf- leifð frá miðöldum sem er miðlað til okkar í gegnum ákveðna tegund nútímabókmennta; að án þessara miðaldabókmennta hefðu Islending- ar lítið eða ekkert hver til annars að sækja. En þetta er augsýnilega rangt, þetta getur ekki verið rétt. Ifyrir þorra fólks er hina menningar- legu sameign að fínna á ótal öðrum sviðum samfélagsins; í starfi, vin- áttu- og ijölskyldutengslum, stjórn- málum, íþróttum og tómstunda- starfí, og ekki síður í yndi af öðrum listum en bókmenntum: myndlist, tónlist, leiklist o.s.frv. Við skyldum ekki líta á þessi réttmætu verðmæti sem eitthvað fjarlægt eða framand- legt í menningarlífi hins „sanna“ íslendings. Þau eru það ekki; þau eru menningu þjóðarinnar jafnt sem okkur sjálfum brýnasta lífsnauðsyn vegna þess að þau tilheyra okkur hér og nú á þessari stundu. Sú mikla athygli, sem þáttur bók- mennta í því að móta menningarlíf þjóðarinnar hefur fengið, einskorð- ast að verulegu leyti aðeins við eitt bókmenntaform; þ.e. við frásögnina. Þótt önnur form séu oft nefnd og ■ Tónskáldin sem fara til Osló. Fremri röð: Hildigunnur Rúnarsdóttir og Ríkharður H. Friðriksson. Aftari röð f.v.: Hilmar Þórðarson, Eiríkur Örn Pálsson, Þórólfur Eiríksson og Hróðmar I. Sigurbjöms- son. Á myndina vantar Misti Þorkelsdóttur. Ung tónskáld í Norræna húsinu Kynning á verkum sem flutt verða á tónlistarhátíð ungs fólks í Osló Tónlistarhátíð ungs fólks á Norðurlöndum hefst í Osló á morgun, 14. ágúst og stendur til 20. þessa mánaðar. Hátíð þessi er haldin árlega og er þess skemmst að minnast er hún var haldin í Reykjavík síðastliðið sum- ar. Á hátíðina í Osló fara að þessu sinni tveir hljóðfæraleikarar og sjö tónskáld frá íslandi og eru íslensku verkin fjölbreytt, allt frá einleiksverkum til verka fyrir heila hljómsveit. Í tilefni tónlistarhátíðarinnar í Osló efnir U.N.M.(Ung Nordisk Musikfest) á íslandi til tónleika í Norræna húsinu í dag, laugardag 13. ágústklukkan 16. Þar verða flutt sex af þeim sjö verkum sem eru framlag íslands til hátíðarinnar í ár. í samtali við Hróðmar Sigurbjöms- son tónskáld, sem sæti á í stjórn U.N.M. á íslandi sagði hann að á tónleikunum í Norræna húsinu kæmi fram kór U.N.M. ásamt hljóðfæra- leikurunum Bryndísi Pálsdóttur fíðluleikara, Guðna Franzsyni klari- nettuleikara, Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Laufeyju Sigurðar- dóttur fiðluleikara. „Kór U. N.M. á íslandi var stofnaður sérstaklega fyrir tónleikana í dag því á hátíðinni sjálfri verða flytjendur aðrir," sagði Hróðmar. í Norræna húsinu í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.