Morgunblaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988
7
Jón Guðmundsson sérfræðingxir í frærækt og Ólafur Eggertsson bóndi skoða lúpínufræið úr tanki
kornskurðarvélarinnar.
Unnt að hefja stórátak í
landgræðslu með lúpínu
Fræuppskeran í ár nægir til uppgræðslu á 1000-1500 hekturum
Selfossi.
FRÆUPPSKERA af lúpínuökr-
um á Suðurlandi verður um tvö
tonn í ár. Með þeirri uppskeru
verður unnt að hefja stórátak í
uppgræðslu lands með lúpínu. í
ár er fræuppskeran fengin af
um 20 hektara ökrum en á næstu
árum bætast stórir fræakrar við,
þannig að eftir fjögur ár verða
þeir um 150 hektarar og mögu-
leg fræuppskera 15 tonn.
Þau tvö tonn af lúpínufræi sem
fást í ár munu nægja til upp-
græðslusáningar í 1000-1500 hekt-
ara lands. Fræið í ár er fengið af
15 hektara akri við Stórólfsvelli og
um fimm hektara akri í Gunnars-
holti, ásamt litlum akri á Skóga-
sandi. Á næsta ári bætast við 20
hektara fræakrar og á Skógasandi
eru 30 hektarar sem verða tilbúnir
til frætöku eftir 3-4 ár. í vor var
svo sáð í um 67 hektara akur í
Gunnarsholti og má gera ráð fyrir
fræuppskeru af honum eftir þrjú ár.
Fræuppskeran er árangur svo-
nefndrar lúpínuáætlunar hjá Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins en
vinna að henni hófst 1986. Akurinn
við Stórólfsvelli er sá fyrsti sem sáð
var í 1986. Jón Guðmundsson, sér-
fræðingur í frærækt sem vinnur að
lúpínuáætluninni, sagði að með því
að búið væri að leysa fræöflunina
og ræktunina væri unnt að gera
stórátak í uppgræðslu með lúpínu.
Kominn væri efniviður í land-
græðslu og væntanlega yrðu gerðar
tilraunir með sáningu fræs úr flug-
vél næsta vor, en auk þess yrðu
aðrar aðferðir reyndar. Hann sagði
slátt á fræakri tekur vélin upp 100
kíló af fræi á klukkustund en slík
afkastageta kemur sér vel á stórum
fræökrum.
Hjá Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins eru unnið að því að finna
út hvar lúpínan er hentug til upp-
græðslu og hvers vegna hún hopar
úr landinu þegar það tekur að gróa.
Sig. Jóns.
að í því efni yrðu tekin fyrir mjög
rýr svæði innan landgræðslugirð-
inga á Suðurlandi.
Við frætökuna er notuð afkasta-
mikil kornskurðarvél í eigu Ólafs
Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri.
Vélin slær lúpínuna og skilar fræinu
hreinu í innbyggðan tank á vélinni.
Fræið er síðan flutt að Gunnars-
holti þar sem það er verkað. Við
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Lúpínan er slegin við Stórólfsvelli með afkastamikilli kornskurðarvél.
BORGUM
STRAX
betra fyrir alla
Losnum við óþægindi
og kostnað vegna
aukastöðugjalda. 1
®Bílastæðasjóður
Reykjavíkurborgar
HEÐah
Sé9reittjt
ilFGoodrich
Bjóðum nú þessi frábæru kjör:
B
Útborgun 25%
Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum.
Fyrsta afborgun í október.
10% staðgreiðsluafsláttur.
LT225/75R16 33xll,5R16LT
LT 215/75R15 32xll.50R15LT 235/85R16LT
LT235/75R15 33xl2.50R15LT 31xl0.50R16.5LT
30x9.50R15LT 35xl2.50R15LT 33xl2.50R16.5LT
31xl0.50R15LT 255/85R16LT 35xl2.5R16.5LT
/MdRTsf
Jeppadekkin sem duga.
Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.