Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 8

Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 8 B I -I SJON SAGN Sjón heldur hér á húfu úr úlfsham, hefðbundnu höfuðfati indiána í Yucon. MORGUNBLAÐIÐ/EINAR FALUR Rithöfundurinn Sjón lagði land undir fót fyrr í sumar og var fulltrúi íslands á sagna- mannaþingi sem haldið var af indíánum í Yucon í Kanada. í Yucon er nú mikil hreyfing með- al indiána í þá átt að varðveita sögur þjóðflokksins og gamlar hpfðir og var þingið liður í þeirri baráttu. Blaðamaður hafði sam- band við Sjón og bað hann að segja frá reynslu sinni i Yucon. Hvers vegna var íslenskur fram- úrstefnuhöfundur sendur á þing sagnamanna og hvernig upplifun var það að hlusta á fornar sögur indíána í flutningi þeirra sjálfra? „Já, það er kannski best að byija á því að staðsetja Yucon í heimin- um. Þetta er hérað i norðurhluta Kanada sem sennilega er frægast fyrir Klondike. Og vegna þess hve svæðið byggðist hratt upp voru aldrei gerðir neinir samningar við indíánana. Fólk streymdi þama norður eftir í leit að gulli og fór ^síðan aftur. Þannig. að á þessu svæði sem er geysistórt er kannski eina indíánabyggðin í heiminum sem ekki hefur verið barin niður. Og núna er áhuginn að aukast fyr- ir menningu þessa fólks og meðal indíánanna sjálfra er gífurlegur áhugi á því að varðveita hina fomu menningu. Jæja, Rithöfundasam- bandinu barst boð frá forráðamönn- um þingsins að senda einn fulltrúa á þing sagnamanna frá norðlægum slóðum. Við héldum að þetta væri rithöfundaþing og þar sem ég hef nú gert töluvert af því að koma fram og flytja ljóðin mín með músík og grímum þá þótti kjörið að senda mig. Það var reyndar talað við fleiri góða menn en þeir gátu ekki farið svo það varð úr að ég fór. Ég hafði undirbúið dagskrá úr verkum mínum sem ég ætlaði að flytja, en mér varð ljóst fljótlega eftir að ég kom út að það átti engan veginn við. Þama vom sagnamenn frá ýmsum þjóðflokkum indíána og komu upp á svið og sögðu sögur sínar og það var sagan sem skipti öllu máli, ekki flytjandinn eða flutn- ingurinn. Áherslan var öll á hina munnlegu hefð, sögumar em eign allra og sagnamaðurinn er bara miðillinn sem flytur söguna áfram. Það vom þijár konur á aldrinum 86 til 107 ára heiðursgestir á þing- inu og það var hlustað á þær af sérstakri virðingu. Ein þeirra, Ang- ela Sidney er eina manneskjan sem er á lífi sem talar indíánamálið Tagish, hún er 86 ára og þegar hún deyr þá deyr heilt tungumál. Það var nánast hrollvekjandi að sitja þama og hlusta á sögu á máli sem er að deyja út. Það vakti mann til umhugsunar um það hversu við- kvæmt tungumálið er“. „ Annars var þátttakan í þessu móti slík upplifun að ég er varla búin að átta mig á áhrifunum enn- þá. Þama vom sagnamenn frá ólík- um þjóðflokkum indíána, frá Ástr- alíu, Suður-Ameríku og trommu- dansari frá Grænlandi. Enginn var að rejma að vera eitthvert númer, menn komu einfaldlega upp og sögðu sögur eða bara töluðu um eitthvað sem þeim fannst skipta máli og allir hlustuðu. Það var ekki til að ekki væri hlustað. Einn sagna- mannanna, Loui Bird, er töfralækn- ir síns þjóðflokks og hann sagði sögur sem tengdust töframenns- kunni. Hann sagðist ekki kunna nema fimm sögur en innan hverrar væm tíu sögur og innan þeirra aðrar tíu. Það var líka stórkostlegt hvemig sögumar spunnust áfram, engin að stressa sig á einhveijum línulegum söguþræði, það sem kom inní höfuðið meðan verið var að segja söguna fékk að koma út. Héma emm við vön því að fólk komi fram í fréttatíma sjónvarpsins og fái að tala í fímm mínútur, verði að vera skilmerkilegt og rökfast í tali, en það held ég að sé okkur alls ekki eiginlegt. Annað sem hrífur mig í hugsun indíánanna er sú hugmynd að tíminn sé ekki línu- legur heldur liggi í hring og allt sem gerist sé að gerast á sama tíma einhversstaðar á hringnum. Ég held að þessi hugsun og viðhorfið til sögunnar sem sameignar allra fari að hafa meiri áhrif í bókmenntum vesturlanda. Þetta tengist að vissu leyti hugmyndunum um dauða höf- undarins, þú átt ekkert sögumar sem þú skrifar, þú bara færir þær í letur. Viðhorf mitt til bóka breytt- ist líka við veruna þama, hér eru alltaf allir að skrifa bækur, fólk er hætt að segja sögur. Bráðum kann kannski enginn lengur að segja sögu vegna þess að það er allt kom- ið á bækur og engin ástæða til að segja fólki það sem hægt er að lesa á bók“. Varst þú ekki hálf utanveltu í þessum félagskap? „Jú, ég fékk hálfgert áfall þegar ég gerði mér grein fyrir því hvers konar þing þetta var. En þegar ég var lítill bjó ég í tvö ár hjá ömmu minni sem átti allar þjóðsögur Jóns Ámasonar, sem ég gleypti í mig. Svo ég sagði álfasögur og þjóðsög- ur og vakti bara nokkra lukku held ég. En það var samt skrýtið að þurfa að fara að segja þessar sögur sem voru jú til staðar einhversstað- ar í minninu, en ég hafði aldrei mótað í orð áður. Og þegar allt kemur til alls eru okkar sögur ekk- ert svo ólíkar þeirra. Hjá þeim ber mikið á sögum af dýrum, þar sem coyotinn er vinsælastur hann gegn- ir svipuðu hlutverki hjá þeim eins og skrattinrt í okkar þjóðsögum, nema hvað coyotinn sigrar alltaf andstæðinginn. Munurinn er bara sá að þeir bera virðingu fyrir sögun- um, hvort sem það eru þjóðsögur eða sögur af lífi fólks. Þeim er mjög í mun að hlusta á gamla fólk- ið, fá vitneskju um líf einstaklings- ins á hveijum tíma, því þeir gera sér grein fyrir því hversu mikið deyr með hverri manneskju, eins og dæmið um Angelu Sidney sýnir sterkast". „Nú finnst sjálfsagt mörgum skrý- tið að hugsa sér þig í hópi þessara öldnu sagnaþula, hlustandi á þjóð- sögur. Hvemig horfir það sem þú hefur verið að gera við þér eftir þessa reynslu? „Já, ég hef reyndar aldrei verið mikið fyrir íslendingasögumar og arfinn, það eina sem hefur hrifíð mig eru þjóðsögumar. En ég held að margt af því sem flokkast undir lágmenningu, hryllingsmyndir, reyfarar og rokkmúsík t.d. séu þjóð- sögur dagsins í dag og ég hef verið að vinna með þær. I Stálnóttinni var ég einmitt að leika mér með þessar nútíma þjóðsögur, spinna þær áfram og tengja þær, þannig að mér finnst mín verk alls ekki langt frá þessari hefð, þótt auðvitað nálgist ég hana frá allt öðru sjónar- homi. Ég hef líka alltaf viðurkennt að ég eigi alls ekki sögumar mínar þær eru samsuða uppúr áhrifum sem lífið hefur á mig. Og eitt enn, ég hef aldrei verið heillaður af hinu stóra, það er hið smáa í tilverunni sem mig langar að lýsa, þótt ég voni kannski að með því takist mér að endurspegla hið stóra". „En auðvitað fer maður að hugsa ýmsa hluti í nýju ljósi eftir svona reynslu. Það vakti til dæmis at- hygli mína hversu vel indíánamir töluðu um hvíta manninn sem hefur ofsótt þá svo lengi. Þeir komu og töluðu um nauðsyn þess að lifa í sátt við náttúruna og taka tillit til hennar og að sú nauðsyn hefði allt- af verið indíánunum ljós, en því miður hefði „hvíti bróðir okkar" ekki skilið þetta ennþá. Konan sem ég bjó hjá sagði mér að þegar hún var í skóla, fyrir svona þijátíu árum, hefði þeim verið bannað að kalla hvort annað indíánanöfnunum og refsað harðlega fyrir að tala indíá- namál, samt var engin beiskja, ekk- ert hatur bara vilji til að bæta úr. Þetta er mér algjörlega óskiljan- legt, en ég ber mikla virðingu fyrir þessu viðhorfi. Þetta fólk er ekkert að sperrast við að gleypa allan heiminn, það lifir í og á náttúrunni og sér ekki einu sinni tilganginn í að ferðast. Jens Lybreth frá Grænl- andi sagði einmitt sögu af því að þegar hann og systkini hans uxu upp og fóru að ferðast út um alla Evrópu, sjá og upplifa nýja hluti, hafi faðir þeirra látið sér fátt um finnast. Þau stðan farið að spyija hvort honum þætti þetta ekki merkilegt sem þau voru að segja frá. Jú, jú sagði sá gamli, en lengsta leið sem hægt er að fara er nú leið- in frá hjartanu til heilans". Hvað ert þú að fást við þessa dagana? „Ég er að vinna að skáldsögu uppá tuttugu og þijár síður og von- ast til að koma henni frá mér í haust. Ég var byijaður á henni áður en ég fór til Yucon, en eftir að ég kom heim hefur hún verið að breytast og er ekki komin á endanlegt form ennþá. Ég vil ekki segja þér mikið um hana núna, en ég get sagt þér frá leikriti sem ég er að skrifa fyrir Herranótt MR. Það er framtíðarsaga með tilvísun- um til nútímans, ævintýri, þar sem ástin er miðpunktur og segir frá prinsi utan úr geimnnum sem Ieitar um allt að einu sönnu ástinni og finnur hana loks á japönsku veit- ingahúsi í Reykjavík. Svo er ég aðeins farin að geta skrifað ljóð aftur, en eftir að Drengurinn með röntgenaugun kom út hef ég bara alls ekki getað sett saman ljóð“. Var svona skelfilegt að sjá öll ljóð sín samankomin í einni bók? „Já, eiginlega. Kannski það tengist þessu sem ég var að tala um með dauða orðsins á bókinni. Svo hef ég einfaldlega verið að hugsa um aðra hluti. Stálnóttin átti fyrst að verða leynilögreglusaga og ég lá í hæstaréttardómum, þessi stfll sem má ekki vera stfll, en er þó svo fastmótaður höfðaði mikið til mín. En svo hvarf ég frá þeirri hugmynd og sneri mér að þjóðsagnasköpun- inni, ef svo má segja". Og þessi ferð þín til Yucon hef- ur, heyrist mér, ekki dregið úr áhuga þínum á því sviði. „Nei, síður en svo. Það er stórkost- legt að uppgötva það hvað orðið er mikils megnugt eitt og hjálpar- laust og það þarf engar brellur til að hjálpa því að hafa áhrif. Rithöf- undum hættir til að loka sig inni í sínum eigin heimum og allir eru að hamast við að skrifa meistara- verk, sem eru kannski ekki í neinum tengslum við lífið sjálft. Menn festa bamabrek sín á blað og gera þau þar með merkilegri en bamabrek annarra og ræna þannig fólk ánægjunni af eigin lífi að vissu leyti. Ef það væri hægt að vekja upp virðingu fyrir smáatriðunum í tilverunni, ef við lærðum að hlusta hvort á annað í stað þess að vera alltaf að reyna að koma eigin snilld á framfæri, væri mikið unnið. Að horfa og hlusta á þetta fólk í Yuc- on, segjandi sögur sem geymst hafa í munnlegri geymd öldum saman, án þess að gera minnsta tilkall til þess að kalla þær sínar eigin, var upplifun sem aldrei gleymist og vamar því kannski að maður fyllist hroka yfir eigin ágæti". fb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.