Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
Kjarvalsstaðír
fái ákveðnari svip
Rœtt við Gunnar B. Kvaran listráðunaut Reykjavíkurborgar
um stefnubreytingar og áœtlanir nœsta árs
Nokkrar breytingar á
fyrirkomulagi sýningahalds á
Kjarvalsstöðum hafa staðið yfir
undanfarið undir stjórn Gunnars
B. Kvaran listráðunautar
Reykjavíkurborgar. Þá hafa
orðið gagngerar
skipulagsbreytingar á
stjórnunarfyrirkomulagi safna í.
eigu Reykjavíkurborgar, stjórn
Kjarvalsstaða hefur boðað aukið
frumkvæði af hálfu safnsins í
sýningahaldi og að efnt verði til
fleiri sýninga á vegum
Kjarvalsstaða en áður. Vafalaust
eru skiptar skoðanir um þessar
breytingar; sé vel á spilum haldið
ættu Kjarvalsstaðir að skapa sér
ákveðnari sess en áður sem
Iistasafn og sýningahús. Á hinn
bóginn þrengjast möguleikar
einstakra listamanna til að fá
inni með sýningar sínar þar sem
aukið hlutfall sýningartíma
Kjarvalsstaða fer nú til
sýningahalds á vegum hússins.
Morgunblaðið hitti GunnarB.
Kvaran að máli á dögunum og
bað hann að gera grein fyrir
þessum breytingum og reifa
jafnframt þær hugmyndir sem
að baki liggja.
síðasta ári samþykkti
Menningarmálanefnd
Reykjavíkurborgar sýn-
ingaráætlun fyrir þetta
ár, þannig að við höfum
verið að vinna undanfarið sam-
kvæmt gamalli áætlun að því leyti
er varðar listamenn sem fengið hafa
sali hússins leigða. Aftur á móti
hafa Kjarvalsstaðir haft veg og
vanda af stærri yfirlitssýningum sem
hér hafa verið eins og Sjálfsmynda-
sýningunni, Maðurinn í forgrunni
og Kjarvalssýningunni sem verið
hefur í Austursal hússins í sumar.
í lok síðasta árs þegar ég kom til
starfa hér á Kjarvalsstöðum sam-
þykkti menningarmálanefnd borgar-
innar að sameina undir eina stjóm
Ásmundarsafn og Kjarvalsstaði.
Starfsheiti mitt er því listráðunautur
listasafna Reykjavíkurborgar og
undir það falla Ásmundarsafn,
Kjarvalsstaðir, Kjarvalssafn, sem er
sérstök safneining innan Kjarvals-
staða, og útilistaverk í eigu
Reykjavíkurborgar. Við þessa breyt-
ingu fjölgar í starfsliði við hveija
einingu vegna þess að starfsliðið
héma, sem er auk mín tveir safn-
verðir og ritari, vinnur allt við hveija
einingu eftir ákveðnu skipulagi.
Þetta er því miklu hagkvæmara kerfi
en áður var.
Þessar breytingar leiddu einnig
af sér að menn fóru að hugsa meira
um prófíl Kjarvalsstaða sem lista-
safns. I eigu Reylqavíkurborgar er
mikið safn listaverka sem geymd eru
víðsvegar um borgina og utan um
þessa listaverkavörslu er haldið hér
á Kjarvalsstöðum. Það sem við höf-
um sérstakan áhuga á eru sýningar
hér á Kjarvalsstöðum. I því efni eru
til tvær meginhugmyndir, annars
vegar að leigja út sýningarpláss í
húsinu rétt eins ogtjaldstæði í Laug-
ardalnum, þar sem menn fá sinn
reit, hengja upp sín verk og sýna
fullkomlega á eigin ábyrgð. Stjóm
safnsins yrði þá mjög umburðarlynd
hvað varðar tegund og gæði viðkom-
andi listaverka. Hin hugmyndin er
sú að Kjarvalsstaðir sjái eingöngu
um val, uppsetningu og frágang á
þeim sýningum sem hér eru settar
upp.“
Er það ekki einmitt þetta sem
breytingarnar snúast um?
„Breytingamar felast aðallega í
því að samræma þessar tvær hug-
myndir. Kjarvalsstaðir hafa séð stór-
um hópi listamanna fyrir sýningar-
aðstöðu á undanfömum árum. Þetta
hefur líka breyst vegna þess hversu
mörg fín gallerí eru komin hér í
borginni sem bjóða listamönnum upp
á mjög góða sýningarsali og eru
miklu áhrifaríkari sem auglýsinga-
maskínur fyrir viðkomandi lista-
menn en við getum verið. Kjarvals-
staðir eru bara rammi um slíkar
sýningar. Á þessu sumri höfum við
tekið fyrsta skrefið i þá átt að sam-
ræma þessar tvær hugmyndir; við
höfum valið listamenn til að sýna
hér samkvæmt hinu hefðbundna fyr-
irkomulagi en einnig höfum við tek-
ið upp áætlun sem á að gefa ákveðna
mynd af Kjarvalsstöðum, þannig að
sem menningarstofnun hafí Kjar-
valsstaðir viss séreinkenni."
Geturðu gefið okkur tölulegan
samanburð á milli þessa árs og
næsta til að gefa hugmynd um
umfang þessara breytinga?
„Á þessu ári verða alls fímm sýn-
ingar á vegum Kjarvalsstaða en á
næsta ári verða þær alls átta og þær
sýningar verða ennfremur mun
stærri í sniðum og taka yfir lengri
tíma en sýningar þessa árs. Sem
dæmi um þetta má nefna að Kjar-
valssýningin í ár tók yfir tvö sýning-
artímabil en á næsta ári tekur Kjar-
valssýning yfír þijú tímabil. Hvert
sýningartímabil tekur yfír þijár
helgar. Þá verður stór yfírlitssýning
á verkum SÚM-listamannanna. Sú
sýning mun standa í mánuð og vera
í öllu húsinu. Hvað varðar saman-
burð á ú'ölda sýninga einstakra lista-
manna þá eru salir Kjarvalsstaða
leigðir út til 31 aðila á þessu ári en
á næsta ári verða þeir 18. Það er
því ekki um neina byltingu að ræða
en þetta er áþreifanleg breyting.
Hvað varðar þær sýningar sem
Kjarvalsstaðir taka að sér á verkum
einstaklinga þá munum við sjá um
hluta af vali verka á sýninguna
ásamt listamanninum sjálfum, enn-
fremur tökum við að okkur uppsetn-
ingu, kynningar og sýningarskrá
sem yrði þá í veglegri kantinum.
Við erum einnig í mjög góðum
tengslum við listasöfn annars staðar
í Evrópu og sérstaklega í Skand-
inavíu og núna standa yfír viðræður
um það að sýningar á vegum húss-
ins fari einnig utan. Við höfum t.d.
samið við Norrænu listamiðstöðina
í Sveaborg í Finnlandi að sýning
Kjarvalsstaða næsta vor á verkum
Helga Þorgils fari þangað þegar
henni lýkur hér heima. Á sama hátt
er verið að semja um að senda fyrir-
hugaða sýningu Kristjáns Guð-
mundssonar utan. Þannig hefur
þetta tvíþættan tilgang, annars veg-
ar hefur slíkt ákveðna þýðingu fyrir
Kjarvalsstaði en einnig viljum við
beita áhrifum safnsins til að gera
eitthvað fyrir listamennina í stærra
samhengi.
Það er mjög eðlilegt að svona
menningarstofnun hafí slíka stjórn
á sinni starfsemi. Hinu má líkja við
það t.d. ef Borgarleikhúsið leigði út
húsnæðí sitt helming leikársins til
einstaklinga sem vildu tjá sig á leik-
rænan hátt í salarkynnum hússins.
Ég tel að það sé nauðsynlegt að
nýta þetta fagfólk sem er til staðar
í stofnun eins og Kjarvalsstöðum og
að það beri ábyrgð á hluta af því
prógrammi sem þar fer fram.“
Er ekki hættan sú með þessu
fyrirkomulagi að Kjarvalsstaðir
verði ásakaðir fyrir að hampa
sumum listamönnum á meðan
aðrir eru settir hjá?
Það verður aldrei komist framhjá
því að í þessu felist ákveðið val. Eg
held að það sé til bóta þegar á heild-
ina er litið til langframa. Einnig
verður að hafa í huga aukið framboð
á sýningaraðstöðu fyrir listamenn
með tilkomu galleríanna. Kosturinn
við þetta fyrirkomulag er sá að
Kjarvalsstaðir geta nú einbeitt sér
betur að þeim listamönnum sem þar
sýna. Þá má líka hafa í huga að
íslenskir myndlistarmenn eru ekki
það margir að jafnvel þótt Kjarvals-
staðir stýrðu alfarið vali á listamönn-
um þá kæmust ansi margir að. Við
myndum á tveimur til þremur árum
komast yfír að bjóða obbanum af
öllum þeim innlendu listamönnum,
sem almennt eru taldir atvinnumenn
í list sinni, að sýna hér í húsinu.
Þetta mætti gera þó öllum stefnum
og því myndmáli sem listamennimir
vinna í væri sýnd jöfn virðing. En á
sama tíma og svona breyting á sér
stað verður að viðhafa ákveðna
víðsýni. í sýningaáætlun fyrir næsta
ár má sjá að við höfum reynt að
velja textíl, myndlist, skúlptúr og
leirkerasmíði; ennfremur höfum við
reynt að hafa ákveðna breidd í aldri
og myndmáli listamannanna, án þess
þó að leggja gæðakröfur að veði.
Við getum ekki tekið upp á því að
loka Kjarvalsstöðum sem borgar-
stofnun og sýna bara eintóma
mínimallist, eða einungis konkretlist
eða abstraktlist. Slíkt gæti ekki
gengið. Þannig höfum við reynt í
krafti þekkingar okkar og reynslu
að velja hæfasta fólkið en auðvitað
hafa margir, sem eiga fullt erindi
hingað inn, orðið útundan við skipu-
lagningu næsta árs. En þá er til
þess að líta að Kjarvalsstaðir munu
starfa mörg ár enn.“
Er sú hætta fyrir hendi að þeir
listamenn, sem ekki selja mikið
og eru því kannski Iftt spennandi
kostur fyrir galleríin, eigi erfið-
ara með að koma sér og verkum
sínum á framfæri með því að sýn-
ingarplássum fækkar á Kjarvals-
stöðum?
„Það getur verið eitthvað til í
þessu. En Kjarvalsstaðir velja ekki
listamenn inn í húsið með tilliti til
væntanlegrar sölu þannig að þessir
listamenn ættu að eiga fullt erindi
hingað svo framarlega sem verk
þeirra bera frumleika og listrænum
hæfíleikum vitni. Auðvitað er það
rétt að galleríin stýrast að nokkru
leyti af sölusjónarmiðum — þau
hljóta að gera það — en samt má
segja að íslenskur listmarkaður sé
sérstakur fyrir það hversu opinn og
óskilgreindur hann er.“
Er íslenskur listmarkaður að
færast í það horf að listfræðingar
og gallerístjórar ráði því að miklu
Ieyti hvaða listamenn séu ofan á
og hveijir teljist góðir hverju
sinni?
„Nei, það er af og frá. í fyrsta
lagi er það vegna þess að galleríin
hafa ekki einokun, né stjóm á um-
fjöllun fjölmiðla. Það er þetta sem
einkennir gallerí erlendis. Ákveðin
gallerí eru nánast með einokun á
umfjöllun listtímarita — eiga jafnvel
hlut í þeim — og hafa einnig mjög
góð tengsl við ákveðin dagblöð. Þessi
stjóm á milliliðnum milli markaðar-
ins og listamannsins er mjög sterk
í Evrópu. Héma aftur á móti getur
nánast hver sem er komið sér á
framfæri í dagblöðum og það er
sama þó viðkomandi sé að sýna í
kjallaraholu í Vesturbænum; ef hann
er bara nógu frakkur og málglaður
þá getur hann fengið um sig miklu
stærri grein og lengra viðtal en ein-
hver annar, sem er hæverskari og
óframfæmari, en kannski öllu
merkilegri listamaður. Á meðan
þetta er ekki undir einhverri stjóm
galleríanna geta þau ekki starfað
af fullum krafti. Kraftur gallería
erlendis liggur fyrst og fremst í þess-
ari einokunaraðstöðu sem þau reyna
að komast í, bæði með samningum
við listamenn og síðan með sterkum
ítökum í pressunni. Hér veit ég ekki
til þess að í gangi séu samningar
milli listamanna og gallería. Gall-
eríin héma eru frekar eins og list-
munaverslanir og til dæmis hafa þau
ekki tekið upp ákveðnar liststefnur;
ekki alið upp ákveðna listamenn né
hafa þau farið út í faglegar útgáfur
á listaverkaritum sem em aðals-
merki gallería erlendis."
Kjarvalsstaðir sem listasafn
hafa ákveðna fjármuni til umráða
til listaverkakaupa á ári hveiju.
Hvað ræður listaverkainnkaupum
borgarinnar?
Gunnar B. Kvaran listráðunautur F
Eitt nýlegra verka eftir Helga Þorgils. Hann sýnir í boði Kjarvals-
staða næsta vor.